Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 13
AÐ KASTA 340 MILUÓNUM Á GLÆ? EFTIR INGU DÓRU BJÖRNSDÓTTUR í barnaskólum Bandaríkjanna læra börnin um hina grimmilegu meðferð ó frumbyggjum, sem fylgdi landnómi Evrópumanna í Ameríku. Bandarísk börn jafnt sem Bandaríkjamenn almennt eru því ekki lengur ginkeypt fyrir þeirri hugmynd að einhver hvítur karl- maður af evrópskum uppruna, hvort sem hann hét Kólumbus eða Leifur Eiríksson eða eitthvað annað, hafi kannað og fundið Ameríku fyrstur manna. BANDARÍSKUM börnum er kennt um meðferð Kólumbusar á frumbyggjum landsins og nú- tíma Bandaríkjamönnum finnst litlu máli skipta að sögn greinarhöfundarins hvort einhver hvítur karl frá Evrópu hét Kristófer Kólumbus eða Leifur Eiríksson. ✓ ASÍÐASTLIÐNU vori til- kynnti Davíð Oddsson for- sætisráðherra þjóðinni að íslenska ríkið ætlaði að verja um 340 milljónum ís- lenskra króna '\ átak til að kynna þátt íslendinga í landafundum Améríku, en um aldamótin 2000 eru þúsund ár liðin frá því að Leifur Ein'ksson steig, að því talið er, fyrst- ur evrópskra manna á ameríska grund. Fljótlega eftir þessa tilkynningu Davíðs rit- aði Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands, grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Forsætisráðherra bannar þekk- ingu“. Þar gerir Gunnar athugasemd við skip- un manna í 2000-nefndina, en í henni sitja eng- ir fræðimenn, hvorki sagnfræðingar, fornleifa- fræðingar né menn með vísindalega sérþekk- ingu á siglingum fornmanna. Telur Gunnar að bi’ýn þörf sé á slíkri þekkingu fyrir staifsemi nefndarinnar. Grein Gunnars hófst með eftirfarandi orð- um: „Færa má sterk rök að því að norrænir menn hafír fyrstir Evrópumanna kannað aust- urströnd Norður-Ameríku um aldamótin 1000.“ Sú staðreynd að Gunnar lýsh- landa- fundamönnunum sem noiTænum mönnum en ekki sem íslendingum fór fyrir brjóstið á Guð- mundi Hansen, fyrrverandi skólastjóra, og ski-ifaði hann af því tilefni grein í Lesbók Morgunblaðsins, sem bar heitið „Siglingar og landafundh- íslendinga á þjóðveldisöld". Þar gagnrýnir Guðmundur harðlega orðaval Gunn- ars Karlssonar. Vera má að orðaval Gunnars hafi verið sak- laus yfirsjón, en hér er auðvitað um alvarlega yfirsjón að ræða, því hvað ætti íslenska ríkis- stjórnin með að kosta 300 milljónum íslenski-a króna til að hampa afrekum norrænna (les norskra) manna? í grein sinni færir Guðmundur Hansen síðan rök fyrir því að bæði Eiríkur, Leifm’ og Þor- finnur karlsefni hafi verið íslendingar. Hann heldur því einnig fram að Leifur hafi numið land á Long Island, en ekki á Nýfundnalandi, eins og löngum hefur verið talið. Máli sínu til stuðnings bendir Guðmundur meðal annars á skyldleika íslenskra katta og katta í New York-fylM. í þessaiú gi-ein ætla ég ekki að blanda mér í deilur um hið sanna þjóðerni Leifs og félaga, né um uppruna katta á Long Island. Þess í stað ætla ég að ræða aðra þætti þessu máli við- komandi, sem gætu vakið okkur til frekari um- hugsunar um gildi hins rausnarlega framlags ríkisstjórnarinnai' til að kynna þátt íslendinga í landafundum Vesturheims. II. íslenska þjóðin hefur á síðastliðnum hund- rað árum eða svo fengið góða æfingu í að halda upp á stórafmæli. Veislan hófst 1874, þegar ís- lendingar héldu upp á 1000 ára afmæli íslands- byggðar og þáðu stjórnarskrá úr