Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1999, Blaðsíða 13
HELGI SELJAN KREPPAN mikla á þriðja áratugnum: Bandaríkin settu siæmt fordæmi þegar árið 1930 með því að ioka landinu með tollum og innflutnings- höftum, og önnur lönd svöruðu brátt í sömu mynt. Á myndinni sjást franskir sparifjáreigenduyr ráðast á banka í París árið 1935. Peir viidu taka út sparifél sitt og kaupa gull til að geyma á rúmbotninum. SJÁLFSÞURFTARBÚSKAPUR. Árið 1933 steig virtasti hagfræðingur Bretaveldis, John Mayn- ard Keynes, f pontu og boðaði sjálfsþurftarbúskap fyrir þjóðir heimsins. Allmargir lögðu við hlustir. Einangrunarhyggja varð krafa tímans og stjórnmálamenn stigu f veg fyrir millirfkja- viðskipti með tolium, kvótum og bönnum. væri helsta leiðin til þess að byggja upp iðnað, auk þess sem bann við erlendum fjárfestingum myndi vernda þjóðarauðævi fyrir ásókn út- lendra fjármagnseigenda. Árangur þessarar einangrunarstefnu er auð- sær af hagtölum, en frá stríðslokum hefur bilið á milli ríkra og fátækra þjóða breikkað með hverju ári. Hér skal aðeins tekið eitt dæmi af mörgum sem sýnir afturför þeirra sem hnepptu utanríkisviðskipti sín í fjötra. Eins og sjá má af töflu þrefaldaðist þjóðarframleiðsla á mann í Argentínu á fjörutíu árum, frá 1870 til 1910, og var þá aðeins 23% minni en tíðkaðist á Bretlandi. Petta var uppskera kraftmikilla ut- anríkisviðskipta. Tafla 1. Þjóðartekjur á mann í Argentínu og Bretlandi með 40 ára millibili frá 1870 til 1990. Stærðimar eru í þúsundum íslenskra króna á verðlagi og gengi maí 1998. Heimild: „Monitoring the World economy 1820-1992“. Höfundur Angus Maddison. Útgefið af Development centre studies árið 1995. Þessari þróun var hins vegar snarplega snúið við þegar landið dæmdi sig í útlegð frá heims- mörkuðum eftir heimskreppuna miklu með toll- um og kvótum. Nú er svo komið að þjóðarfram- leiðsla á hvern Breta er 150% meiri að vöxtum en þekkist í Argentínu, sem er nákvæmalega sami munur og vai- árið 1870. Svo hollir voru þeir heimafengnu baggar. Gelwr sagan endwrtekið sig? Eiginlega eru slagorð eins og „stjómmálabylt- ing“ eða „frelsisvæðing“ betur til þess fallin að lýsa. aukningu utanríkisviðskipta á síðustu ára- tugum fremur en gömlu lummumar um „tölvu- og upplýsingabyltingar“. Sannleikurinn er sá að það er fyrst um 1980 að utanríkisviðskipti hafa aftur náð svipuðu mikilvægi fyrir heiminn og þau höfðu á tíma Jules Veme. Það er hins vegar fátt sem stendur í vegi fyrir því að fyrri reynsla geti verið endurtekin, þannig að erlend viðskipti og fjárfestingar geti lyft þróunarlöndum til þeirrar auðsældar sem þekkist á Vesturlöndum. Forskotið er auðvitað umtalsvert, en getur verið yfirunnið á einum mannsaldri eins og dæmi frá Asíu sanna (t.d. Hong Kong, Taívan eða Singapúr). í þessu felst þó ekki að gömul iðnríki verði fá- tækari um leið og önnur lönd sækja í sig veðrið, eins og margir virðast álíta. Það atvinnuleysi sem þekkist á Vesturlöndum nú er að mestu leyti sjálfskaparvfti, en ekki afleiðing alþjóðaviðskipta. Þar sem háir skattar, ríkisforsjá og ósveigjanleg- ur vinnumarkaður hafa komið í veg fyrir að ný störf skapist, s.s. á meginlandi Evrópu. Hins veg- ar hjá öðmm löndum sem hafa forðast þessi víti, s.s. í Bandaríkjunum eða á