Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1999, Blaðsíða 4
VIÐ HOLDUM TIL HAGA SVO ÚR VERÐI SAGA TÍMAMÓT HJÁ BORGARSKJALASAFNI REYKJAVÍKUR EFTIR ANDRÉS ERLINGSSON Borgarskjalasafnið fær nú aðsetur á nýjum stað, að Tryggvagötu 15. í safninu eru varðveitt skjöl frá öll- um stofnunum og fyrir- tækjum Reykjavíkurborgar °9 þau eru varðveitt til þess að hafa af þeim not. Borgarskjalasafn Reyl< :ja- víkur er opið hverjum þeim sem vill leita upplýs- inga í skjölum safnsins og aðgangur er ókeypis. UM ÞESSAR mundir fagnar Borgarskjalasafn Reykja- víkur merkum tímamótum í starfsemi sinni er það flytur starfsemi sína í nýtt hús- næði að Tryggvagötu 15. Við það gjörbreytast allar aðstæður safnsins til hins betra, bæði fyrir starfsólk sem og þá er nýta sér starfsemi safnsins. Við slíkar að- stæður er ekki úr vegi að staldra aðeins við og líta um öxl til þess tíma er safnið mynd- aðist. Hinn 13. janúar 1916 var gefin út reglu- gerð þar sem skrifstofur og stofnanir Reykjavíkurbæjar voru gerðar afhending- arskyldar um skjöl og gögn til Þjóðskjala- safnsins, Var farið svo nákvæmlega eftir henni að nálega öll gögn eldri en frá árinu 1908, þegar borgarstjóri var fyrst kosinn, voru afhent Þjóðskjalasafninu og viðbótar- sendingar borgarstjóra fóru þangað á 10 ára fresti árin 1914, 1924, og 1934. Þegar næst hefði átt að senda Þjóðskjalasafninu afhendingarskyld gögn samkvæmt 10 ára reglunni, árið 1944, voru þau orðið mikið safn. Einn galli var þá á gjöf Njarðar. Vegna áhrifa heimsstyrjaldarinnar síðari var Þjóðskjalasafnið í sárum, þar sem veru- legur hluti þess hafði verið fluttur út úr bænum sökum þess hættuástands sem skapaðist af hugsanlegum loftárásum þýskra flugvéla og vegna þess, og hve við- bótarsendingin var stór, var erfitt um vik að taka á móti henni. Var því tekið á það ráð að raða upp skjölum bæjarskrifstofanna í hús- næði bæjarins. Voru þau sett í þéttar pakkningar og gengið tryggilega frá þeim ef til brottflutnings kæmi. Þetta verk var unnið á árunum 1942-1944 af Lárusi Sigur- björnssyni, starfsmanni bæjarins. Þannig myndaðist fyrsti vísir að sérstöku skjala- safni. Árið 1942 hafði Ámi J.I. Ámason, bókari hjá Gasstöð Reykjavíkur, sent bæjarráði bréf þess efnis að Reykjavíkurbær ætti að stofna minjasafn. Með bréfinu sendi hann gamla vaktaraklukku sem síðast hafði verið notuð um aldamótin 1900. Þegar bærinn keypti svo málverk og teikningar Jóns Helgasonar af dánarbúi hans árið 1945, var þeim komið fyrir hjá skjalasafninu ásamt vaktaraklukkunni þannig að á svipuðum n-í j. Ljósmynd: Kristín Bogadóttir. TRYGGVAGATA 15, þar sem Borgarkjalasafn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og aðalsafn Borgarbókasafns Reykjavíkur verða til húsa. Ljósmynd: Kristín Bogadóttir. AFREIÐSLA Borgarskjalasafnsins í nýja húsnæðinu, Trygvagötu 15. Ljósmynd: Kristfn Bogadóttir. ÞANNIG ER skjölum komið fyrir í nýrri geymslu að Tryggvagötu 15. tíma myndaðist þarna einnig minjasafn. Því varð úr að árið 1949 fengu söfnin húsnæði í kjallara hússins að Ingólfsstræti 5 og þau vom flutt þangað úr fyrri geymslum. Með lögum um héraðsskjalasöfn 29. janú- ar nr. 7/1947 var sýslunefndum og bæjar- stjórnum helmilað að varðveita sjálfar skjöl og bækur að fengnu samþykki þjóðskjala- varðar og undir yfirumsjón hans. Árið 1951 hinn 5. maí var svo sett fram reglugerð um héraðsskjalasöfn þar sem nánar var kveðið á um hvað geymt skyldi í þeim. Heimild þessa notaði bæjarstjórn Reykjavíkur haustið 1954 eftir að bæjarráð Reykjavíkur hafði gert svohljóðandi tillögu til bæjar- stjórnarinnar fimmtudaginn 7. október 1954: „Bæjarstjómin ályktar að stofna minjasafn Reykjavíkur og skipar Láms Sigurbjömsson, skjala- og minjavörð bæj- arins, til að veita safninu forstöðu. Er hon- um falið að hefja þegar undirbúning að stofnun safnsins, gera tillögur um staðarval og tilhögun, og hafa jafnan vakandi auga á því að varðveita sögulegar minjar bæjarins. Skal starfsemi safnsins hagað á þá lund, að það geti notað hlunninda laga nr. 8/1947, um viðhald fornra mannvirkja og um minja- söfn.“ Bæjarstjórnin samþykkti tillöguna sam- hljóða á fundi sínum síðar sama dag. Þar 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. MAÍ1999 «

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.