Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Qupperneq 5
arnöfn. En eftirfarandi sagnir segja annað. Langavatnsdalur lagðist í eyði eftir Svarta- dauða, því allir íbúar hans dóu úr þeirri sótt nema stúlka ein, sem Bjartey hét. Er hún var ein orðin lagði hún af stað til byggða og fór um Moidskörð, en þau eru á austurbrún dals- ins. Par leit hún yfír hann í síðasta sinn og á að hafa látið svo um mælt að þar skyldi ei framar þrífast byggð. Eftir það lá leið Bjart- eyjar suður um Borgarfjörð. Gekk hún þar bæ frá bæ án þess að hitta nokkra mannveru á lífí. Það var ekki fyrr en hún var komin suð- ur á Hvalfjai'ðarströnd að hún hitti karl og konu lifandi. Slóst hún í för með þeim og reistu þau síðan bú á Bjartcyjarsandi á Hval- fjarðarströnd. Sagnir hcrma, að fyrrum hafí verið búið á nokkrum jörðum í Langavatnsdal og á höfuð- býlinu Borg hafí verið kirkja, annexía frá Hít- ardal. Þurfti presturinn þar að fara þangað til tíðagjörða, en leiðin erfíð, því yfír fjallveg var að fara. Eitt sinn, á annan dag jóla, söng presturinn í Hítardal, er Guðmundur hét, messu að Borg. Eftir messu lagði hann af stað heimleiðis. Skall þá á stórhríð og varð prestur úti. Fannst lík hans undir steini í skarðinu milli Hafradals og Þórarinsdals. Hefur skarð- ið síðan verið nefnt Gvendarskarð. Svona sagnir lifðu góðu lífi og héldu við þeirri trú að mikill búskapur hefði verið í dalnum. Fjöldi bújarðanna var þó á reiki, en hljóp á tölunni 3-14. I jarðabók Páls Vídalíns og Arna Magnússonar sem samin var laust eftir aldamótin 1700 eru nefnd þrjú eyðibýli í Langavatnsdal, Borg, Vatnsendi og Hafurs- staðir. Er talið að Borg hafi staðið í miðjum dal, Vatnsendi við norðurenda vatnsins og Hafursstaðir fyrir mynni Hafradals. í hinni miklu ferðabók og Islandslýsingu Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, sem rituð var laust eftir 1750 er Langavatnsdals getið á þennan hátt: „Langavatnsdalur er harla fagurt hérað. Hann skerst upp í fjall- lendi Vestri-Skarðsheiðar, er 3-ja mílna lang- ur og liggur frá suðri til norðurs. I honum sunnanverðum er Langavatn, mikið vatn og fískisælt. Þar er mikill fjöldi álfta á sumrum á hólmum og töngum. Nú á tímum er Langa- vatnsdalur ágætis afréttur. Til forna var þarna kii-kjusókn með fjölda bæja. Byggðin lagðist í eyði í plágu þeirri, sem geisaði á Is- landi 1402-1404 og kölluð er Svarti dauði hér á landi.... Það gcgnir furðu að svo fagurt hér- að skyldi ekki byggjast á ný, þó að nágranna- bændurnir kysu heldur að nota það sem ókeypis afrétt fyrir búsmala sinn. Þegar við fórum um Langavatnsdal sumarið 1754 sáum við hin fornu tún standa þar í fullum blóma rétt eins og þau hefðu notið árlegrar umhirðu og áburðar". Á 18. öld voru hagir lands og þjóðar mjög bágbornir og ýmar hugmyndir ræddar sem gætu snúið dæminu við. Árið 1770 skipaði konungur nefnd til þess að rannsaka hag Is- lands og leggja fram uppástungur um úrbæt- ur. I erindisbréfi nefndarinnar var m.a. nefnt hvort ekki mætti byggja upp eyðijarðir og fomar eyddar sveitir. í því sambandi vom Langavatnsdalur og Geitlönd í Hálsasveit nefnd á nafn. Ekki er ljóst hvort nefndin hafi kannað þessar tillögur nánar, en efalaust hefur þetta viðhorf stjómvalda haft áhrif, því upp úr næstu