Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Blaðsíða 3
LESBÖK VIOIU.l Mtl.ADSIXS - MEMVEVG LISTIR 13. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Landslagið undir Langjökli Líkt og aðrir stærstu jöklar landsins hefur landslagið undir Langjökli verið kortlagt og þar hefur m.a. komið í ljós ristastór dyngja, meira en 30 km langur dalur, nokkrir stap- ar og djúpar skálar sem gætu verið gígar. Gísli Sigurðsson hefur kynnt sér þetta landslag hjá Helga Björnssyni jöklafræðingi og greininni fylgir oiíuskyssa sem sýnir í grófum dráttum hvernig þetta landslag lítur út þegar horft er í norðaustur frá Þórisjökli. Roni Horn um ís- lenskar byggingar Roni Horn hef- ur oft komið til Islands og sótt sér myndefni. Hún tekur vel eftir öllu sem augu ber, þar á meðal bygging- um. En gagnstætt því sem oftast heyrist, að íslenskar byggingar séu í heild fremur léleg- ur arkitektúr, bendir Roni Horn á hið gagn- stæða: Byggingar sem sómi sé að fyrir okkur og þar á meðal nefnir hún hús í Reykjavík eins og Sundhöllina, Melaskólann, Laugar- nesskólann og Langholtsskólann. Söngmennt á Islandi fyrr og nú er um- fjöllunarefnið í grein bandarísku sópransöngkon- unnar Judith Gans. Að hennar mati hafa Islendingar í tónlistinni, einkum sönglistinni, afrek- að það á 150 árum, sem tók önnur Evrópuríki mörg hundruð ár. Þá segir hún það skýrast af skáldskaparhefðinni og söngáhuganum hvers vegna Islendingar eiga jafn mikið af yndislegum söngvum og raun ber vitni. Kenningar um Maríu Guðsmóður I síðari grein sinni um Maríu Guðsmóður í . hópi trúaðra fjallar Sigurður Arni Eyjólfsson um kenningar um ævarandi meydóm Maríu. FORSÍÐUMYNDIN er tekin síðastliðið haust þegar mikið framskrið varð í sunnanverðum Langjökli og er hún birt í tilefni umfjöllunar um landslagið undir Langjökli. Myndina tók Ragnar Th. Sigurðsson innan við Stóru-Jarlhettu, en þar féllu stórar ísblokkir fram af klettastalli. HVITÞYRNIS- LAMPINN KARL GUÐMUNDSSON ÞÝDDI. Þótt vetur ríki logar ljós á runna hvítþyrnisberið, smáljós smáu fólki og gerh' enga aðra til þess kröfu en aldrei slokkni á sjálfsvh'ðingar skari, án þess að nokkum blindi bh'tu-ljóminn. En stundum, er þinn andi í frosti ski'ýfist er hann sem reikult svipmót Díógeness með lampann sinn að leita eins réttláts manns; svo þarna rýnir hann þig bak við beríð ljóskeri teinungs höldnu í sjóna hæð; þú hrekkur undan knýti kjarna og mergs, bíld þeim, sem ósk þín er þig reyni og skíri, goggstungnum þroska er skannar - fer svo hjá. Seamus Heaney, þekktasta Ijóðskáld íra á síðari árum, lékk NóbelsverSlaunin í bókmenntum 1995. Hann verður sexlugur eftir þrjá daga og Ijóðið, sem er úr samnefndri bók, The Haw Lanlem (1987), er birt af því tilefni. Til skýringar má geta þess að Hvítþyrnir er þéttur þymi- runni með mjög hvössum þymum. Díógenes frá Sínope var grískur heimspekingur á 4. öld f. Kr. Þýðandinn er leikori. RABB UM MENNTUN Ég hef aldrei látið skólavist mína trufla námsfcril minn. (Mark Twain.) Nú á dögum er farið að leggja menntun og skólagöngu að jöfnu. I opinberri umræðu er menntun einstaklings- ins skilgreind eftir því hvaða prófum hann hef- ur lokið frá viðurkennd- um skólum, það er að segja þeim skólum sem ríkisvaldið tekur gilda. Vel menntaður einstaklingur