Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Qupperneq 14
Kristjánsborg í Kaupmannahöfn; þar mun dómnefnd um bókmenntaverðlaun Norðurtlandaráðs funda á mánudag og þriðjudag. Á hádegi á
þriðjudag verður tilkynnt, hver verðlaunin hlýtur og þau verða svo afhent í Helsingfors 8. febrúar.
BÓKMENNTAVERDLAUN NORDURLANDARÁÐS
BENTU Á ÞANN SEM
AÐ ÞÉR ÞYKIR BESTUR
Nú geta menn spáð og spjallað um hver fái verðlaunin
skrifar DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR og á við Bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs en þeim verður út-
hlutað á þriðjudaginn á fundir dómnefndarmanna í
Kaupmannahöfn.
JÓMFRÚIN hlær (Naurava
neisyt/Den skrattande jungfrun)
eftir Irja Rane fékk Finlandiaverð-
launin árið 1996 og það skyldi eng-
an undra. Þetta er fima mikil heim-
spekileg og trúarleg skáldsaga um
þungar tilvistarspurningar og
þyngst er sú hvort okkur beri að
elska náunga okkar?
Jómfrúin hlær hefur undirtitilinn „Triptik"
en það er nafnið á þrískiptum altaristöflum.
Bókin skiptist samkvæmt því í þrjár frásagn-
ir. Sú fyrsta er sögð af sútaraekkjunni Lydiu,
sem lifir og starfar í bænum Lakso í Frakk-
landi á fjórtándu öld. Hún er fyrir rétti, er yf-
irheyrð tíu tíma á dag í heila viku og beitt
ómældu harðræði. Það á að sanna á hana
villutrú. Hún hefur skotið skjólshúsi yfir
ókunnan mann sem fær vitrun um að hann
eigi að mála mynd af heilagri guðsmóður. Það
gerir hann og sýnir meyjuna hlæjandi og
mynd hennar líkist ekkjunni Lydiu. Hún seg-
ir söguna af því sem gerðist og við fylgjumst
með henni bogna en ekki brotna í textanum
eftir því sem meira er þjarmað að henni. Við
sjáum aldrei né heyrum í dómurunum en get-
um vel ráðið í spurningar þeirra af viðbrögð-
um og svörum konunnar.
Texti Lydiu er fornlegur. Hún tjáir sig í
áhrifamiklu myndmáli og notar mikið af
dæmisögum en öll hennar þekking og heims-
mynd er römmuð inn í kenningar katólsku
kirkjunnar. Textinn er eins og kennslubók í
miðaldakristni og lúterskur lesandi finnur
sárt til fáfræði sinnar um jarteiknasögur og
trúarlegt tákngildi bókstaflega alls sem vex
og lifír. Hvergi víkur ekkjan af vegi dyggðar-
innar og ást hennar á náunganum og trú
hennar á Maríu guðsmóður er heit og sterk.
En djöfullinn á sér marga skjólstæðinga í
þorpinu, í hertogadæminu og landinu öllu.
Það er barist um völd og fjármuni; græðgin,
öfundin og ágirndin eiga greiða leið að hjört-
um mannanna. Yfirheyrslunni yfir Lydiu er
lokað með stuttum eftirmála sem segir að
umrædd kvensnift hafi verið dæmd en dáið í
fangaklefa sínum áður en til brennu kom.
Saga Lydiu er lengsta saga bókarinnar.
Miðsagan er sögð af sendimanni og njósn-
ara konungs, Bartolomeusi, sem kemur ung-
ur maður til Lakso og hittir raunar ekkjuna
Lydiu þó að hann myndi aldrei tala við svo
lága skepnu. Mannhatur hans á sér engin
takmörk að því er virðist. Hann trúir engu,
treystir engum, elskar engan og ekkert, en
hagar seglum eftir vindi og nær hátt í kerf-
inu. Hann er hentistefnumaðurinn sem þrífst
á óþverranum eins og púki á fjósbita. Hann
upplifir helgi Maríumyndarinnar en aldrei
myndi hann viðurkenna það. Öll hans saga
byggir upp að þeim punkti en þegar að hon-
um kemur lýkur hann sögu sinni. Hann getur
ekki sagt frá reynslu sinni.
SEX ÖLDUM SEINNA ...
Þriðja sagan er sögð af gömlum skóla-
stjóra og guðfræðingi í Þýskalandi seint á
fjórða áratug þessarar aldar. Hann skrifar
dagleg bréf til sonar síns en sendir þau ekki.
