Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Síða 7
New York og ýta leikritunum út í minna fræg hverfí. Tom Conti, sem margir þekkja úr breskum kvikmyndum og sjónvarpi, er nú að leika í Jesus My Boy sem er grínleik- rit um frelsarann og er sagan sögð út frá sjónarhorni Jósefs smiðs. Sýningin sú fær vægast sagt slaka dóma og þykir t.d. lang- dregin. Nú er verið að leika Krapp’s Last Tape og Breath eftir Beckett í Arts Theatre, en eins og oft er um tilraunakennd leikrit og uppsetningar er sýningarfjöldi takmarkaður. Minnist þess að einungis ein sýning var á síðustu uppfærslu á Beckett- verkum í Iðnó nýlega (15. nóvember). Sýn- ingum lýkur 6. febrúar en fyrra Beckett- verkið þykir frábærlega flutt. Ekki má gleyma Art eða Listaverkinu, sem var sýnt á síðasta leikári á Litla sviðinu í Þjóðleik- húsinu með Hilmi Snæ Guðnasyni, Baltasar Kormáki og Ingvari Sigurðssyni. I London er frægasti leikarinn grínistinn Jack Dee, sem því miður hefur allt of lítið sést í sjón- varpi hér á landi. Sum leikritin hafa gengið árum saman í leikhúsum ensku höfuðborgarinnar. Frægast þeirra er að sjálfsögðu The Mousetrap eða Músagildran eftir Agöthu Christie. Ein ástæðan til að sjá hana er að uppfærslan breytist ekkert þó leikurum sé skipt út reglulega og er orðið lifandi safn um hvernig leikmáti var í tísku fyrr á öldinni. An In- spector Calls eftir J.B. Priestley í leikstjórn Stephen Daldry er dæmi um sósíalískt leik- hús sem á að uppfræða leikhúsgesti um mis- skiptingu lífsgæðanna og tekst það dável. Leikmynd Ian MacNeil er stórkostleg. Þetta verk var sett upp af Leikfélagi Akureyrar fyrir örfáum árum. The Woman in Black er að grunni til gamaldags tryllir en leikgerðin tekur á efninu á nýjan og ferskan máta. Verkið er nú sýnt í Reykjavík og heitir Svartklædda konan í íslenskri þýðingu og hefur Viðar Eggertsson nýverið tekið við öðru aðalhlutverkinu af Arnari Jónssyni. Hitt leikur Vilhjálmur Hjálmarsson. Islensk- ir leikhúsáhugamenn hefðu án efa gaman af að bera þessar tvær uppsetningar saman. Aðrar tvær uppfærslur sem hægt er að bera saman eru barnaleikritið Pétur Pan eftir J.M. Barrie í Borgarleikhúsinu í Reykjavík en sama leikrit,'Peter Pan, má sjá í leikgerð John Caird og Trevor Nunn í Þjóðleikhúsinu breska. Grínleikritin The Coinplete Works of William Shakespeare (Abridged) eða Heild- arverk Shakespeares (stytt) og The Comp- lete History of America (Abridged) eða Gervöll Bandaríkjasaga (stytt) hafa verið á fjölunum í nokkur ár og eru flestir áhorfend- ur bandarískir ferðamenn. Meðal áhugaverðra nýrra leikrita má nefna Copenhagen eftir Michael Frayn í Þjóðleikhúsinu breska. Það er vitað fyrir víst að þýskur vísindamaður, Heisenberg að nafni, sem vann að smíði kjarnorkusprengju fyrir Hitler, fór til Kaupmannahafnar árið 1941 til fundar við Niels Bohr, nóbelsverð- launahafa í eðlisfræði, sem var að hluta til af gyðingaættum. Hvað þeim fór á milli veit enginn en það er einmitt efni leikritsins. Spennandi ekki satt. Nýrri leikrit eftir yngri höfunda eru gjarnan sýnd í leikhúsum sem kallast Off- West End eða Fringe - Utjaðarinn. Þau eru annaðhvort minni leikhús í útjaðri aðal leik- húsahverfisins eða annarsstaðar í stórborg- inni, þó flestar sýningarnar teljist miðsvæð- is. Sýningafjöldi er oft takmarkaður og fátt um þekktar stjörnur en oft á tíðum eru þetta frumlegustu og ferskustu sýningarnar. Tveir nýir söngleikir, Killing Rasputin og The Legendary Golem, eru sýndir í leikhúsum sem falla undir þessar