Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSEVS - MliNMNG LISTIR 44. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Utangarðsmenn? Hópur myndlistarmanna sem töldu sig útilok- aða hjá hinni opinberu listforsjá stofnaði Myndlistfélagið 1961 og félagið starfaði til 1970. Þarna komu margir þektir listamenn við sögu og nú hefur verið gefin út lista- verkabók um félaga í Myndlistarfélaginu og eru birtar myndir af þremur verkum eftir hvern þeirra. Gísli Sigurðsson hefur litið á bókina og skrifar um hana og birtur er úr- dráttur úr formála Gunnars Dal en hann er annar tveggja útgefenda. Flugur og fjöll Greinaflokkur eftir Matthías Viðar Sæmunds- son dósent í framhaldi af, eða í tilefni af greinaflokki Kristjáns Kristjánssonar pró- fessors á Akureyri um póstmódernisma. Hér er komið víða við, fjallað um sturlun Ni- etsches, skáldfíflamál heimspekinnar, hnign- un við tvenn aldarlok, síðupplýsingu, einvídd- arhugsun, séra Hannes Snakkó, sundurgerð- arheimspeki Derrida, íslenska fyndni og fleira Söguleg óperusýning fór fram í Forboðnu borginni í Peking fyrr á þessu ári þegar þar var í fyrsta sinn sýnd vestræn ópera: Turandot eftir Puccini, sem raunar fjallar um kínverkst efni og gerist í Borginni forboðnu. Kristján Jóhannsson fór með hlutverk Calafs prins af glæsibrag og þekktar söngstjörnur voru í öðrum hlutverk- um. Sigurður A. Magnússon rithöfundur var með í förinni og lýsir því sem fram fór. Monet á tuttugustu öld nefnist umfangsmikil sýning á verkum franska málarans Claude Monet sem nú stendur í Museum of Fine Arts í Boston. Jóhann Hjálmarsson, sem nýlega var á ferð í Boston, skoðaði sýninguna og veltir í því tilefni fyrir sér ferli þessa heimskunna listamanns. I máli hans kemur meðal annars fram að Bandarikjamenn séu miklir Monetaðdáendur. ÖRN ARNARSON HEIMBOÐ Þú bauðst mér til veizlu, ljúfa líf. Ljósum var höll þín skreytt. Harpan var slegin og dansað dátt og dýrasta mungát veitt. Dansinn var stiginn og drukkið fast við dunandi hörpumál: grát og hlátur, hatur og ást. Hver hörpustrengur var sál. Sjaldan heii ég dansað dátt, þótt dragi mig lögin þín. Grön lét ég sía. Með gætni ég drakk þitt görótta nautnavín. Nú drekk ég full þitt, fagi'a líf, fylltur er bikarinn. Leiktu svo tr}rlltasta lagið þitt við lokadansinn minn. Það svífur á mig, hið síðasta full, mig svimar af dansi þeim. Nú kveð ég með þökk fyrir daginn í dag. Dauðinn fylgir mér heim. Örn Amarson, 1884-1942, hét réttu nafni Magnús Stefónsson og átti heima í Hafnarfirði. Hann var vinsælt skáld á fyrrihluta aldar- innar, ekki sízt fyrir kvæðið um Stjána bláa. Mörg kvæða hans eru í nýrómantískum anda og fjalla oft um sjó og sjómennsku. FORSÍÐUMYNDIN; Portret af Ósvaldi Knudsen eftir Maríu H. Ólafsdóttur listmálara. Birt í tilefni umfjöllunar um nýja listaverkabók þar sem fjallað er um félaga i Myndlistarfélaginu. RABB „HIÐ ÓSKIL- GREINDA DÝR" AÐURINN er eina dýrið sem drepur og kvelur einstaklinga af sinni eigin tegund án neinnar sérstakrar ástæðu og fær út úr því ánægju. Dýr drepa yfirleitt ekki sína eigin tegund nema í sjálfsvörn, þegar þeim er ógnað og flótti er útilokaður. Meðal annarra dýra þekkjast ekki blóðugir bardag- ar eða eyðileggingarhvöt í neinni líkingu við það sem býr í mannlegu framferði. Maður- inn er eina spendýrið sem er fjöldamorðingi