Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Blaðsíða 9
GUÐSMÓÐIRIN, hér sem drottning, býst til að gefa barninu brjóst. Málverk eftir Jean Fouquet frá 1450. Fyrirsætan var fræg kona, Agnes Sorel, hjákona og barnsmóðir Karls VII Frakkakonungs. FORN-EGYPSKA gyðjan Isis gefur Horus- barninu brjóst. hins óslökkvanlega elds í Róm, fundu líka sína arftaka í meyjum meinlætanna og nunnanna í kirkju Krists. Wölfel segir að meyjan sé í þessu samhengi tákn fyrir frelsi, sjálfstæði og mannúð, en þær hug- myndir hafa ætíð verið mótandi innan klaustursamfélaganna. (2) Móðirin. Það hugtak snertir við kjarna Maríufræðanna. Hugtakið María Guðsmóðir samsvarar frummynd hinnar miklu móður. I þessu samhengi beinist Maríudýrkunin að við- haldi og ræktun lífsins. Allstaðar eru þessir eiginleikar tengdir kvenkenndum guðdómi hellenismans. I fornöld kom þessi þáttur hvað sterkast fram í átrúnaði sem tengdist frjósemisgyðjunni Isis. Jafnvel myndir af Isis með Hórusbarnið eru fyrirmyndir síð- ari tíma mynda af Maríu og Jesúbarninu. Kristindómurinn „afgoðar“ þennan átrúnað og samlagar hann kristindóminum með því að tengja hann Maríudýrkuninni og myndar þannig visst mótvægi við einhliða áherslu á meinlætalífið í Ijósi meydóms Maríu. En Is- is var ekki einungis móðir heldur einnig eig- inkona og félagi, þennan þátt tókst ekki sem skyldi að tengja við Maríudýrkunina. „Móðirin“ verður þannig einangruð frá hjónalífinu. Maríudýrkunin hefur skapað í þessu samhengi mikla erfiðleika. Þessa áherslu er nauðsynlegt að leiðrétta í ljósi kristins mannskilnings. (3) Drottningin. Þegar í hellenismanum verður Isis að veraldardrottningu sem teng- ist stjörnufræði. Hér er María einnig arftaki hennar í trúarvitundinni, og fræðimenn hafa jafnvel fundið hliðstæður í helgihaldi Isis við Maríumessu. Við verðum að hafa í huga að upprunalega er himnadrottningin móðir alls lífs í trúarbrögðum einnig sú sem tekur lífið. Líf og dauði haldast hér í hendur. Guðfræði lífsins tengist fallvaltleika heims og manns, þ.a.l. dauðanum. Hin guðlega „sístæða“ sköpun hefur tvær hliðar. Þar sem María er undirskipuð Kristi og þiggjandi náðar Guðs, þ.e.a.s. hún er sköpun eins og við, þá varð til úr heiðinni himnamóður og -dottningu, Guðsmóðir sem dró fram endurlausnina og veruleika lífsins. Hið grimma eðli himna- drottningarinnar og sú blóðuga fórnarþjón- usta sem tengist henni í heiðindómi, fellur að mestu út í Maríudýrkuninni. Hinar miklu gyðjur trúarbragðanna eru jafnan bæði guð- ir lífs og dauða, ástar og haturs, sköpunar og tortímingar. En það er ekki tilfellið í til hennar eins og annarra um að bera fram óskir okkar í sameiginlegri bæn. Slíkt er gert við hverja guðsþjónustu í hinni almennu kirkjubæn. Þannig er hægt að túlka Maríu- bænir sem hluta af sameiginlegri bænagjörð allra trúaðra. En slíka sameiginlega bæn er í raun óþarft að binda um of við Maríu, því hún er hluti af starfi allra trúaðra er þeir styðja við bakið hver á öðrum. Því eins og Páll segir: „Sérhver af oss hugsi um náungann