Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1999, Blaðsíða 20
4 LISTAHATIÐ ISLANDS ARIÐ 2001 LANDSMENN ALLIR FÁI AÐ NJÓTA LISTA OG MENNINGAR Kannaður hefur verið áhugi á því að halda viðamikla listahátíð úti á landsbyggðinni árið 2001, Listahátíð Islands, sem yrði jafn metnaðarfull og Listahátíð í Reykjavík. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR grennslaðist fyrir um hug- myndina hjá forsprökkun- um, Hannesi Sigurðssyni, listfræðingi og menningar- verktaka í Reykjavík, og Sigríði Dóru Sverrisdóttur, formanni menningarmála- nefndar Vopnafjarðar. ÞAU Hannes og Sigríður Dóra hafa að undanfömu kynnt hug- myndina um Listahátíð íslands fyrir menningarmálanefndum um land allt, ferðamálafulltrú- um, sveitarstjórnarmönnum, stjórnmálamönnum, einstakling- um og stofnunum, og segjast hvarvetna hafa fengið afar jákvæðar undir- tektir og fjölda stuðningsyfírlýsinga. Árið 2000 verða þrjátíu ár liðin frá því Listahátíð í Reykjavík var haldin í fyrsta sinn. Sigríður Dóra og Hannes benda á að þótt margir landsbyggðarmenn sæki listviðburði til höfuðborgarinnar eigi ekki nærri allir þess kost vegna vinnu og mikilla vegalengda. Listahátíð í Reykjavík fari því að mestu fram- hjá stórum hluta landsmanna og þær gagn- rýnisraddir hafí heyrst að hátíðin sé sniðin að og í raun eingöngu ætluð höfuðborgarbúum. Listahátíð í Reykjavík stendur aðeins yfir í einn mánuð, enda bundin við einn stað. Lista- hátíð íslands myndi hins vegar ná til sem flestra staða. Þar sem hún fer um allt landið yrði hún mun þyngri í vöfum en Listahátíð í Reykjavík. Vegalengdir eru miklar og reikna verður með nægum tíma í ferðalög. Hápunkt- ur hátíðarinnar stæði frá maí fram í byrjun september eða í næstum fjóra mánuði. Mynd- listarsýningar og einstök atriði gætu hins vegar staðið allt listahátíðarárið. Hannes seg- ir vel hugsanlegt að einhver dagskráratrið- anna myndu koma til höfuðborgarinnar á hringferð sinni um landið. „Reykjavík yrði hinn hlutlausi vettvangur í þessari fram- ;l_ kvæmd. Það mætti kannski segja að Listahá- tíð íslands sé hin tröllvaxna en týnda tvíbura- systir Listahátíðar í Reykjavík," segir hann. Ekki sett til höfuðs Listahótíð i Reykjavík Sigríður Dóra tekur þó skýrt fram að hátíð- in sé ekki sett til höfuðs Listahátíð í Reykja- vík. Hún sé einungis hugsuð sem viðbót við það sem fyrir er, en hugmyndin er að Listahá- tíð íslands verði haldin annað hvert ár, á móti Listahátíð í Reykjavík. Sú síðamefnda verður næst haldin árið 2000, Listahátíð íslands ætti samkvæmt því að hefjast árið 2001 og svo ann- að hvert ár upp frá því; 2003, 2005, 2007 ~ o.s.frv. Hannes og Sigríður Dóra minna á að for- senda blómlegs mannlífs á landsbyggðinni sé ekki einungis öflugt og fjölbreytt atvinnulíf, mannsæmandi laun og góðar samgöngur. Máii sínu til stuðnings vísa þau í skýrslu Byggða- Morgunblaðið/Kristján Á AKUREYRI var mikið um að vera þegar þar var haldin kirkjulistavika á dögunum. Meðal þeirra sem þar komu fram voru Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kirkjukórar í Eyjafirði. Sigríður Dóra Sverrisdóttir stofnunar frá 1997, þar sem skortur á menn- ingu og hverskyns afþreyingu er talinn ein helsta ástæða fyrir miklum fólksflutningum af landsbyggðinni. Enginn skortur á hugmyndum „Mér finnst eins og það vilji stundum gleym- ast að menningarlífið í Reykjavík er að stórum hluta borgað af landsmönnum öllum. Sem einn af 270 þúsund íbúum þessa lands tel ég okkur á landsbyggðinni eiga rétt á fjölbreyttu menn- ingarlífi, og vil helst ekki þurfa að sækja þetta ailt svona langt í burtu. Mér finnst að við eig- um öll að fá að njóta listarinnar, að þessir við- burðir eigi líka að geta elt okkur en ekki bara við þá. Það eina sem skortir er meira fjármagn til menningarstarfseminnar, ekki hugmyndir, og það er ekki heldur skortur á húsnæði. Menning úti á landi er einfaldlega dýr, a.m.k. þegar við þurfum að sækja listamennina langt að. Hún er náttúrlega hræbilleg