og sadisti/Hann er eina dýrið sem kvelur og drepur eigin tegund. Gagnstætt öðrum teg- undum, sem beita árásarhvötinni til þess að komast af, notar maðurinn hana til þess að ógna öðrum. Eyðileggingarhvötin er ekki eðlislæg, heldur á hún sér sennilega upphaf í tilveru mannsins, sem ein af aðferðum hans til þess að finna lífinu tilgang. Kunnings- skapur og vinátta duga ekki til þess að hemja árásargimina. Engin stríð eru mis- kunnarlausari en borgarastríð, þar sem þátttakendur eru jafnvel nákunnugir hver öðrum, stundum úr sömu fjölskyldu. Maður- inn sættir sig ekki við viðburðalaust líf, hann þráir spennu og dramatík, þegar það er ekki fyrir hendi býr hann til slíkar aðstæður. Dýr bregst venjulega aðeins við skýrri yfirvof- andi hættu. Maðurinn hefur aftur á móti til að bera bæði framsýni og ímyndunarafl. Hann bregst því ekki aðeins við yfirvofandi hættu eða ógn, heldur getur hann gert sér í hugarlund hvað muni hugsanlega gerast í framtíðinni. Maðurinn, ólíkt öðrum dýrum, ver sjálfan sig gegn því sem ógnar lífshags- munum hans, sem eru langtum umfangs- meiri en annarra tegunda. Manninum nægir ekki að komast af líkamlega heldur verður hann að nærast andlega og hann bregst af hörku gegn hugmyndum sem hann telur ógna tilveru sinni. Ef árásarhvöt mannsins væri á svipuðu stigi og hjá öðrum spendýr- um væri heimurinn friðsamur. En saga mannsins er saga ótrúlegrar eyðileggingar og grimmdar sem gerir hann að raunveru- legum morðingja. „Maðurinn er enn hið óskilgreinda dýr,“ sagði Friedrich Ni- etzsche. Leit mannsins að frelsi, virðingu, einingu og sannleika hefur löngum verið talin aðal- hreyfiafl sögunnar. Upplýsingamenn, sem trúðu á að hægt væri að bæta heiminn, töldu manninn fæddan „góðan“ og skynsaman. Það væri vegna slæmra stofnana, lélegrar menntunar og slæms fordæmis, að hann hefði þróað með sér slæma eiginleika. En maðurinn er fæddur ófullkominn og hið stöðuga ójafnvægi sem hann býr við gerir hann að auðveldu fórnarlambi hugmynda, sem gjarnan leiða hann í öngstræti. Maður- inn er því fastur í þeirri mótsögn, að um leið og hann ber af öðrum dýrum hvað varðar greind og sköpunargáfu gera skapgerðarein- kenni og tilhneiging hans til þess að nota hæfileika sína meðvitað til óskynsamlegra verka hann líklegan til þess á endanum að tortíma öllu lífi á jörðinni. En það er ekki einstaklingurinn heldur hópurinn eða samfélagið sem maðurinn hef- ur smíðað, sem er heiminum hættulegast. Hópurinn byggir tilveru sína á sjálfsdýrkun, t.d. eru hugmyndir margra þjóða um sjálfar sig byggðar á fantasíu um yfirburði og sér- staka hæfileika. Hópurinn bregst við allri gagnrýni af hörku. Hann telur land sitt það besta og glæsilegasta, menningu þjóðarinn- ai’ öllum öði-um fremri, friðarviljan meiri þótt sjálf grunnhugmyndin um þjóðríkið feli í sér mismunun og ofbeldi gagnvart þeim sem standa utan við. Hópsjálfselskan eflir samstöðuna. Gert er lítið úr andstæðingun- um. Allri móðgun við tákn hópsins eins og fánann, forsetann eða kónginn er mætt af mikilli hörku. Þar sem þessi sjálfsdýrkun gengur lengst verða sadistískir einstakling- ar virkir. í umburðarlyndu þjóðfélagi eru sadistar álitnir sjúkir en um leið og viðhorf breytast fá þeir að njóta sín. I tih’aun sem gerð var í Bandaríkjunum þar sem fólk var fengið til þess að gangast undir