Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Síða 15
Pia Tafdrup Carsten Jensen Jóanes Nielsen Ole Korneliussen falið“ eins og þar stendur. Tilfínningatengsl persónanna eru öll krumpuð og geld, enginn vill eða þorir að gera neitt óyfirvegað og gefa skilyrðislaust - allir eru að safna. I bókinni eru afar áhugaverðar pælingar um það að velja hluti fram yfir fólk eða skilja jafnvel ekki þar á milli. Textinn er skrifaður á settlegri, svolítið gamaldags yflrstéttarnorsku, sem endur- speglar og endurskapar siðfágun og fegurðar- skyn en líka smámunasemi, bælingar, nísku og frekju. Sögumaður okkar segir frekar minna en meira og undirtexti er mikill og hnýsilegur. Geir Pollen (f. 1953) hefur ekki skrifað nein ósköp; þrjár ljóðabækur og tvær skáldsögur, en hann nýtur mikils álits í Noregi. MÓÐURTORREK Sögumaðurinn í Huchingson Eftf syrgir frænku sína en Göran Sonnevi syrgir móður sína í ljóðabókinni Bók hljómanna (Klangernas bok) sem er önnur bókanna sem Svíar leggja fram. Hin er Personkrets 3:1 eftir Lars Norén, hryllileg og kynngimögnuð, en um hana fjallar Hávar Sigurjónsson sér- staklega. Bók hljómanna inniheldur 102 ljóð sem eru byggð eins og enskar sonnettur (4+4+3+3 línur), endarímslaus en skrifuð á stakhendu (blank verse). Fyrsti hluti ljóðaflokksins fjall- ar um heiminn sem breytist stöðugt, múrar falla en spennan kraumar undir niðri, betlur- um fjölgar í höfuðborgum Evrópu, bilið á. milli stétta vex, þeir ríku verða ríkari, þeir fá- tæku fátækari og taktföst hróp nýnasista elta skáldið út úr Berlin-Westkreuz. Petta er ógeðslegt og óttalegt en ógeðið og óttinn eru líka innra með skáldinu, sömuleiðis reiði og hatur sem togast á við ást og frið, sem hann finnur hjá konunni í lífl sínu. Önnur kona er líka nærverandi í hugleiðingum skáldsins og minningum og það er móðirin. I miðhluta ljóðabálksins er dauðastríði hennar og viðskilnaði lýst. I þriðja hlutanum reynir skáldið að yrkja sig í sátt við nýtt líf þar sem „hinn ósýnilegi naflastrengur" er orðinn öðru vísi. Sonurinn er endurfæddur, gegn vilja sínum. Ljóðin í þriðja hlutanum eru óróleg, dauðinn er orðinn of nálægur og skáldið finnur ekki farveg fyrir sorg sína af því að trúna vantar. Eina leiðin sem opnast eru ljóðið og ástin enda bíður hans „Pen- elópa“ þegar hann snýr aftur úr sínum innri hrakningum. I bakgrunni ljóðaflokksins þar sem mynd- mál ljóss og skugga er áleitið má greina Ódysseifskviðu. Ódysseifur kallar vofurnar út úr dauðaríkinu með blóðfórn til að leita þekk- ingar hjá þeim. Hann veit ekki að móðir hans er látin en hún birtist, talar við hann og þrisvar reynir hann að faðma hana en það er ekki hægt og hún áminnir hann um að lifandi og dauðir geta ekki snerst. Hún er orðin ein af skuggunum. Bók Göran Sonnevi (f. 1939) er sautjánda ljóðabók hans, hann hefur löng- um verið pólitískt skáld og hugmyndaskáld en þetta mun vera persónulegasta ljóðabók hans, sterk og falleg. VATNID OG LÍFID Sterk og falleg er líka ljóðabók Piu Tafdrup, Drottningahliðið (Dronningeporten), sem Danir leggja fram. Bókin er byggð utan um vatnið sem þema og skiptist í kaflana: Dropinn, Stöðuvatnið, Fljótið, Brunnurinn, Hafið, Líkams- vessar, Baðið, Regnið og loks Regn- boginn. I eftirmála að bókinni segir Pia Tafdrup að þegar hún hafi unnið að síðustu ljóðabók sinni, Territori- alsang (1994), í Jerúsalem hafi hún furðað sig á því að af átta hliðum á borgarmúr gömlu borgarinnar var ekkert merkt konum eins og í must- erum heittrúaðra gyðinga sem hafa sérstakan kvennainngang. Á leik- sviði klassísku grísku leikritanna var venju- lega stórt hlið í bakgrunni sem var kallað „konungshliðið" og Pia Tafdrup segir: „Mér fannst að það hlyti að vera leið inn í heiminn fyrir konur líka. Eg kallaði hana Drottninga- hliðið.“ Hin kvenlega leið inn í heiminn er í vatn- inu og er vatnið í ljóðabókinni Drottninga- hliðið. Líkaminn er viðmiðið og uppspretta endalausrar merkingar og myndhverfínga eins og í öllum ljóðabókum Piu Taftrup. Vessar líkamans, blóð, tár, sviti, sæði, leg- vatn og móðurmjólk, flæða í okkur, um okk- ur, út úr okkur. Við finnuin regnið og snjó- kornin á heitri húðinni. Nýfætt barnið er baðað og líkið er þvegið. „Af vatni ertu kom- inn“ segir í ljóðinu „Hið skínandi fljót“. Vatnið er forsenda alls lífs og vatnið í öllum formum og táknmyndum stígur og hnígur í þessum ljóðum eins og hinu volduga ljóði „Hafið, ég“ þar sem hafið er ekki aðeins manngert heldur verður táknmynd alls sköp- unarverksins og guðs. ^ HJARTA SEM SLÆR OG SLÆR Lars Norén er tilnefndur qf hálfu Svía til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs fyrir leikrit sitt Person- krets 3:1. HÁVAR SIGURJÓNSSON stiklar á stóru í ferli þ essa merka höfundar sem ber óneitanlega höf- uð og herðar yfir samtímaleikskáld á Norðurlöndum. orire di classe byrjar á því að við sjáum hjarta liggja á dagblaði á gömlu borði sem stendur til hlið- ar við leiksvæðið. Við sjáum það slá og slá, þar til það hættir að slá. Personkrets 3:1 var fært upp í Stokk- hólmi á síðasta ári í leikstjórn Noréns sjálfs en í ágúst í fyrra hlaut hann Leikskálda- verðlaun Norðurlanda fyrir leikritið Klini- ken sem kom út 1994 og var frumsýnt 1996. Personkrets 3:1 er gríðarlangt leikrit, sex klukkustundir í flutningi en er þó aðeins fyrsti hluti þríleiks sem ber yfírskriftina Morire di classe. Nakið og blóðugt hjartað sem slær og slær, „þar til það hættir að slá“, í nokkurn veginn algjöru tilgangsleysi er táknrænt fyrir hvorutveggja dramatíska sýn Noréns og viðfang leikrits hans. Lífsþorstinn þrátt fyrir yfirþyrmandi tilgangsleysið og eymd- ina eru andstæðurnar sem hann spilar á í Personkrets 3:1; persónur leiksins eru full- komlega utangarðs, stunda vændi og eru eiturlyfjaneytendur, drykkjusjúklingar, at- vinnuleysingjar, geðsjúklingar. Fjöldi per- sóna í verkinu er á fjórða tuginn, fæstar bera nafn, eru aðeins nefndar eftir gjörðum eða hlutverki einsog Rithöfundurinn, Stúlk- an, Geðklofinn, Álkóhólistinn, Dópistinn, Mellan, o.s.frv. Prátt fyrir fjölda persón- anna snýst kjarni verksins um lítinn hóp ut- angarðsfólks sem Norén fylgir eftir af skelfilega yfirvegaðri nákvæmni; lýsing hans á veröld utangarðsfólksins í velmegun- arþjóðfélaginu verður að spegli