þegar heima- menn eru að gera eitthvað, því þeir hafa aldrei tekið neitt fyrir sína vinnu. Því er tekið sem sjálfsögðum hlut að fólk úti á landi fómi sínum tíma, vinnu og peningum - við erum öll að vinna í sjálfboðavinnu," segir hún. Hannes segir hugmyndina að setja saman Hannes Sigurðsson dagskrá sem spanni allt menningarlitrófið í víðasta skilningi, frá þekktum klassískum verkum til ýmiss konar tilraunastarfsemi, auk margvíslegra skemmtiatriða. Dagskráin myndi hafa að geyma atriði við allra hæfi, ungra jafnt sem aldinna, eins og t.d. leikrit, götuleikhús, kórsöng og vísnasöng, strengja- sveitir, popphljómsveitir, listdans, hagyrð- ingakvöld, upplestur úr skáldverkum og flutn- ing Ijóða, uppistand og gamanmál, fróðleg er- indi og handverks- og myndlistarsýningar, svo fátt eitt sé nefnt, allt eftir því hvaða áhugi sé fyrir hendi. Öflug sameiginleg kynning „Segja má að markmiðið með Listahátíð Is- lands sé í höfuðatriðum þríþætt: í fyrsta lagi að styðja og styrkja þá starfsemi sem fyrir er á hverjum stað. I öðru lagi að auðga menning- arlíf á viðkomandi stöðum í samræmi við óskir íbúa og í þriðja lagi að kynna hátíðina með öfl- ugum og faglegum hætti í samvinnu við ferða- þjónustuna. Nú þegar eru haldnar lista- og menningarhátíðir víða um land, sem gætu auðveldlega fallið inn í Listahátíð íslands. Þær væru áfram sjálfstæðar hátiðir en yrðu kynntar enn betm’ með Listahátíðinni, því menning á landsbyggðinni hefur ekki fengið þá athygli sem hún á skilið," segir Hannes og bætir við að sameiginleg kynning sé algert lykilatriði, eigi landsbyggðin að geta látið al- mennilega að sér kveða. Hann sér fyrir sér að gerður yrði einfaldur dagskrárvísir og honum dreift ókeypis í stóru upplagi, e.t.v. í sam- vinnu við einhvern fjölmiðilinn. Itarlega út- tekt á einstökum dagskrárliðum yrði svo að finna á Netinu, bæði á íslensku og á ensku fyrir erlenda ferðamenn. „Netið býður upp á hreyfimyndir, hljóðskrár og ótalmargt fleira. Hin áþreifanlega sýningarskrá gæti verið í formi CD-ROM disks, en þeir geyma mikið efni og eru mjög ódýrir í fjöldaframleiðslu. Þeir sem ekki eru nettengdir gætu hinsvegar á auðveldan hátt nálgast nánari upplýsingar á bókasöfnum og upplýsingamiðstöðvum ferða- manna um allt land,“ segir Hannes. Ekki stendur á landsbyggðinni „Til þess að fjármagna hátíðina færi best á því að stofna sérstakan sjóð í nafni Listahátíð- ar Islands, sem notaður yrði til að kosta alla framkvæmd og flutning atriða milli svæða. Það er ljóst að sveitarfélögin ríða ekki feitum hesti og eiga mörg í erfiðleikum. Ég held að þeirra framlag ætti einvörðungu að felast í því að taka þátt í skipulagningunni, útvega hús- næði og taka á móti gestum, þ.e. að veita lista- fólkinu aðstöðu, gistingu og fæði. Reksturinn á sjálfri hátíðinni yrði að stórum hluta að koma frá ríkinu en einnig frá fyrirtækjum um land allt,“ segir Hannes, sem kveðst sann- færður um að þeir peningar myndu skila sér margfalt til baka í líflegra athafnalífi. „Menn- ing er nátengd hugmyndaiðnaðinum, sem fjármálamönnum er svo tíðrætt um og álitinn er flestra meina bót - sjálf framtíðin. En ég tel að landsbyggðin þurfi að standa þétt sam- an, eigi þessar hugmyndir að ná fram að ganga. Framkvæmdastjórn Listahátíðar ís- lands sæi um að listviðburðum, fjármagni og kynningu yrði dreift eins jafnt um byggðar- lögin og kostur er. Eigi hátíðin að verða að veruleika árið 2001 verður líka að taka ákvörðun um málið sem fyrst,“ heldur Hann- es áfram. „Eins og ég sagði áðan höfum við kannað viðbrögð við þessari hugmynd okkar vítt og breitt um landið, og það virðist svo sannar- lega ekki standa á landsbyggðinni. Hinsvegar á eftir að koma í ljós hvort næsta ríkisstjórn muni svara þessu kalli. Baulið þið nú stjórn- málamenn ef þið eruð nokkurs staðar á lífi - og það fljótt,“ segir Sigríður Dóra að lokum. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. MAÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.