Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1999, Blaðsíða 19
MYNDLISTA- OG HANDÍÐASKÓLIÍSLANDS 56 NEMENDUR ÚTSKRIFAST ÚR ÁTTA DEILDUM VORSYNING Myndlista- og handíðaskóla íslands verð- ur opnuð í dag kl. 14, í húsi Listaháskólans við Laugar- nesveg 91, en hún er tví- þætt að þessu sinni. Á jarð- hæð verða lokaverkefni nemenda Myndlista- og handíðaskóla islands og á þakhæð listgrafík evrópsks samstarfsnáms á meistarastigi; „Printmaking, Art and Research". Á sýningunni eru verk eftir 56 nemendur MHÍ. Frá málaradeild útskrifast 11, frá fjöl- tæknideild sjö, úr grafíkdeild sjö, úr skúlpt- úrdeild sjö, sex úr textíldeild, 12 úr grafískri hönnun og sex úr leirlistardeild. Með þess- ari sýningu er bundinn endir á 60 ára starf- semi skólans sem verður lagður niður um leið og Listaháskólinn tekur formlega til starfa næsta haust. Gefin er út sýningarskrá með myndum af nemendum og verkum þeirra og ritar Guð- rún Helgadóttir skólastjóri MHÍ formála, ritstjóri er Helga Pálína Brynjólfsdóttir og hönnun önnuðust Helga Gerður Magnús- dóttir og Elísabet Jónsdóttir, nemendur á 2. ári í Grafískri hönnun. Sýningarstjóri er Hafdís Helgadóttir. Sýningin stendur til sunnudagsins 16. maí og er opin alla dagana frá kl. 14-19. Lislgrafík á meistarastigi Ennfremur verður útskriftarsýning fyrsti árgangs útskriftarnema úr PA&R, „Print- making, Art and Itesearch", evrópsku sam- starfi fimm listaháskóla í listgrafík. Um er að ræða brautryðjendastarf á sviði fjölþjóð- legrar menntunar. Bæði nemendur og fjölþjóðleg dómnefnd, skipuð af aðilum samstarfsskólanna og menntamálaráðuneyti, auk erlends utanað- komandi fulltrúa, koma sérstaklega hingað til lands til að meta verk útskriftarnema. Að loknu mati verða útskriftarskírteini afhent við formlega athöfn á morgun, sunnudag, kl. 19. Morgunblaðið/Golli GUÐBJÖRG Magnúsdóttir útskrifast úr keramikdeild. Meðpessari sýningu er bundinn endir á 60 ára starfsemi skólans sem verður lagður niður um leið og Listaháskólinn tekur formlega til starfa. UM SYND OG IÐRUN TONLIST Sígildir diskar A. SCARLATTI Alessandro Scarlatti: II primo omicidio overo Cain.. Ói atóría fyrir sex raddir, 1707. Bernarda Fink A (Kain), Graciela Oddone S (Abel), Dorothea Röschmann S (Eva), Richard Croft T (Adam), René Jacobs KT (rödd Guðs), Antonio Abete B (rödd Lúsífers). Akademie ftir alte Musik Berlin u. slj. Renés Jacobs. Harmonia mundi HMC 901649.50. Upptaka: DDD, Berlín 9/1997. Útgáfuár: 1998. Lengd (2 diskar): 2.18:24. Verð (Japis): 2.999 kr. ÓRATÓRÍAN - hið „andlega drama í tón- um“ - mun, ef nokkuð er, eldri grein en óper- an, og líkt og hún ítölsk uppfinning. En með- an óperan sótti viðfangsefni til goðheima grísk-rómverskrar fomaldar beindi ítalska óratórían (= „bænasalur") athyglinni að Gamla testamentinu, ýmist við latneskan texta eða ítalskan („oratorio volgaro“). Alessandro Scariatti (1660-1725), samdi yfir hundrað óperur, en aðeins um 38 óratóríur, helgikantötur og passíur. Hins vegar kynnt- ist mesti óratóríumeistari síðbarokksins, G.F. Hándel, söngverkum Alessandros í byrjun ferils síns í Róm, og er ekki að efa, að þau hafi haft mikil áhrif á „Saxann mikla“ eins og Italir kölluðu hann. Handel dvaldi þar syðra 1705-8 og gæti vel hafa náð að heyra II primo omicidio - „Fyrsta folkvígið" - frá árinu 1707, og Charles Jennens, vinur Hándels og lí- brettisti, eignaðist síðar frumrit óratóríu Scarlattis um þá bræður Kain og Abel. Alessandro stóð þá á hátindi frægðar og þroska; viðurkenndur snillingur í meðferð mannsraddar, frumkvöðull fjölda síðbarokk- nýjunga sem þá voru lítt þekktar norðan AJpafjalla, og hafði almennt fram að færa mun áhrifameiri tónræna dramatík en þekkt- ist á svalari breiddargráðum. Par eð óratórí- ur voru fluttar án sviðsleiks reyndi mjög á hugvit texta- og tónhöfunda, en fyrir bragðið njóta þær sín oft betur í hljómplötuhlustun en óperur. Kórleysi þessa verks þarf ekki að koma á óvart - gjörvallt mannkynið þegar hér var komið sögu var jú aðeins fjögurra manna kjamafjölskylda Adams og Evu! - en þau fjögur (ásamt Drottni og Lúsífer) duga tónskáldi og líbrettista prýðilega. Þrautreyndur óperuhöfundurinn frá Napólí fer létt með að draga fram persónu- einkenni úr frásögninni kunnu úr Sköpunar- bók Gamla testamentisins, bæði í söngferli og í hljómsveitinni. Bitastæðast er hlutverk Ka- ins. Tónlistin lýsir meistaralega