Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 8
 Myndlýsing: Andrés NIETZSCHE var að dómi Þorvaldar Thoroddsen kvalinn af meðvitund um eigin eymd, „hálfblindur og hálfbrjálaður, nokkurskonar Job, andlegum og líkamlegum kaunum sleginn", en um leið haldinn sterkri lífslöngun og hvötum, enda hefðu galdrabrennuklerkar sautjándu aldar þegið að brenna hann. FLUGUR OG FJÖLL Fyrsti hluti: Sturlun Nietzsches og skáldfíflamál heimspekinnar EFTIR MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON Hér má lesa um hnignun við tvenn aldarlok, síðupplýs- ingu, einvíddarhugsun og hreppstjóravit, síra Hannes Snakkó, flóttann undan Friedrich Nietzsche, drykk fellda Stefánaöld, félagslegt fár og taugabilaða lista- menn, sundurgerðarheimspeki Jacques Derrida, íslenska fyndni, uglunnar skúmla blikk og sauðþráan kláðakóng, síðnútímalega mislinga og heimspeki- legt umferðaröngþveiti við aldarlok. TVÖ tímaskeið, tvenn aldarlok og tvær ritgerðir sem mynda skrítið samhengi; greinaflokkar Þorvalds Thoroddsens í Eimreiðinni 1910 og Kristjáns Kristjánssonar í Les- bók Morgunblaðsinsl997. Hér á eftir verður fengist við skrif þess- ara manna, jafnframt því sem vik- ið er að þroskamótun Þorvalds í kviku and- legra umbrota fyrir meira en einni öld, undir ægishjálmi Friedrich Nietzsches, þýsks menn- ingarheimspekings sem kennt hefur verið um hnignun tveggja aldarloka. Þá verður hugað að uppgjöri Kristjáns við hugsanaóreiðu samtím- ans,en greinar hans minna sumpart á síra Hannes Árnason prestaskólakennara sem var mikill heimspekingur eins og Kristján, vildi að menn væru skýrir í hugsun og segðu skil- merkilega frá, eða eins og hann orðaði það forðum: „Ég vil heldur hafa nokkur strönd og klárheit á milli heldur en lútter dúnkelheit". Þorvaldur Thoroddsen hamaðist gegn „nið- urgangi" hugsunar og siðferðis í ritgerð sinni 1910, „sjálfræðis- og kæruleysisstefnu" Ni- etzschesinna sem snúið höfðu baki við skyn- semishyggju og manngildishugsjónum upplýs- ingaraldar, og nær níutíu árum síðar er sama umræða uppi; Kristján Kristjánsson ritar: „Óskandi væri að hruni pm- ismans (póst- módernismans) fylgdi almennt afturhvarf til hugsjóna upplýsingarinnar, er hafa sem betur fer varðveist í hópum hefðbundinna heimspek- inga og raunvísindamanna: hugsjóna þar sem hlutlæg þekkingarleit, sammannlegur skilning- ur og eining alls mannkyns eru höfuðkeppikefl- in“ (X). Hér er heimspeki stefnt gegn heila- spuna og myndhverfíngum lífsflrrtra skáld- fífla, líkt og forðum, þótt talað sé um „póst- módemisma" í stað tómhyggju eða nihilisma áður, jafnframt því sem messað er yfir mynd- list á villustigum með geðríki sem minnir á orð Indriða Einarssonar forðum - „Ef málari var kúbisti eða vitfirrtur á annan hátt í list sinni...“ - þótt það skorti hughreystandi bjartsýni leik- skáldsins. „Ef skáld byrjaði að yrkja á ein- hvern undarlegan hátt“, ritaði Indriði, „ ef list- in sýktist af þeim mislingum, sem þá gengu yf- ir, var aldamótunum oft borið við, og þetta yrði ráðandi og ríkjandi stefna eftir þau. Mikið af þessu hjaðnaði niður eftir þau“. Við höfum með öðrum orðum orðið vitni að merkilegri endurtekningu sem tekur stundum á sig dálítið spaugilega mynd ergelsis og villtra drauma um hrun síðnútímalegra lista og hug- mynda - umræðu sem blandast með furðuleg- um hætti umræðu um síðustu aldamót, bæði hvað varðar stfl og efnivið. Nema hvað það er ekkert sunnan í móti í þessari Krísuvík. Þegar Iftil börn pötuðu eftir fuglum Nú er Foucault dauður og Derrida brátt úr heimi hallur, horfíð skal tii bjartari og einfald- ari tíma þegar orðið köttur átti við kisu gömlu, þegar hvítvoðungar fundu til og lítil börn pöt- uðu skríkjandi eftir fuglum þótt þau þekktu ekki hugtakið fugl, og úti á varinhellunni gjömmuðu hundar á tíkur og tíkur á hunda, alls óvitandi um málspeki franskra loddara í „fíla- beinstumum fræða þar sem textar anda, ekki fólk“; eða með orðum Kristjáns:“Skyldu pm-ist- ar aldrei hafa þefað af ilmandi töðu á eyfirsku túni? Þá hefðu þeir kannski komist að raun um að tilveran er