Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 2
FOSSVOGSKIRKJA NÝ ÚTSETNING Á SÁLMI HALLGRÍMS PÉTURSSONAR VIKTORIA OG ALBERT-SAFNIÐ TVÖ CONSTABLE- VERK HORFIN London. Reuters. TVÖ olíumálverk eftir einn þekktasta listamann Breta, John Constable, hafa horfíð úr Viktoria og Albert-safninu í Lundúnum. Verkin sáust síðast við skoðun í ágúst og er talið fullvíst að þeim hafí verið stolið. Málið er hið vandræðalegasta fyrir safnið, því dóttir málarans gaf verkin og eru þau metin á um eina milljón sterlingspunda, um 120 milljónir ísl. kr. Alan Borg, forstjóri safnsins, segir að þar sem yfir ein milljón verka sé í vörslu safnsins, sé nær útilokað að koma í veg fyrir hvarf af þessu tagi, en starfsmenn þess séu miður sín vegna þess. Tekur Borg fram að verk- in; „Dedham Lock“ og „Valley Farm“ séu of þekkt til að hægt sé að koma þeim í verð. ÞESS verður minnst með ýmsum hætti í Fossvogskirkju í dag kl. 17, að á þessu ári er hálf öld liðin frá vígslu kirkjunnar. Flutt verður ný út- setning Þorkels Sig- urbjömssonar á sálmi Hallgríms Pétursson- ar „um dauðans óvissa tíma“, Allt eins og blómstrið eina. Lagið byggist á fjórum mis- munandi orgelundir- leiksútsetningum mið- að við einraddaðan safnaðarsöng, einni útsetningu á laginu fyrir blandaðan kór og einni útsetningu fyrir einraddaðan safnaðarsöng með sópran-yfirrödd sem Signý Sæmundsdóttir syngur. Scola Cantorum flytur Kvöldbænir Hallgríms Péturssonar eftir Þorkel Sigur- bjömsson, og Kam- merkór Langholts- kirkju flytur Dagui- er nærri, eftir Handel við texta Kristjáns Vals. Einnig koma fram Tónkórinn, Hljómkórinn, Kam- merkór Dómkirkjunn- ar og Bústaðakórinn. Tónlistar- og kór- stjóri er Jón Stefáns- son. Organleikari Marteinn H. Frið- riksson. Saga Fossvogs- kirkju og Fossvogs- kirlqugarðs verður tjáð í myndsyrpum við tónlistamndirleik Gunnars Hrafnssonar, kontrabassaleikara og Hilmars Jenssonar, gítarleikara. Forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Gríms- son, verður viðstaddur vigsluminnið. Þorkell Sigurbjörnsson ARISTEION-bókmenntaverðlaunin vora af- hent belgíska rithöfundinum Hugo Claus í ráð- húsinu í Stokkhólmi á miðvikudag og spænski þýðandinn Miguel Sáenz tók við þýðingarverð- laununum. Claus hlaut verðlaunin fyrir nýjustu skáldsögu sína, De Gerachten, eða Orðrómur- inn, og Sáenz fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Ein weites Feld, eða A víðum velli, eftir Giint- er Grass. Þórarinn Eldjárn var einn þeirra sex rithöfunda sem lentu í efsta flokki og var við- staddur afhendinguna í Stokkhólmi. „Mér þykir það mjög leitt að ég skyldi taka verðlaunin þín, ég er viss um að þú hefðir haft meiri þörf fyrir þau en ég,“ sagði Hugo Claus við Þórarin þegar sá fyrrnefndi hafði veitt verðlaununum viðtöku. „Hann er húmoristi,“ segir Þórarinn. Rithöfundamir sex sem lentu á stuttlistan- um vora, auk þeirra Þórarins og Claus, Nikolaj Frobenius frá Noregi, Sóren Uh-ik Thomsen frá Danmörku, Spánverjinn Alvaro Pombo og Nóbelsverðlaunahöfundurinn José Saramago frá Portúgal. Hinir þrír fyrstnefndu vora við afhendinguna á miðvikudag en hinir áttu ekki