Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 5
meira en nafnið tómt. Öll fræðirit og formála fyrir útgáfum las hann vandlega yfir og gerði hvassar athugasemdir og tillögur til breytinga og úrbóta. Væri hann mjög óánægður gerði hann annað af tvennu: að reka ritið öfugt aftur í höfundinn með kröfu um að það yrði endur- samið, ellegar að umbylta því sjálfur og semja jafnvel heila kafla upp að nýju. Þannig á hann furðulega mikinn hlut í flestum eða öllum þeim - ritum sem út komu undir handleiðslu hans. Tvö önnur eldri félög störfuðu í Kaupmanna- höfn um daga Jóns að útgáfu íslenskra rita, og réð hann mestu um útgáfur þeirra eftir að hann kom til áhrifa. Annað var Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur, stund- um kallað á íslensku „Magra félagið" sökum fá- tæktar sinnar. Hjá þessu félagi komu fjöl- margar útgáfur Finns Jónssonar, einnig fyrsta textaútgáfa Jóns, Heiðreks saga, sem fyrr get- ur. Og síðan birtust þar nokkrar sögur í útgerð annarra manna undir handleiðslu Jóns, meðal annarra Valla-Ljóts saga sem undirritaður bjó til prentunar (1952). Hitt félagið sem Jón tók að sér var Hið ís- lenzka fræðafélag sem Bogi Th. Melsteð hafði stofnað 1912. í ritröð félagsins, sem nefnist Safn Fræðafélagsins um ísland og fslendinga, gaf Jón út sex bindi sem áður eru nefnd. Síðan kom hann á fót annarri ritröð á vegum Fræða- félagsins sem hann nefndi íslenzk rit síðari alda. í því safni gaf hann sjálfur út fjögur bindi og einnig ljósprentanir tveggja merkilegra kvæðahandrita frá 17. öld: Kvæðabók úr Vigur, AM 148, 8vo (1955) og Kvæðabók séra Gissur- ar Sveinssonar, AM 147, 8vo (1960). Það sagði Jón að hefðu orðið sér vonbrigði hve íslenzk rit síðari alda seldust dræmt. Eitthvað hefur skort á girnilegt útlit bókanna og öflugan aðila til dreifingar hér á landi. Þótt hér hafi verið vikið að ærið mörgum Grettistökum Jóns þá er þó margt ótalið. Hann vann nokkuð að síðustu bindum hins mikla ljósritasafns Einars Munksgaards sem hófst með Flateyjarbók 1930. Síðan átti hann megin- þátt í tveimur öðrum flokkum ljósprentana: Manuscripta Islandica, sjö bindum sem komu út hjá Munksgaard 1954-1966, og Early Icelandic Manuscripts in Facsimile, sem for- lagið Rosenkilde og Bagger gefur út. Jón var einn útgefandi allra binda fyrra flokksins og ritaði ítarlega og stórfróðlega innganga fyrir hverju bindi. Hann var aðalútgefandi („general editor") 15 fyrstu bindanna af Early Icelandic Manuscripts og hafði umsjón með prentun þeirra, en inngangar voru skrifaðir af öðrum - „og ekki án aðstoðar Jóns", eins og Ólafur Halldórsson segir hógværlega fyrir hans hönd. Þetta er nú orðin ærið löng þula mundi Jón Helgason telja, en þó mundi honum misþókn- ast ef ég sleppti með öllu að nefna enn einn þátt í ævistörfum hans. Hann lýsti því eitt sinn í sjónvarpsviðtali að í æsku hefði hann oft fundið tO þess að hann skorti bækur með fróð- leik um hitt og annað sem hann fýsti að vita. Úr þessu hefði hann fúslega viljað bæta vegna yngri kynslóða, en framkvæmdir drukknuðu í daglegri önn. Þó birtust eftir hann þrjár bæk- ur sem sérstaklega voru ætlaðar til fróðleiks íslenskum almenningi: Handritaspjall (1958), Tvær kviður fornar (1962), og Kviður af Gotum og Húnum (1967). Þessar bækur, og ýmsar minni ritgerðir í Fróni