aldamótum tóku ýmsir eyðidalir til fjalla að byggjast, þótt vitað væri að þar hefði ekki verið búið öldum saman. Svo var um Langavatnsdal. Harmsaga Sæmundar Pálssonar og fjölskyldu hans Vorið 1811 fluttu örsnauð hjón, Þorbjörg og Sæmundur Pálsson austan úr Árnessýslu í Langavatnsdal ásamt fjórum bömum. Tvö elstu börnin hétu Guðrún og Páll. Var Sæ- mundur fimmtugur, Þorbjörg fertug, Guðrún um tvítugt, en Páll nokkrum áram yngri. Ekki var bústofninn stór, nokkrar ær, hross og ef til vill kýr, en um það er ekki vitað. Um sumarið byggði fjölskyldan bæ og gripahús á litlum hól í miðjum dal, þar sem talið var að bærinn Borg hefði staðið. Eitthvað mun hafa verið heyjað um sumarið, veiði stunduð í vatn- inu og ber og fjallagrös tínd tii búdrýginda. Engar sögur fara af samskiptum þessa fólks við nágrannana, en efalaust hafa þessir fram- býlingar þótt litlir aufúsugestir þarna inni á afréttum byggðarmanna og menn frekar am- ast við þeim en stutt til lífsbjargar. Næsti vetur var mjög harður og fékk fjöl- skyldan á Borg að finna fyrir því. í apríl dóu tvö yngri börnin, drengur og telpa, úr kulda og kröm. Varla hefur tijáviður verið til í kot- inu, svo unnt væri að búa um þau í kistu. Því er líklegast að Sæmundur hafi lagt lík barn- anna á bak sér og flutt þau þannig að Staf- holtskirkju en þangað varð að flytja líkin til greftrunar því Borg tiiheyrði þeirri sókn. Þótt þessi sorg hefði sótt heimilið að Borg heim hafði hún engin áhrif á búsetu fólksins. Næsta sumar var kalt og lítill heyfengur að hausti. Veturinn var harður og jarðbönn í dalnum. I febrúar drapst eldurinn í hlóðunum á Borg, og fór Sæmundur þá að Grísartungu, sem var næsti bær, til að sækja eld en á heim- leiðinni varð hann úti í hríðarveðri. Þegar mæðgurnar fór að lengja eftir bónda, fór Guð- rún að Grísartungu og fékk sannar fréttir af föður sínum. Var hafin leit og fannst lík Sæ- mundar vestur á Staðartungu átta dögum síð- ar. Þessar hörmungar buguðu ekki Þorbjörgu, heldur ákvað hún að búa áfram í dalnum. Fjölskyldan gat þraukað af sumarið og fyrri hluta næsta vetrar, en er kom fram á útmán- uði var allur matur upp urinn á heimilinu. Var Guðrún þá send að Hlíð í Hörðudal eftir mat- arbjörg. Einhverja úrlausn fékk hún þar, en á heimleiðinni gekk hún fram á hest sem hún tók með sér heim. Þar var hann drepinn stuttu síðar. Þegar hestsins var saknað féll gmnur á Guðrúnu. Var þá farið að Borg og gerð þjófaleit. Fannst kjötið af klárnum graf- ið í snjóskafl. Var þá ekki eftir neinu að bíða, mæðgumar og Páll vora handtekin og flutt sem sakamenn til sýslumannsins í Síðumúla í Hvítársíðu. Þar var þingað og dæmt í málinu. Refsing Þorbjargar var 30 vandarhögg, Guð- rún hlaut 20 en Páll litli slapp fyrir æsku sak- ir. Þar með lauk þessari harmsögu. Ekki er mér kunnugt um hvaða örlög biðu þessa fólks eftir þetta. Ef til vill á einhver les- andi þessarar greinar ættir að rekja til þeirra Sæmundar og Þorbjargai’. (Heimild: Jón Helgason Islenskt mannlíf I) Ekki hafa fleiri reist bú í Langavatndal eft- ir daga Þorbjargar, enda hafa Mýramenn not- að hann sem afrétt fyrir búsmala sinn frá þeim tíma. En það voru íleiri en Sæmundur Pálsson sem heilluðust af Langavatnsdal. Vorið 1898 keypti franskur barón Gauldrec