fangavist í tilraunaskyni, þótti þeim sem gerðust fanga- verðir svo gaman að vinnunni að þeir unnu oft lengur en þeim bar. Þriðjungur þeirra sýndi sadistískar tilhneigingar. Rannsóknir í dýragörðum hafa sýnt að dýr geta orðið árásargjörn ef þrengir að at- hafnarými þeirra. Félagslegt jafnvægi er þeim nauðsynlegt. Maðurinn hefur ekki ár- þúsundum saman búið við náttúruleg skil- yi’ði. Hinn siðaði maður hefur alltaf lifað í „dýragarði“. Aukin framleiðsla og stétta- skipting, myndun yfirstéttar og forréttinda- stéttar, aukin siðmenning og miðstjórnar- vald hafa aukið eyðileggingarhvöt mannsins. Saga heimsmenningarinnar frá eyðingu Karþagó og Jerúsalem til eyðingar Dresden, Hiroshima, loftárása á Víetnam og írak er sorgarsaga sadisma og gjöreyðingar. Stríð eru sjaldgæf meðal frumstæðra þjóðfélaga. Það er með siðmenningu og auknu þéttbýli sem styrjaldir verða algengar. Ef líf mannsins stjórnaðist eingöngu af eðlishvötum væru engin sérstök vandamál til. Þá væri maðurinn ánægður á sama hátt og kýr sem hefur nóg að borða. En líkamleg fullnæging þarfanna nægii’ manninum ekki. Aðaldrifki’aftar mannlegs framferðis eru skynsamlegar og óskynsamlegar ástríður mannsins, ást, tilfinningar, frelsi og sann- leikur, löngun til þess að stjórna, eyðileggja, sjálfselska, græðgi, öfund og metnaður. Þetta gefur lífinu tilgang. Fóik sem er inn- blásið af þessum hvötum er tilbúið til þess að hætta lífi sínu og fremur jafnvel sjálfs- morð ef því mistekst að ná takmarki sínu. Enginn mundi fremja sjálfsmorð vegna þess að hann fái ekki kynferðislega fullnægingu. I nútímaþjóðfélagi sér auglýsingaiðnaður- inn um að örva langanir mannsins. Til þess er notað sjónvai-p, útvarp, dagblöð og tíma- rit. Maðurinn er orðinn eins og fiskur á þurru landi, utangátta í heiminum. Hann er í þeirri neyðarlegu stöðu að vera hluti af nátt- úrunni en getur ekki breytt né aðlagast eðl- islögmálum hennar. Hann er boðflenna í náttúrunni, en samt hlekkjaður við hana eins og dýr. Manninum er kastað inn í heim- inn fyrirvaralaust og síðan hrifinn burtu gegn vilja sínum. Maðurinn verður van- megnugur í tilveru sem þrengir að honum á alla vegu. Hann er eina dýrið sem er utan- gátta í náttúrunni, eina dýrið sem skapar vandamál aðeins með því að vera til. Frá því getur maðurinn ekki flúið. Jafnvægi hans er alltaf ógnað. I gegnum söguna hefur maður- inn breytt umhverfi sínu og jafnframt sjálf- um sér. Með vaxandi þekkingu eykst hroki hans og tómlæti. Með vaxandi einstaklings- hyggju eykst einangrun hans. Hann óttast sjálft frelsið. Á meðan geta hans til þess að framleiða eykst verður hann gráðugri og eigingjarnari, þræll þeh’ra hluta sem hann hefur skapað. Því greiðari svör sem hug- myndafræðin gefur við spurningum, þeim mun meira aðdráttarafl hefur hún. Þess vegna eiga óskynsamleg og jafnvel fjar- stæðukennd hugsanakerfi svo greiða leið að hugum manna. Maðurinn getur laðast að hugmyndafræði hvort sem hún útrýmir lífi eða hlúir að því. Eyðileggingarhvötin á sér uppruna í sjálfri tilveru mannsins og er ein af aðferðum hans til að finna lífinu tilgang. Greindin, sem skilur manninn frá öðrum tegundum, gerir hann um leið framandi og hættulegan umhverfi sínu. ÁRNI ARNARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. NÓVEMBER 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.