Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 10
NÝ LISTAVERKABÓK UM MYND- LISTARFÉLAGIÐ 1961-1970 Gripið niður í formála Gunnars Dal í nýrri listaverkabók um stofnfélaga Myndlistarfélagsins, hóp málara og myndhöggvara sem fannst að opinber listaforusta héldi þeim úti í kuldanum. Félagið starfaði frá 1961- 1970. Gunnar Dal og Sigurður Kr. Arnason gefa bókina út. SAGA íslenskrar myndlistar er af- ar stutt saga. Ég hef tilfinningu fyrir því að þessi saga sé of stutt og of stormasöm til þess að hægt sé að leggja á hana hlutlægt mat og skrifa hana á þann hátt að við- undandi geti talist. Dingullögmál- ið er oft ríkjandi þáttur í þjóð- arsálinni og mönnum hættir við að kastast á milli öfga. Menn eiga í erfiðleikum með að rata hinn gullna meðalveg og fjalla um málin á hlut- lægan og heiðarlegan hátt.“ Svo segir Gunnar Dal rithöfundur og heim- spekingur í formála nýrrar listaverkabókar, sem hann og Sigurður Kr. Arnason málari hafa gefíð út. Bókin fjallar um hóp þekktra lista- manna sem yfirleitt nutu velgengni í þá veru að verk þeirra seldust vel á sýningum; listunnend- ur úr röðum almennings virtust hafa á þeim mætur, jafnvel aðdáun. Hinsvegar var það mat þessa hóps að hin opinbera listforsjá héldi hon- um úti í kuldanum; verk eftir þessa listamenn væru ekki keypt til safna og þeim væri ekki boðið að vera með þegar íslenzk myndlist var sýnd erlendis. Það væri reynt að þegja þennan hóp í hel. Menn voru sárir og fannst að ekki mætti við svo búið standa. Annað myndlistarfélag yrði að stofna til mótvægis og til að gæta hagsmuna þessa hóps. Félagið starfaði í 9 ár, en raunar má minna á að löngu áður en þetta félag var stofnað, varð klofningur í röðum myndlistar- manna, bæði af pólitískum og listrænum ástæð- um, og sumir þeirra sem þá komu við sögu, voru nú aftur meðal stofnfélaga. Alltaf eru ein- hverjir sem telja sig setta hjá. Sá er þó munur- inn að núna ræður pólitísk sannfæring því naumast lengur hvort sól náðarinnar skín á þennan eða hinn. Þannig var hinsvegar sá veru- leiki sem listamenn bjuggu við um miðja öldina og lengur. Bókin leiðir í ljós að í félaginu hafa verið nokkrir vel þekktir listamenn, til dæmis Finn- ur Jónsson, Gunnlaugur Blöndal, Guðmundur frá Miðdal, Sveinn Björnsson, María H. Ólafs- dóttir, Pétur Friðrik, og þær stöllur í högg- myndalistinni, Gunnfríður Jónsdóttir og Nína Sæmundsson. Ekki gat hver sem er gengið í fé- lagið; hét það svo að félagar gætu þeir einir orðið sem hefðu myndlist að aðalstarfi. Má vera að það hafi verið ætlunin í fyrstu en af þeim sem eiga myndir eftir sig í bókinni er Ijóst að þar eru allmargir sem höfðu fulla atvinnu af öðru. Sú leið hefur verið farin að textahöfundar eru næstum jafn margir listamönnunum. Það er miður og veikir bókina óneitanlega að alloft eru það börn, barnabörn eða nákomnir ættingj- ar sem skrifa og ekki veit ég til þess að sumir þessara höfunda hafi nokkru sinni áður skrifað um myndlist eða myndlistarmenn. Ritstjórn bókarinnar virðist ekki mjög markviss þar sem ein síða eða rúmlega það er um suma, en allt upp í 16 og 25 síður þar sem mest er við haft. Aðeins hafa tveir listsagnfræðingar verið til kallaðir; Bryndís Kristjánsdóttir skrifar langa ritgerð um Nínu Sæmundsson og Halldór Björn Runólfsson skrifar um Sigfús Halldórs- son. Tvö skáld leggja bókinni til greinar og er í þeim mestur veigur; grein Indriða G. Þor- steinssonar um Finn Jónsson og viðtali Matthí- asar Johannessen