hönd Dana- konungs. Arið 1930 vai' 1000 ára afmæli Al- þingis minnst; árið 1974 var 1100 ára afmæli Islandsbyggðar fagnað og nú síðast var þjóð- vegahátíðin mikla haldin í tilefni 50 ára afmæl- is íslenska lýðveldisins. Öll þessi stórafmæli áttu það sameiginlegt að tengjast innri sögu landsins, atburðum sem styrktu og efldu innviði íslensks samfélags. Hin tvö stórafmælin sem nú eru í vændum, kristnitakan og landafundirnir, varða utanríkis- tengsl íslands og hafa yfir sér alþjóðlegan blæ. Auðvitað er það söguleg tilviljun, að þessir alþjóðatengdu atburðh- áttu sér stað á svo heppilegu ári sem árið 1000 hefur reynst vera. Það er þó ekki þessi sögulega thviljun ejn- göngu, að mínu mati, sem ræður því að íslensk stjórnvöld leggja nú ofuráherslu á að fagna af- mæli landkönnunar fornmanna. Forsendur þess liggja, að ég tel, okkur mun nær í tíman- um og tengjast sérstakri þörf íslendinga nú fyrir að vekja á sér athygli og festa sig enn frekar í sessi í meðvitund heimsins, einkum og sér í lagi meðvitund Bandaríkjamanna, voldug- ustu þjóðar heims. „ III. Frá hernámi íslands 1940 fram til ársins 1989 var ísland augnayndi vestrænna stór- velda. A stríðsárunum var ísland stöðugt í sjónmáli Breta og Þjóðverja, en eftir stríð máttu Bandaríkjamenn og Rússar vart af ís- landi líta. íslenska smáþjóðin naut þessarar óskiptu athygli heimsveldanna, og gat meira að segja gert sig svo breiða á stundum, að krefj- ast þess að bandaríski herinn hypjaði sig af landi brott. En þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 féll ísland út af landakorti stói'veldanna. Banda- ríkjmönnum stóð ekki lengur ógn af Rússaher (sem nú ræktar sér rauðrófur til matar) og beindi sjónum sínum að öðrum vígstöðvum. St- arfsemi Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli dróst snarlega saman og misstu margh- íslend- ingar þar spón úr aski sínum. Menningarstofn- un Bandaríkjanna var lögð niður í áfóngum, og við þessar aðgerðir allar munu víst næmir menn hafa heyrt suma hernámsandstæðinga skræmta. Við þessar breytingai- varð staða íslands á alþjóðavettvangi óviss og íslendingar þurftu að endui-meta stöðu sína og leita leiða til að tryggja ísland í sessi á ný á landakorti heims- ins. Að gömlum sið leituðu íslendingar fanga í íslandssögunni. Það ráð hafði veist þeim afar farsælt í sjálfstæðisbaráttunni og því ætti það ekki að gera það nú? íslendingar þurftu ekki að leita lengi, hin fornu tengsl íslendinga við Ameríku lágu ljós fyrir, íslendingurinn Leifur Eiríksson var fyrstur hvítra manna sem steig á grund þeirr- ar heimsálfu, sem síðar hlaut nafnið Ameríka. Og samkvæmt Guðmundi Hansen, þá lenti Leifur mema að segja innan landamæra sjálfs stórveldisins, en ekki á einhverjum kanadísk- um útkjálka. IV. Leifur Eiríksson og afrek hans hafa verið ís- lenskum ráðamönnum afar hugleikin, þegar þeh’ hafa sótt Bandaríkin heim að undanfórnu. Ólafur Ragnai' Grímsson, forseti íslands, varði drjúgum tíma í að ræða um Leif í ræðu sem hann flutti fyrir the National Press Club í Washington á síðastliðnu ári. Stakk upp á því, í gríni án efa, að Hollywood gerði teiknimynd um Snorra Þorfinnsson, fyrsta evrópska barnið sem fæddist í Vesturálfu, í sama stíl og Pocahontas. Þegar svo Jón Baldvin Hannibals- son afhenti Clinton forseta trúnaðarbréf sitt, þá minntist