Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Side 3
LESBéK MORGUNBLAÐSINS - MENNING I ISTIB
3. TÖLUBLAÐ - /4.ÁRGANGUR
EFNI
Brennuöldin
hefur 17. öldin verið nefnd vegna þess að
alþýða manna og jafnvel lærðir menn
trúðu þá á mátt galdra og var það oft
rakið til galdra þegar heilsuleysi lagðist á
fólk. Fyrir þær sakir, sem voru vitaskuld
tilbúnar, var fólk dregið á bálið og einkum
voru Vestfirðingar ötulir galdrabrennu-
menn og þá fyrir atbeina manna eins og
Jóns lærða. Olína Þorvarðardóttir þjóð-
fræðingur hefur skrifað greinaröð
um brennuöldina og birtist fyrsta
grein hennar hér.
Dogonland
London
er ennþá nafli leikhúsheimsins segir
Sveinn Haraldsson sem tók púlsinn á
enskri leiklist og segir í grein frá því, sem
á boðstólum er. Nú í seinni hluta janúar-
mánaðar eru 18 söngleikir í gangi í
London. Og sum leikritin hafa gengið ár-
um saman í leikhúsum ensku höfuðborgar-
innar meðan önnur koma og fara. Islenzk-
ir leikhúsgestir eiga kunningja á ensku
Ieiksviðunum; Svartklædda konan er nú
sýnd bæði í London og Reykjavík og eins
er um Pétur Pan svo dæmi séu tekin.
hafa líklega fæstir heyrt nefnt, en það er í
Vestur-Afríku. Þar var Silja Salé á ferð-
inni og segir sögu af glaðværu fólki svo
sem herra Madaní, sem á margar konur
og sefur hjá þeim til skiptis. Sú, sem hann
sefur hjá hverju sinni, eldar matinn fyrir
hinar sem fara á markað til að selja fram-
leiðsluna. Fyrir utan fjölkvæni er mönnum
leyft að eiga vinkonur utan hjónabands.
Kirkjur um víða veröld
Gísli Sigurðsson hefur gluggað í nokkur
tímarit um arkitektúr og fundið dæmi um
nýjar eða nýlegar kirkjur sem bæði eru
frumlegar og hver annarri ólíkar. Þetta
eru kirkjur í Paks í Ungverjalandi, Mana-
gua í Nicaragua, tvær kirkjur í París og
ein í Mannistö í Finnlandi.
Bókmennta-
verðlaunum
Norðurlandaráðs verður úthlutað á þriðju-
daginn í Kaupmannahöfn. Dagný Krist-
jánsdóttir er höfundur greinarinnar Bentu
á þann sem að þér þykir bestur, en þar
segir af þeim höfundum og bókum, sem
tilnefnd eru til verðlaunanna.
FORSÍÐUMYNDIN: .ef til er almætti í himingeimnum, þá er það í snjótitlíngum. Hvað sem á dynur,
snjótitlíngurinn lifir af; stórhríðarnar eru ekki fyr um götur geingnar en hann er orðinn sólskríkja."
(Úr Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Kiljan Laxness.) Forsíðumyndina tók Óskar Andri Víðisson.
JOHN KEATS
HAFIÐ
Sölvi Björn Sigurðarson
þýddi
Um eilífð hvíslar öldufallsins þungi,
sitt angurijóð um sendnar eyðistrendur
uns leggst á hafsins hella töfradrungi,
er Hakít bruggar þeim við skuggalendur.
í slíkri hægð er falinn Ijóðsins lungi,
einn lítill hnipur vart mun ögri sendur.
Pó vekur dagsins vitund sjávarþungi,
er vindar himins loks fá frjálsar hendur.
Ó þú, sem hverfh' augum angurþjáðum,
skalt eygja hafsins víða ölduflöt,
og leggja við hlustir, hafíð kveðjur ljóð.
Ó þú, sem velgja dagsins deilh’ ráðum,
skalt dvelja þar um stund af værðarhvöt,
uns loks þú syngur sjálfur hafsins óð.
