Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Qupperneq 7
mótmælendur ganga fyrir um alla vinnu og húsnæði. En það er önnur saga. RITSKOÐUN OG RAMMKAÞÓLSKA Mörg írsku skáldanna fluttu búferlum til Bretlands eða annarra Evrópulanda á fyrstu áratugum aldarinnar. Það er ekki að ástæðulausu þar sem í hinu íhaldssama og rammkaþólska Irlandi, sem varð eftir sjálf- stæðið, áttu önnur sjónarmið ekki upp á pallborð stjómvalda en þau er lutu að trú þeirra og siðferði. Með lögunum um ritskoð- un árið 1929 var í raun ekki nokkur leið fyrir framsækna og frjálsa anda að starfa á Ir- landi. Gagnrýni á þau gildi sem Eamon de Valera, forsætisráðherra Irlands, þessi helsti valdamaður og síðar forseti, stóð fyrir um dreifbýlislíf og fjölskylduna mátti ekki heyrast og lítið annað að gera fyrir skáldin en flytja af landi brott. Hefðin sem byggð er á aldagömlum Ga- elic-skáldskap og hófst með Jonathan Swift lifir enn góðu lífi. Eitt er þó víst að skálda- gáfan býr enn með þjóðinni í ríkum mæli. Það er ekki að ástæðulausu sem Nóbels- verðlaununum, sem þeir Yeats og Shaw fengu á þriðja áratug aldarinnar, hefur verið fylgt eftir með Nóbelsverðlaunum til Samu- el Becketts og Seamus Heaneys á okkar tímum og er óhætt að segja að rithöfundar dagsins í dag séu uppkomin börn þeirrar hreyfingar sem hófst fyrir rúmri öld. FRÆGASTUR ER JOYCE En frægastur allra írsku skáldanna er án efa James Joyce og í leiðinni sá sem hafði hvað mestu áhrifin á skáldsagnaritun okkar tíma. Með bók sinni Odysseifur sem kom út árið 1922, fór hann inn á áður óþekktar brautir við skáldsagnagerð og olli straum- hvörfum í stöðu skáldsögunnar í síbreytileg- um heimi sem einkenndist af hröðum þjóðfé- lagsbreytingum og átökum þjóða í millum. Þess má geta að bandaríska tímaritið Time valdi James Joyce rithöfund aldarinnar í út- tekt sinni á áhrifamestu einstaklingum 20. aldarinnar. James Joyce fæddist og ólst upp í Dublin en fluttist úr landi árið 1904 ásamt konu sinni, Noru Barnacle, og börnum. Hann var af fátæku kaþólsku fólki kominn, barn- margri fjölskyldu þar sem heimilisfaðirinn var drykkfelldur og fjölskyldan hafði vart í sig og á. Alþekkt mynstur í hinu fátæka og kaþólska Irlandi á fyrrihluta aldarinnar. Joyce mislíkaði ofuráhersla margra írskra skálda á þjóðernishyggju og kaþólsku og fann sig ekki í þeim anda. Hann bjó lengst- um í Sviss en flutti til Parísar árið 1920 og bjó þar fram að seinni heimsstyrjöld. MARGT ER UNDRIÐ Líkt og James Joyce þá skrifaði Samuel Beckett verk sín erlendis, nánar tiltekið í París, og komu mörg verka hans fyrst út á frönsku. Beckett sendi frá sér nokkrar skáldsögur og er Murphy þeirra hvað þekktust, en frægastur er hann fyrir leikrit sín. Þar ber hæst hið mergjaða stykki Beðið eftir Godot þar sem Beckett ögrar áhorfend- um sínum og skilur eftir ótal spurningar og leiðir til túlkunar á verkinu. Hann hlaut Nó- belsverðlaunin fyrir skáldskap árið 1969 og þykir vel að þeim kominn enda slík snilld, sem í verkum hans felst, vandfundin. Seamus Heaney hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1995 fyrir ljóð sín. Hann er frá Derry á Norður-írlandi og er alinn upp á sveitabæ og hefur írska landsbyggðin oft verið honum yrkisefni. Ljóð hans eru afar hnitmiðuð og vönduð og þarfnast ekki mikillar athugunar til að lesandanum verði ljóst af hverju þessi írski snillingur kórónaði þá velgengni sem írskur skáldskapur hefur notið með því að hljóta Nóbelsverðlaunin fyrir skáldskap sinn nú undir lok þessara aldar sem ávallt verður minnst fyrir það sorglega ofbeldi sem viðgengist hefur á Norður-Irlandi svo og þann ótrúlega góða skáldskap sem þessi eyþjóð hefur alið af sér. Nýjasta undrið í írskum skáldskap er Frank McCourt en með metsölubók sinni Aska Angelu er hann orðinn einn af vinsælli rithöfundum áratugarins. Aska Angelu segir sögu McCourt fjölskyldunnar sem bjó við hrikalega fátækt í Limerick á fyrri hluta aldarinnar og