Hann fordæmir innilega þá menningar-
snauðu villimennsku sem einkennir þjóðfé-
lagið og framrás nasismans en hefst ekki að
og fyrirlítur sjálfan sig fyrir það. Hann veit
að hægt er að stöðva framrás hins illa vegna
þess að hann hefur orðið vitni að því í bænum
Lakso. í fyrri heimstyrjöldinni kemur hann
þangað með herdeild sinni og foringi þeirra
fyrirskipar óhæfuverk á konum og börnum
sem leitað hafa athvarfs í kapellu Maríu. Þá
opnast dyr kirkjunnar og kona með sigð
heggur til hans, með hverju höggi stækkar
hún og magnast og þegar vantrúuð herdeild-
in nær kirkjutröppunum er hún horfin.
Gamli skólastjórinn er húmanisti og vitnar
í Goethe í tíma og ótíma, en hann er veiklund-
aður, sveiflast á milli Lydiu og Bartolomeus-
ar, trúar og vantrúar, kærleika og haturs.
Hann treystir sér ekki til að taka ábyrgð á
náunganum eða elska hann en kýs að snúa
sér undan. Hann er vanmáttugur, huglaus,
svolítið dapur og svolítið reiður.
Þannig lokast þessi þrískipta altaristafla
fínnska rithöfundarins Irja Rane (f. 1946).
Hún er bókmenntafræðingur að mennt og
hefur einkum skrifað smásögur fram að
þessu lærða stórvirki sem minnti sterklega á
bæði Hvatt að rúnum Alfrúnar Gunnlaugs-
dóttur og Þorvald víðförla eftir Árna Berg-
mann. Svo ekki sé minnst á Morgunþulu í
stráum eftir Thor Vilhjálmsson; allt saman
kyngimagnaðar bækur um stríð og frið, trú
og vantrú, ást og ástleysi, allar sviðsettar á
miðöldum.
TÖFF OG TRÚLAUS
Hin finnska skáldsagan sem Finnar leggja
fram til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs heitir Diva og er eftir Moniku Fager-
holm (f. 1961).
„Diva“ er alþjóðlegt hugtak um „prima-
donnu“, leikkonuna eða söngkonuna sem stel-
ur senunni í krafti hæfileika sinna og fegurð-
ar.
Aðalpersóna bókarinnar er þrettán ára og
býr með mömmu sinni og tveimur bræðrum í
úthverfi Helsinki. Hún heitir Diva og er
„diva“ eins og unglingsstúlkur eru eða vilja,
vera í eigin augum og annarra.
Þetta er póstmódernísk saga, ramminn er
dagbók en innan hennar er brugðið á leik í
bókmenntagreinum, leik að tungumáli og
áhrifagildi hljóms, endurtekingum, nýmynd-
unum orða og villtum myndhverfingum.
Þetta er ekki þroskasaga í neinum hefð-
bundnum skilningi þess orðs, í fyrsta lagi af
því að aðalpersónan og sögumaðurinn Diva
tekur stöðugum myndhverfingum frá upphafi
til enda og hvergi hægt að styðja niður fingri
og segja: „Þetta er hún.“ I öðru lagi af því að
Diva prófar allt en lærir ekkert. Ein af lífs-
reglum hennar er: „Besta ráðið gegn hugsun-
unum er snerting“ og eftir því boðorði lifir
hún. Hún er á föstu en heldur líka við einn af
kennurum sínum og stundum miðbróður sinn
og þá eru ótaldar stúlkurnar sem hún gerir
ÞAÐ með og vinkonan sem hún elskar. Les-
andi getur þó ekki haft hugmynd um hvort
hún lýsir þar reynslu eða fantasíum vegna
þess að mörkin þar á milli eru fljótandi í text-
anum. Diva er fögur, hávaxin, ljóshærð með
græn augu, en líka stærðfræðingur af guðs
náð eða eins konar sambland af ofurfyrirsætu
og Albert Einstein. Ekki bara í eigin draumi
heldur staðfesta aðrar persónur þetta h'ka.
Diva minnir um margt á hinar ungu, nýju
konur og harðjaxla Gerðar Kristnýjar (Eitruð
epli) og Diddu (Ertu), töff stelpur sem eru
staðráðnar í að láta heiminn ekkert eiga hjá
sér, en bók Moniku Fagerholm nálgast „fyrir-
sætuskáldsögurnar“ og klisjurnar háskalega
þrátt fyrir allan póstmódernismann og metn-
aðinn.