John Keats, 1795-1821, var enskt Ijóðskóld og eitt helsta skáld
rómantísku stefnunnar í enskum bókmenntum.
Þýðandinn shjndar nám í Frakklandi.
FRUMUR FRAM-
TÍÐARINNAR
RABB
✓
Afurðuskömmum tíma
hafa ýmsar greinar
raunvísinda og læknis-
fræði, sem fjalla um
erfðir og frjósemi, vak-
ið athygli fólks. Þetta
birtist meðal annars í
orðaforðanum, orð eins
og „klónun“ er skyndilega komið á hvers
manns varir. Rannsóknir á ýmsum svið-
um þessara vísindagreina virðast nú vera
að skila árangri í stórum stíl. Sumir telja
hér eina mestu byltingu í sögu mannkyns-
ins í uppsiglingu og sjá í hillingum þá
fögi’u veröld sem gæti þróast í skjóli
nýrrar þekkingar - aðrir sjá blikur á lofti.
Byltingum af þessu tagi fylgir óvissa og
spurningar vakna, meðal annars siðferðis-
legs eðlis. Og þá renna tvær grímur á
marga, ekki síst á vísindamennina og
læknana sjálfa þegar þeir gera sér ljóst
hvaða afleiðingar hin nýja þekking gæti
haft í för með sér og hvaða áhætta fylgir
henni.
A undanförnum misserum hafa fjöl-
miðlar um víða veröld flutt tíðindi úr
rannsóknarstofum þeirra vísinda sem hér
um ræðir, bæði um menn og dýr. Sumt
vekur vonir, einkum þegar um er að ræða
nýjar leiðir til að greina orsakir erfiðra
sjúkdóma og jafnvel að lækna þá.
Annað vekur hins vegar blendnar til-
finningar, ótta og efa, andúð og andstöðu.
Mestar efasemdir setur að mönnum þeg-
ar málið snýst um hugsanlegar breyting-
ar á erfðavísum manna og annarra lífvera.
Tilgangurinn er oftast sá að greina eða
lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir
þá. En hann getur einnig verið annar.
Ýmsir möguleikar opnast.
Sumir sjá sér leik á borði, ekki aðeins
að gera foreldrum kleift að eignast börn
sem munu ekki þjást af afleiðingum alvar-
legra erfðasjúkdóma, heldur einnig börn
sem er búið að „endurbæta" þar sem
erfðavísum þeirra hefur verið breytt í
þeim tilgangi að búa til afburðafólk, í
sumum tilvikum einnig af „réttu“ kyni.
Sumir tala jafnvel um það sem raunhæfan
möguleika að lengja líf mannsins um ára-
tugi með þessum aðferðum. Og það sem
meira er: að hanna barnið erfðafræðilega
þegar í upphafi, með hjálp öreindasmá-
sjáa og annarrar hátækni, áður en það fer
að vaxa í móðurkviði. Þá er ekki alltaf ein-
göngu verið að tala um eitt og eitt barn
heldur hafa sumir í huga varanlega breyt-
ingu á erfðavísum sem erfast frá kynslóð
til kynslóðar.
Engan þarf því að undra að spurningar
vakni: Hvað er rétt og hvað er rangt,
veldur maðurinn þekkingu sinni, hvernig
getur hann haldið svo á málum að ný
þekking geri ekki út af við hann? Skall
ekki hurð nærri hælum þegar kjarnorkan
kom til sögunnar, átti ekki að nýta hana
til góðs, en hvað gerðist? Hin nýja þekk-
ing olli sjúkdómum og dauða fólks svo
hundruðum þúsunda skipti og hélt heims-
byggðinni þar að auki í heljargreipum
ótta og skelfingar í áratugi. Enn sér ekki
fyrir endann á þeim vandamálum sem
koma upp við úreldingu kjarnorkuvopna
stórveldanna og urðun geislavirks úr-
gangs frá kjarnorkuverum.
