Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Page 10
NÝJAR KIRKJUR UM VÍÐA VERÖ Allt frá því le Corbusier hannaði Ronchamp-kirkjuna snemma á öldinni hafa arkitektar litið á kirkjubyggingar sem sérstakt tækifæri til persónulegrar skc •punar. í raun- inni er ek kert hefðbundið lag til lengur á l< :irkjum eins og sjá má af nokkrum dæmum úr tímaritum um arkitektúr Dar sem 1 jallað hefur verið um kirkjubyggingar á síðustu árum. Gísli Sigurðsson tók saman. KAÞÓLSK KIRKJA í PAKS Arkitekt kirkjunnar heitir Imre Ma- kovecz og segir tímaritið Art - das Kunstmagazin að hann sé í senn vin- sælastur og umdeildastur meðal starfs- bræðra og -systra í heimalandi sínu, Ungverjalandi. Bærinn Paks er við Dóná og þar er eina kjamorkuver landsins. Það er fjarri allri hefð að grunnflötur kirkjunnar er tvöfalt S, form sem arkitektinn kveðst hafa fund- ið í þjóðlegum handíðum. Þetta er eins og sjá má timburkirkja en kúpt þakið og sérkennilegur þrískiptur tum er allt klætt með svörtum þakskífum. Að inn- anverðu er þessi kirkja á grófu nótun- um; Makovecz lætur fjóra gilda trjáboli standa í kórnum og á milli þeirra og einnig úr tré er upprisumynd: Svífandi Kristur, ígildi aitaristöflu. Það er áhrifamikið að listaverkið er úr sama efni og hinir gildu innviðir eða súlur, ef menn vilja nefna trjábolina svo. Um leið má segja að í þessu felist ákveðin náttúrudýrkun; guðdómurinn og nátt- úran séu af sama brunni. Til þess að draga fram bolina og Kristsmyndina er notaður dekkri viður á bak við og ástæða er til að benda á fallegt smáat- riði utanhúss, þar sem eins konar torf- veggur eða grasi gróin upphækkun er látin styðja við kirkjuveggina. NÝ KIRKJA í PARÍS Margt hefur breytzt síðan kirkjusmiðir gotneska tímabilsins létu spírur og turna teygja sig sem hæst til himins. Eitt af nýjum dæmum er kirkja í 15. hverfi Parísarborgar sem nýlega hefur verið vígð. Að hugverkinu og hönnuninni stendur hópur arkitekta sem nefnir sig Architectural Studio. Ef þessi kirkja hefði risið á tímaskeiði hinnar geómetrísku abstraktlistar upp úr 1950 hefði mátt segja að hún væri skilgetið afkvæmi af þeirri hugmyndafræði. En á hinum póstmódernísku tímum nú í aldarlok er hugmyndin naumast ættuð þaðan, heldur endurspeglar hún þann vei'uleika í nútíma arkitektúr, og þá ekki sízt kirkjuhönnun, að allt getur gengið. Nútíma guðshús getur þess vegna verið kúlulaga. Hér kom hönnuðum hins vegar það snjallræði í hug að taka mið af teningi sem er jafn á hæð og breidd og hefur tilvísun í helgiskrín. Ten- ingurinn - eða skrínið - stendur á súlum. Hér er reynt að nálgast hugmyndina um tilbeiðslustað á nýjan hátt og ekkert hægt að benda á sem minnir á aðrar kirkjur. Það sem mestan þátt mun eiga í að vegfarendur staldri við er ytri umgjörð, eins konar stálgrindabúr utan um teninginn. Ugglaust munu einhverjir aðeins sjá þar nýja gerð vinnupalla. Stálgrindin kemur í ljós yfir altarinu inni í kirkjunni og altarið er ekki annað en tiltölulega lítill, hvítur stöpull. Á bak við altarið er krossmark gefið í skyn með lýsingu. Sívalur klukkuturn, einnig úr stálgrind, er það eina sem segja má að rjúfi þetta reglubundna bygg- ingarlag. 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.