Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Blaðsíða 14
ÍSLENSK FJALLASALA H/F
SMÁSAGA EFTIR ÖRN BÁRÐ JÓNSSON
PÉTUR Jökulsson var eins og súlan,
drottning Atlantshafsins, sem steypir
sér úr háloftunum og kafar hvasseyg í
djúpið eftir æti. Marksækin súlan lagar
líkama sinn svo að hann smjúgi loft og sjó.
Straumlínulöguð skepna með vald yfir um-
hverfi sínu og örlögum. Hún er úthafsfugl er
skimar eftir æti úr mikilli hæð. Hún steypir
sér niður, kafar undir fiskinn og grípur hann
'á leiðinni upp. Hæfni hennar liggur í eðlinu.
Pétur var eins og súlan, hafði mikla yfirsýn
og var snöggur að grípa tækifærin í viðskipta-
heiminum, var gríðarlega klár og sá alls stað-
ar glitta í gull. Hugmyndaauðgi hans var við-
brugðið. Hann var ráðgjafi fjármálamanna,
talaði á fundum Verslunarráðsins og Vinnu-
veitendasambandsins og hvatti íslenska at-
hafnamenn til þess að hugsa stórt. Hann var
líka aufúsugestur hjá samtökum launþega því
allir sáu í honum spámann betri tíma og
bættrar afkomu heimilanna. Ríkisstjómin
leitaði til hans og hann sat oft fundi og veislur
með ráðherrum og erlendum spekúlöntum.
Hugmyndin um sölu Esjunnar byrjaði sem
eins konar brandari en hafði nú þróast í fúlustu
alvöru. Pétur var fljótur til og stofnaði Is-
lenska fjallasölu hf. í samvinnu við erlenda
fjárfesta. Enginn gerði sér t.d. grein fyrir því
þegar Hvalfjarðargöngin vora grafín að þar
var ríkisstjórnin að láta framkvæma frumat-
hugun, gera smátilraun skv. ráðgjöf Péturs.
Niðurstaðan var hagstæð. Vandalaust var talið
að grafa göng undir Esjuna, saga hana af
granni sínum og selja hana til meginlands Evr-
ópu. Mikil umræða skapaðist um málið. Hinir
og þessir vísindamenn, einir sér eða í samtök-
um, gáfu álit sitt og sýndist sitt hverjum. En
íslendingar tvínóna ekki við hlutina. í þeim
rennur blóð veiðimannsins sem kemst í vertíð-
arstemmningu í hvert sinn sem verðugt verk-
efni bíður lausnar. Isiendingar era skorpufólk
sem ræðst á verkefnin og klárar þau. Allar til-
tækar verkfræðistofur tengdust málinu og
dugðu samt ekki til. Flutt vora inn tæki og tól,
ráðgjafar og sérfræðingar. Menn boraðu og
söguðu dag og nótt. Ríkisstjómin hafði látið
dreifa heymarhlífum til allra borgarbúa og
Kjalnesingar fengu hlífar með tvöfaldri vörn.
Aldrei höfðu menn heyrt svona þungan nið,
svona öflugar vélar rymja. Vélahljóð alls ís-
lenska farskipaflotans voru eins og vængja-
blak mýflugu samanborið við tröllslegar drun-
urnar í dráttarbátum Islenskrar fjallasölu hf.
sem einn af öðrum röðuðu sér í mynni Hval-
fjarðar og á Sundin. Þetta voru öflugustu skip
sem hingað höfðu komið og á bóga þeirra voru
máluð drekahöfuð, tákn stórhugar íslenskra
víkinga fyrr og síðar. Gríðarstórar lykkjur
höfðu verið festar í Esjuna. Búið var að koma
undir hana völsum með dúnkrafti. Togvírar
voru tengdir í lykkjurnar. Og það var togað.
Jörðin nötraði, yfirborð sjávar gáraðist í logn-
inu af titringi frá vélum bátanna og marrinu í
völsunum undir fjallinu. Uppiifunin var eitt-
hvað í líkingu við það ef jarðýta æki um stofu-
gólfíð heima. Sérstök vakt var á jarðskjálfta-
deildinni til að fylgjast með áhrifum á svæð-
inu í nágrenni Reykjavíkur.
Hægt, ofurhægt, mjakaðist Esjan af grunni
sínum. Sæbrautin, Skúlagatan og göturnar í
Skuggahverfínu voru troðnar af mannfjölda
sem fylgdist opinmynntur með guðdómlegri
tækninnni. Hvílík sjón, hvílík snilld! - Pétur
er sko okkar maður, sagði gamall borgar-
starfsmaður andaktugur þar sem hann stóð í
mannþrönginni á mótum Vatnsstígs og Lind-
argötu og nærstaddir tóku undir í sömu hrifn-
ingarvímu. - Imyndið ykkur öll störfm sem
verkefnið hefur skapað, allar evrurnar sem
fengust fyrir þetta eina fjall, bætti annar við.