Boilleau stór- býlið Hvítárvelli í Borgarfirði. Hann reisti veiðihús við Langavatn og mun hafa dvalið þai- eitthvað við silungsveiðar. Tvö nöfn við vatnið era kennd við hann, Barónsvík, þar sem húsið stóð, og Barónsklettur, en þar vai- hans vinsælasti veiðistaður. Dvöl barónsins hér á landi var aðeins í þrjú ár. Leiðir til Langavatnsdals Eins og fyrr er nefnt hefur alfaraleið legið um dalinn frá landnámstíð allt til þessa dags. Nú eiga þar ekki lengur leið herflokkar í víga- hug, heldur friðsemdarmenn á skemmtiferð, við veiðiskap eða við smölun sauðfjár og hrossa. Fyrir allmörgum ái-um var leiðin frá Svignaskarði í Borgarhreppi inn á Langa- vatnsdal gerð ökufær öllum farartækjum og síðan hafa margir skotist þangað dagstund á sínum heimilisbíl. Þótt leiðin sé ekki nema 13 km löng er ýmislegt forvitnilegt að sjá og skoða því farið er um þekkta staði úr Egils- sögu. Frá túninu í Svignaskarði, sem fyrrum var eitt af stórbýlum Borgarfjarðarhéraðs, en er nú í eigu Iðju, félags verkssmiðjufólks, liggur vegurinn yfir Geitás, og framhjá orlofs- húsum félagsins, sem reist hafa verið innan um skógarkjarrið í ásnum. Þá er skammt að eyðibýlinu Gljúfurá. Þaðan liggur svo leiðin að ánni Gljúfurá og meðfram henni alllangan spöl. Þá er komið að Tandraseli, öðra býli, sem fór í eyði 1942. Þótt sú jörð hafi ekki þótt kostamikil fyrrum, bjó þar merkismaðurinn Jón Sigurðsson um miðja síðustu öld. Var hann kjörinn á þingmaður Mýramanna, þegar alþingi var endurreist 1845. Frá Tandraseli liggur leiðin aftur að Gljúfurá og yfir hana á brú. Rétt hjá brúnni er lítill hóll við veginn, sem heitir Þinghóll. Smá brekka liggur að hólnum að sunnan. Á honum eru hlaðnii’ grjótgarðar, sem flestir era hrandir til grunna. Þar stóð skilarétt Borghreppinga fram undir 1930, en þá var hún flutt að Svignaskarði. En þessi staður á sér aðra og merkari sögu eins og nafn hans bendir til. Til foma var þar einn af þremur þingstöðum í Vestfirðinga- fjórðungi og var þingað þai’ í hartnær tvær aldir, eða þar til þingstaðurinn var fluttur um miðja 12. öld suður á bakka Hvítár nálægt því er Þverá fellur í Hvítá og var þá kallað Þver- árþing. I Egilssögu og Gunnlaugs sögu ormstungu er getið um þinghald á þessum stað. Egils- saga greinir frá deilum Þorsteins á Borg og Steinars bónda á Ánabrekku. Mættu þeir fjöl- mennir til þings. Voru menn vopnaðir og til alls vísir. Þótt Þorsteinn væri voldugri, var óvíst um úrslit á þinginu, en þá barst honum óvæntur liðsauki. Upp með ánni kom stór flokkur manna ríðandi. Er nær dró báru menn kennsl á Egil föður Þorsteins sem þá var fluttur suður að Mosfelli í Mosfellsdal. Hafði hann frétt af vandræðum sonar síns og kom honum nú til hjálpar með sveit vígra manna, átta tigu alls. Þurfti nú ekki að spyrja að leikslokum. Þorsteinn bar sigur af hólmi. I Gunnlaugssögu segir frá för Þorsteins er hann reið einn vordag á Þinghól til að hlaða upp búðarveggina, sem vora fallnir mjög. Með í för var Bergfinnur austmaður, sem hafði verið í vist hjá Þorsteini um veturinn. Er á leið daginn, tók Þorstein að syfja. Hall- aði hann sér útaf og sofnaði. Þá dreymdi hann drauminn fræga, um álftina og fuglana þijá, sem samkvæmt ráðningu Bergfinns sagði fyr- ir um ástir og örlög Helgu dóttur