Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Blaðsíða 8
MARÍA í HÓPI TRÚAÐRA - SÍÐARI HLUTI KENNINGAR UM ÆVAR- ANDI MEYDÓM MARlU EFTIR SIGURJÓN ÁRNA EYJÓLFSSON Maríudýrkun á sér hliðstæður í grískum menningarheimi og fornum trúarbrögðum. Sumt af því hefur verið tekið inn í kristindóm og aðlagað að kristinni kenningu. TVÆR mótandi stefnur í fomold sameinuð- ust í andúð sinni á hinu holdlega og kynferðislega, háttarhyggjan og meinlætis- stefnan. Þeir spurðu: Hvaða not hefur maðurinn fyrir milligöngu hinnar miskunnsömu móður, ef náðargjöfín tengist hinum hold- legu hvötum? Lausnin var rökrétt afleiðing heimsmyndar þeirra, nefnilega kenningin um ævarandi meydóm Maríu. Það er réttast að hafa nokkur orð um þessa þróun. Upphaf hennar er að finna í frásögunni í Lúkasarguðspjalli um föðurlausan getnað og meyfæðingu frelsarans (Lk. 1.26-38) en þar segir: „Þá segir María við engilinn: „Hvernig má þetta verða, þar eð ég hef ekki karlmanns kennt?“ Og engillinn sagði við hana: „Heilag- ur andi mun koma yfír þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig. Fyrir því mun og barnið verða kallað heilagt, sonur Guðs“ (Lk. 1.34-35). Þegar þessi frásaga er svo tengd við orðin: „Sjá, mærin mun þunguð verða og son ala. Nafn hans mun verða Immanúel." Það þýðir: Guð með oss“ (Mt. 1.23), fær kenningunni um meyfæðinguna trúfræðilegt vægi. Þó upphaflegt markmið frásögunnar hafí verið andsvar við hellenísk- um hugmyndum um meyfæðingu, þá er ekki hægt að horfa framhjá því að þær höfðu áhrif á þróun Maríudýrkunar. Innan trúar- bragða hins helleníska heims er að finna fjölda frásagna um meyfæðingar sem eiga að tryggja guðlegt eðli eða uppruna goðmagn- aðra vera sem fæðast inn í mannheim eða deila kjörum með mönnum um tíma. Aug- ljóst er að menn sem eru mótaðir af þessari heimsmynd eiga mjög auðvelt með að tengja hana við meyfæðinguna og holdtekju Guðs. Uppruni frelsarans varð því að vera handan alls sem gæti á nokkum hátt tengst hinu kynferðislega, fyrir þá aðila sem sáu í því „rót alls ills“ eins og Eberhard Wölfel kemst að orði í þessu samhengi, þess vegna varð líka „að afmarka skerf konunnar í þessu öllu við meydóminn", því það var ekki nóg að vera meyja, hún varð einnig að vera það í huga, orði og verki. „Meydómur holdsins samsvaraði hinum andlega meydómi og að sjálfsögðu var skírlífi hér yfírhugtak beggja.“ Næsta skrefið í þessari þróun voru því hugmyndir um ævarandi meydóm Maríu og líkamlegur hreinleiki. Hún verður því að vera undanskilin erfðasyndinni. Kveðjan „Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs“ (Lk. 1.28) er nú skilin á þann máta að María stendur ekki lengur með mannkyninu frammi fyrir Guði, heldur með Guði and- spænis mannkyninu. Það er ekki að undra að af öllum titlum sem henni eru eignaðir fær titillinn „himnadrottning“ miðlæga stöðu í gagnsiðbótinni. Það kemur því ekki á óvart að einmitt kenningin um ævarandi meydóm, „semper virgo“, Maríu sé eitt megin deilu- efni á milli mótmælenda og rómversk-kaþ- ólskra, svo ekki sé minnst á að hún sé án erfðasyndar. Það sem er ekki viðunandi við þessa kenningu fyrir mótmælendur er: (1) I fyrsta lagi styðst hún við óbiblíuleg- an opinberunar- og kraftaverkaskilning. Það samræmist lítt ritningunni að mannleg skynsemi og gangur náttúrunnar verði al- farið að vera brotin á bak aftur til þess að skapa opinberun Guðs rými hér í heimi. Við spyrjum: „Af hverju ætti Guð að starfa and- stætt sköpun sinni, sem hann kallar sjálfur stöðugt fram?