þess, lífs- þorstinn er hinn sami, angistin hin sama þó dregin hafl verið í gegnum svað eymdar og volæðis. Lars Norén er þekktastur norrænna núlifandi leikritahöfunda og gríðarlega af- kastamikill. Hann er fæddur 1944 og sneri sér að leikritagerð á áttunda áratugnum eft- Lars Norén ir að hafa getið sér gott orð sem ljóðskáld á sjöunda áratugnum. Æska hans var sögð erfið, áfengissýki foreldra og geðsjúkdómur hans sjálfs urðu til þess að hann lagðist inn á geðsjúkrahús tæplega tvítugur. Um sama leyti kom út fyrsta ljóðabók hans Syrener, Snö (1963). Fyrsta leikrit Noréns Fur- steslikaren (Höfðingjasleikjan) var frum- sýnt á Dramaten í Stokkhólmi 1973 og síðan hefur hann samið nær fimmtíu leikrit og hafa þekktustu leikrit hans verið sýnd víða um heim, þó obbinn af þeim hafi ekki verið sýndur utan Svíþjóðar. Þrjú leikrita hans hafa verið sýnd hér á íslandi, Bros úr djúp- inu (Leikfélag Reykjavíkur 1984), Hræðileg hamingja (Alþýðuleikhúsið 1992) og Seiður skugganna (Þjóðleikhúsið 1994). Tvö fyrr- nefndu leikritanna eru úr flokki verka sem Norén skrifaði upp úr 1980 en þekktustu verk hans frá þeim tíma eru Orestes (1980) og Nóttin er móðir dagsins (1982). Hin gríðarlegu afköst Noréns hafa orðið til þess að oft svipar verkunum hverju til annars; eftirlætisviðfangsefni hans á níunda áratugnum voru fjölskyldur, oftast foreldrar og uppkomin börn þeirra. Ymist er um tvo syni að ræða eða bróður og systur. Geðsýki, áfengissýki og samkynhneigð þjaka gjarnan þetta fólk, ásamt getuleysi til að takast á við lífið, bera ábyrgð á sjálfum sér og þrátt fyr- ir ömurleika samskiptanna í misheppnuðum fjölskyldum Noréns komast persónurnar ekki undan hver annarri, hafa ekki í önnur hús að venda þegar á reynir. Personkrets 3:1 markar að fleiru en einu leyti tímamót í leikritun Noréns. Verkið höfðaði til stærri hóps meðal áhorfenda en áður hafði þekkst með verk Noréns og er sagt vísa á leið fyrir alvarlega skapandi list til að ná til áhorfenda framhjá list fjölda- menningarinnar sem samstundis er keypt upp og sett í söluvænar umbúðir ef örlar á frumleika eða sköpun. Tök Noréns á tungu- taki persóna sinna eru einstök, úr sundur- slitnum og brotakenndum samtölum utan- gai'ðsfólksins rís djúpur skáldskapur flók- inna tilfinningalegra mynstra einstaklinga og samskipta þeirra á milli. Persónuhópur Noréns í þessu verki er mun stærri og fjöl- breyttari en í mörgum fyrri verka hans, þó benda megi á að geðsjúklingar, drykkju- sjúklingar og samkynhneigðir hafi alltaf átt vísan stað í skáldheimi hans. Verðlauna- verkið Kliniken fjallar t.a.m. um hóp geð- sjúklinga og starfsmanna á geðsjúkrahúsi. Eitt megin höfundareinkenni Noréns er einmitt að kafa sífellt dýpra á svipuðum slóðum í hverju verkinu á fætur öðru. Hon- um hefur verið líkt við Eugene O’Neill og Anton Tjekov og sjálfur hefur hann fúslega viðurkennt áhrif þessara höfunda og skrifað leikrit í anda þeirra, en líklega stendur Aug- ust Strindberg hjarta hans næst þegar grannt er skoðað. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. JANÚAR 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.