Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 5
 ÍM pmMRkJ SÉÐ YFIR Borgina forboðnu með 9 þúsund byggingum. Keisaraborgin Óperan „Turandot" fjallar um kínverskt efni og gerist í Borginni forboðnu fyrr á tím- um, þannig að umgerð sýningarinnar var eins raunhlít og verða mátti: bakgrunnurinn ein af höllum keisaraborgarinnar, kennd við himneskt flekkleysi, og fyrir framan hana tvær hreyfanlegar smáhallir í nákvæmlega sama stíl, sem öðruhverju opnuðust fyrir áhorfendum og sýndu þeim inní draumkynj- aða veröld. Borgin forboðna, sem nú gengur undir nafninu Hallartjafnið, liggur í miðri Peking- borg og var aðsetur kínverskra keisara af ættunum Ming og Qing. Þar bjuggu 24 keis- arar á 500 ára skeiði. Borgin forboðna var fyrst reist á árunum 1406-1420, en endur- byggð mörgum sinnum. Svæðið er 72 hektara rétthyrningur með ríflega 9.000 byggingum og umlukið tíu metra háum veggjum og 52 metra breiðri og 6 metra djúpri virkisgröf. A öllum fjórum hornum virkisveggjanna eru þrílyftir varðturnar. Borgin var óheimil öðr- um en ættmennum keisaranna, þjónustuliði, embættismönnum og tignum gestum. Hún var ævinlega vel varin, enda ekki færri en 700 varðmannaklefar á innri bakka virkisgrafar- innar. I Borginni forboðnu eru saman komnir meiri og fjölbreytilegri fjársjóðir listaverka og listmuna af öllum gerðum en finna má á einum stað nokkurstaðar í veröldinni. Söguþrádurinn Meginefni óperunnar er grimmdin, dauðinn og ástin. í fyrsta þætti er brugðið upp mynd af Peking um sólsetur á ótilteknu tímaskeiði. Innan voldugra veggja keisaraborgarinnar eru súlnagöng með málmdiski (gong) sem sleginn er með flókakólfl. Á veggjum hanga hauskúpur þeirra sem teknir hafa verið af lífi. Mannfjöldinn er að hlusta á mandarína lesa upp opinbera tilskipun: Turandot prinsessa mun giftast hverjum þeim sem auðnast að ráða þrjár gátur sem hún ber upp, en þeir sem mistekst tilraunin munu falla fyrir öxi böðulsins. Mannfjöldinn hvetur böðulinn, en snýr sér síðan með miklum fyrirgangi að höll- inni til að fylgjast með síðustu aftökum. Tim- ur, aldraður konungur sem steypt hefur verið af stóli, er yfirbugaður af mannmergðinni og fellur til jarðar. Ung ambátt að nafni Líu, sem er í fylgd með honum, sárbænir örvæntingar- full um hjálp. Skyndilega kemur ungur og óþekktur prins, Calaf, þeim til hjálpar og þekkir aftur Timur foður sinn. Timur hafði haldið að sonurinn væri fallinn í bardaga, en Líu segir honum að eittsinn hafí Calaf brosað til sín, og af þeim sökum hafi hún tekið aldr- aðan föður hans að sér. Þegar fyrir augu ber næsta fórnarlamb, persneskan prins, frítt og viðkvæmt ungmenni, sem hefur mistekist að ráða gátuna, verður mannfjöldinn meyr og sárbænir Turandot, sem birtist á hallarsvöl- unum, að íyrirgefa honum. En hún bandar frá sér og leggur svo fyrir að dóminum skuli full- nægt. Þegar Calaf leiðir Turandot augum er hann strax gagntekinn og hraðar sér að málmdiskinum til að kunngera að hann hygg- ist taka áskoruninni. Timur og ráðherrarnir þrír, Ping, Pong og Pang, reyna árangurs- laust að telja honum hughvarf. En Calaf er blindaður af ást og afræður að bjóða dauðan- um birginn með því að slá málmdiskinn í þrí- gang. I fyrra atriði annars þáttar eru ráðherr- arnir Ping, Pong og Pang staddir í skála hallarinnar og búa sig undir það sem verða vill. Þeir undirbúa brúðkaup, ef hinn ókunni prins skyldi vinna, og greftrun, ef hann skyldi tapa. Daprir í bragði rifja þeir upp þá gömlu og góðu daga áðuren Turandot fædd- ist, þegar Kínaveldi var ekki ofurselt ótölu- legum böðlum