er sem sagt sá sem hefur bréf upp á skólagöngu og prófgráður, hinir eru taldir ómenntaðir. Sagt hefur verið að það þurfi sterk bein til að þola góða daga, því að án erfiðrar lífsbaráttu hætti maðurinn að framkalla það besta í sjálfum sér. Hann verði værukær og hrokafullur, fái oftrú á sjálfum sér og telji velgengni sína stafa annaðhvort af yfirburða hæfileikum, guð- legri forsjón eða þá að hann fer að gæla við þá hugmynd að hann sé sjálfur af guðakyni og framhald þeirrar sögu þekkja víst allir. Eins hefur mér stundum fundist sem menn þyrftu að hafa heilmikið bein í nefinu til þess að komast óskaddaðir og sæmilega menntaðir út úr skólakerfinu. 011 kerfi eru nefnilega þeirrar náttúru að beygja ein- staklinginn að sínum vilja og mýmörg eru dæmin úr mannkynssögunni um kerfi sem leiddu heilu þjóðirnar í glötun. Einkum átti það við um hin svokölluðu góðu kerfi, sem voru svo góð að þau áttu að leysa hvers manns vanda bara ef farið væri nákvæm- lega eftir þeim. Holdgervingar eða þjónar kerfanna eru sýknt og heilagt að gera okk- ur hið aldagamla gylliboð: Ef þú fellur fram og tilbiður - . A nútíma vísu myndi það orð- að einhvern veginn svona: Ef þið hlítið okk- ar forsjá í einu og öllu mun ykkur vel farn: ast og verða borgið það sem eftir er. I skólakerfinu er gefið í skyn að ef nemend- urnir tileinki sér ákveðinn hugsunarhátt og vinnubrögð, lesi vissar bækur og fái svo góðar einkunnir í þeim prófum sem lögð eru fyrir þá séu þeir hólpnir. Þeir séu þar með orðnir hámenntaðir einstaklingar sem kunni skil á flestum hlutum. Auðvitað læra menn margt nytsamlegt og skemmtilegt í skólum en þar vofir sífellt yfir hættan á innrætingu og heilaþvotti á kostnað skap- andi hugsunar og frumkvæðis. Ég er að tala um hina miklu og styrku stýringu sem viðhöfð er í náminu og sem verður oft til þess að nemandinn gleymir smátt og smátt þeirri lífsnauðsyn að geta hugsað sjálfstætt á úrslitastundu og glatar þá ef til vill því fjöreggi sem honum hefur verið falið til varðveislu af guðunum. Hver einstaklingur hefur til að bera einstaka hæfileika sem engum öðrum eru gefnir. Lífshamingjan er að mínum dómi meðal annars fólgin í því að þessir hæfileikar fái að blómstra, þroskast og dafna en hitt er að sama skapi jafn mikið ólán ef þessi blóm skrælna úr þurrki eða verða fyrir eiturúðun eða annarri mengun og falla áður en þau bera ávöxt. Við þurfum ekki að fara langt til þess að sjá dæmi um slíkt. Við fyllumst hi-yllingi eða það setur að okkur óstöðvandi hlátur þegar við hugleið- um sumt af því sem kennt var í skólum hér áður fyiT um eðli heimsins og mannskepn- unnar og ef einhver dirfðist að mótmæla eða véfengja viðteknar kenningar var hann oftar en ekki ofsóttur, pyntaður eða brenndur á báli. En þetta var jú á hinum dimmu tímum fáfræðinnar þegar kirkjan og konungsvaldið héldu frjálsri hugsun í heljargreipum, kynni nú einhver að segja með vorkunnlátu brosi hins skólagengna manns. Til allrar óhamingju er því nú víst ekki að heilsa. Á þessari öld hafa mestu myrkraverk mannkynssögunnar verið framin og enn virðist ekkert lát á í aldarlok. En eru það þá ekki bara fáfróðir og illa þefjandi villimenn sem óhæfuverkunum valda, gjörsamlega ómenntaðir raddar vopnaðir vélbyssum sem þeir dúndra úr út í