Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Page 4
.. Teikning Freydís
JON LÆRÐI fór mörgum orðum um kynjar þær og geigsendingar sem Ari í Ogri hafi gert honum að vestan, en þær segir hann hafa verið svo magnaðar að hann mátti ekki á sjó koma fyrir
draugum og sendingum, auk þess sem jörðin gekk undir honum í bylgjum þegar verst lét.
BRENNUOLDIN
EFTIR ÓLÍNU ÞORVARÐARDÓTTUR
efaðist ekki eitt augnablik um mátt galdurs, taldi for-
dæðuskap óhæfu og níðingsverk, en góðgaldra full-
komlega réttlætanlega. Hann gaf lítinn gaum að djöfl-
inum og heimkynnum hans en var því áf lugasamari um
eðli landsins og náttúrukrafta. Trúaður var hann á c álfa,
f íólgöngur og önnur þjóðtrúarfyrirbæri.
BRENNUÖLDIN á íslandi hefur
17da öldin einatt verið nefnd, enda
hafa galdramenn ekki verið
brenndir hér á landi í annan tíma.
Um er að ræða afmarkað tímabil í
sögu þjóðarinnar þegar fólk var
saksótt fyrir galdur og því refsað
grimmilega ef það þótti „sann-
reynt“ að sökinni. Játning eða eiðfall þýddi að
viðkomandi var brenndur „til dauðs“ á báli, oft
að viðstöddu fjölmenni. Ef vafí lék á um sekt
gat sakbomingur búist við stórhýðingu, tutt-
ugu vandarhöggum eða meira. Segir sig sjálft
að það var háskalegt fyrir ómenntaða, hjátrú-
arfulla náttúruskoðara að vera uppi á slíkri öld,
þegar orð voru skæðari en vopn, og ábyrgðar-
laust slúður um náungann gat endað með
skelfíngu.
Einn orðlagðasti galdramaður á 17du öld var
þó aldrei brenndur á báli, þó mál hans kæmi ít-
rekað fyrir dómstóla. Sá nefndist Jón lærði, og
var athyglisverður maður til orðs og æðis, ekki
síst fyrir þá sök að hafa haldið lífi á þeim við-
sjárverðu tímum sem hann lifði, eins og nú
verður vikið að.
Jón Guðmundsson lærði
(1574-1658)
Saga Jóns Guðmundssonar, lærða, er
raunaleg lífssaga manns sem var uppi á
„þeirri öld, sem spillti upplagi hans og hæfí-
leikum“ eins og Páll Eggert Ólason orðaði
það, og þar sem hún „felur og í sér aldarlýs-
ing“ er við hæfí að rekja hana stuttlega hér
(PEÓ 1942, 263).
Ferill Jóns lærða varð einn óslitinn rauna-
ferill eftir að hann komst upp á kant við einn
helsta héraðshöfðingja landsins, Ai-a sýslu-
mann í Ögri (1571-1652). Útistöður þeirra
urðu til þess að Jón - sem sagt var að kynni
ýmislegt fyrir sér, enda áhugasamur um nátt-
úrufræði og lækningar með fíeiru - flosnaði
upp frá fjölskyldu og börnum um hávetur og
varð í framhaldi af því útlægur í eigin landi
það sem eftir var ævi.
Jón var fæddur í Ófeigsfirði á Ströndum ár-
ið 1574, af ágætum ættum (þar á meðal Sval-
barðsætt) sem hann rekur ítarlega í riti sínu
Um ættir og slekti; sonur Guðmundar Hákon-
arsonar Þormóðssonar, en móðir Þormóðar
var Guðrún Ólafsdóttir, hvalfangara í Æðey.
Hann varð snemma áhugasamur um verkan
náttúrunnar, einkum grös og jurtir til lækn-
inga og hnýstist í þau fræði eftir föngum. A
þeim árum var læknisfræði landsmanna ekki á
háu stigi, og meðferð lyfja nánast talin til
varnargaldurs, að minnsta kosti ef óskóla-
gengnir menn höfðu þau um hönd. Þessi nátt-
úruáhugi Jóns samfara lestri fornrita og
áhuga á rúnum kom fljótlega á hann orðrómi
um fjölkynngi, en hann var auk alls annars
mjög hjátrúarfullur og sannfærður um tilvist
álfa og anda. Hann giftist árið 1600 Sigríði
Þorleifsdóttur sem hermt er að hafí líka verið
hjátrúarfull, ekkert síður en eiginmaðurinn,
og var hún einnig talin fjölkunnug. Reistu þau
hjón bú að Stóra-Fjarðarhorni í Kollafírði, en
ekki virðast þau hafa fest yndi þar, því fáum
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. JANÚAR 1999