Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Qupperneq 13
ISLAND TÆKIFÆRANNA
VIÐ HÖFUM á þessari öld búið við óstjórn á borð við: gjaldeyrishöft, niðurgreiðslur, höft við fjárfestingu, tolla, víðtæka ríkiseinokun, ofveiði,
sjóðasukk og síðast en ekki síst bankakerfi þar sem póiitísk tengsl vógu oft þyngra en álitlegar arðsemisáætlunir.
EFTIR JÓN STEINSSON
Samband ungra sjálfstæð-
ismanna efndi til sam-
keppni um ritgerðarefnið
hvernig land ungt fólk vildi
byggja og hvaða vænting-
ar það hefði til framtíðar-
innar. Dómnefnd, sem
skipuð var 7 mönnum
undir forsæti Friðriks
Sophussonar, valdi ritgerð
Jóns Steinssonar og hlaut
hann 100 þúsund króna
verðlaun. Verðlaunarit-
gerðin fer hér á eítir.
að er gott að vera íslendingur í
dag. Raunar betra en það hefur
nokkru sinni verið. A síðustu
þremur aldarfjórðungum hefur
okkur tekist að rísa frá því að
vera fátæk nýlenda langt norður
í hafi, einangruð frá framförum
sem átt höfðu sér stað í Evrópu,
í það að vera sjálfstæð þjóð sem býr við ein-
hver mestu lífsgæði sem þekkjast í heiminum.
En þrátt íýrir það eru hlutirnir langt frá
því að vera eins og best verður á kosið hér á
Islandi. Stærstur hluti af pólitískri orku þjóð-
arinnar á þessari öld hefur farið í sjálfstæðis-
baráttu og baráttu fyrir yfírráðum yfír hafínu
í kringum landið. Þar að auki höfum við farið
frá því að vera bændasamfélag í það að vera
borgarsamfélag á skömmum tíma. I þessu
eins og fiestu öðru vorum við eftirbátar ann-
arra þjóða langt fram eftir öldinni. Það er því
skiljanlegt að við höfum á stundum verið upp-
tekin af því hversu lítið og brothætt þjóðfé-
lagið okkar var. Þessi hræðsla endurspeglað-
ist svo aftur í mikilli forsjárhyggju stjórn-
valda. Við höfum litið á okkur sem litla þjóð í
stórum heimi þar sem allir þurfa að passa
hver upp á annan svo útlendingar valti ekki
yfir okkur. En nú er tími til kominn að kasta
þessari minnimáttarkennd fyrir borð. Það
sem þarf að eiga sér stað til að ísland verði
sannarlega land tækifæranna er víðtæk hug-
arfarsbreyting hvað þetta varðar.
Á síðustu áratugum hafa flestar nýjungar í
löggjöf hér á landi skiljanlega verið að er-
lendri fyrirmynd. Okkur hefur þegar á heild-
ina er litið tekist vel til við að tileinka okkur
það besta i löggjöf annarra landa með þeim
árangri að við erum nú eins og fyrr segir ein
ríkasta þjóð í heimi. En sá sem skarað hefur
fram úr áttar sig fljótt á því að frá toppnum
horfír heimurinn allt öðruvísi við honum. Þá
er ekki lengur gagnlegt að bera sig saman við
nági-annann heldur verður að hafa hugrekki
til að stíga skref sem enginn hefur áður stigið.
Það er þessi veruleiki sem við íslendingar
munum standa frammi fyrir í auknum mæli í
nánustu framtíð. I stað þess að horfa alltaf til
nágrannalandanna er tími til kominn að við
förum að setja okkar eigin staðla hvað lífs-
gæði snertir. Sóknarfærin eru mörg því þó
svo að löggjöf hafi tekið miklum stakkaskipt-
um á síðustu áratugum hefur skilningur á því
hvernig best er að skipuleggja þjóðfélag auk-
ist enn hraðar.
Unga kynslóðin á íslandi í dag erfir þjóðfé-
lag sem enn er gegnsýrt af forsjárhyggju lið-
innar aldar. Þetta er skiljanlega arfleifð tutt-
ugustu aldarinnar. Aldar sem einkennst hefur
af pólitískum trúarofsa á báða bóga. Vinstri-
menn predikuðu lengst af einfaldar hugmynd-
ir um þjóðnýtingu og miðstýringu á sem flest-
um sviðum. Hægrimenn predikuðu af álíka
eldmóði einfaldar hugmyndir um að eignar-
réttur og frjáls samkeppni gætu leyst allan
vanda.