loftið? Nei, það voru kennarar, verkfræð- ingar, læknar, prestar og heimspekingar, menntaðir í bestu háskólum Evrópu, sem illvirkjunum stjórnuðu fyrir örfáum áratug- um og eru reyndar enn að. En þetta eru bara einstök tilfelli á afmörkuðum svæðum sem eiga sér eðlilegar skýringar, segir nú sá sami í fóðurlegum umvöndunartón. Ætli langskólagengnir menn á Islandi, í Banda- í-íkjunuin, Belgíu og Noregi nú til dags séu þá ekki upp til hópa vammlaust fólk sem láti yfirleitt gott af sér leiða? Það er tölu- vert erfiðara og hvimleiðara að taka til skoðunar atferli fólks í nútímanum því að þá er maður kominn hættulega nærri sjálf- um sér. Á þessari stundu vinnur háskóla- menntað fólk í þessum löndum, og ekki á neinum sultarlaunum, við það að framleiða alls konar nýtísku vígvélar og sniðug vopn sem seld eru til einhvers bananalýðveldis svo þarlendir villimenn geti murkað líftór- una hver úr öðram. Sprenglærðir sálfræð- ingar streitast við það alla sína starfsævi að semja auglýsingar sem eiga að fá fólk eins og mig og þig til þess að kaupa alls konar eitur fyi-ir morð fjár og setja það ofan í okkur og það má með sanni segja að við- skiptafræðingar þeirra stórfyrirtækja sem með þessar vörur höndla séu sölumenn dauðans. Þess era dæmi að læknar ávísi á lyf í stóram stíl sem eru í besta falli ónauð- synleg, í versta falli stórhættuleg og oft verri en sjúkdómurinn sjálfur sem þau eiga að vinna bug á, lögfræðingar sópi að sér auðævum með lagaklækjum, verkfræðing- ar og arkitektar byggi og hanni heilsuspill- andi húsnæði af því að það er arðbærara og hentugra, kennarar kenni nemendum sín- um að óttast, fyrirlíta og hata meðbræður sína. Já, þetta er ísland í dag, eins og mað- urinn sagði, og allt er þetta talið hámennt- að fólk og er með prófskírteini upp á það. Eitthvað vantar nú samt. Hvað skyldi það vera? Ætli áfanginn um góðvildina hafi gleymst eða beðið lægii hlut fyrir öðru og mikilvægara námsefni? Spyr sá sem ekki veit en hitt veit ég að menntun okkar er alltof mikilvæg til þess að óhætt sé að trúa skólakerfinu fyrir henni. Það er umhugsun- arefni hvers vegna svo margir hugsuðir og velgerðarmenn mannkynsins hafa annað- hvort hætt skólagöngu í miðjum klíðum eða rekist illa í skólakerfi síns tíma, fengið lé- legar einkunnir og slaka umsögn hjá kenn- urum sínum. Nægir þar að nefna Charles Dai-win, Albert Einstein, Thomas Alva Edi- son og Pablo Picasso. Á íslandi era Þór- bergur Þórðai-son og Halldór Kiljan Lax- ness ágæt dæmi. Sjálfsagt munu ýmsir yppta öxlum og brosa í kampinn yfir þess- um vangaveltum en það breytir ekki þeirri staðreynd að margt langskólagengið fólk verður aldrei nema hálfmenntað á meðan ekki verður tekist á við heimspekilegar og siðferðilegar grandvallarspurningar af fullri hörku í skólunum og þeim skipaður verðugur sess meðal virtustu námsgreina. Þangað til mun alltof stóran hóp af okkar bráðmyndarlega, háskólagengna fólki skorta tilfmnanlega samúð og samkennd með meðbræðram sínum og systrum og þá auðmýkt hjartans, lítillæti og hæversku gagnvart ósegjanlegum leyndardómum lífsins sem hver sannmenntaður maður hef- ur til að bera. EYSTEINN BJÖRNSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. APRÍL 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.