Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1999, Blaðsíða 6
BAROKKOPERAN ARTHUR KONUNGUR SÖNGLEIKUR FRÁ SAUTJÁN DU ÖLD Kammerkór Kópavogs ásamt Barokksveit Kópavogs og fimm einsöngvurum flytur ævintýraóperuna Arthúr kon- ung eftir enska sautjándu aldar tónskáldið Henry Purcell í Salnum á sunnudags- og þriójudagskvöld. HAVAR SIGURJONSSON ræddi við stjórnandann Gunnstein Olafsson um óperuna og ritunartíma hennar. UNNSTEINN Ólafsson er ekki einungis stjórn- andi kórsins og hljóm- sveitarinnar heldur einnig þýðandi texta verksins sem birtur er í tónleikaskrá. Kam- merkór Kópavogs er nýr í kóraflóru landsmanna, var stofnað- ur snemma á síðasta ári af nokkrum áhugasömum söngfélögum. Þeir áttu það flestir sammerkt að hafa sungið í Kór Menntaskólans í Kópavogi undir sljórn Gunnsteins á árunum 1979-83. Gunnsteinn var þá nemandi við skólann og stofnaði skólakórinn aðeins 17 ára. Frá því í fyrra hefur kórnum vaxið fiskur um hrygg og nú eru kórfélagar 24 talsins. Kammerkór Kópavogs hefur komið fram við ýmis tækifæri, svo sem á afmælistónleikum Kópavogsbæjar og um síðustu jól tók kór- inn þátt í uppfærslu Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna á óperunni Amal og nætur- gestirnir. Gunnsteinn segir að markmið kórsins sé að flytja íjölbreytta tónlist frá öllum ti'mum, bæði með og án undirleiks. „Það gefur okkur visst frelsi í verkefna- vali að vera ekki bundin við kirkjur eins og flestir stærri kórar landsins eru. Við getum því valið okkur verk til flutnings alveg óháð því hvort þau eru trúarlegs eðlis eða ekki,“ segir Gunnsteinn. Frumflutningur á íslandi „Arthúr konungur er ein kunnasta ópera Henry Purcells. Hún var samin í lok 17. aldar og í henni má greina öll helstu stílbrigði barokktónlistar þess tíma. Operan er samin undir sterkum frönskum áhrifum en á 17. öld voru áhrif frönsku hirðarinnar mikil um alla Evr- ópu. Þar var fremstur til áhrifa hirðtón- listarstjóri Lúðvíks 14., Jean Baptiste Lully, sem samdi margar óperur í þeim anda sem Arthúr konungur dregur dám af,“ segir Gunnsteinn. Tónleikauppfærslan á Arthúr konungi er frumflutningur verksins hér á landi og jafnframt fyrstu sjálfstæðu tónleikar Kammerkórs Kópavogs. Einsöngvarar á tónleikunum eru Marta G. Halldórsdóttir sópran, Rannveig Sif Sigurðardóttir sópr- an, Sibylle Kamphues alt, Hans Jörg Mammel tenór og John Speight baritón sem jafnframt er sögumaður. Gunnsteinn Ólafsson stjórnandi hefur verið mikilvirkur í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár. Hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Franz Liszt tónlistarakademíuna í Búdapest og Tón- listarháskólann í Freiburg. Hann var að- alsljórnandi háskólahljómsveitar þar í borg á námsárum sínum. Gunnsteinn hef- ur stjórnað Sinfóníuhljómsveit Islands við margvísleg tækifæri og starfað sem kór- og hljómsveitarstjóri við Þjóðleikliúsið og íslensku óperuna. Gunnsteinn hefur kynnt íslendingum tónlist eftir Claudio Monteverdi en Arthúr konungur er fyrsta ópera Henry Purcells sem hann stjórnar hér á landi. „Arthúr konungur telst vera svokölluð semi-ópera,“ segir Gunnsteinn og vísar þar til samspils tónlistar