Á sama tíma sá hver sá sem horfði gagn-
rýnum augum á samfélagið í kringum sig að
alls konar vankantar voru á þessum eins og
öllum öðrum ofureinfölduðum hugmyndum.
Reynsla austantjaldslandanna sýndi glöggt
að of mikil miðstýring er af hinu illa. Þar
kom einnig bersýnilega í ljós að menn leggja
einkum hart að sér þegar þeir eiga sjálfir
hagsmuna að gæta. En það var aftur á móti
jafn ljóst að einföldustu kenningar um full-
komna markaði engurspegluðu ekki marga
mikilvæga þætti í hinum raunverulega heimi.
Haft var á orði á fremstu hagfræðideildum
heims að þó svo að allir kenndu kenningarn-
ar um hinn fullkomna markað þá væru það
aðeins hagfræðingar við Chicago-háskóla
sem raunverulega tryðu því að þær kenning-
ar væru góð nálgun við raunveruleikann. Á
síðustu áratugum hafa hins vegar kenningar
um ófullkomna markaði, fákeppni og sveiflu-
jöfnun svo eitthvað sé nefnt ráðið bót á
mörgum vanköntum sem áður voru þyrnir í
augum þeirra sem ekki trúðu blint á mark-
aðsöflin.
Eitt af því sem orðið hefur æ ljósara á þess-
um tíma er að ríkisvaldið gegnir lykilhlut-
verki í því að ráða bót á ófullkomleika frjálsr-
ar samkeppni. Jafnframt er ljóst að ríkisvald-
ið sinnir þessu hlutverki hvorki með gamal-
dags forsjárhyggju sósíalista né með gamal-
dags afskiptaleysi auðvaldssinna.
Grunnhugsunin í allri löggjöf um efnahags-
mál verður að vera að skapa skilyrði fyrir eins
mikilli hagkvæmni og arðsemi og mögulegt er
samhliða því að tryggja jafnræði þegnanna í
hvívetna. I þessu felst að markaðslausnir séu
nýttar þar sem skilyrðin fyrir því að þær leiði
til hagkvícmni eni uppfylltar. Við löggjöf um
þau málefni þar sem sýnt þykir að frjáls sam-
keppni myndi leiða til óhagkvæmni skulu
stjórnvöld ávallt hafa það hugfast að far-
sælasta leiðin til að ná fram hagkvæmni í
efnahagsmálum er að laga hagsmuni einstak-
linganna að hagsmunum heildarinnar og
þannig gera það eftirsóknarvert fyrir einstak-
linga þjóðfélagsins að þjóna hagsmunum sam-
félagsins.
Þó svo að mikið hafí áunnist í þessum efn-
um á síðustu árum og áratugum er enn víða
pottur brotinn. Það virðist enn ekki vera
stjórnmálamönnum tamt að líta á efnahags-
mál frá þessu sjónarhorni. Enn eru það oftar
en ekki annarleg sjónarmið sem ráða ferðinni.
Það sem oft liggur að baki þessum annarlegu
sjónarmiðum er hræðslan við þau tíma-
bundnu óþægindi sem breytingum óhjá-
kvæmilega fylgir. Við búum í heimi örrar þró-
unar. Þessari þróun fylgir það að ákveðnar
einingar hagkei'fisins úreldast. Eina leiðin til
að þjóðfélag færi sér þróunina í nyt er að það
búi við arðsemisaga sem sér til þess að úrelt-
ar einingar séu teknar úr umferð svo hægt sé
að nýta það fjármagn og vinnuafl sem bundið
er í þeim til nytsamlegri hluta. Þessum aga
fylgja óneitanlega tímabundin óþægindi fyrir
þá sem ekki tekst að halda í við þróunina. En
ef við á annað borð sækjumst eftir velmegun
verðum við að búa við þennan aga. Annars
köllum við yfir okkur óhagkvæmni sem til
lengri tíma leiðir til hnignunar.
Það er hlutverk okkar sem erfum landið að
tileinka okkur þetta hugarfar og taka til á
þeim svæðum í íslenskri löggjöf sem enn end-
urspegla forsjárhyggju liðinnar aldar og
þannig búa til hér á Islandi þá þjóðfélagsgerð
sem best tryggir þegnunum tækifæri til að
láta ljós sitt skína.