við Svein Björnsson. Það sætir alltaf tíðindum þegar út koma listaverkabækur, en til þessa hafa þær oftast fjallað um einstaka listamenn. Góðar yfirlits- bækur vantar þó ekki síður. Þrátt fyrir all- nokkra annmarka ber að þakka það framtak sem hér um ræðir. A forsíðu bókarinnar, sem er 320 síður, er eitt af hinum þekktu málverkum Finns Jóns- GUNNFRÍÐUR Jónsdóttir: Landsýn, 1940. Eir, hæð 200 sm. sonar: Þrjár sólir frá árinu 1967. Útlitshönnun- in er hreinleg og textinn settur á 14 pt letur svo jafnvel sjóndaprir hljóta að fara létt með hann. Sumum kann þó að þykja óþægilegt að textinn er eins og myndirnar prentaður á glanspappír. Myndaval orkar alltaf tvímælis, en þegar um er að ræða að velja aðeins þrjú verk eftir hvern listamann, ætti sannarlega að vera hægt að fleyta rjómann. Við þekkjum vel á blöðunum að ekki næst alltaf í þær myndir sem helzt hefði verið hægt að óska sér. Stundum hefur mynda- valið í bókina tekizt vel og nægir að benda á myndir Maríu H. Olafsdóttur, sem koma ef til vill mest á óvart, enda bjó María í Danmörku og sýndi sárasjaldan hér. Athygli vekur að Gunnlaugur Blöndal, einn stofnfélaga, er ekki með í bókinni. Þar vantar gott orð í sálminn, en ástæðan er sú að ekkja Gunnlaugs gaf ekki leyfi sitt til þess að myndir eftir hann yrðu í bókinni. Listamennirnir og þeir sem um þá skrifa eru eftirfarandi: Ásgeir Bjarnþórsson - Sturla Friðriksson. Eggert Guðmundsson - Gunnar Dal Eyjólfur J. Eyfells - Ingólfur Eyfells. Finnur Jónsson - Indriði G. Þorsteinsson. Freymóður Jóhannesson - Hilmar Jónsson. Guðmundur Karl Ásbjörnsson - Elísabet Zandomeni. Guðmundur Einarsson frá Miðdal - Kristín Guðnadóttir. Gunnar Gunnarsson - Franzisca Gunnarsdótt- ir. Gunnar Hjaltason - Úlfur Ragnarsson. Gunnfríður M. Jónsdóttir - Gísli Pálsson. Helga Weisshappel Foster - Elísabet Weiss- happel. Helgi Guðmundsson - Svavar Guðmundsson. Hörður Ilaraldsson - Gunnar Dal. Höskuldur Björnsson - Halldór Höskuldsson, (einnig eftir Guðmund frá Miðdal og Ríkarð Jónsson. Jón E. Guðmundsson - Þórir Sigurðsson. Jón Gunnarsson - Lúðvík Geirsson. Jutta Devulder Guðbergsson - Edda María Guðbjörnsdóttir. FINNUR Jónsson: Þrjár sólir, 1967. Olía, 110x128. Þetta málverk var á sýningu Evrópuráösii María H. Ólafsdóttir - Vilhjálmur Ó. Knudsen. Nína Sæmundsson - Bryndís Kristjánsdóttir. Ottó J. Guðlaugsson - Gunnlaugur A. Jónsson. Ólafur Túbals - Margrét Björgvinsdóttir. Pétur Friðrik - Þórður B. Sigurðsson. Ragnar Páll Einarsson - Borghildur Thors. Ragnar Engilbertsson - Hermann Einarsson. Ríkarður Jónsson - Ólöf Ríkarðsdóttir. Sigfús Halldórsson - Halldór Björn Runólfs- son. Sigríður Sigurðardóttir - Elías Mar. Sigurður K. Árnason - Gunnar Dal. Sveinn Björnsson - Matthías Johannessen. Þorlákur R. Halldorsen - Halldór Halldorsen. Þórdís Tryggvadóttir - Ólafur F. Hjartar og Gunnar M. Magnúss. Sagon er skrifuð af sigurvegurum I formála bókarinnar segir Gunnar Dal m.a. svo: „Ekki verður annað sagt en að þessir félags- menn, þessir ágætu listamenn, hafi átt erfitt uppdráttar. Á aðalfundi Myndlistarfélagsins árið 1962 gerðist meðal annars þetta, sam- kvæmt fundargerð: „Guðmundur Einarsson frá Miðdal tók til máls og ræddi um kosningar til safnráðs Listasafns Islands. Skýrði hann frá því að Alþingi eigi eftir að fjalla um mótmæli SÝNINGANEFND Myndlistafélagsins. Fremri rc Weisshappel Foster, Finnur Jónsson og Svein Eggert Guðmundson 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.