fluttist búferlum til Banda- ríkjanna. Þetta er listilega vel skrifuð bók sem hefur að geyma sögu um hrikalega sorg en í leiðinni stóra sigra andans yfír efninu. Aður en bókin kom út var Frank McCourt lítt kunnur kennari og hafði ekki reynt fyrir sér á ritvellinum áður en hann sendi frá sér Ösku Angelu. Höfundur stundar MA nám í heimspeki við Cork háskóla á Irlandi. HIN SJÓNRÆNA VÍDD STRINDBERGS NÚ HAFA Stokkhólmsbúar fengið sögulega uppsetningu á Draumleik. Uppsetningar leikstjórans og fiöllistamannsins Robert Wilsons eru alltaf nýnæmi, segir SIGRÚN DAVÍDS- DÓTTIR eftir að hafg séð uppsetningu hans í Stokkhólmi. ROBERT Wilson setur upp Strind- berg eða Strindberg í uppsetningu Robert Wilsons? Það er spurning í hvaða röð á að taka nöfn þessara tveggja, þegar sagt er frá upp- setningu á Draumleik Strindbergs á Stadsteatern í Stokkhólmi, því þó Strindberg standi þar fyrir sínu er óhætt að segja að það fer ekki framhjá áhorfendum að verk leikskáldsins hefur farið um allsérstæðan hug og hendur. Sérhver upp- setning Robert Wilsons er heimsfrétt í menn- ingargeiranum og það af þeirri einfóldu ástæðu að uppsetningar hans eru alltaf nógu sérstakar til að vera fréttnæmar. Nú hafa Stokkhólmsbú- ar fengið sögulega uppsetningu á Draumleik, sem vissulega er allt öðruvísi en fyrri uppsetn- ingar, en þá má einnig deila um hve mikið eymir eftii- að Strindbergsleiknum í uppsetn- ingu Wilsons. Hver er Robert Wilson? Robert Wilson fæddist 1941 í Austin, Texas, sonur lögfræðings er hafði komist í góðar álnir. Það var í samræmi við óskir foreldranna að Wilson hóf nám í viðskiptafræði í heimaborg- inni, en námið hélt hann þó ekki út, því 1963 stakk hann af til New York og hóf nám í innan- húsarkitektúr. Með náminu kenndi hann bömum, sem áttu við námserfiðleika að stríða, fötluðum börnum á sjúkrahúsum og stofnaði hóp, sem hann kallaði „Byrd Hoffman School of Byrds“. Þessi störf hans hafa tvímælalaust markað verk hans æ síðan. I Iowa 1970 frumsýndi hópurinn sjö tíma langt leikverk, „Deafman Glance“, þai- sem al- gjör þögn ríkti. Hópnum var síðan boðið að sýna verkið á leiklistarhátíðum heima og heim- an. í París sló sýningin í gegn og lagði grund- völlinn að orðstíi- Wilsons. Tónskáldið Philip Glass er einn af samstarfs- mönnum Wilsons, sem setti á svið óperu Glass, „Einstein on the Beach“ 1973. Fyrsta verkið, sem hann setti upp í Evrópu var „Death Destruction & Detroit" á Schaubúhne í Berlín. Fyrir Olympíuleikana í Los Angeles 1984 vann hann að verki, sem átti að setja upp á listahátíð samfara leikunum. Um var að ræða verk úr sex hlutum frá jafnmörgum löndum, en verkið komst aldrei á svið sökum fjárskorts. Wilson vann framan af gjaman eigin sviðs- verk eða að uppsetningu nýrra verka, en 1984 setti hann í fyrsta skipti á svið eldra verk, Mé- dée eftir Claude Charpentier við óperuna í Lyon. Af víðfi-ægum uppsetningum Wilsons má nefna óperuna Hamletmaskínuna eftir Heiner Múller og þríleikinn „The Black Rider“, „Alice" og „Time Rocker", sem hann setti upp við Thaliu leikhúsið í Hamborg á árunum 1990- 1996. Nýjasta uppsetning Wilsons er svo Draumleikurinn í Stokkhólmi. Watermill Center í Southampton á Long Is- land er vinnustöð Wilsons, þar sem hann fær til starfa listamenn úr ólíkum listgreinum, heldur málþing og undirbýr verkefni. Af þátttakend- um má nefna tónlistarmennina Glass, Lou Reed og Tom Waits, rithöfundinn Susan Sonntag og leikkonuna Isabelle Huppert. Söngkonan Jessye Norman segir miðstöðina það besta sem gerst hafi í listum síðan Pierre Boulez stofnaði IRCAM í París á áttunda áratugnum. Vinnubrögð Wilsons Það sér á verkum Wilsons að hann kemur úr hinum sjónræna geira, því hann sviðsetur ekki aðeins verk, heldur hannar sviðsmynd og þós eins og í Draumleik. Vinnubrögð hans eru mjög sérstök, meðal annars sökum þess hve hið sjón- ræna skiptir hann miklu máli. I uppsetningum sínum vinnur hann út frá uppbyggingu verk- anna. Hann