skilgreiningar, annar í Bridewell-leikhúsinu niður í City og hinn í New End Theatre í Hampstead. Konunglega óperuhúsið í Covent Garden er enn lokað vegna viðgerða en auðvitað era alltaf óperasýningar í Ensku þjóðaróperunni og á stundum í Sadler’s Wells þar sem Glyndebourne-óperan er með Lundúnaað- setur sitt. Svo eru auðvitað stundum sýndar óperur í öðrum leikhúsum en stopult. Shakespeare og aftur Shakespeare Eins og allir Shakespeare-unnendur vita sýnir Hinn konunglegi Shakespeare-leik- flokkur, Royal Shakespeare Company, eða RSC eins og hann er skammstafaður, í Bar- bican-miðstöðinni í útjaðri City. Aðalaðsetur hans er svo í Stratford, um tveggja tíma lestarferð frá London. I Barbican er nú sýn- ingum að ljúka á The Two Gentlemen of Verona eða Herramenn tveir í Verónsborg en Measure for Measure eða Líku líkt var framsýnt á miðvikudaginn og verður sýnt fram í mars. A sama tíma lýkur sýningum á Á vit ævintýranna Stephen Sondheim samdi söngtext- ana í West Side Story á sínum tíma. Hann var þá bráðungur og í miklu vin- fengi við höfund tónlistarinnar, Leon- ard Bernstein. Sondheim er nú þekkt- asti núlifandi söngleikjahöfundur Bandaríkjanna og eitt þekktasta verk hans, Into the Woods, er einmitt til sýningar nú í Donmar Warehouse í Covent Garden, sem telst ekki til stóra West End-leikhúsanna. Verkið er geipi- skemmtilegur samsetningur byggður á frægustu ævintýrunum: Rauðhettu, Jóa og baunagrasinu, Öskubusku o.s.frv. I fyrri hlutanum eru persónur úr þeim öllum að rekast hver á aðra þar sem þær fylgja þræði sinnar sögu. Eftir hlé verða þær allar að takast á við sam- eiginlega ógn sem steðjar að heimi þeirra. Sýningin er í einu orði sagt frá- bær og ég lagði á mig að standa í rúma þrjá tíma upp á endann til að geta séð hana. Sophie Thompson, sem er þekkt andlit úr sjónvarpsleikritum, stendur sig afar vel sem kona bakarans en hin bráðunga og efnilega Sheridan Smith sem Rauðhetta stelur senunni, leikur á als oddi og syngur eins og engill. The Merchant of Venice, Kaupmanninum í Feneyjum. í mars verður svo The Winter’s Tale eða Vetrarævintýri frumsýnt. Leikflokkurinn einskorðar sig ekki við leikskáldið sígilda, sem nýlega var kjörinn maður árþúsundsins, heldur sýnir líka verk eftir aðra höfunda. M.a. verður í maí sýnt leikritið A Month in the Country eftir Brian Friel, sem byggt er á verki Túrgénévs. Auðvelt að panta Ef þið hafið áhuga á að fá miða í leikhús í London er auðveldast að panta í gegnum síma og borga með greiðslukorti. Handbær- ar þurfa að vera upplýsingar um tegund kortsins, númer, gildistíma, nafn þess sem skráður er fyrir kortinu og heimilisfangið sem reikningurinn er sendur á. Jafnframt þarf sá sem pantar símleiðis að geta stafað þessar upplýsingar á ensku fyrir sölumann- inn á hinum enda línunnar. Það er auðveldara að fá miða á sýningar í miðri viku en um helgar og sennilega erfið- ast að fá miða þegar ferðamannatímabilið í London stendur sem hæst, en ég hef sjaldan lent í vandræðum með að fá miða, jafnvel samdægurs, nema á allra vinsælustu söng- leiki. Upplýsingar um símanúmer fást í London Theatre Guide sem er gefin út viku- lega og fæst ókeypis á stærri hótelum og í flestum leikhúsum, í Time Out (sem fæst í betri bókabúðum í Reykjavík) og öðrum svipuðum tímaritum og svo í upplýsinga- bæklingum frá miðasöluaðilum (dæmi er The Independent Guide to London Shows gefinn út af Rakes á Shaftesbury Avenue). Einnig bjóða mörg hótel upp á þá þjónustu að panta miða fyrir gesti, en