hinnar kaldrifjuðu prinsessu. Þeir óska sér sælla og friðsælla daga fjarri keisarahöllinni. í öðru atriði annars þáttar er faðir prinsessunnar, Altoum keisari, staddur efst í gn'ðarlöngum tröppum í víðáttumiklum hall- argarðinum, en fyrir neðan hann eru vitring- ar með bókrollur sem hafa að geyma ráðning- ar á gátunum þremur (von; blóð; Turandot). Prinsessan gengur fram og útskýrir ástæð- urnar fyrir gi’immúðugri framkomu sinni: hún vill hefna nauðgunar sem formóðir henn- ar, Ló-ú-ling, mátti þola. Þvínæst leggur hún gáturnar fyrir Calaf, sem öllum til undrunar og ánægju ræður þær hverja af annarri. Turandot er bæði skelfd og ævareið og biður föður sinn að framselja sig ekki hinum ókunna manni, en keisarinn svarar að virða beri gefin heit. Mannfjöldinn ítrekar hið helga eðli svardagans. Þá hrópar Turandot til Calafs, að vilji hann eiga hana, þá skuli hann eignast hana fulla af hatri og harmi. Calaf sýnir einstætt göfuglyndi með því að leysa hana undan eiðnum og leggur að sínu leyti fyrir hana gátu: geti hún komist að nafni hans fyrir dögun, skuli hann fallast á dauða- refsingu. í fyrra atriði þriðja þáttar er mannfjöldinn staddur í hallargarðinum að næturlagi. Að skipun prinsessunnar eiga allir að halda vöku sinni og uppgötva nafn hins ókunna prins áð- uren dagur rennur. Calaf heldur líka vöku sinni og er öruggur um sigur. Ping, Pong og Pang eru skelfingu lostnir yfir refsingunni sem Turandot hefur fyrirbúið þeim og leita á fund Calafs. Þeir bjóða honum auðæfi og fagrar konur ef hann vilji láta uppi nafn sitt. Óvænt birtast Timur og Líu og sæta mis- þyrmingum af hendi skósveina prinsessunn- ar: þau hafa sést með Calaf og eru talin vera eina fólkið sem hafi aðstöðu til að þekkja nafn hans. En Calaf endurtekur í sífellu: „Ég vil fá Turandot.“ Ping ógnar Timur með pyndingum ef hann neiti að láta uppi nafn prinsins, en Líu reynir að bjarga gamla manninum með því að ganga í áttina til Turandot, sem skyndilega er komin á vettvang, og lýsa yfir því að hún sé eina manneskjan sem þekki leyndarmálið. Hún muni undir engum kringumstæðum opinbera það, jafnvel þótt það kosti hana lífið. Það sé ást hennar sem fái hana til að færa slíka fóm. Að svo mæltu sviptir hún sig lífi með rýtingi sem hún hrifsar af nærstöddum hermanni. [í uppfærslu Zhangs Yimous fargaði Líu sér með löngum prjóni sem hún tók úr höfuðbún- aði prinsessunnar.] Mannfjöldanum ægir þessi atburðarás og lætur þau Calaf og Turandot ein eftir. Calaf álasar Turandot fyr- ir kaldlyndið og kyssir hana til að minna á, í hverju ástríða og mannleg hlýja séu fólgnar. Turandot er fullkomlega rugluð í ríminu og brestur í grát. Hún játar sig sigraða og biður hinn ókunna prins að fara burt og láta sig eina. Af skyndihvöt segir Calaf til nafns síns og kveðst reiðubúinn að deyja. I seinna atriði þriðja þáttar er keisarinn staddur fyrir framan höllina og bíður svars. Turandot segir við föður sinn: „Ég veit hvað ókunni maðurinn heitir. Hann heitir Ást- valdur!“ Ný kinversk gerð óperunnar Hugmyndina að sýningunni í Peking átti þýskur fjármálajöfur og tónlistarunnandi, Michael Écker, sem rekur alþjóðlegt fyrir- tæki undir undir heitinu „OOS - Opera on Original Site“ og áður stóð að uppfærslum á óperunum ,Aídu“ eftir Verdi í Egyptalandi og „Toscu“ eftir Puccini í Róm. Það var mjög að vonum að Kínverjar væru ekki ýkjamárgir meðal frumsýningargesta laugardagskvöldið 5ta september. Varla var á færi annarra en mjög velmegandi manna að greiða miðaverðið sem upp var sett. Auk- þess eru vestrænar óperur flestum