Það fór gleðistraumur um brjóst áhorfenda.
Fjöldi vísindamanna sem flust höfðu heim á
liðnum misserum vann á vöktum hjá íslenskri
fjallasölu hf.
Umræða var mikil í þjóðfélaginu og ekki
átakalaust að koma þessu í gegnum þingið en
það tókst. Forsætisráðherra barst stuðningur
úr óvæntri átt. Borgarstjórinn var honum
sammála og þótti það tíðindum sæta. Meginá-
stæða þess að borgarstjóri fór í eina sæng
með forsætisráðherra um málið var sú að það
hafði komið í ljós að borgin keypti köttinn í
sekknum með Kjalarnesinu, þetta rokrassgat
sem stóð allri byggðaþróun fyrir þrifum.
Með sölu Esjunnar varð logn á Kjalarnes-
inu og sjóndeildarhringur borgarbúa víkkaði
til muna. Og hugsið ykkur torgið rennislétt
sem varð til undir Esjunni. Öll torg veraldar
kæmust í'yrir á þeirri stétt. Lagt var til að það
hlyti nafnið Stéttatorg því ágóðinn af Esjunni
mundi bæta hag allra stétta.
Þegar Esjan var á bak og burt og búið var
að sópa Stéttatorgið var haldin mikil veisla.
Ríkisstjórnin, Pétur Jökulsson og fulltrúar
Evrópusambandsins komu akandi í opnum
vagni inn á Stéttatorgið. Skálað var í nýjum
drykk, Fjallanda, sem vann í samkeppni bar-
þjóna, en uppistaðan í honum er Tindavodki,
íjallagrasaseyði og birkilíkjör sem hellt var
yfir krap úr Snæfellsjökli. Haldnar voru mikl-
ÚR SAGNAÞÁTTUM EINARS MÁS
HOMMARNIR I
BREIÐHOLTINU
FAÐIR Friðberts múrara heitir Guðjón.
Hann er ellilífeyrisþegi og heimsækir
mig stundum. Guðjón sigldi allt stríðið en
vann síðar í Áburðarverksmiðjunni í
Gufunesi. Hann hefur haldið margar ræður á
Dagsbrúnarfundum og nokkram sinnum
hringt í Þjóðarsálina í útvarpinu. Guðjón er
um áttrætt en sterkur sem naut, handtakið
fast, augun leiftrandi. Einn morguninn kemur
Guðjón til mín óvenju snemma. Það er júlí og
það er rigning. Guðjón er í miklu uppnámi. Ég
spyr hvort ég geti fundið eitthvað handa hon-
um. Vill hann jurtate, flóaða mjólk eða vatn?
j,Nei, bara kaffí, svart. Við sem sigldum stríðið
drekkum kaffíð svart, ekkert kratasull. Ég er
viss um að hann hefur verið krati þessi leigj-
andi.“ Guðjóni er af einhverjum ástæðum í nöp
við krata. Ég kann engar skýringar á því og
ætla ekki að gera þau mál að umræðuefni hér.
Ég drekk kaffið líka svart, þó ekki hafi ég siglt
í stríðinu. En Guðjóni er mikið niðri fyrir og
hann heldur áfram: „Maður tekur þetta grey
umkomulaust upp á sína arma, nýkomið úr
áfengismeðferð, búið að pressa úr því allan
safa. Það er svo sem í lagi á meðan þetta
stundar sitt starf og borgar sína leigu og því
er ekki að neita að piltur gerði það um hríð.
Svo þarf ég að bregða mér af bæ, til Portúgals
og nágrannaríkja. Og hvað kemur í ljós? Þeg-
ar ég kem heim er dýrið greinilega dottið í
það. Músík og hávaði fram eftir öllu. Ég skal
segja þér það Einsi að mér var bara alveg nóg
boðið. Maður vaknaði um miðjar nætur og gat
ekki soj'nað. Það er ekkert grín að geta ekki
sofíð. Ég fer niður og ætla að biðja þá að
lækka í þessu gauli, en hvað heldurðu að mæti
mér, Einsi? Sjö karlmenn í hjúkrunarkonu-
búningum gælandi hver við annan einsog
■fp^. '■S'Z
jf.yV T~~’^
Mynd: Árni Elfar.
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 10. APRÍL 1999