annað og meira en texti“(X). Kri- stján virðist vera talsmaður raunsæishyggju um beint samband tákna og tilvísunar: að orð tungunnar vísi truflunarlaust á skipan hlut- anna; köttur er köttur er köttur, hvað sem sér- visku málfræðinga líður, og er sólin ekki gul og himinninn blár óháð málsmíðum manna? Fnim- kvöðullinn, Ferdinand de Saussure, sá sem lagði grundvöll að málvísindum nútímans, verð- ur fyrirvaralaust að vondum áhugaheimspek- ingi, jafnvel síðnútímalegu skrímsli, af því hann taldi að tákn tungumálsins væru háð hefð og kerfi, en ættu ekki við loðinn feld kattarins eins og hann birtist augum okkar. Hér er augljóslega gengið út frá því að sá sem ekki trúir á einn heim og endanlega merk- ingu geti ekkert fullyrt um eitt eða neitt, að sá sem telur að heimsmynd blámanna og indíána sé jafngild vestrænum vísindum hafi dæmt skynsemi sína úr leik; því er „ilmandi taða á eyfirsku túni“ ekki hin sama hver sem í hlut á, óháð tíma og aðstæðum, táknar setning Krist- jáns um hana ekki hið sama hvar og hvenær sem er? Svo kann að vera en hyggjum betur að, sýna ummæli Kristjáns ekki að taðan er í hans augum annað og meira en einskært hey? Að hún er mynd fyrir kjarna tilverunnar, merkingarþrungna miðju, tákn sem byggist ekki einvörðungu á persónulegri reynslu því rekja má marga merkingarslóða til Norður- lands í íslenskri ritmálshefð. Setningin tengist sjálfkrafa íslenskri frásögn um horfín draum- lönd, upprunalegan tíma og raunveruleika, hún öðlast merkingu fyrir fortíðarsöknuð sem tók á sig freðið andstæðuform norðurs/norðausturs og suðurs/suðvesturs á nítjándu öld, meðal annars fyrir tilstuðlan Kristjáns Fjallaskálds sem kemur lítillega við sögu síðar. Hér og í næstu greinum verður skeggrætt um merkileg tengsl, speglanir, eitt svið og ólíka leikendur: gagnrýni Þorvalds Thorodd- sens á hnignunartómhyggju nítjándu aldar og ergelsi Kristjáns út af tíðaranda þeirrar tutt- ugustu; en báðir eiga þeir sér höfuðandstæðing í Friedrich Nietzsche, þegar öll kurl koma til grafar. Báðir virðast þeir aðhyllast upplýstar skynsemishugsjónir átjándu aldar sem stefnt er gegn hnignun nútímans í stórorðum heimsósómastfl, enda má greina undarlega endurkomu nú á dögum því vofa Nietzsches gengur Ijósum logum á nýjan leik, við önnur aldamót, umræða lista- og fræðimanna hverfist enn á ný um skrif sem urðu hluti af fortíð okk- ar fyrir hartnær einni öld; greinar eru skrifað- ar, bækur koma út, tímarit eru helguð fræðum heimspekingsins þýska. Eitrað við upptökin Kristján Kristjánsson minnist í greinaflokki sínum á „skáldfíflamál“ og „heilaköst“ Ni- etzsches, „brjálæðings" sem á að vera „afi“ póstmódernismans (VI), frumkvöðull hugsun- arháttar sem gegnsýrt hefur rit franski-a heim- spekinga, til dæmis skrif Michels Foucaults sem jafnframt er „faðir“ sömu stefnu; og má ekki milli sjá hvor er hinum vitlausari, faðirinn eða sonurinn, kartnöglin eða njórafóturinn. En við hvað er átt með „póstmódernisma"? Það er ekki alveg ljóst enda kann Kristján gamla og góða rökbrellu: að eitra við upptökin áður en tekist er á við tiltekið efni. „Pm-istar“ eru illa innrættir og ósiðaðir brunnmigar, að sögn, enda viðurkenna þeir ekki hefðbundna rök- fræði sem á jafnvel - hvílík endemis fásinna - að vera háð óþrifnaði sögunnar og hringsnún- ingi jarðarkringlunnar. Það eru ekki allt pikur sem langan hafa lokkinn var einhvern tíma sagt. Og það er ekki vit í öllu sem tottað er upp úr Sókratesi enda líður manni eins og viðmælanda Einars Bene- diktssonar forðum. „Þessi afstæðiskenning er bölvað þvaður", sagði hann, „ef maður til dæm- is mígur beint út í loftið þá á maður samkvæmt henni að fá bununa í rassinn“. Þessu hefur sjálfsagt verið logið upp á Einar en málæði um hugtök, kenningar og tíðaranda er stundum af þessu tagi eins og vitrir menn hafa alltaf vitað. Fyrir meira en einni öld var rifist heiftarlega í fjölmiðlum og á samfundum um rómantík og raunsæi, ídealismus og realismus sem svo nefndust. Einhvern tíma um það leyti átti 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.