Jón á Leif við góðar undirtektir Clintons. Bandai-íkjamenn vita þó almennt lítið um Leif Eiríksson og ef þeir heyra á hann minnst brosa þeir góðlátlega og fara að tala um eitt- hvað annað. En það er einmitt þetta sem kynningarátak ríkisstjórnarinnar á að breyta. Sagan um af- rek Leifs á að festast í sessi í hugum Banda- ríkjamanna (og í hugum annarra þjóða líka) og í krafti þess að hann kom rúmum 500 árum á undan Kólumbusi á hann heiðurinn af að hafa fyrstur kannað austurströnd Ameríku og við íslendingar getum baðað okkur í ljóma Leifs. V. Ef nafn Leifs kemst á loft munu mai’gir benda á að það sé ekki einungis vegna þess að Kólumbus hafi verið fyi'stur til að kanna aust- urströnd Ameríku, sem nafni hans hafi verið haldið á lofti og honum eignaður heiðurinn af að hafa „fundið" Ameríku (sá heiður er nú tal- inn allvafasamur, eins og ég mun koma að hér á eftir). Það skipti ekki síður máli hvað fylgdi í kjölfar komu hans til Ameríku. í því sambandi stenst Leifur engan veginn samanburðinn. Leifur og félagar hans höfðu stutta viðdvöl í því landi, sem síðar kom í Ijós að væri hluti af heimsálfunni Ameríku, en komu Kólumbusar til Ameríku fylgdu einar mestu og margþætt- ustu breytingar í sögu mannkyns. Ef Kólumbus á sér einhvern keppinaut með- al íslendinga um heiðurinn af að hafa fyi'stur Evrópumanna numið land í Ameríku, þá er það Eiríkur rauði, faðir Leifs. Kólumbus og fylgd- arlið hans komu fyrst til eyjunnar San Salvador, sem er í Karíbahafinu undan strönd Mið-Ameríku. Eiríkur nam líka land á eyju undan strönd Ameríku, Grænlandi. Grænland er stærsta eyja í heimi og telst hluti af megin- landi Ameríku, á sama hátt og eyjan San Salvador. A Grænlandi varð því til fyrsta sam- félag evrópskra manna á amerískri grund. En því miður er hvorki ferill Eiríks né græn- lenska samfélagsins nógu glæsilegur til að hon- um sé haldið á lofti: Eiríkur var afbrotamaður, gerður útlægur frá íslandi, og byggðin sem hann stofnaði til á Grænlandi dó út. Af hverju það gerðist er mönnum enn ráðgáta. VI. íslendingar hafa ekki einir átt fi-umkvæði að því að halda nafni Leifs Eh-íkssonar á lofti í Bandaríkjunum. Um 1920 reis upp hreyfing í kringum Leif meðal bandai'ískra yfirstéttar- manna (White Anglo-Saxon Protestants, WASPs) í Boston, sem notuðu Leif sem vopn í baráttu sinni gegn Kólumbusi, eða öllu heldur kaþólskum innflytjendum. Afstaða Bandai'íkjamanna til Kólumbusar hefur þróast og breyst í áranna rás. Upphaf- lega voru þeir á báðum áttum um hvort hann væri réttkjörin þjóðhetja Bandaríkjamanna, hann hafði komið til Mið-Ameríku en ekki til Norður-Ameríku og í fótspor hans höfðu fyrst og fremst fylgt spænskumælandi kaþólikkai'. Um miðja síðustu öld komust Bandaríkjamenn þó að þeirri niðurstöðu að Kólumbus væri rétt- kjörin þjóðhetja, tileinkuðu honum sérstakan dag, Kólumbusardaginn 12. október. Einnig bjuggu þeir til kvengerða ímynd í hans nafni, Kólumbíu, og skírðu svæðið í kringum sjálfa höfuðborgina í höfuð á henni. En upp úr síðustu aldamótum fór banda- ríska yfirstéttin að efast um ágæti þessa dálæt- is á Kólumbusi. Á þeim tíma streymdu til landsins ítalskir innflytjendur, ættmenni Kól- umbusar, sem voru ekki aðeins ómenntaður rumpulýður, heldur rammkaþólskir í þokka- bót. Þeir voru ekki aðeins einlægir aðdáendur Kólumbusai' heldur