Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Blaðsíða 13
 I Ljósmynd/B.Á VIÐ Louvre á virkum degi um miðjan október sl. Eins og sjá má nær biðröðin ekki einungis eftir endilöngu svæðinu heldur einnig inn í og eftir öllum hallarsvalarganginum. Þetta er þó ein- ungis annar inngangurinn! Hinn liggur eftir 200 metra gangi frá Metró stöðinni, Palais Royal og um hann er einnig stöðugur straumur. FÓLKSMERGÐIN inni í Denon álmunni, þar sem að stórum hluta til eru til sýnis ítölsk málverk, síðmiðaldir og endurreisn. bili innréttaði Colbert eirstunguverkstæði sitt í höllinni, sem gerði öðrum mögulegt að nálgast góðar eftirgerðir af listaverkunum. Jafnframt fékk listakademían aðgang að höllinni og þar voru ár hvert haldnar sýningar á samtímalist sem opnaði á degi heilags Louis, verndardýr- lings konungs, hinn 25 ágúst. En hængurinn var sá að þetta var áfram einkasafn konungs- ins og 1747 mótmælti Laí'ont nokkur de Saint Yenne því í flugriti að safnið væri lokað al- menningi. Þrýstingur frá borgarastéttinni gerði þarnæst að verkum að ákveðið var að sýna 110 málverk í Luxemborgarhöllinni 1750, sem á að hafa verið í fyrsta skipti sem al- menningi var hleypt inn á sýningu á konung- legum listaverkum nema að Friðik mikli hafi verið á undan varðandi myndhúsið í Sanssouci í Potsdam. Rit sem útskýrði verkin var selt við inngangin og sýningin varð svo vinsæl, að henni var framlengt aftur og aftur fram til 1777, eða hérumbil 30 ár! -Fegurð og stolt, heyrir jafnt lítið til eins stjórnmálaflokks og menning almennt, voru ummæli menningarmálaráðherrans Jaques Toubon við opnun nýju álmunnar, og orð að sönnu. Og hann bætti við, nú þegar Louvre breiðir úr sér í öllum sínum ríkidómi, eru smá- erjur síðustu ára gleymdar. - Var þá að vísa til þess, að fjármálaráðherra hægri stjórnarinnar 1986 til 1988, Edouard Balladur, hafði þrjósakst við að rýma Ricelieu álmuna, sem jók á erfíðleika umbreytinganna. En 1989 flutti fjármálaráðuneytið loks alfarið í Bercy hverfi og afar stílhreina byggingu er gengur út í Signu. En það má þó vera skiljanlegt að ráðu- neyti þrjóskist við að flytja úr rótgrónu og yfir- máta glæsilegu húsnæði í hjarta slíkrar heims- borgar í eitt úthverfanna, og öllum til sóma að þeir gerðu það á endanum. Liðu í raun ekki nema átta ár frá því að ákvörðunin var tekin og ráðuneytið var allt á braut. Lítum hér einungis á stærðarhlutföllin og ávinninga safnsins, en viðbótin nemur hvorki meira né minna en 21. 000 fermetrum og deilist á 160 sali og þá nokkra gríðarstóra! Tólf þúsund hlutum er dreift á þrjár hæðir, í aust- urhlutanum var flutt inn í enn eina viðbótina á undirhæð, þar sem Islömsk list er kynnt. Og undir og kringum glerþakið, í eins konar hall- arinngangi, Cour Mai-ly, og, Cour Puget, getur að líta franska höggmyndalist frá miðöldum til nítjándu aldar. Dýrgripir fornaldar, frá Mesópótamíu, Anatólíu og Iran, er dreift um, Cour Khorsabad, og þriðji inngangurinn undir glerþakinu eru ný heimkynni hallaringangs Sargons II Assýríukonungs. Ekki aðeins að byggingin sjálf sé listaverk að utan sem innan, heldur eru skreytingarnar þesslegar að eins gott er að gleyma sér ekki fullkomlega við skoðun listaverkanna, hafa augun galopin til allra átta ekki síst loftsins sem víða er ríkulega myndskreytt, jafnframt er það nokkurt ævintýri að horfa út um glugg- ana á efri hæðunum þar sem því verður við komið því stöðugt birtast manni ný og spenn- andi sjónarhorn. Jafnframt er útsýnið jdír Ri- voli breiðgötuna, Cour Napoleon og Píramíð- ann mikilvæg kennileiti og vegvísar sem upp- lýsa gestinn hvar hann er staddur hverju sinni og auðveldar honum að rata. A fyrstu hæð í endurgerðri íbúð Napoleons III og fyrrum móttökusölum fjármálaráðuneytisins eru listíð- ir frá miðöldum til upphafs sautjándu aldar og á annarri hæð dreifast á 36 sali og 4000 fer- metra 840 málverk norðurskólans, Hollands, Flæmingjalands og Þýskalands og í 8 sölum er franskt málverk frá byrjun fimmtándu aldar og loka þein-ar sautjándu, samtals 200 mál- verk. Þar er m.a. yfirgripsmesta úrval verka Nicolas Poussins sem til er og tel ég engan þekkj a þennan málara til fulls sem ekki hefur litið þau augum. Með breytingum norðm-álmunnar, sem snýr að Rivoli breiðgötunni varð safnið að u fonnaðri byggingu með Píramíðann fyrir miðju og þaðan liggur leiðin í aðalálmurnar þrjár Richelieu, Sully og Denon. Þá var að hugmynd arkitekts. púamíðans Leo Ming Pei, gerður 200 metra langm- gangur frá neðanjámbrautarstöðinni, Palais Royal, til pýramíðans, sem var snjöll hug- mynd og til mikils hagi-æðis. Áður en komið er þá leið inn í sjálfan helgidóminn blasir hann við til beggja átta með mannfjöldanum og mjúku og síkvikult dagsljósinu sem flæðir inn um glerþak- ið, verður sem sjónarspil mikilfenglegi’ai' opin- berunai'. Ljós og líf hafa þannig á afar notaleg- an hátt þrengt sér inn í safnhöllina og sterkustu hrifin verðm- margur vafalítið fyrh' af bh-tunni, sem hrein og mettuð dreifir sér um hin mikil- fenglegu forrými, Marly, og ,Puget, þar sem smáhveflt glerþakið virkar sem viðkvæm vernd- arhúð fyrir viðáttum himinsins. Eins og sagt, hér lánaðist Frökkum enn einu sinni að gera yf- irbragð aldinnaj’ hallar léttara, þunga óvæga og sti-anga klassík glaðlegari, jafnframt hefur frammúrskarandi vel tekist að sami-æma gam- alt og nýtt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. APRÍL 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.