Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 16
VATNALILJUR, speglanir grátandi pílviðar. UNNANDI VATNALIUANNA Monet á tuttugustu öld nefnist umfangsmikil sýning á verkum franska málarans Claude Monet (1840-1926) sem nú stendur í Museum of Fine Arts í Boston og lýkur 27. desember. JÓHANN HJÁLMARSSON sem nýlega var á ferð í Boston skoðaði sýninguna og veltir í því tilefni f/rir sér ferli þessa heimskunna listamanns. STÓRA Monetsýningin í Boston er sérstakur, kannski einstakur listviðburður í lok aldarinnar. Bandaríkjamenn eru miklir Mo- netaðdáendur eins og aðsóknin ber með sér. Daglega, frá morgni tii kvölds, er safnið fullt af fólki og verður naumast þver- fótað í sölunum þar sem Monetverkin hanga. Marga daga tekur að fá miða og kostar mið- inn fimmtán dollara. Museum of Fine Arts er ágætt listasafn og hefur upp á .margt að bjóða, auk listar veit- ingastaði og góða verslun þar sem finna má mikið úrval bóka um listir og listamenn. Pað er átakalaust að eyða þar degi. Sjálf Monetsýningin er vel skipulögð. í hverjum sai er veggspjald með gagnlegum < upplýsingum um listaverkin. Margir notfæra sér einnig heyrnartól sem fræða þann óspart sem er til í þá pínu að spenna þau yfir eyrun. Flestir völdu þann kost. Frumkvöðull impressjónista A tuttugustu öld geta verk Monet naumast talist nútímalist. Hann var sem kunnugt er ,einn af frumkvöðlum impressjónista og brautryðjandi á sínum tíma, en nú er annað upp á teningnum. I kynningu frá safninu má fræðast um helstu atriði í lífi málarans. Claude Monet fæddist 14. nóvember 1840 í París og fékkst faðir hans við viðskipti í smáum Monet var fimm ára fluttist fjölskyldan til Le Havre í Normandí. Hann byrjaði ungur að teikna skopmyndir og WATERLOOBRÚ í London í sólskini. nam síðan hjá landslags- málaranum Eugene Boudin. Elsta málverk Monets sem vitað er af er frá 1858. Á 86 árum ævi sinnar málaði hann yfir 2.000 málverk, að meðal- tali 30 málverk á ári. Hann skrifaði yfir 3.000 bréf og teikningar hans eru rúmlega 500. Síðustu æviárin eða frá 1883 bjó Monet í Gi- verny, lítilli borg nálægt Signu, skammt frá París. Fyrsta kona hans, Ca- mille, lést 1879. Monet kvæntist í annað sinn 1892, Alice áum stíl. Þegar JAPANSKA brúin Hoschedé, og hún og börn hennar bjuggu með honum í Giverny. I Giverny var Monet mjög umhugað um garðinn sinn. Hann jók við hann 1893 með því að leiða í hann vatn, stækkaði hann 1901 og aftur 1903. I upphafi aldarinnar skiptu blóm og jurtir garðsins hundruðum þúsunda og kröfðust vinnu fimm garðyrkjumanna í fullu starfi. Monet lýsti því eitt sinn yfir að ef hann hefði ekki kosið sér hlutverk málarans hefði það freistað hans mest að gerast grasafræð- ingur. Innblástur kvaðst hann einkum sækja í blómin. Helsti lundslags málarinn Monet var hylltur árið 1900 sem helsti landslagsmálari Frakklands. Á 26 ára ferli sem hann átti eftir sýndi hann aðeins fjórum sinnum. Árið 1900 sýndi hann úrval nýrra málverka; 1904 var viðfangsefnið London: The Thames; 1909 voru það vatnaliljur og 1912 Feneyjar. Gagnrýnendur kunnu sér ekki læti. Frá 1900 til dauðadags 1926 gat Monet fylgst með því hvemig nýir straumar í listum ruddu sér braut: fauvismi, kúbismi, dada og 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.