reynir að greina hana, rýnir í hvernig höfundurinn fyllir í gi’ind sína og freist- ar út frá þessari greiningu að finna eðli verks- ins og hvar rúm sé fyrir hans eigin sköpun í uppsetningunni. Wilson reynir að vera trúr uppbyggingunni, ekki ytra byrði verksins. Lið- ur af undirbúningnum er vinna með leikurun- um áður en hin eiginlega sviðsetning hefst. Viðmiðun hans í sviðsetningunni er teikning- ar hans, þar sem hann reynir að fanga hinn sjónræna þátt. Fyrsta hluta sviðsvinnunnar vinnur hann með leikurum, oft ungum leikurum er ekki leika í sýningunni. A þessu stigi skapar hann hreyfimynstur sýningarinnar, hugsai' fyr- ir ljósasetningu og hefur búningahönnuðinn með. I uppsetningunni á Stadstheatern vann hann reyndar þennan þátt með sjálfum leikur- unum. Næsta stig eru æfingar, sem líkjast venjuleg- um æfingum, því nú kemur textinn til sögunn- ar, tónlistin og að lokum eru ljósin finpússuð. Þar með er sýningin fullgerð og hinn sérkenni- legi heimur Wilsons hefur umlukið verkið og anda þess. Draumleikur Wilsons og Strindbergs Draumleikur Strindbergs er af allt öðrum toga en þær vítissýnir úr hjónabandinu og raunveruleikanum, sem einkenna flest leikrit hans og töluvert vandfangaðra en flest verka hans. Verkið segir frá jarðarferð Agnesar, stelpu sem er guðadóttir. Verkið er eins og nafnið bendir til draumkennt og það er áhuga- vert að hugsa til þess að það var frumsýnt 1902, á þeim árum þegar verk Sigmund Freuds urðu æ kunnari og Edvard Munch hefur vakið at- hygli fyrir málverk sín. Það er ekki ósennilegt að Strindberg hefði hrifist af uppsetningu Wilsons, því hið sjón- ræna hefði sennilega höfðað til hans. Strind- berg málaði nefnilega sjálfur og þó myndir hans séu í expressjónískum stíl þá er ekki úti- lokað að gegnumfærður myndheimur Wilsons hefði höfðað til hans, þótt honum hefði kannski þótt hinn minimalíski og afhýddi stíll Wilsons ögn geldur. Fyrir undirritaða, sem hrífst af einfóldum, gegnumfærðum sjónheimi og minimalískri tón- list, er sjónheimur Wilsons hrífandi, studdur búningum Jacques Reynaud og tónlist Michael Galasso. Sýningin líkist í raun meir danssýn- ingu en leikriti, því hver einasta hreyfing leik- aranna er lærð eins og dansspor. Oft er brugðið á að láta hljóð og hreyfingar fylgjast að sem undirstrikar enn hið danskennda atferli leikar- anna. Það verður að segjast eins og er að Strind- berg fer ögn forgörðum í þessum einfalda en þó viðamikla umbúnaði. Sýning Stúdentaleikhúss- ins á Draumleik fyrir um fimmtán ái'um eða svo var mun innilegri, því athyglin verður óneitan- lega mjög bundin hinu sjónræna hjá Wilson á kostnað textans. Hvað gerist næst? eða hvernig er þetta gert? eru spurningar sem oft skýtur upp í huga áhorfandans. Sænskur samferðar- maður á sýningunni, sem séð hefur flestar sænskar uppsetningar á Draumleik undanfarna ái-atugi, tók í sama streng, en var sammála að gaman væri að sjá sýninguna aftur og að hún vekti margar spurningar. Sautján leikai'ar koma fram í sýningunni og flestir fara með fleiri en eitt hlutverk. Ágnes er leikin af Jessicu Liedberg, sem líður áfram í gegnum verkið, en sem Wilson lætur sjaldnast komast í náið samspil við þá sem hún hittir á leið sinni. Sama gildir um aðra leikara. Þeir eru þarna fyrst og fremst til að skapa hreyfisýn- ingu, uppákomu, en síður til að miðla texta og tilfinningum. Það ýtir enn undir textafirringuna að textinn berst úr holhljóma hátölurum, ekki milliliðalaust úr hálsi leikaranna. Heillandi er sýningin engu að síður. Ekki að- eins af þvi hún er svo óvenjuleg, heldur af því hún er svo gegnumfærð af hugsunum og hug- myndum eins manns. Það er alltaf vel þess vii-ði fyrir leikhúsáhugafólk að heimsækja Stokk- hólm sökum blómlegrar leiklistarstarfsemi. Þessar vikurnar hefur Stadstheatern alveg sér- stakt aðdráttarafl. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. DESEMBER 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.