og víðar, sýna gjörla hve vel honum lét að rita um fræðin á skýran og skemmtilegan hátt. Tungumálið hreint og kjarnmikið, kryddað þeirri kuldalegu gaman- semi sem vinir hans og áheyrendur kunnu vel að meta úr fyrirlestrum hans og viðræðum. Gjarna hefðum við viljað fá meira að heyra! En þessu lújótum við að una, og fagna því að hafa fengið þessi ágætu sýni af snilld hins alþýðlega lærimeistara. Hann hafði daglega um sig harðan skráp til að dylja kvikuna í djúpum hjartans. Honum var títt að vitna til Predikarans. Allt er hégómi, allt tortímist og hverfur um síðir í djúp gleymskunnar. „Bókfellið velkist, og stafirnir fyrnast og fúna,. . . legsteinninn springur, og letur hans máist í vindum." Eitt síðasta ljóð Jóns endar á þessa leið: Kom ljúfa gleymska, leiðmigþín á vit. Kom langa myrkur, vefmigþínum hjúp. Kom aJda sterica hönd, lát hvert mitt rit og hvert mitt kvæði sökkt íneðsta djúp. En hætt er við því að Jóni Helgasyni verði ekki að þessari ósk sinni. Nafn hans mun ekki hverfa „sem sandkorn í hafsins hyl", verk hans munu lifa meðan íslensk tunga er töluð. Okkur eftirkomendum hans og aðdáendum þykir sem hann hefði allt eins getað tekið sér í munn orð Hórazar: Reist hefég bautastein sem standa mun eiri betur, hærri konunga haugum sem hreykja sér uppi við ský. Eigi mun fossandi regn né feykjandi norðanvindur, eigi mun straumþungur tíminn fetia það minningarmark. Höfundurinn er fyrrverandi forstöoumaSur Árnastofnunar. - EG VORKENNI ÞESSUM VESLINGUM Það var fremur heitt þennan dag og maður þreyttist fljótt í fótunum á glerhörðum stein- inum. Ég hafði gengiðSlottshólmann þveran og endilangan í leit að Arnasafni, en án árang- urs. Utan við Týhúsið hitti ég einn kónglegan embættismann með þríhyrndan hatt og í rauðum frakka eins og þeir báru fyrir 200 ár- um á þessum stað. Hann hafði aldrei heyrt getið um „Arnamagnæanske Institut" og sama var að segja um aðra Dani, sem ég hitti þar og spurði um safnið til þess að kynna mér, hversu rík ítök stofhunin ætti í hugum al- mennings. Að lokum sneri ég mér til íslenzka sendi- ráðsins og fékk þær upplýsingar, að Árnasafn væri til húsa í „Proviantsgárden", og grun höfðu þeir um það, að engin æp- andi skilti væru þar utan á veggj- um. Þessi forna birgðaskemma kóngsins reyndist vera heldur í stærra lagi og eftir hringferð í kringum hana var ég enn jafn- nær. Konunglega bókhlaðan er þar í nábýli og bókaverðirnir þar könnuðust við Helgason og Arna- safn. Einn þeirra, maður á miðj- um aldri með svip rykfallinna doðranta og gleraugun framar- lega á nefinu gekk með mér út úr þeim rökkursölum og sýndi mér dyrnar og sjá: Þar stóð vélritað við bjölluhnappinn með smáum stöfum þetta langþráða orð, Arnamagnæanske Institut. Uppi á stigapallinum situr maður á skyrtunni og rýnir í blöð. Hann er fremur stórvaxinn, hárið farið að grána og niðurdregin munnvikin minna á áralanga ar- mæðu. Maðurinn lítur ekki upp, þótt gest beri að garði, og ég sé, að hann muni ekki þessar verald- ar heldur af heimi gamalla bóka. Ég býð góðan daginn og spyr: - Eruð þér Jón Helgason? - Það er víst kallað svo - segir maðurinn með semingi og munn- vikin eru nú mjög neðarlega, en ekki lítur hann upp. - Eg er utan af íslandi, hingað sendur af Vikunni og æski þess að fá viðtal við yður. - Vikan, það