Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Page 9
ÁSTARDYR, 1996. síðar. Þú hefur frjálst val, sagði hún með stórum, talandi augum sínum, þegar ég lagði of hart að henni að útskýra myndimar. Kannski vildi hún leyfa áhorfandanum að túlka þær eftir eigin höfði. Það er ekki óbærilegt að horfa á „hörku- legu“ myndirnar sem sýna sjúkdóminn eins og hann kom Svölu fyrir sjónir, vegna þess að kímnin tekur úr þeim sárasta broddinn og þær eru hlaðnar orku. Sumum bregður kannski í brún þegar þeir sjá málverkið af konunni sem bæði brjóstin hafa verið skorin af, en Svala sagði: „Sjáðu, það er engin þjáning í svipnum. Er ekki frið- ur yfir henni?“ I myndinni eru krabbameinsfrumur og konan sjálf tengdar ýmiss konar undraver- um í alheiminum. Það er erfitt að sjá hvar áhrif dulhyggj- unnar enda og litrík ímyndun Svölu tekur við. Hún aðhylltist kenningar indversks sam- tímamanns, andlega leiðtogans Avatar Meher Baba og tók þátt í Center for Sufism Reoriented í Washington. Súfistai- hylla lífið með listrænni tjáningu. I myndum Svölu sjáum við manninn rísa frá náttúrunni og hverfa aftur til náttúrunn- ar. Það er oft sæluríkt ferli sem dregur ekki þau skýru mörk á milli lífs og dauða, himins og jarðar sem gætir í vestrænum trúar- brögðum. Myndir hennar sýna vemdarhend- ur guðs, gæskuríkar gyðjur og engla. Mynd- irnar sem opna sýn inn í annan heim eru sér- staklega áhrifamiklar. Melhem Salman, eiginmaður Svölu, sem er ættaður frá Líbanon, segir að áhugi henn- ar á þessu myndefni hafi vaknað áður en hún veiktist. „Hún var sér alltaf meðvitandi um eitthvað handan þessa heims.“ A myndunum birtist sálin oft í líki fiðrildis eða fugls. Á einni myndinni opnast sýn út til sjóndeildarhringsins þar sem sjást heilög dýr úr austri og vestri. Á öðrum myndum eru hringir, táknmyndir eilífðarinnar, eða hnettir einhvers staðar í alheiminum. Um leið og krabbameinið veikti líkama Svölu efldi það ímyndunarafl hennar. Hún notaði listagáfuna til að tjá ríkt andlegt líf. Oft reis hún upp af svefni og tók til við lé- reftið, enn með hugann í landi draumsins. Aldrei varð hlé á sjúkdómnum eftir að hann greindist. Svala fékk lyf sem gáfu henni aukinn kraft og krabbameinslyf sem höfðu áhrif á hvernig hún skynjaði liti. „Ég skynjaði litina alltaf öðruvísi strax eftir að ég fékk lyfin,“ sagði hún. Myndimar sem opna sýn í aðra heima eru mismunandi á litinn og að formi, ekki ólíkt því sem sést í myndum franska málarans Claude Monet sem málaði dómkirkjuna í Rouen með ýmsu móti. Myndefnið breyttist alltaf. Nýleg mynd sem Svava málaði eftir gosið í Vatnajökli í október 1997 sýnir hvernig hægt er að sjá hið hulda á mismunandi vegu. Myndin sýnir fagurt landslag sem aðeins lifir í minningu okkar eftir að ísinn hefur endur- heimt það. Ást listamannsins á dulfræðilegum fyrir- bærum blandast kímni sem kemur áhorfand- anum oft á óvart. „Ég vildi ekki að brjóstin mín lentu í krukku einhvers staðar á rannsóknarstofu svo að ég ímyndaði mér að þau væru orðin að listaverki," sagði hún til útskýringar á mál- verkinu Postulínsbrjóstasafnarínn frá Fen- eyjum. Hún hafði gaman af hvað mér brá í brún og bætti við: „Mér varð hugsað til