og það sem honum er gott og til uppbyggingar" (Rm. 15.2) og „Allt er leyfilegt, en ekki allt gagnlegt. Allt er leyfilegt, en ekki byggir allt upp. Enginn hyggi að eigin hag, heldur að hag annari'a" (1. Kor. 10.23-24). Hin sameig- inlega þjónusta og fyrirbæn heldur kirkjunni líka saman, í þessu samhengi er hægt að skoða dýrlinga- og Maríudýrkun með já- kvæðum formerkjum. Afgerandi er þó að við sem erum núna „héma megin“ stöndum hvert með öðra í trú og bæn, og leggjum sameiginlega líf okkar í hendur Guðs, í fullri vitund um þær kynslóðir sem einnig hafa gert það í rás aldanna. Sú hugsun er vissu- lega huggandi að í sameiginlegri bæn sam- einist kynslóðirnar frammi fyrir Guði. 6. Lokaorð MARÍA GUÐSMÓÐIR og hin helga fjölskylda, hér sem borgaralegir og vel efnaðir 16. aldar Evrópubúar í málverki Paolo Veronese frá 1571. SANDRO BOTTICELLI: Boðun Mariu. Hér er María sett inn í klassískt og fágað, ítalskt 15. aldar umhverfi. Innan trúarbragða hins helleníska heims er að finna fjölda frásagna um meyf- æðingar sem eiga að tryggja guðlegt eðli eða uppruna goðmagnaðra vera sem fæðast inn í mannheim eða deiia kjörum með mönnum um tíma. Maríudýrkuninni þó til séu þjóðsögur um hana í dómarahlutverki eins og t.d. í íslensk- um þjóðsögum um týndu börnin hennar Maríu o.s.frv. I lokin bendir Eberhard Wöl- fel á að Maríudýrkunin hafí með áherslu sinni á hið kvenlega, virkað sem mótvægi við einstrengingslega tækni- og skynsemis- hyggju. I henni blundar viss mannúð sem leggur áherslu á gildi hins andlega gegn efn- ishyggjunni. A þetta atriði benti m.a. sál- fræðingurinn Carl G. Jung er himnaför Maríu var gerð að kennisetningu í róm- versku kirkjunni 1950. Þessi þáttur er að vísu mótandi í róm- versk-kaþólskum löndum, en það er hægt að finna svipuð atriði hjá mótmælendum í áherslunni á einfaldleika trúarinnar eða á barnatrúna. Einnig má benda á tengsl milli Maríudýrkunarinnar innan rómversk-kaþ- ólsku kirkjunnar og vakningarhreyfmganna hjá mótmælendakirkjunum. (4) Afgerandi vandamál innan Maríufræð- anna er spurningin hvort sé leyfilegt að biðja til Maríu og dýrka hana? Er leyfílegt að ákalla Maríu? 1982 gaf Evangelísk-lútherska kirkjan í Þýskalandi út vinnuplagg varðandi þetta efni. I því segir: „Það má nefna Maríu í bænum, en alls ekki á þann máta að bænin sé beðin til hennar." Bæninni á að beina til Guðs. Þegar menn snúa sér til Maríu í bæn þá ber að greina á milli hvort beðið sé til hennar um náð, sem einungis Jesús getur veitt, eða hvort um er að ræða íhugun á stöðu, þ.e.a.s. stöðu þeirra sem eru náðar að- njótandi. María, sem viðtakandi náðar Guðs, líf hennar og trúarbarátta getur verið okkur fyrirmynd. Hún er þá fyrirmynd þess sem lif- ir í trú af náð Guðs eins og við. Við leitum þá Að ofangreindu er ljóst að maðurinn grundvallar hjálpræðið alfarið á Kristi og verki hans. Þessi útgangspunktur setur fræðin um Maríu í rétt samhengi og gerir þau að mikilvægum hluta innan kristins mannskilnings. Hann varpar vissu ljósi á hinn kvenlega þátt mannlífsins