og texta í verk- inu. „Semi-óperur voru leikrit með viða- miklum tónlistaratriðum. Mikið var lagt í allan umbúnað sýningarinnar, hljómsveit- in var stór, dansatriðin glæsileg og sviðs- myndin hreyfanleg en það var nýlunda þá. Semi-óperur voru í fimm þáttum þar sem fjórum eða fimm tónlistaratriðum, masques, var skeytt inn í, oftast einu í hvern þátt. I tónlistaratriðunum var sung- ið, dansað og leikið. Þetta voru eins konar söngleikir þeirra tíma,“ segir Gunnsteinn. Ástir, stríð og töfrar Arthúr Bretakonungur mun hafa verið uppi á 6. öld og hafa ýmsar goðsagnir um hann og hirð hans lifað allt til þessa dags. Frægust er vafalaust sagan um riddara hringborðsins og hvernig Arthúr náði konungdómi með því að draga sverðið Excalibur úr steininum. Söguþráður óper- ÓTAL MYNDIR ARTH Ú RSSAGNA Sagnir gf Arthúri konungi Breta hafa tekið ó sig ótal myndir ó liðnum öldum. Þegar BALDUR HAFSTAÐ frétti gf fyrirhuguðum flutn- ingi Kammerkórs Kópavogs ó söngverkinu um Arthúr konung eftir Henry Purcell og John Dryden varð það honum tilefni upprifjunar ó nokkrum þessara sagna. ÞEGAR nafn Arthúrs konungs er nefnt vekur það hughrif af ýmsu tagi. Miðaldafræðingurinn hugs- ar til verka á borð við Le Conte del Graal, öðru nafni Perceval. Þetta söguljóð var þýtt við hirð Hákonar gamla um miðja 13. öld og heitir Parcevals saga; hún er ein af þekktustu riddarasögum okkar. Arthúr konungur snertir einnig streng hjá myndlist- arunnendum; þeir kalla fram í hugann hið undurfagra málverk, The Lady of Shalott eftir Waterhouse frá árinu 1888, eða málverkið af dauða Arthúrs eftir Skotann Archer frá 1861. Enskufræðingar minnast hinnar gríðarmiklu sögu Sir Thomas Malory, Le Morte Dartur, sem talin er áhrifamesta rit 15. aldar í enskum bókmenntum, og kvæða Alfreds Lords Tenny- son sem endurvakti Arthúrshrifninguna á Viktoríutímabilinu í Bretlandi. Tónlistarmenn hugsa til 17. aldar tónskáldsins Henrys Purcell sem samdi semióperuna Arthúr kon- ung við texta Johns Drydens. Þetta dramat- THE Lady of Shalott eftir J.W. Waterhouse (1849-1917). Myndin er frá árinu 1888 og byggist á frægu kvæði Alfreds Lords Tennyson. íska verk verður flutt á íslandi í íyrsta sinn í Salnum í Kópavogi annað kvöld. Ahugamenn um tónlist þekkja einnig ópenir Wagners, Lohengrin, Parsifal og Tristran og Isolde sem allar tengjast Arthúr og riddurum hans. Upp í hugann kemur líka söngleikurinn Camelot sem frumsýndur var á Broadway árið 1960 við miklar vinsældir og síðar kvikmyndaður. Önn- ur kvikmynd byggð á sögum af Arthúri er Monty Python and the Holy Grail frá 1975. Þó að margt sé úr lagi fært í þeirri mynd koma þar fram mörg minni og sérkenni Arthúrs- sagnanna, t.d. hið helga „gral“, sem lauslega skal vikið að hér á eftir, og kapparnir Lancelot, Galahad, Bedivere og Gawain sem allir tengjast fornum sögnum af Arthúri. Þannig hefur þessi merkilega persóha og fólk- ið í kringum hana smogið inn í alla listsköpun. Sigursæll kristinn herforingi Arthúrs er getið í Historia Brittonum, verki frá 8. öld. Þar er hann sigursæll kristinn her- foringi á Bretlandseyjum sem heyr tólf orrust- ur við hundheiðna Saxa. I þeirri síðustu er