heimangengt. „Saramago kom ekki, enda á hann nú erindi til Stokkhólms eftir mánuð og nennir kannski ekki alltaf að vera að þvælast þangað," segir Þórarinn. Þórarinn segir það ágætt veganesti að hafa fengið þessa tilnefningu og telur líklegt að áhugi á bók hans, Brotahöfði, vaxi í öðrum löndum. Bókin kemur út á ensku á næstu dög- Pressens bild RITHÖFUNDARNIR Hugo Claus og Þórarinn Eldjárn á spjalli að lokinni afhendingu Aristeion- bókmenntaverðlaunanna í ráðhúsi Stokkhólms. um, í þýðingu Bemards Scudder, en sá hinn fyrir þýðingu sína á Svaninum eftir Guðberg sami komst raunar í hóp sex efstu þýðendanna Bergsson. HUGO CLAUS TEKUR VIÐ ARISTEION- BÓKMENNTAVERÐLAUNUNUM Morgunblaðið/Golli ÞÆR LEIKA á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins annað kvöld: Guðrún Birgisdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Svava Bernharðs- dóttir. KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN TÓNLEIKAR OG PLÖTUÚTGÁFA ÞRIÐJU tónleikar starfsárs Kammermús- íkklúbbsins verða haldnir í Bústaðakirkju annað kvöld kl. 20.30. Fram koma Guðrún Birgisdóttir flautuleikari, Auður Hafsteins- dóttir fíðluleikari, Svava Bemharðsdóttir víóluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir pí- anóleikari. Á tónleikunum verða leikin fjögur verk; serenaða fyrir flautu, fíðlu og víólu í D-dúr, op. 25 og Tríó fyrir píanó, fiðlu og selló í B- dúr, WoO. 39 eftir Ludwig van Beethoven og Kvartett fyrir flautu, fiðlu, víólu og selló í D- dúr, K. 285 og Kvartett fyrir píanó, fiðlu, víólu og selló í Es-dúr, K. 493 eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. Á tónleikunum verður boðin til sölu glæný tvöföld geislaplata, sem Mál og menning gef- ur út, með efni sem hljóðritað var á tónleikum afmælisárs Kammermúsíkklúbbsins, 1997-98. Á plötunum eru Strengjakvartettar eftir Haydn og Beethoven í flutningi Sigrúnar Eð- valdsdóttur og fleiri, Strengjakvartett eftir Jón Nordal leikinn af Bernardel-kvartettnum, Kvintett fyrir blásara eftir Carl Nielsen flutt- ur af Blásarakvintett Reykjavíkur, Ljóða- söngvar eftir Braþms með víólu og píanói, þar sem Alina Dubik syngur og Klarínettukvin- tett eftir Brahms í flutningi Einars Jóhannes- sonar og fleiri. Klúbbfélagar fá plöturnar á sérstöku fé- lagsverði, kr. 1.980, en almennt verð er kr. 2.980. Þær verða til sölu hjá Máli og menn- ingu í Síðumúla 7-9. MENNING/ MSTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Fálkahúsið, Hafnarstræti 1 Greipar Ægis: Sandskúlptúrar. Til áramóta. Gallerí Bílar & list Hildur Waltersdóttir. Til 10. des. Gallerí Fold. Zhang Hong. Til 22. nóv. Gallerí Horn Lára Halldórsdóttir. Til 2. des. Gallerí Listakot Hrönn Vilhelmsdóttir og Charlotta R. Magnúsdóttir. Til 28. nóv. Gallerí Sævars Karls Sjónþing Hannesar Lárussonar. Til 25. nóv. Hafnarborg Úrval verka Sigurjóns Ólafsson- ar. Til 23. des. Hallgrímskirkja Benedikt Gunnarsson. Til 1. des. Ingólfsstræti 8 Guðmunda Andrésdóttir. Til 29. nóv. Kjarvalsstaðir Austursalur: „Framsýning: Foroysk nútíðarlist“. Vestursalur: Nýjar kyn- slóðir í norrænum arkitektúr. Miðsalur: Myndlist og tónlist: Halldór Ásgeirsson og Snorri Sigfús Birgisson. Til 20. des. Listasafn ASÍ Asmundarsalur: Katrín Sig- urðardóttir. Gryfjan: Guðrún Einarsdóttir. Arinstofa: Kristinn Pétursson. Til 15. nóv. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið laugardaga og sunnudaga 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Sæmundur Valdimarsson. Til 13. des. Listasafn Islands 80/90. Speglar samtímans. Til 31. jan. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sigurjón Ólafsson - Ævi og list. Til 1. des. Listaskálinn í Hveragerði: Haustsýning. Til 13. des. Listhús Ófeigs, Skólavörðustfg Alice Olivia Clarke, mósaíkverk. Til 15. nóv. Menningarmiðstöðin Gerðubergi Sjónþing Hannesar Lárussonar. Til 31. des. Mokkakaffi, Skólavörðustíg Ljósmyndasýn- ing Hörpu Björnsdóttur. Til 19. nóv. Norræna húsið. Herdís Tómasd. Til 29. nóv. Anddyri: Ljósmyndir Ujuukulooqs. Til 1. des. Nýlistasafnið Þóroddur Bjarnason, Lilja Björk Egilsdóttir, Aðalsteinn Stefánsson, Hjörtur Hjartarson og Pétur Guðmundsson. Til 29. nóvember. Stofnun Árna Magnússonar. Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-16. Til 14. maí. SPRON, Mjódd Jón Axel. Til 19. feb. TÓNLIST Laugardagur Kirkjuhvolur, Vidalínskirkja: Kammertón- leikar. Blásarakvintett Reykavikur og Gerrit Schuil. Kl. 17. Hallgrímskirkja: Miðaldatónlistarhópurinn ALBA og Vox Feminae. Kl. 17. Fossvogskirkja: Ný útsetn. á sálmi Hallgríms Péturssonar. Signý Sæmundsdóttir, Scola Cantorum, Kammerkór Langholtskú’kju, Tónakórinn, Hljómkórinn, Kammerkór Dóm- kirkjunnar og Bústaðakórinn. Kl. 17. Sunnudagur Kristskirkja, Landakoti: Styrktartónleikar Caritas. Kl. 17. Bústaðakirkja: Kammertónleikar: Guðrún Birgisdóttir, flauta, Auður Hafsteinsdóttir, fiðla, Svava Bernharðsdóttir, lágfiðla, Bryn- dís Halla Gylfadóttir, knéfiðla, og Anna Guð- ný Guðmundsdóttir, píanó. Kl. 20.30. Mánudagur Digraneskirkja: Örn Magnússon, píanó. Kl. 20.30. LEIKDLIST Þjóðleikhúsið Maður í mislitum sokkum, lau. 14., fim. 19., fós. 20. nóv. Solveig, sun. 15, þrið. 17. nóv. Bróðir minn ljónshjarta, sun. 15., mið 18. nóv.Gamansami harmleikurinn, sun. 15. nóv.Tveir tvöfaldir, lau. 14., fim. 19., fós. 20. nóv. Borgarleikhúsið Grease, lau. 17., sun. 15. nóv. Sex í sveit, fim. 19. nóv. Ofanljós, lau. 14., fös. 20. nóv. Mávahlátur, lau. 14., sun. 15., fös. 20. nóv. Iðnó Dimmalimm, lau. 14. nóv. Rommí, mið. 18. nóv. Þjónn í súpunni, lau. 14., fós. 20. nóv. Beðið eftir Beckett, sun. 15. nóv. Brecht-kab- arett, fim. 19. nóv. íslenska óperan Ávaxtakarfan, sun. 15. nóv. Hellisbúinn sun. 15., fim. 19. nóv. Loftkastalinn Fjögur hjörtu, sun. 15. nóv. Hafnarfjarðarleikhúsið Við feðgarnir, lau. 14., fos. 20. nóv. Kaffileikhúsið Barbara og Úlfar, mið. 18. nóv. Skemmtihúsið, Laufásvegi 22 Ferðir Guðríðar, sun. 15. nóv. Sjónleikur, Tjarnarbídi Svartklædda konan, lau. 14. nóv. Leikbrúðuland Fríkirkjuvegi 11 Jólasveinar einn og átta, sun. 15. nóv. Möguleikhúsið við Hlemm Snuðra og Tuðra, lau. 14. nóv. Einar Áskell, sun. 15. nóv. Leikfclag Akureyrar Rummungur ræningi, lau. 14., sun. 16. nóv. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.