og gildi hans fyrir allt líf. En hér ber að hafa í huga að hvorki hið móðurlega né hið fóðurlega end- urleysir, ekki frekai- en hið kvenlega eða hið karllega. Það þýðir að við verðum að meta þá í ljósi endurlausnarinnar í Kristi. I honum opinberar Guð kærleikskraft sinn og gerir hann að grundvelli persónulegs sambands Guðs og manns. Við getum ekki bundið Guð við eiginleika kynferðis mannsins. Guð er einn, en hann útilokar ekki kynjamuninn heldur sameinar hann í eitt í Ki-isti. Eins og Páll segir: „Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú“ (Gl. 3.28). Varast ber að rífa Maríu og Jósef úr þeirra biblíulega samhengi sem þau era hluti af, sé það gert er trúarvitnisburður þeirra vanvirt- ur og þau í raun útilokuð frá söfnuði trúaðra. Orð Jesú á krossinum era enn í fullu gildi: „“Kona, nú er hann sonur þinn.“ Síðan segir hann við lærisveininn: „Nú er hún móðir þín.“ Og frá þeirri stundu tók lærisveinninn hana heim til sín“ (Jh. 19.26n). Jóhannes, lærisveinn Jesú, gekk Maríu í sonar stað og fór með hana heim, og eins og við vitum, var kirkjuhús framsafnaðarins heimilið. Hann leiddi hana inn í söfnuðinn og þar játaðist hún Jesú Kristi sem Messíasi. Við eigum að játast okkar sameiginlegu trú á Kristi með Maríu. Guð þráir trú okkar manna og vill að verkin sem við vinnum snúi að náunganum og játist maðurinn Kristi í trá þá er hann í söfnuði sem Jesús ávarpar svo: „Hver sem gjörir vilja föður míns, sem er á himnum, sá er bróðir minn, systir og móðir.“ Mt. 12.50.1 þessum söfnuði era kynslóðir kristinna manna ásamt Maríu „Guðsmóður". Við samningu þessarai- greinar var m.a. stuðst við eftirtalin rit: Jiirgen Becker, Das Evangelium nach Johannes, Gutersloh 1981. Ulrich Luz, Das Evangelium nach Mattháus, Neukii-chen-Vluyn 1990. Francois Bovon, Das Evangelium nach Lukas, Neukirchen- Vluyn 1989. Rudolf Bultmann, Das Evangeli- um des Johannes, Göttingen 1952. Denzin- ger-Schöner, Enchiridion symboloram def- initionum et declarationum, Freiburg 1965. Einai- Sigurbjörnsson, Credo, Reykjavík 1989. Walter Grandmann, Das Evangelium nach Markus, Berlin 1980. Walter von Loewenich, Der moderne Katholizismus, Witten 1970. Gottfried Maron, Zum Ges- prach mit Rom, Göttingen 1988. Neuer- Ross, Der Glaube der Kirche, Regensburg 1971. Dietrich Röfiler, „Mariendogma", í: Religion in Geschichte und Gegenwart, Tubingen 1986 Bd.4. Eberhard Wölfel, „Erwágungen zu Struktur und Anliegen der Mariologie", í; Mariologie und Feminismus, Bensheimer Hefte 64, Göttingen 1985, 71- 102. Og greinin „Maria / Marienfrömmigk- eit“ eftir Heikki Ráisánen, Heiner Grote, Reinhard Friedling, Franz Courth og Claudia Naureth, í Theologische Rea- lenzyklopádie, Bd. XXII, Berlin 1992, 115- 161.' Eg vil þakka Martinu Brogmus, Jóni Páls- syni, Guðránu Finnbjarnardóttur og Irmu Sjöfn Óskarsdóttur fyrir yfírlestur og góðar ábendingar. Höfundurinn er héraðsprestur í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. APRÍL 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.