hann sagður hafa drepið píu hundruð og sextíu manns með eigin hendi. I þessu latneska verki er lýst keltneskum arfsögnum af Arthúri, óþreytandi hetju í baráttu við innrásarlið Saxa. Atburðir gætu því hafa átt sér stað á 5. öld þegar rómverskar hersveitir höfðu dregið sig í hlé á Bretlandseyjum og germanskir þjóðflokkar voru farnir að herja á þá bresku íbúa sem fyrir voru og höfðu tekið kristna trú. Arthúr er hetjan sem vemdar ianda sína gegn villimönnum, hann er fyrirmynd göfugra manna um hreysti og snilld. I íyrrnefndum söngleik Purcells frá 1691 má greina óm þess- ara sagna þótt mjög frjálslega sé með efnið farið. I tónverkinu er lýst baráttu Arthúrs gegn Osvaldi foringja Saxa og ást þeirra beggja á Emmeline, hinni fógru og blindu dóttur hertogans af Cornwall. I keltneskum heimildum frá Bretlandseyj- um og Bretaníuskaga birtist einnig önnur mynd af Arthúri sem tengir hann goðsögum og ævintýrum. Andstæðingar hans eru risar, galdrakvendi, prinsar af öðrum heimi og menn í gervi dýra. Yfirnáttúrlegar verur af þessu tagi er einnig að finna í söngleik Purcells. Sá sem gefur Arthúri þá mynd og það form sem mest áhrif hefur haft á þróun hans sem bókmenntapersónu er Geoffrey frá Mon- mouth. Þaðan má t.d. rekja áhrif til Spensers (The Faerie Queene) og jafnvel Shakespeares. Geoffrey var frá Wales og markmið hans var að bregða ljóma yfir sögu Breta, forfeður Wa- lesbúa og Bretaníumanna. Bók hans, Historia Regum Britanniae (um 1136) er eitt mikilvæg- asta verk miðalda. Það var þýtt á íslensku og hafði m.a. áhrif á verk Snorra Sturlusonar. I því verki er Arthúr nánast guðlegur þjóðhöfð- ingi sem stýrir. guðs útvalinni þjóð. Merlin spámaður er í mikilvægu hlutverki einnig. Geoffrey byggir frásögn sína af honum að nokkru á keltneskum heimildum. Merlin spáir m.a. fyrir um endurreisn keltnesks veldis á Bretlandi. Þess má geta að kringum 1200 þýddi Gunnlaugur munkur Leifsson á Þing- eyrum Merlínusspá eftir Geoffrey frá Mon- mouth undir hætti fornyrðislags. I semióperu þeirra Drydens og Purcells birtist Merlin einnig sem spámaður og áhrifavaldur. Gefur Bretlandi tign sína og virðingu á ný í frásögn Geoffreys kemur fram að Arthúr verður konungur Breta á unglingsaldri og hlutverk hans er að halda Söxum í skefjum en einnig Piktum (Péttum) og Skotum í norðrinu. Hann gefur Bretlandi tign sína og virðingu á ný, gengur að eiga Guenevere og leggur auk þess undir sig írland og ísland! Hann situr í friði í tólf ár og stofnar riddarareglu sem tek- ur við göfugum mönnum frá öllum löndum. Hann sest loks að í hinni fornu borg Rómverja á Bretlandi, Caerleon-upon-Usk (aðsetrið Ca- melot kemur síðar inn í söguhefðina). En friðartíminn endar og Arthúr berst við Rómverja sem enn á ný vilja heimta skatt af Bretum. Mordred frændi hans svíkur hann síðan og sverst í bandalag með Söxum. Arthúr særist lífshættulega og er fluttur til eyjarinn- ar Avalon. Það er látið ósagt hvort hann lækn- ast af sárum sínum, en óvissan verður tilefni þess að menn í Bretaníu og víðar fóru að trúa 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. MAÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.