það er auðvitað dýrara og þannig hafa gestir minni áhrif á val á sætum. Ef ferðalangurinn er staddur í leikhús- hverfinu er einfaldast að rölta inn í leikhúsið um miðjan dag og skoða vel sætaval og verð, sem getur verið mjög mismunandi eftir því hvar setið er í salnurn. Það er auðvitað ein- faldasta leiðin, því oftast bætist við bókunar- gjald ef greitt er með greiðslukorti í gegn- um síma. Ef menn vilja panta hér að heiman má nefna tvö símanúmar: 00-44-171-494- 5394 hjá Ticketselect og 00-44-171-413-1442 hjá Ticketmaster, báðar opnar 24 tíma á sól- arhring. Þarna má velja um úrval miða langt fram í tímann, en búast má við töluverðum kostnaðarauka vegna þjónustunnar. Mið- arnir eru sóttir í miðasöluna í leikhúsinu fyrir sýningu. Svo má auðvitað notast við Netið, en netverjar geta prófað [www.ticketmaster.co.uk] eða [www.Offici- alLondonTheatre.co.uk]. Ódýrari gæðamiðar Miðar í „betri sæti“, sem eru upphaflega í dýi-ari kantinum, eru seldir á hálfvirði á sýn- ingar samdægurs í smáhýsi á syðri kanti Leicester Square. Opið er frá þriðjudegi til sunnudags frá 12 á hádegi fyrir miðdegis- sýningar og mánudaga til laugardaga frá 12-18.30 fyrir sýningar á kvöldin. Athugið að afsláttarmiðana verður að greiða með reiðu- fé og á staðnum (venjulega er röð) og á þá leggst tveggja punda þjónustugjald. Athugið einnig að það er afar sjaldgæft að sýningar séu á sunnudögum. Góða skemmtun! Rent - Leiga Sá söngleikur sem mest er um rætt um þessar mundir er svo auðvitað Rent eða Leiga, sem setja á upp sem samvinnuverk- efni Þjóðleikhússins og Loftkastalans í hinum síðarnefnda í vor. Uppfærslan í London þykir hafa tekist afar vel og það er orð að sönnu. Hvaða skoðanir sem áhorf- endur og gagnrýnendur geta haft um verkið sjálft verður að dást að leiknum og söngnum, sem er fyrsta flokks í alla staði. Verkið er sagt byggt á La Bohéme en formið sýnir töluverðan skyldleika við Hair eða Hárið, enda gerast báðir söng- leikirair í New York, að vísu með sennilega nær tuttugu ára millibili og tjalla um ungt fólk sem tekst á við vandamál sem steðja að. Á hippatímanum var það auðvitað Víetnam-stríðið sem ungmennin bölsótuð- ust út í og valda dauða foringjans en núna er áherslan á eyðni sem breiðist hratt út meðal ungs fólks í borginni sem víðar. Lögin eru, eins og í Hárinu, skringileg samsetning og höfundinum Jonathan Lar- son, tekst vel upp að líkja eftir hinum ýmsu tónlistarstefnum. Það er þó ekki fyrr en í seinni hlutanum sem tónlistin fær á sig persónulegan blæ höfundar og um leið vex þessari hugljúfu sögu um bóhem- ana í stórborginni sem sameinast gegn leigusölum ásmegin þegai- syrtir í álinn og endirinn kemur virkilega á óvart. I uppfærslunni í London era allir látnir tala með bandarískum hreim og það er ekkert sérenskt við hana. Það verður spennandi að sjá hvernig söngleikurinn tekur sig út í íslenskri þýðingu í flutningi ungliðahreyfingar leikara á Islandi í vor. /uæwMuacu. PfULLiP fCH@F!ELD D@CT@R D€>LITTL£ «JULI£ AHDREWa ** Tfep volíc o( Artjrweffef tagj|BScylaE **—•grg*"'1* Mm a&K Tnuifx&í uéviitjum ‘EHORMOUSiY EXHiLARATIHG AND EHTERTAINIHG mst ‘ANINDESTRUGTIBIE CLASSIC Gttðrgtoa fl/own. MaH on Swndsy PRINCE EDWARD THEATRE • 0171 447 5454 • 0171 420 0052 • 0171*344 4444 otoeourroNiwtuottoonw au mo *oo*mo tte mitmm ghrisimas píriormahces on smt mow gau m ditaus Jo hn Groít, Svmday Tdogruph LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. JANÚAR 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.