Það var síður en svo alltaf skynsemin
ein sem réð ferðinni og því fór fjarri að
mannúðleg öfl héldu ævinlega um
taumana. Vísindamennirnir sjálfir voru
iðulega víðs fjarri þegar kom að pólitísk-
um ákvörðunum um beitingu þekkingar-
innar. Það reyndist oft auðvelt að valta yf-
ir þá sem öfluðu hinnar nýju þekkingar
með þrotlausum rannsóknum, hrekja þá
út í horn, og jafnvel að brennimerkja í
bak og fyrir þá sem vildu vara við (sbr.
pólitísk örlög Oppenheimers og
Schakarows).
En hvað gerist núna eftir lok kalda
stríðsins? Hvernig verður nú spilað úr
hinum nýju spilum þekkingarinnar,
þ.e.a.s. líftækninnar? Mun einkafjármagn-
ið stefna þróuninni óheft á hættulegar
brautir? Hvers konar eftirlitsstofnanir
eru nauðsynlegar á líftækniöld? Margir
eru kallaðir til ábyrgðar á þróun hinnar
nýju þekkingar, bæði vísindamenn og aðr-
ir. „Eina farsæla leiðin að mínu viti,“
sagði French Anderson við Kaliforníuhá-
skóla fyrir skömmu, „er sú að almenning-
ur verði sem best upplýstur um hina nýju
tækni og hugsanlegar hættur sem hún
felur í sér. Ný þekking hefur síður en svo
alltaf reynst manninum farsæl. Hún hefur
borið í sér fyrirheit um nýja og betri tíma
en fyrr en varði kom bakhliðin í ljós.“
Enginn hefur komist lengra í því að
hanna barnið í móðurkviði ef svo má að
orði komast en Anderson þessi.
Aðrir eru „bjartsýnni", þeirra á meðal
er Gregoi-y Stock, sem stjórnaði alþjóð-
legri ráðstefnu í Kaliforníu á sl. ári. Hann
telur það deginum ljósara að unnt sé að
breyta erfðum einstaklingsins og láta þær
breytingar ganga áfram frá einni kynslóð
til annarrar. Og hann telur þá þróun
æskilega. Hvar eru mörk bjartsýni og
sjálfsblekkingar og hvers konar áhættu-
mat á við?
Vísindamenn og læknar hafa því fulla
ástæðu til að vera á báðum áttum. Það
eru ekki þeir sem taka ákvörðun um nýt-
ingu niðurstaðna úr rannsóknum heldur
aðrir. Hverjir? Því getur enginn svarað,
en sagan gefur vísbendingar, ekki hvað
síst saga undanfarinna áratuga. Óheppi-
legt er hversu fjármagnsmarkaðurinn
kemur í sívaxandi mæli inn í þróun erfða-
tækninnar.
Þeir sem fjalla um siðfræði í samtíman-
um munu m.a. spyrja á þessa leið: Hvað
gerist ef maðurinn tekur völdin og ákveð-
ur sjálfur hvernig börnin verða að útliti,
innræti og kynferði? Hvernig verður barn
framtíðarinnar, hver verður fyrinnyndin
að hinum fullkomna manni? Hvert stefnir
mannkynið með sína eigin ímynd?
Sérhver ný þekking og tækni ber í sér
nýja von en tilhneiging mannsins til mikil-
lætis er sjaldan langt undan. Stærilætið
sljóvgar oft dómgreind og slævir raun-
sætt mat. Draumur mannsins er að skapa
heim án þjáningar og dauða, eigin heim
sem lýtur honum einum, þar sem erfða-
vísum manna og annarra lífvera er raðað
saman eftir hentugleikum. En hvað gerist
þegar maðurinn sjálfur setur þróun líf-
heimsins markmið? Kannski verður það
hin stóra spurning næstu aldar.
GUNNAR KRISTJÁNSSON,
REYNIVÖLLUM
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. JANÚAR 1999 3