hefur mér skilizt að sé fjórði partur úr mánuði eða hvað, - drafar í manninum. - Já, það mun vera rétt, - svo er líka skóbúð hér úti á Vestur- brúargötu, sem heitir því nafni, og auk þess vikublað úti á íslandi. Það mun vera þriðja stærsta blaðið á því landi á eftir blöðum, sem heita Morgunblaðið og Tíminn, en það er nú ekki von að þér hafið heyrt þau nefnd. - Ónei. Þetta eru ekki þær bókmenntir sem ég hefi gert mér sérstakt far um að stunda. En ég kynntist einu sinni Qialdskarli sem gekk með svona blað í vasanum og las á kvöldin; það Mjóðaði mest allt um kvennafar hjá einhverjum blámannakóngi í Afríku og var að minni skoðun mjög þarflegt blað; þeg- ar ég var ungur var almenningur á íslandi mjög ófróður um kvennafar í Afríku. Annars má ég ekki vera að því að hafa viðtal við yður núna. Ég er með próförk, sem verður sótt eft- ir stundarkorn. Eg er vant við látinn, ég er það sem kallað er „upptekinn" á nútímamáli. Það dugir víst ekki annað en tala svo fólk skilji. Getið þér ekki komið seinna. Þá getum við kannske reynt að tala eitthvað saman, eða hvað er það annars, sem þér viljið vita? - Það var nú í sambandi við þetta safn, segi ég, og síðan verður það að samkomulagi að ég komi daginn eftir. Þá situr Jón ekki lengur frammi á stigapallinum, heldur er mér vísað inná rúmgóða skrifstofu og Jón situr þar við skrifborð, sem er álíka stórt og bflpallur. Það var enginn stóll við borðið utan sá, sem Jón sat í, og ég spurði hann, hvort ég mætti ekki fá lánaðan stól, sem var þar út við vegginn. - Nei, ég get því miður ekki leyft yður að lána stólana héðan. - Ég sagði: Má ég fá lánaðan stól? - Nú, sögðuð þér það. Þá hefur mér mis- heyrst. Ég bið afsökunar. Ég hef ótrú á mönnum sem rugla saman að lána og fá lánað. - Það hef ég líka. - Gott, þá erum við sammála. Ég hélt þér RÆTT VIÐ JON HELGASON PRÓFESSOR í ÁRNASAFNI 1960 EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON JÓN Ljósmynd: Gisli Sigurðsson Helgason við vinnu sína í Árnasafni sumarið 1960. „Ég tel sjálfsagt að þú skrökvir eins og þig iystir. Það er mikil og fögur íbrótt að skrökva rétt. En hinsvegar vil ég fara bónarveq að bér með eft- irfcrcnd^þOleaaur mer orð i munn, Þa hlífðu mér við nokkrum beim oröum sem aldrei taka eg mundi mer i munn. væruð úr Reykjavík. - Nei, ég er úr Biskupstungum. - Það er nú eitthvað annað. Það var dáindi til skamms tíma að heyra roskið fólk úr Bisk- upstungum tala. Þar var nú ekki aldeilis orð- fæðin. Og hógværð í orðum hefur hvergi verið meiri en þar. Hann mun hafa verið í Tungun- um bóndinn sem sagði við son sinn á kvöldin, þegar mál var komið að slökkva: Andaðu á týruna, drengur minn". Og þá svaraði sonur hans: „Reynt get ég að bera það við". - Koma margir gestir hingað? - Nei, sem betur fer - enda ekkert gert til að hæna þá að. Þeir sem eiga erindi finna staðinn fyrr eða síðar, og þeir skulu vera vel- komnir. En ég hef því miður lítinn tíma til að sinna túristum og ég býst ekki við því, að neinum þyki gott að láta tefja sig við vinnu sína. - Það er nú hérumbil ómögulegt fyrir ókunnuga að finna staðinn. Eg var svo klukkutímum skipti að þvælast um hólmann í leit að safninu. - Það þykir mér vænt um að heyra. Ég hef eindregið lagzt gegn því, að hér yrði sett upp skilti eða einhvers konar vegvísir til að