þessara fallegu feneysku húsgagna með klæmar á fótunum." Á bak við hrægamminn sem grípur um brjóstin er gæskurík gyðja, ein þeirra sem er svo víða að finna í myndum Svölu. Kannski er erfiðast að horfa á málverkið sem heitir Geislagríman. Svala málaði það í október 1997 þegar uppgötvaðist að hún var með æxli í heilanum. Hún ákvað að fara í geislameðferð, vildi alltaf reyna að lengja lífið fremur en gefast upp, einkum til að geta verið eins lengi og mögulegt var hjá syninum Daoud. Eftir 14 geislameðferðir sem læknamir sögðu að myndu lengja líf hennar um nokkr- ar vikur eða mánuði, málaði hún fallega mynd handa Daoud, sem sýndi bæði hana sjálfa og soninn ömgg í alheiminum. Svölu fannst upplausnin í veröldinni ekki óviðráðanleg. í myndinni Tónlistarmaðurínn hefur illgjörn hæna verpt eggi sem veldur al- gjöru öngþveiti í veröldinni. Litli tónlistar- maðurinn stendur efst á hrúgunni og kemur aftur á jafnvægi með því að leika á fiðluna sína. Ein síðasta mynd Svölu, Á leið inn í eilífð- ina, sýnir dauða hennar sjálfrar. Krabba- meinsframur tengjast hring eilífðarinnar. Tónlist. Klukkan á veggnum sýnir hvenær dauðann ber að. Svala sjálf dó nokkram mín- útum fyrir tvö að nóttu. Myndin sýnir ekki ósigur efnisins heldur sigur andans. Höfundur er doktor í bókmenntum og býr í borginni Alexandrio í Bandaríkjunum. HólmfríSur K. Gunnarsdóttir íslenskaði. NÚTÍMA- ÞJÓÐSÖGUR DANSKAR Flökkusagnir eru alþjóðlegar og breiðast mjög ört út með nútímatækni, skrifar ÖRN OLAFSSON og nefnir sem dæmi að í hamborgurum sé 1 cjötið talið hakkaðir ánamaðkar en ekki nautc ikjöt. MYNDVERK eftir Joseph Beuys (1949) Flokkusagnir era alþjóðlegar, og breiðast út mjög ört með nú- tímatækni, kvik- myndum, dag- blöðum og tölvu- neti. Flestir kannast við eitthvað af þessu, t.d. að í hamborgur- um Macdonalds sé kjötið hakkaðir ánamaðkar en ekki nautakjöt, að eiturslöngur hafi skriðið út úr ban- anaklösum stórmarkaðar, eða þá eitraðar köngulær. Smáumhugsun leiðir þó í ljós að þetta hlýtur að vera skáldskapur, það yrði miklu dýrara týrir Macdonalds að safna ánamöðkum eða rækta þá í svo stórum stíl sem hér þyrfti, en að kaupa nauta- kjöt, dýrafræðingar sverja að hvorki köngulær né eit- urslöngur yrðu upp á marga fiska eftir langa ferð á norð- lægar slóðir. Fyrir hefur þó komið, að bófar hafi nýtt sér slíkar flökkusagnir, ein- hverjir þóttust hafa sett eit- ur eða mulið gler í Heinz barnamat, og beittu þannig fyrirtækið eða einhverja stórverslun fjár- pynd. Þessar sagnir era ótrúlega lífseigar, þvert ofan í allar staðreyndir eða líkur, og enginn veit hvaðan þær koma. Hér er t.d. sagan um konuna sem hótaði syni sínum barnungum að klippa af honum tippið, ef hann yrði ekki þægur. Stórasystir á barnsaldri heyrði þetta, og þegar hún svo átti að gæta hans einu sinni var hann óþægur, svo hún klippti af honum tippið. Þessi saga er einnig sögð í fyrsta tímariti, sem út kom á Islandi, það var reyndar á dönsku, gefið út í Hrappsey á Breiðafirði, Islandske Maanedstidender, 1773. Þar hafði þetta þær hörmulegu afleið- ingar, að baminu blæddi út, og í bræði sló móðirin stelpuna, svo hún dó líka, en síðan frömdu foreldi'arnir sjálfsmorð í