“ Er það ekki einmitt svo að hann starfar í og gegnum sköpun sína? Dregur ekki einmitt holdtekja sonarins fram að tími, saga og kyn sé sá vettvangur sem Guð mætir okkar á - af hverju ætti hann að vilja ýta öllu slíku til hliðar þegar hann kemur til mannsins í syninum? Guð þarf ekki að slökkva á þeim kröftum heims- ins, til að starfa og ryðja náð sinni farveg til manna. Guð er ekki í samkeppni við sköpun sína þegar hann ryður hjálpræðinu leið. Hann þarf því alls ekki að ýta til hliðar hinu kynferðislega. Hann er einnig þar nálægur og nýtir það. Hans kraftur er okkar kraftur, í veikleika erum við máttug. „Náð mín næg- ir þér; því mátturinn fullkomnast í veik- leika“ (2. Kor. 12.9). (2) Erum við ekki í annan stað að hafna heiminum sem sköpun Guðs um leið og við höfnum á slíkan máta hinu náttúrulega ástandi mannsins? Með kennisetningunni um óflekkaðan getnað Maríu og með því að halda fram að hún hafi verið ævarandi meyja, er í raun verið að neita og vanhelga hvemig fólk verður að móður og föður. Ef aftur á móti náttúran og heimurinn sem sköpun Guðs eru virt sem undur og gjöf Guðs, þá verður getnaður og fæðing að eðli- legum hluta í því kraftaverki sem lífið og öll sköpun Guðs er. Erfðasyndin er eitthvað allt annað en getnaður, þó hún geti vissulega gert vart við sig þar. Maríufræðunum verður því að skipa undir Kristsfræðina og í því sambandi hafa mót- mælendur bent á að kenningin um ævarandi meydóm Maríu grefur, þegar til lengdar læt- ur, undan skilningi manna á hjálpræðisverki Guðs í Kristi með þeim afleiðingum að mað- urinn leitar hjálpræðis síns annars staðar. Hættan sem við stöndum frammi fyrir, varð- andi Maríudýrkunina, er að menn gera hana að tryggingu hjálpræðisins. Spumingin sem við nú þurfum að glíma við er: Hvaða gildi hafa þá fræðin um Maríu? Greinilegt er að áhrif hennar era mikil, og hvað veldur þeim? Áður nefndur Eberhard Wölfel bendir á, í þessu samhengi, að þegar við aðgreinum Maríufræðin frá frelsunarfræð- inni og setjum hana undir krists- fræðina, þá komi einmitt í ljós ræt- ur hennar í kristnum mannskilningi. 5. María og kristinn mannskiln- Ingur Eberhard Wölfel endurskilgreinir áður- nefnda titla Maríu út frá kristnum mann- skilningi. (1) Meyjan. Við finnum hugmyndina um gildi meydómsins víða í hellenismanum. Gyðjan Ártemis var t.d. tákn hinnar fjar- lægu meyju. Hún var holdtekja náttúru- barnsins, og sem slík ríkti hún yfir dýrum og ferðaðist frjáls um skógana og veiddi. I Artemis kemur konan fram sem heill ein- staklingur, er sjálfstæð og nýtur virðingar. Meydómurinn táknar hér sjálfstæði og frelsi. Artemisartilbeiðslan og Maríudýrk- unin mætast á afgerandi máta í Efesus 431, en Efesus var borg meyjarinnar. I helgisög- unni um að María hefði eytt síðustu æviár- um sínum í Efesus sýnir þennan samruna. Þannig vísar hún til hinnar stöðugu viðleitni kristninnar til að sameina, aðlaga og móta grískan átrúnað að og af kristinni trú. í Maríudýrkuninni er ummótuð frummynd (Archetyp) hins kvenlega og hún tengd hin- um kristna mannskilningi. Artemis er að MARÍA GUÐSMÓÐIR er sjaldgæft myndefni hjá listamönnum 20. aldar, en hér er þó ein eftir Marc Chagall frá árinu 1947. Sviðsetningin er eins og oft áður hjá Chagall í bernskuþorpinu hans, Vitebsk í Rússlandi. GYÐJAN ISIS syrgir son sinn. Brot úr forn-egypskri mynd. MARÍA syrgir son sinn. Þýzk tréskurðar- mynd frá um 1430. vissu leyti tákn grísks „húmanisma" - meydómurinn er hér skilinn sem vörn gegn öllu sem brenglar mennskuna og það óheftafrelsi sem tengist henni. Það er því ekki að undra að þessar hugmyndir tengdust ætíð meinlætalifnaðinum og klaustrunum, en þar hefur Maríudýrk- un ætíð verið sterk. Hugmyndirnar sem tengdust meyjunum (Vestalien) sem gættu 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. APRÍLl 999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.