og páfans sjálfs og fyrir- menn fóru að óttast, að ef ekkert yrði að gert myndu völd landsins flytjast frá Washington DC til Páfagarðs. Þá uppgötvuðu menn ágæti Leifs. Leifur hafði ekki aðeins verið fyrri til en Kólumbus, hann hafði stigið á land í Norður- Ameríku en ekki undan ströndum Mið-Amer- íku, hann var Norðui'-Evrópubúi og þótt hann hafi ekki verið það sjálfur, þá urðu afkomendur hans mótmælendur, eins og hin bandaríska yf- • irstétt. Leifi Eiríkssyni vai- reist stytta í Boston á þriðja áratugnum, og má vera að návist hans hafi róað suma menn, sem óttuðust yfirgang kaþólikka í bandarísku samfélagi. En þrátt fyr- ir þessa aðför hélt Kólumbus sínum sessj þar til fyrir um tuttugu árum. Þá var byi'jað að vega að honum á ný, en í þetta sinn voru árás- armennirnir ekki úr röðum bandarískrar yfir- stéttar, heldur bandarískrar lágstéttar: afkom- endur frumbyggja, fulltrúar ýmissa minni- hlutahópa og konur hófu að gagnrýna hina já- kvæðu sigurímynd Kólumbusar. Að mati þess- ara hópa var það ekki Kólumbus sem fann Am- * eríku, heldur hinir mörgu hópar frumbyggja, sem komu sjóleiðina frá Asíu eða landleiðina frá Síberíuskaganum. Þeir höfðu búið í Amer- íku í tugþúsundir ára og þróað með sér merka verktækni og menningu, menningu og samfé- lög sem Kólumbus og fylgismenn hans réðust á og eyðilögðu á örskömmum tíma. Þetta gagnrýna viðhorf gagnvart Kólumbusi og komu Evrópumanna til Ameríku er orðið svo almennt, að hátíðahöldin sem stóð til að halda vegna 400 ára afmælis komu Kólumbus- ar til Ameríku árið 1992 snerust upp í umræðu um hina grimmu meðferð hans og hans líka á frumbyggjum. í barnaskólum Bandaríkjanna í dag læra börnin um hina grimmilegu meðferð á frumbyggjum, sem fylgdi landnámi Evrópu- manna í Ameríku. - Bandarísk börn jafnt sem Bandaríkjamenn almennt eru því ekki lengur ginnkeypt fyrir þeirri hugmynd að einhver hvítur kai-lmaður af evrópskum uppruna, hvort sem hann hét Kólumbus, Leifur Eiríksson eða eitthvað annað, hafi kannað og fundið Ameríku fyrstur manna. (Til að bjarga heiðri Leifs væri kannski hægt að benda á að Leifur og félagar hans lögðu ekki Ameríku undir sig þrátt fyrir allt. Þeir sneru aftur til síns heima og frum- byggjar lifðu í friði fyrir ágengni Evrópubúa næstu fimm hundruð árin.) í ljósi þess sem að undan er ritað vaknar sú spurning óneitanlega hvort réttmætt sé fyrir íslensku ríkisstjórnina að verja um 300 milljón- um íslenskra króna í kynningarátak á þætti ís- lenskra fornmanna í landkönnunum austur- strandar Ameríku. Hætt er við að boðskapur þessi falli í grýttan jarðveg og uppskeran verði rýr. - Væri ekki nær að verja þessum 300 milljónum í að styðja nútíma íslendinga til nú- tímalegra afreka, og efla þar með þjóðarhag og hróður landsins um víða veröld! Höfundur kennir mannfræði við Kaliforníuháskóla L Santa Barbara. ✓ NG ðminjasafnið ónákvæmni í í mynd á bls eggteppi, og Á bls. 5 eru md á bls 6 af útsaumaðar ur. Leiðrétt- LEIÐRETTI í umfjöllun Lesbókar um Þjc á tímamótum 7. nóv. sl. var myndatextum sem hér segir 4 eru rúmteppi, en ekki v næst horninu er söðulklæði sömuleiðis rúmteppi og í mj dýrgripum úr kirkjum eru myndir en ekki myndvefnac ist þetta hér með. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 14. NÓVEMBER 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.