Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Blaðsíða 4
ÞEKKIR einhver þetta landslag? Nei, það er varla von því enginn hefur séð það. Hinsvegar er það á sínum stað undir Langjökli og eftir mælingum Raunvísindastofnunar Háskólans er nokk-
urnveginn hægt að sjá það fyrir sér. í þessari olíuskyssu eftir greinarhöfundinn er ímyndað útsýni frá vestri, ef jökullinn væri farinn. Sjónarhornið er um það bil af suðurbrún fellsins undir
Þórisjökli og sést inn í dalinn þann mikla sem opnast frá vestri. Lengst til vinstri sést í bratta hlíð fjallsins undir Geitlandsjökli, síðan er stór dyngja (yfir henni er nú 155 m þykkur ís), þarnæst
1250 m hár stapi og við enda stöðuvatnsins í dalnum er annar stapi, 1.170 m hár. Yfir báða þessa stapa ber hátt fjalllendi nyrst undir jöklinum. ílangt fjall og bratt, til hægri í myndinni er Haga-
fell, innsti hluti þess er nú að þriðjungi hulinn jökli. Yfir vesturenda þess ber Innstu Jarlhettu og frá henni hallar landinu að Skriðufelli við Hvítárvatn, en fellið nær jangt inn undir jökulinn og
smálækkar niður að vatninu í dalnum. Milli þess og innsta hluta Hagafells er brattur hnjúkur, 1010 m hár, en þar yfir gnæfir hæsta fjall hér um slóðir, Hrútfell á Kili. í forgrunni myndarinnar er
málað með dekkri lit það sem nú er hulið jökli, en stakur tindur á miðri mynd er Klakkur, þekkt kennileyti, sem rís uppúr Vestari-Hagafellsjökli.
LANDSLAGIÐ
UNDIR LANGJÖKLI
EFTIR GISLA SIGURÐSSON
Effrir umfangsmiklar mæl-
ingar hefur komið í Ijós að
undir Langjökli er geysi-
stór dalur, dyngjg stærri
en Skjaldbreiður, há r“ "
fjöll
■ _ r |
g þrjár djúpar og víð
• I I i / I
áttumiklar skálar sem gætu
verið gígar.
EKKI er það lengur hulin ráðgáta
hvað leynist undir stærstu jöklum
landsins. Landslagið undir Vatna-
jökli, Hofsjökli og Mýrdalsjökli
hefur verið kortlagt og 1997 var
röðin komin að Langjökli. Þá
stóðu Landsvirkjun, Hitaveita
Reykjavíkur og Raunvísinda-
stofnun Háskólans að mælingum þar og nú
liggur ljóst fyrir hvemig landslagið undir
Langjökli er. Frá þessu var sagt í fréttum sl.
haust, meðal annars í Morgunblaðinu, og ætl-
unin hér er að velta ýmsu upp sem ekki kom
fram þar.
Mælt var á þann hátt að bfl var ekið með
mælitækjum um jökulinn eins og sýnt er á
meðfylgjandi korti. Helgi Bjömsson jökla-
fræðingur, sem látið hefur Lesbók í té þær
upplýsingar sem hér er byggt á, bar hitann og
þungann af mælingunum ásamt samstarfs-
manni sínum, Finni Pálssyni rafmagnsverk-
fræðingi, og síðan hefur landslagið undir jökl-
inum verið kortlagt eins og sést á öðrum upp-
drætti. Kostnaðurinn við allt þetta hefur ef til
vill samsvarað einu miðlungs jeppaverði,
sagði Helgi, en í þetta var ráðizt af praktísk-
um ástæðum. Það getur til að mynda verið
gagnlegt fyrir Hitaveitu Reykjavíkur að sjá
stærð þess vatnasvæðis í jöklinum sem með
tíð og tíma skilar vatni til Þingvallasvæðisins,
djúpt í jörð, og kemur sjóðheitt upp á Nesja-
völlum. Af landslaginu undir jöklinum má sjá
að til Hvítár í Amessýslu fellur mest af vatni
úr jöklinum, alls af 495 ferkm. Til Hvítár í
Raunvísindastofnun Háskólans/Helgi Bjömsson og Finnur Pálsson
EFTIR niðurstöðum mælinganna lítur kort af landinu undir Langjökli þannig út; útlínur jökuls-
ins eru dregnar með bláu. Hér má sjá hvernig stærstu fjöllin undir jöklinum standa í nær
beinni röð frá Þórisjökli, lengst til vinstri, til fjalllendisins undir Baldjöklinum norðurfrá, í horn-
inu efst til hægri. Á kortinu er einnig hægt að átta sig á dalnum, sem segja má að hefjist að
vestanverðu milli Geitlandsjökuls og Hagafells, og sveigir síðan til norðvesturs í áttina að Ei-
ríksjökli þegar norðar kemur.