En það er ekki aðeins í stjórnmálum sem
hugarfarsbreytingar er þörf. Flest fyrirtæki
ráða fólk og veita stöðuhækkanir enn á
grundvelli staifsreynslu í stað verðleika. Þó
svo að slíkt kerfí hafí marga kosti í þjóðfélagi
þar sem menntun einstaklingsins er ekki sér-
lega hátt skrifuð er það alls ekki viðeigandi í
framsæknu nútímaþjóðfélagi. Ungt fólk sem
hefur fjárfest í löngu og dýru háskólanámi er
oft vel í stakk búið til að takast á við mikla
ábyrgð í starfi. Slíkt fólk veit líka að erlendis
eru fyrirtæki löngu búin að átta sig á þessu og
eru tilbúin að veita ungu fólki með góða
menntun tækifæri til að ná skjótum frama.
Ekki er ólíklegt að þetta viðhorf íslenskra íyr-
irtækja sé hluti af skýringunni á því af hverju
ungt fólk sér ísland ekki fyrir sér sem land
tækifæranna í meira mæli en raun ber vitni.
Ef íslensk fyrirtæki bregðast ekki við þessu
er hætt við að við missum fleira og fleira af
okkar hæfileikaríkasta fólki af landi brott.
Háskóli íslands er sú stofnun í íslensku
þjóðfélagi þar sem hugarfarsbreyting er
hvað mest aðkallandi. Er eðlilegt að fólki
sem ákveðið hefur að ráðast í háskólanám sé
ekki treyst til að hafa meiri áhrif á það
hvernig nám þess mótast en raunin er í Há-
skóla Islands? I fremstu háskólum heims er
valfrelsi nemenda miklu meira sem gerir það
aftur að verkum að nánast engir tveir út-
skrifast með sama bakgrunn. Hver og einn
hefur sína sérstöðu sem gerir menntun hans
meira virði en ef allir væru eins. I Háskóla
Islands er enn verið að reyna að steypa alla í
sama mótið.
Þetta er reyndar dæmigert íyrir það hug-
arfar sem er ríkjandi á allt of mörgum sviðum
í íslensku þjóðfélagi. Þetta á við um grunn- og
framhaldskólakerfið sem enn býr við mikla
miðstýringu að ofan og þetta á líka við um
heilbrigðiskerfið þar sem stefna stjórnvalda
um að fækka og stækka mun í nánustu fram-
tíð enn auka á miðstýringuna. Á öllum þess-
um sviðum á miðstýringin rót sína að rekja til
þess hugarfars að einstaklingum sé ekki eins
vel treystandi og stjómvöldum til að taka
ákvarðanir um sína eigin framtíð og framtíð
þeirra stofnana sem þeir reka.
Það hefur löngum sýnt sig að það fyrir-
komulag sem leiðir til mestrar hagkvæmni er
það sem dreifir valdi og ábyrgð á ákveðnum
ákvörðunum niður til þeirra sem hafa mestar
upplýsingar um þann þátt kerfísins. Ábyrgð-
inni fylgir áhætta en jafnframt tækifæri til að
standa sig vel. Það em þessi tækifæri til að
standa okkur vel og hafa jákvæð áhrif á þjóð-
félagið sem við unga fólkið á íslandi sækjumst
eftir.
íslenskt þjóðfélag er að mörgu leyti betur á
sig komið en önnur þjóðfélög. Þi'átt fyrir for-
sjárhyggju þessarar aldar erum við á meðal
ríkustu þjóða í heimi og stöndum okkur ef
eitthvað er enn betur ef horft er á lífsgæði í
víðara samhengi. Þetta hefur okkur tekist
þrátt fyrir að búa til lengri eða skemmri tíma
við óstjórn á borð við: gjaldeyrishöft, niður-
greiðslur, höft við fjárfestingu, tolla, víðtæka
ríkiseinokun, ofveiði, sjóðasukk og síðast en
ekki síst bankakerfi þar sem pólitísk tengsl
vógu oft þyngra en álitlegar arðsemisáætlun-
ir. Þessi listi virðist vera uppskrift að algerum
óföram. Það er þvi erfitt að ímynda sér þá
gríðarlegu velmegun sem við eigum í vændum
þegar okkur hefur endanlega tekist að losa
okkur við það forneskjulega hugarfar sem
leitt hefur til slíkrar óstjórnar. Það er í þess-
ari velmegun sem tækifæri ungu kynslóðar-
innar á íslandi felast.
Höfundur er stúdent og nemur hagfræði við
Princeton-hóskóla í Bandaríkjunum.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. JANÚAR 1999 13