Kínverj- um framandi, en Pekingóperan stendur á gömlum merg og býður uppá allt annarskon- ar skemmtun en hér var í boði. Frumsýning- una sóttu stærri og smærri hópar víðsvegar að, ekki síst frá Ítalíu, Þýskalandi, Austur- ríki og Bandaríkjunum, ásamt starfsmönn- um erlendra sendiráða í borginni. Að sýn- ingu lokinni var útvöldum boðið til viðhafn- ai’veislu í nálægri höll og hvergi spöruð mat- föngin, enda mun hluti af miðaverðinu hafa verið látinn standa straum af kostnaði við veislukostinn. Til gamans má geta þess að jafnhliða óperu Puceinis var frumsýnd í Peking kínversk gerð af sögunni um Turandot og kallast „Kín- verska prinsessan". Höfundur er leikskáldið Wei Minglun, sem látið hefur svo ummælt: „Enginn Kínverji gæti fallist á að grimm og kaldlynd prinsessan Turandot sé kínversk. Þetta er ævintýri sem Vesturlandabúar hafa spunnið upp í samræmi við eigin menningu og siðvenjur ánþess að bera nokkurt skynbragð á kínverska menningu." Wei Minglun samdi verk sitt fyrir fjórum árum og hafði til hliðsjónar einhverja kunn- ustu óperuhefð Kínverja, „Chuanju“, sem á upptök sín í héraðinu Sichuan. Þar fara sam- an söngur, dans, látbragðslist, trúðleikur, glæfrabrögð, bardagar, skopstælingar og margt fleira sem auðkennir kínverskt leikhús. I þessari túlkun stafar ógæfa prinsessunnar af því að dekur föðurins hefur aftrað henni frá að kynnast samskiptum karla og kvenna í keisarahöllinni. í túlkun Weis er Turandot líka miklu manneskjulegri en nafna hennar í óperu Puccinis: með leynd hjálpar hún hinum lánlausu biðlum til að flýja um bakdyr keis- arahallarinnar. Á síðustu fjórum árum hefur ópera Weis átt miklum vinsældum að fagna í Kína og verið sýnd í nokkrum stærstu borg- um landsins. Hún vann til margra verðlauna á Fjórðu kínversku listahátíðinni í Chengdu í fyira. I næstu Lesbók: Minjar glæstrar fortíðar. KRISTJÁN M. FALSSON í VETRAR- BYRJUN Snjónum kyngir niður á Norðurlandi, nóttin virðist eilíf. Hann sest í háa skafla, heyrast snjókorn falla, það er vetur. Myrkrið færist í aukana alla á byggðu bóli. Jafnt sem hátt á heiði hann Kári blæs úr nös napur að vanda. Norðanáttin ríkir nú, nepja og fok. Heimskautið heilsar okkur, hlýr vindur fjarri, sólin lækkar á lofti. Fjöllin hvít með klakabrynju, köld hamrabelti. Söngur fuglanna í skóginum er þagnaður, ýlfur vindanna ríkir, klakaþil á lækjum. Mannfólkið skrýðist mörgum flíkum, margur hugsar til sumars. Það er eins og að tíminn líði hægar í hugum þess, og áfram snjóar. Við heimskautsbaug er vetur, víða heyrist braka í trjánum. Þrátt fyrir allt og allt eru þetta fáeinir mánuðir, sem líða hjá. Veturinn kom óvenju snemma í ár, ekkert lætur ósnortið. Isingin með sinn ægimátt er komin til að vera um hríð. Sigur ljóssins yfír myrkvuðu landi lýsir upp fyrr en varir. I desember eru kaflaskil á veldi ljóssins í tímanna rás. Höfundurinn starfar á Amtsbókasafninu á Akureyri. MARÍA SKAGAN TILVIST Liggjandi úti á svölum seint í ágúst er ég enn heima og það eru heyannir og ég með langa iest að fara á milli því það er langt á engjar. Sveitin umgirt íjöllum jöklum eyjum og dynþungu úthafí svo víðlend og ólgandi af fuglasöng hneggi ogjai-mi. En sem ég silast með lestina heim í hlað koma unglingarnw og keyra mig inn þar sem eru steyptir veggir loft og gólf en út um gluggann hvítir skýhnoðrar á svifí í bláum geimnum Og ég bara gömul kona sem enn á sér tilvist angandi af stör austur í Vestur-Landeyjum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. NÓVEMBER 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.