ginna menn hingað. - Þér viljið fá að vera í friði yfir þessum gulnuðu blöðum? - Eg mundi fremur segja að ég væri nauð- beygður til þess. Hér eru til að mynda fimm bindi af Biblioteca Arna- magnæana í próförkum og álíka mörg af Editionibus Arna- magnæianis - við skulum reyna að bera okkur að beygja latínuna rétt - og þarna liggja ein fjögur bindi hálfköruð af handritaeftir- myndum, sem eiga að birtast í bókum; - ég á að heita ritstjóri að þessu, það fer um mínar hendur, og ég reyni að bæta um og benda á misfellur eftir því sem ég hef vit til. Ég hef ekki hátt mat á þeim ritstjóra, sem lætur sér nægja að taka við því sem honum er fengið og senda það frá sér í sömu mynd. Hér inni er lítið um stétta- skiptingu eða manngreinarálit, en ég reyni að fylgjast með í öllu, sem gert er, og leggja á ráð, og ef þau verða að einhverju gagni, er það helzt af því, að reynsla mín er orðin nokkuð löng. Svo langar mig stundum að gera eitthvað fyrir sjálfan mig. Eg geri mér vonir um, að héðan komi einar tíu bækur á þessu ári, og helzt fáein- um betur. Þær verða ekki til fyr- irhafnarlaust af sjálfu sér. En það er ekki von að þér hafið heyrt neitt um þetta, það er ekki siður að geta bóka héðan úti á íslandi. - Hafið þér nokkra trú á því að safnið verði flutt heim til Islands? - Nei, ég hef satt að segja enga trú á því. Ekki að svo stöddu. Tímarnir þurfa fyrst að breytast hjá því sem nú er. Ég hef ekki heldur orðið var við að íslending- ar hafi gert neitt til að undirbúa komu þess. Ekki neitt af viti að minnsta kosti. Hvað stoðar að láta skólabörn skrifa hópum saman undir askoranir að handritin séu send heim? Hver er líklegur til að taka mark á öðru eins? Það hefði verið meiri ástæða til að reyna að nudda upp einhverri vísindastarfsemi í landinu, sem gæti vakið traust og virðingu út á við. Og sömuleiðis hefði það verið gott afspurnar að byrja á því að taka handritunum á Lands- bókasafninu ærlegt tak. Þar eru meira en tíu þúsundir handrita, og þar á meðal fjöldinn all- ur, sem er að detta í sundur og grotna niður. En það kostar óhemju peninga að gera við illa farin handrit. Það þarf að nostra við hvert einstakt blað. - Það yrði talsverður kostnaður við Arna- safn ef það kæmi heim? - Talsverður kostnaður, mér skilst að í munni manns úr Biskupstungum muni það merkja ókjör af peningum. Ef svo er, getum við verið á einu máli. Það dygðu sízt minni peningar en fslendingar verja til að halda uppi heilu sendiráði í útlöndum, manni virðist einatt af tildri og hégómaskap fremur en af nauðsyn. Jón sýndi mér inní sjálfan helgidóminn, sem þó er ekki stór. Þar eru handritin geymd í nýsmíðuðum hillum og herbergið er eld- traust. Fyrir áhorfanda er það ekki tilkomu- mikið. Framan við skrifstofu Jóns er salur og þar var fólk að vinnu. Ungur maður með al- skegg var þar að semja einhverskonar skrá. Hann er fslendingur og heitir Stefán. Líklega gott efni í fræðaþul þegar tímar líða. Þar sátu líka belgísk hjón. Þau voru að þýða Hrafnkels sögu á móðurmál sitt og virtust áhugasöm. Jón sagði, að það færi mjög í vöxt, að útlend- ingar kæmu á safnið til þess að rannsaka eitt eða annað. Fyrir þremur árum var lítið hægt LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 26. JÚNÍ1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.