öfund hans á vinsældum litla bróður síns og viðtökum Drottins á brennifórn Abels en höfnun fórnar Kains. Hún dregur fram heift hans og síðar iðrun að bróðurvígi loknu, og er hlutverkið frábærlega túlkað af kraftmiklu argentínsku altsöngkonunni Bernördu Fink. Landa henn- ar Graciela Oddone syngur dyggðadrenginn Abel af liljutæru vammleysi, og Eva er sung- in af einu skærasta barokktalenti yngri kyn- slóðar, Dorotheu Röschmann, með seiðandi dimmgljárri quasi-mezzo sópranrödd. Hryggð fjölskyldufóðurins Adams - sem tek- ur þó gleði sína aftur í lokin við tilhugsunina um að uppfylla jörðina - er í góðum höndum bandaríska tenórsins Richards Crofts, og hinn raddsviðsmikli ítalski bassi Antonio Abete er herlegur Lúsífer, bæði ógnvekjandi og lævís. Við hlið slíkra söngvara í toppformi og vart enn komnir á bezta aldur er rödd Guðs í út- færslu Renés Jacobs svolítið tekin að fólna hjá því sem var fyrir 20 árum, þegar hann bar af flestum kontratenórum heims, en túlk- unin ber langri reynslu hans vitni. Hljóm- sveitarstjóm hans er fjarri því að vera neitt miðjumoð; beinskeytt, nákvæm eins og klukka og ýmist svífandi létt eða gustmikil og safai-ík. Samstillt framlag úrvalslistamanna gerir hið foma og enn lítt kunna meistara- verk Scarlattis með afbrigðum ferskt og skemmtilegt áheymar í kristalsklárri upp- töku HM-tæknimanna. RUTTER John Rutter: Requiem fyrir sépran, kér og hljómsveit (1985); Hymn to the Creator otLight fyrir tvöfaldan kér (1992); God be in my head f. kór; A Gaelic Blessing f. kór og hljómsveit; Cantate Domino f. kór (nr. 5 úr Psalmfest); Open thou mine eyes, A Prayer ofSaint Pat- rick, A Choral Fanfare, Draw on, sweet night (nr. 2 úr Birthday madrigals (1995) og My true love hath my heart (nr. 4 úr Birthday ina- drigals) f. kór; The Lord bless you and keep you f. kór og hljómsveit (1981). Libby Crabtree S; Rosa Mannion S; Lionel Ilandy, selló; Howard Nelson, flauta; Andrew Knights, óbó; Polyphony-kórinn og Bournemouth-sinfóníett- an u. sfj. Stephens Laytons. Hyperion CDA66947. Upptaka: DDD, London[?j 1/1997. Útgáfuár: 1997. Lengd: 69:06. Verð (Japis): 1.699 kr. ÞAÐ er ekki laust við að votti fyrir afsök- unartóni í bæklingstexta brezka tónskáldsins Johns Rutters um Requiem-verk hans: „... Eg býst við að sumum kunni að þykja hlý- leiki þess og huggunarblær léttvægur [,,facile“j, en þetta var nú það sem ég vildi koma til skila á sínum tíma, í skugga þess sem ég hafði sjálfur misst.“ Aftast í textanum segist hann enn fremur hafa fundið fyrir því, að um leið og tónlist tiltekins höfundar fari að höfða til margra verði hún óðar fyrir árásum „þeirra, er vilja halda ósérfróðum almenningi í hæfilegri fjarlægð". Hann trúi ekki á þarf- lausan gjágröft milli tónskálds og hlustanda, og velkist ekki í vafa um hvort hann sækist frekar eftir sjálfur - „að snerta hjörtu þeirra er standa utan fámenns hóps áhangenda nú- tímatónlistar, eða viðurkenningu tónlistar- gagnrýnenda“. Hann harmar að við lifum á tímum þar sem fólki er gert að velja á milli slíkra kosta. Eflaust má lesa milli lína - þótt undirrituð- um sé ekki nánar kunnugt um það - að Rutt- er hafi fengið á baukinn fyrir að skrifa að- gengilega tónlist. Snerta orð hans vafalítið streng hjá mörgum tónlistarunnendum, er fallast síður á kjörorð ótilgreinds módernista, „aðeins öfgar eru áhugaverðar". Það kemur því ekki á óvart, að kórverk Rutters eru eink- ar áferðarfalleg; sönghæf, og að mestu í dúr og moll. En ef sannleikskorn leynist í orðum módemistans ónafngreinda, þá á það ekki síður við viðmótsþýða tónala músík. Nefni- lega við spuminguna hversu langt höfundur „þorir“ að fara að væmnimörkum! Því vand- ratað jafnvægið milli seiðs og sykurs er oft engu minna spennandi en hávært brambolt framsækinnar nýskólaspeki. Að minni hyggju fer Rutter aðeins yfir strikið á stöku stað; kannski oftast í Requieminu. Hvort það er of oft er hins veg- ar spurning um smekk og sætindaþol hvers og eins. Þegar bezt lætur er tónlistin vissu- lega einlæg, innblásin og samin af fagmann- legri þekkingu. Söngur 25-menninganna í Polyphony er framúrskarandi skýr, og hljóm- sveitin er fín, þó að framdráttur kam- merkórsins á kostnað hljómsveitar í hljóð- blöndun líkist lítt lifandi tónleikum. Ríkarður Ö. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. MAÍ 1999 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.