Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Blaðsíða 10
SUNDHÖLL Reykjavíkur, búningsklefar. Arkitekt: Guðjón Samúelsson. FJÓRAR BYGGINGAR í REYKJAVÍK EFTIR RONI HORN „Almennt séð og sem útlendingur hef ég dáðst að hóg- værð og sl cýrleika íslenskrar byggingarlistar - atriða sem eru auc Ijós rá sögulegu sjónarmiði, en eftirtektar- verð fyrir Dað hve Dau eru þrautseig í nútímanum." SUNDLAUG í fjörunni við Mórudal á Barðaströnd. / I SLENSK byggingarlist og byggingar- hefð er einstök. A ferðalögum mínum hér allt frá árinu 1975, hef ég eytt tals- verðum tíma í að njóta þeirrar ánægju sem hún hefur upp á að bjóða. En nú er svo komið að ég hef vaxandi áhyggjur af því hve margar eldri byggingar eru horfnar auk þess sem öðrum er ekki haldið við sem skyldi. Með það í huga að fjalla um sérkenni og óræðni þessarar hefðar, beini ég sjónum mínum í þessum texta að takmörk- uðu og frekar tilviljanakenndu úrvali bygg- inga í Reykjavík og nota sem dæmi. Sérkenni upprunalegrar byggingarlistar er koma fram í byggingarhefð tengdri heitu vatni, veita frekari tækifæri til að þróa þennan efnivið. Þekking mín byggist á reynslu en ekki á sagnfræði því þannig, eins og varðandi lands- lagið, finnst mér best að afla mér skilnings. Almennt séð og sem útlendingur hef ég dáðst að hógværð og skýrleika íslenskrar byggingarlistar - atriða sem eru augljós frá sögulegu sjónarmiði, en eftirtektarverð fyrir það hve þau eru þrautseig í nútímanum. Hér er um að ræða byggingarlist sem mótast af einfaldri þörf - sem er að mestu laus við fjötra táknrænna forma sem leiða til byggingarlags sem oft vitnar um hnignandi og samhengis- lausa hugsýn. (Hvort heldur þetta gerist með- vitað eða vegna þess að aðstæður eru tak- markaðar skiptir ekki máli.) Viljinn til að byggja í hlutfalli við þjóðfélagslega nauðsyn (að mestu óháð stórfengleika, tísku, pólitískri hugmyndafræði eða trúarlegri lotningu) vitn- ar um náin tengsl og tillitsemi þjóðmenning- arinnar gagnvart þeim stað sem hýsir hana. Eða með öðrum orðum, um smátt og sam- heldið samfélag á lítilli eyju í stóru hafi, sem stöðugt er ógnað af óblíðri veðráttu. Með því að beina athyglinni að þeirri reynslu sem mér er minnisstæðust hvað varð- ar rými bygginga, ætla ég ekki að láta undir höfuð leggjast að koma á framfæri velþóknun minni á sögu íslenskrar byggingarlistar sem felst í hinum einstöku formum er finnast í þjóðlegum byggingarstfl ykkar. Sérstaklega á sögu torfbygginga sem eru að mestu horfnar í dag, að hluta til vegna þeirrar eðlislægu hæversku er í þeim fólst en einnig vegna vel ígrundaðra tengsla við umhverflð. Það er eitt- hvað mjög óvenjulegt við þann stfl bygginga (og þá menningu sem fóstrar hann) sem hverfa og skilja lítil ummerki eða rask eftir sig þegar búið er að yfirgefa þær. Hér er um að ræða byggingarlag sem nálgast lífið sjálft í sambandi sínu við brotthvarf og dauða. f þessu samhengi hefur íslenskum arkitekt- um á þessari öld oft tekist að þróa rými sem eru einstök hvað varðar tilfinningu þeirra fyr- ir mannúð eða bara einfaldlega einstök. Og þó mér finnist ísland ekki vera einstakt vegna róttækra uppfmninga á sviði byggingarlistar þá finnst mér byggingarhefðin hér, sérstak- lega á tuttugustu öldinni, hafa myndað heild úr stílfræðilegum og heimspekilegum áhrifum frá Evrópu með þjóðlegri tækni og uppruna- legum byggingaraðferðum. Eftirfarandi eru fjögur dæmi um slíkt: Sundhöll Reykjavíkur, 1928 (Guðjón Samú- elsson). Þessi bygging, vel metin af' dyggum fastagestum, býður kannski upp á fróðlegustu reynsluna af byggingarlist í Reykjavík. í sal sundlaugarinnar má finna alla fábrotnustu kosti opins svæðis í réttum hlutfóllum. Flísar laugarinnar í hinum græna eftirlætislit íslands eru hrífandi hluti af heildinni og hið sama má segja um lóðrétta glugga á efri hluta hliðar- veggjanna, með smáum gluggafögum sem veita þéttri og skuggalausri birtu inn í salinn allan daginn. Niðri: fyrir konur, uppi: fyrir menn, eru klefamir - einskonar safn klefa og búningsherbergja. Hér er um að ræða hluta byggingar sem dulbýr sig í tungutaki kunnug- leika og hversdagsleika. En það er einungis dulbúningur. Hluti af skipulagi gólfsins sem vísar til hugmynda um völundarhús, er kerfi dyragátta sem eru opnar og lokaðar í sömu mund. Vera má að þetta hljómi eins og hægð- arleikur, en gáttimar skapa blekkjandi þver- stæðu - af því tagi sem reynist mér óskiljanleg jafnvel þó ég standi fyrir framan þær. Það er ómögulegt að gera sér í hugariund hvert kerfi slíkra gátta liggur; en eins og í skák er ferlið of flókið og möguleikarnh’ of margir til að maður geti öðlast skilning nema í gegnum leikinn sjálfan. Flísalögnin á þessu kerfi herbergja og ganga er einföld. Reyndar em hvítar láréttar flísamar sem hylja veggina og salina eins fá- brotnar og þær geta verið. En það var með nokkurri undmn sem ég tók eftir því að þessar flísar sem hylja allan byggingarhlutann bæði að utan og innan, mynda eitt yfirborð, því það em engar brúnir á þessu samansafni mismun- andi rýma, engir einfaldir fletir sem skipt er upp með línum. Þess í stað em homin, hið innra og hið ytra brætt saman í eitt bogadregið yfirborð ásamt loftinu og gólfmu á þessum hluta byggingarinnar. Hið innra og ytra er samofið í eitt óendanlegt form. Til að undir- strika áhrif þessarar Möbiusartengingar sam- hangandi rýmis, era speglar sem endurkasta og blanda saman flóknum samhverfum bún- ingsherbergjanna. Og svo era gægjugötin; á hverri klefahurð er gægjugat í augnhæð. í gegnum það sér maður næsta gægjugat og hurð og klefa og þannig koll af kolli. I þessu margbrotna og órofna neti sjónræns flæðis er vísbending um skynrænan óendanleika, sem er (að mestu leyti) hulinn en felur meðal annars í sér völundarhús þess sem gægist. Melaskóli, 1946 (Einar Sveinsson). Hér er um að ræða skóla þar sem skipulagning og byggingarlag undirstrikar ’ mikilvægi hins óþekkta og óséða og þess hlutverks sem þessi NOKKRAR ATHUGASEMDIR U, 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. APRÍL 1999 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.