Bretlandseyjum, hef- ur fjölgun starfa haldist í hendur við aukningu utanríkisviðskipta. Sérhæftng mun auðvitað aukast í kjölfar milliríkjaviðskipta og atvinnu- greinar flytjast á milli landa, en til hagsbóta fyrir öll lönd heimsins. Það er margreynt lögmál, að ef hugvit og fjármagn safnast saman í ákveðnum atvinnugreinum leiðfr það til tækniframfara, hag- kvæmni og hærri launa. Þá mun ódýr innflutn- ingur auka kaupmátt almennings og meira verð- ur aflögu til þess að eyða í þjónustu, s.s. ferðalög eða tómstundir, og ný störf verða til í þeim geira. Þar fyrir utan mun aukin hagsæld í þróunarlönd- unum leiða til þess að þau flytja meira inn af vör- um og í kjölfarið skapast ný störf í útflutnings- greinum Vesturlanda. Hins vegar er einnig ljóst að endalok núver- andi alþjóðavæðingar geta orðið þau sömu og þess viðskiptafrelsis sem Jules Veme þekkti og endaði með stríði og heimskreppu. Frjálsu fjár- magnsflæði fylgir nokkur áhætta og jafnvel óstöðugleiki ef ekki er rétt búið um hnúta í efna- hagsstefnu þjóða. Á því hefur Asía og öll heims- byggðin fengið að kenna Margt bendir til þess að einangrunarsinnum sé að vaxa fiskur um hrygg eftir þau efriahagslegu áfóll sem riðið hafa yfir síðasta árið. Það er óskandi að saga alþjóða- viðskipta hreppi ekki annan kafla í líkingu við þann sem var skrifaður á þessari öld. Mættum við biðja um sögu í anda Jules Veme, með giftu- samlegum endi. Höfundur slundar dolclorsnám í hagfræði í Bandarikjunum. Ár Þjóðartekjur á mann Þjóðartekjur á mann Munur í Argentínu á Bretlandi 1870 117 292 149% 1910 342 422 23% 1950 447 613 37% 1990 589 1.460 148% VERÖLD VORSINS Vermandi er vorið vefm'gullnum tónum lífgrös, lömb og blóm. Léttist líka sporið, lóukvak í mónum. Allt fær annan róm. Held ég út í haga horfna vini að finna lambagrös og lyng. í brjósti bærist saga bernskudaga minna, um þá sæll ég syng. Ungur drengur átti yndi mest á vorin, önnin ærnust þá. Gleðin merla mátti, mörg þó yrðu sporin oft við ærnar þá. Ört á ævi iíður yndis þó ég leita enn um ylhlýtt vor. Ellin aðeins bíður, ekkert mun því breyta . Pyngjast þreyttum spor. í MUNAHEIMI Frá æsku mörg er minning tær í muna ijómar ennþá skær er ég að ýmsu gekk. Þá staðið oft við strokkinn var og stundin drjúg oft reyndist þar unz smjör og áfir fékk. Á pönnu brenndar baunirnai' svo birgðir kaffis yrðu þar, ef bæri að garði gest. Með kvörn ég sat og knúði þrátt svo kaffið malað yrði í smátt til yndis öllum bezt. En aðra kvörn með annað svið og annað hlutverk fékkst ég við sem erfitt oft mér var. Þá sauðatað í sundur gekk það setti í kvörn og malað fékk til ágæts áburðar. í þýðum vindi er vorið hló þá vænsti klárinn slóðann dró um túnið hring af hring. Ég teymdi en slóðinn verk sitt vann á velli áburð muldi hann. Sá reyndist þarfaþing. Ég heyskap man með hrífu og Ijá er handaflið var eitt að fá en stopul þurrksins stund. Er loks í sæti sett var hey í sólfari og mildum þey þá léttist allra lund. Mér verkin eru í minni geymd en mörg þeirra nú sýnast gleymd en tæknin tekið völd. Og bráðum aðeins minning ein sem eftir lifir munahrein á nýrri ungri öld. Höfundurinn er fyrrverandi alþingismaður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. MAÍ 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.