Monika Fagerholm hefur skrifað fremur
lítið en sló í gegn með skáldsögunni Dásam-
legar konur við vatnið (Underbara kvinnor
vid vatten, 1994), margræðri sögu sem gerð
var góð bíómynd eftir.
SÖGUMENN
Bók norska Ijóðskáldsins, jazzgeggjarans,
þýðandans og menningarpáfans Jan Erik
Vold, Sögumenn (Storytellers) er jafn saman-
þjöppuð og saga Fagerholm er margmál. Jan
Erik Vold (f. 1939) velur fjórtán ljóðskáld, sjö
norsk, sjö af öðrum þjóðernum, velur eitt eða
fleiri ljóð eftir hvert þeirra, skrifar ritgerð um
ljóðin og skáldið og sýnir söguna sem felst í
ljóðunum. Undirtitill bókarinnar er „Rökstutt
ljóðaúrval“ og höfundurinn hefur sagt í viðtali
að sé ljóðaúrval ekki rökstutt sé það órökstutt
og felist oftast í því að taka upp það sem var í
síðasta úrvali.
I Sögumönnum Jan Eriks Vold eru esseyj-
ur eins og þær bestar gerast. Þetta eru per-
sónuleg, næm og fjörmikil skrif um ljóðlist.
Þarna er t.d. fjallað um Arthur Rimbaud, Ro-
bert Creeley, Henrik Wergeland og Inger
Hagerup auk Paul Celan. Eitt frægasta ljóð
Paul Celan, „Todesfuge" er greint, en Paul
Celan var rúmenskur gyðingur, fæddur 1920
og missti allt sitt í heimstyrjöldinni síðari. Jan
Erik Vold segir harmsögu hans án tilfínninga-
semi og þá sögu alla verður að hafa í huga
þegar ljóðið er túlkað, það er sagan sem sögð
er í ljóðinu og ljóðið verður þannig „söguljóð"
í skilningi ritgerðasafnsins. Umfjölluninni
lýkur Vold á því að Paul Celan hafi orðið
„gefundenes Fressen“ eða fundið fé fyrir há-
timbraðan nærlestur og afbyggingu háskóla-
manna síðustu árin. Celandýrkunin hafi gert
hann að háskalegri fyrirmynd margra skand-
inavískra ungskálda af því að reyni menn að
herma eftir torskildu ljóðmáli Celan, sprottnu
úr þjáningunni, án þess að hafa mikla lífs-
reynslu að baki verði útkoman tilgerðarleg,
eins og skáldinu finnist að það eigi og verði að
vera'í stöðugri fylu.
Það er skemmtilegt að smám saman hefur
„bókmenntahugtak“ Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs vei-ið víkkað. Hin gömlu og
stífu mörk á milli fræða og lista eru orðin um-
deild og óskýr og nú er sem sagt hægt að
leggja fram til verðlaunanna bókmenntir um
bókmenntir eins og ritgerðasafnið Sögumenn.
FORNBÓKASALAN
Bók Geir Pollen heitir Huchingsons Eftf og
segir frá miðaldra fornbókasala í Drammen.
Hann situr á hótelherbergi í London og hugs-
ar til forfeðra sinna. Martha, móðursystir
hans, er nýdáin, hann er sá eini sem eftir lifir
af ættinni sem mun deyja út með honum.
Sögumaðurinn er miðaldra og hefur alltaf
verið áhorfandi að lífinu.
„Allar ástríður leiða til upplausnar," segir
sögumaður og sjálfur velur hann form og
reglur. Samt, eða kannski þess vegna, heillast
hann af ástríðufullu fólki, söfnurum, og um þá
fjallar meginhluti bókarinnar. Forfaðir hans,
Robert D. Huchingson, var ástríðufullur
fluguveiðimaður og skrifaði fyrstu bókina á
norsku um það efni. Stúlkan sem sögumaður-
inn elskar er ástríðufullur listfræðingur sem
sérhæfír sig í samkvæmiskjólum Maud
drottningar, ömmu núverandi Noregskon-
ungs. Hvort tveggja endurspeglar ástríðufulla
þrá eftir að vera eitthvað annað en maður er
en „í draumi sérhvers manns er fall hans
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. JANÚAR 199?