sorg sinni, muni ég þetta rétt. Állt var þetta sagt al- menningi til viðvörunar um uppeldisaðferðir, svo sem mikil stefna var í lok 18. aldar. Sum- ar þessara sagna eru bersýnilegir óska- draumar lítilmagna um hefnd eða heppni. Þar má nefna smáauglýsingu í blaði um að nýlegur Mercedes Benz (eða Jagúar) sé til sölu fyrir svo sem eitt þúsund krónur ís- lenskar. Maður nokkur flýtti sér á staðinn, enda þótt hann taldi að þetta hlyti að vera prentvilla, en nei, hann fékk þessa glæsibif- reið iýrir þúsundkall. „Af hverju í ósköpun- um?“ spurði hann - eftir að kaupin voru gerð. „Maðurinn minn dó,“ svaraði konan, „og hafði mælt svo fyrir í erfðaskrá, að bílinn skyldi selja, og ástkona hans fá allt andvirð- ið“. Langflestar sagnanna era hinsvegar bein- línis óhugnanlegar, svo sem titilsagan. En þar segir frá ungum hjónum sem era að verða of sein út á flugvöll, en amman á að gæta kornabarnsins á meðan. Hún hringir og segist vera að fara út í bíl, og auðvitað hafa lykil að húsinu, svo þau skuli bara skilja Jón litla eftir í rólunni sinni, og fara út á flugvöll, hún verði þarna eftir tíu mínútur. Foreldrarnir fljúga til Bandaríkjanna, en amman lendir í bflslysi á leiðinni. í einni gerð sögunnar deyr hún á staðnum, en foreldr- arnir koma heim fimm vikum síðar og finna lík barnsins í rólunni. En í annarri gerð er amman minnislaus á sjúki-ahúsi, en vaknar til vitundar rétt í tæka tíð til að bjarga barn- inu. Bókarhöfundur túlkar þessar sögur sál- fræðilega, þ.e. hversvegna fólk sé að segja slíkar hryllingssögur. Skýring hans er sú, að það hafi þörf fyrir að horfast í augu við þann kvíða sem það beri með sér út af börn- um sínum, skyldum, og allskonar hættum, rétt eins og óhugnanleg ævintýri eru börn- um sálarspegill. Þannig er þetta krassandi sagnasafn í senn aldarspegill og til andlegr- ar heilsugæslu, frekar en beinlínis til skemmtunar. Það er þó misjafnt eftir fólki, ég get hlegið að eftirfarandi sögu, sem vekti sumum kunningjum mínum yfirþyrmandi hrylling: Dönsk hjón (eða íslensk!) voru á ferð í Tælandi, og auðvitað höfðu þau sinn heittelskaða kjölturakka með. Síðasta kvöldið ákváðu þau að fara á verulega fínan stað, og nú skyldi voffi fá að njóta innlendra kræsinga. Þau fengu gott borð, og þótt eng- inn þjónn skildi neitt mál sem þau gátu tal- að, var matseðillinn með enskum þýðingum á heiti réttanna, svo þau gátu bent á rétt sem þau langaði að smakka. Síðan bentu þau á hundinn og gerðu skiljanlegt með bendingum, að hann ætti líka að fá gott að borða, en þau treystu þjóninum til að velja. Hann brosti vinsamlega, hneigði sig, og teymdi hundinn út í eldhús. Þau skildu það náttúi-ulega, að hundurinn fengi ekki að borða innanum fólkið á svona fínum stað. Og ljúffengur var mat.urinn. En þegar þau voru búin að borga og ætluðu að fara, gerðu þau skiljanlegt að nú vildu þau fá hundinn með. En þjónninn varð furðu lostinn og benti á fatið, með kjötræmum í steiktu grænmeti. Heimild: Robert Zola Christensen: Det dode barn i hoppeg- yngen. Moderne danske vandrehistorier. Borgen 1998. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. FEBRÚAR 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.