Borgarfírði fellur vatn af 315 ferkm, en suð-
vestursvæðið sem Nesjavellir njóta góðs af,
fær vatn af 80 ferkm.
Miðja jökulsins að sunnanverðu er greið-
færust og kortið leiðir í ljós að þar hafa mæl-
ingamar geta orðið mjög reglubundnar. Á
jöðmm jökulsins er hallinn hinsvegar mun
meiri og þar em víða mikii spmngusvæði. Þar
var erfitt að mæla úr bíl; þó var farið snemma
vors þegar harðfenni huldi sum spmngusvæð-
in og þá var þrætt út á jökulsporða. Landslag-
ið undir jöklinum er fundið með rafsegul-
bylgjum, sem era í rauninni útvarpsbylgjur,
og þær endurkastast frá botni jökulsins. Ná-
kvæmnin er uppá 10 m til eða frá, en tækin
skrá samfellda mynd.
Nú er fengin nægilega nákvæm mynd af
fjöllum og dölum undir jöklinum og segir
Helgi að þar hafí komið fram öllu fjölbreyti-
legra landslag en hann átti von á. „Þó bjóst ég
við einstaka stöpum og dyngjum, svipað og
sjá má umhverfis Langjökul", sagði hann.
Þegar hæðartölur á botni Langjökuls eru
skoðaðar má sjá að stór svæði era í 700 m
hæð, eða í sömu hæð og svæðið austur af
Þórisjökli, framan við Jarlhettur, Baldheiði
norðan Hvítárvatns, svæðið framan við Þjófa-
dalafjöll, og eins að vestanverðu, til dæmis í
Flosaskarði milli Eiríksjökuls og Langjökuls.
Þegar kortið af þessu ókunna landi undir
jökiinum er skoðað vekur athygli geysistór
dalur, sem opnast að suðvestanverðu milli
HELGI Björnsson jöklafræðingur.
Hagafells og Geitlandsjökuls. Sunnantil er
dalurinn breiður; dalbotninn víða í 700 m hæð,
en innri hluti dalsins er bæði þrengri og dýpri
á kafla og þar hefur verið stöðuvatn vegna
þess að lítilháttar hæð eða hryggur gengur
þvert yfir dalinn norður frá enda Hagafells.
Líklega hefur vatnið verið mun stærra en
Hvítárvatn þegar hér var jökullaust land á
hlýskeiðum.
Þetta er svipmikill dalur og sannkallaður
Langidalur, um 28 km frá sporði Vestari
Hagafellsjökuls að stað á jöklinum á móts við
Leggjarbrjót norðan Hvítárvatns. Þaðan
sveigir dalurinn til vesturs að Flosaskarði og
opnast þar; lengd hans í heild er um 33 km.
Norðvestan dalsins gnæfa fjögur fjöll.
Vestast í röðinni eru fjöllin undir Þórisjökli og
Geitlandsjökli, 1300 m há og samtengd; Þóris-
dalur er þar í um 900 m hæð. Þriðja fjallið í
þessari röð, 1230 m hátt, sker sig úr hvað útlit
snertir. Þarna er stór dyngja, talsvert um-
fangsmeiri en Skjaldbreiður, 170 m hærri, og
sýnir að þarna hefur orðið risastórt gos, lík-
lega á hlýskeiðinu fyrir síðasta stóra kulda-
skeið ísaldarinnar fyrir meira en 100 þúsund
áram. Að minnsta kosti var jökullaust þarna
þegar dyngjan hlóðst upp.
Hraun frá þessari dyngju hafa runnið til
norðurs í áttina að Eiríksjökli, en einnig til
austurs inn í fyrrgreindan dal, svo og til suð-
urs, jafnvel á svæðið undir Vestari-Haga-
fellsjökli.
Fjórða fjallið í röðinni norðvestanmegin er
1250 m hár stapi. Þarna hefur gosið undir
jökli, en gosið náð uppúr jöklinum og myndað
flatan koll þar sem hraun breiddi úr sér í gos-
lok. Klettabelti myndast þá venjulega í kring-
um efsta hlutann eins og sjá má á Hlöðufelli
og eftir mælingunum að dæma getur vel verið
myndarlegt klettabelti uppi við efstu brún.
Þetta er stórt fjall, ekki minna en Eiríks-
jökull að víðáttu; suðurhlíðarnar virðast snar-
brattar, næstum þverhníptar á kafla ofan við
mjóddina í dalnum mikla og niður í stöðuvatn-
ið sem þar hefur verið.
Norðan við þennan myndarlega stapa
sveigir dalurinn eins og áður er sagt og opn-
ast í útnorður að Flosaskarði. Séð frá suð-
vestri myndar þó annar stapi dalbotn. Sá er
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. APRÍL 1999