hans er þá var ófædd. Handan við brúna á Gljúfurá liggur vegur- inn upp brattar og sneiðóttar bekkurnar í átt að Grísartungu. Grísartunga hefur verið í eyði í rúmlega 60 ár og engan fýsir nú að hefja þar búskap. En Skallagrímur leit málið öðrum augum. í Egilssögu segir svo: „En er fram gekk mjög kvikfé Skallagríms, þá gekk féit upp til fjalla allt á sumram. Hann fann mikinn mun á að það fé varð betra og feitara, er á heiðum gekk, svá þat, að sauðfé helst á vetr- um í fjalldölum, þótt eigi verði ofan rekið. Síð- an lét Skallagrímur gera bæ uppi við fjallið og átti þar bú; lét þar varðveita sauðfé sitt. Það bú varðveitti Gríss, og við hann kennd Grísar- tunga. Stóð þá mörgum fótum fjárafli Skalla- gríms“. Þegar efstu brekkubrúnum fyrir ofan Grís- artungu hefur verið náð opnast mikið og fag- urt útsýni. Lágsveitir Borgarfjarðarhéraðs blasa við augum og yfir þeim gnæfir fjalla- hringurinn í suðri og austri. I augum okkar nútímamanna er Grísartunga afskekktur staður og fjarri alfaraleið. En svo var ekki fyrr á tíð því þá lá fjölfarin ferðamannaleið þar um. I veglausu landi, eins og Island var allt fram á þessa öld, urðu menn að velja sér auðveldustu leiðirnar mUli landshluta. MikU viðskipti fóru fram mUli fólks í uppsveitum Borgarfjarðar og verstöðva á utanverðu Snæ- fellsnesi þegar famar voru skreiðarferðir vestur undir Jökul. Greiðfærasta leiðin þar á mUli lá með fjöllum, því þar var þurrast. Frá Grísartungu liggur leiðin meðfram Gljúfurá, yfir Langá á Heiðarvaði og ofan eftir Hraun- dal í Álftaneshreppi. Nefndist hún Skarðs- heiðarvegur hinn nyrðri. Vegurinn liggur utan með Staðarhnúk að austanverðu og hallar brátt ofan í Langa- vatnsdal. Innan stundar er komið að Beylá og yfir hana er farið á brú. Fyrrum vora fallegar grundir við vatnið þar sem áin fellur í það, en fyrir nokkram áratugum var byggð stífla við útfall þess og vatnsborð þess hækkað tU að jafna vatnsrennsli Langár tU hagsbóta fyrir laxveiðimenn. Þá fóru þessar grundir undir vatn og var að því mikUl skaði. BUvegurinn nær að gangnamannahúsinu við vatnið, en það stendur á brekkubrún fyrir botni Baróns- víkur. Eg hef nú lýst að nokkru greiðfærstu leið- inni að Langavatni, en um aðrar leiðir er einnig að ræða. Frá bænum Grenjum í Álfta- neshreppi liggur ökuleið eftir Grenjadal, með- fram Langá að norðanverðu. Önnur jeppaslóð liggur eftir gömlu þjóðleiðinni frá bænum Hraundal í sama hreppi og eftir samnefndum dal, að gangnamannahúsi Álfthreppinga, sem er við Sandvatn skammt fyrir sunnan Kvíg- indisdal. Ef menn kjósa að ferðast gangandi á þessar öræfaslóðir má nefna þrjár leiðir. Fara frá Hreðavatni í Norðurárdal, norðan við yikra- fell og síðan meðfram Beilá að vatninu. Önnur áhugaverð gönguleið er frá Hítarvatni, eftii’ Þórarinsdal, yfir Gvendarskarð og ofan í Ha- fradal. Þaðan út dalinn að vatninu. Þriðja leið- in er gamla þjóðleiðin um dalinn. Þá er lagt upp frá Hörðudal í Dalasýslu og haldið suðm’ Laugadal. Þaðan liggur leiðin upp í Sópanda- skarð, sem er vestan við Víðimúla og ofan í Langavatnsdal. Síðan eftir honum endilöng- um að bílveginum við Barónsvík. Á síðari tímum hafa frístundir fólks aukist. Margir hafa notað þær til nánari kynna af landinu okkar og fara þá í langar og erfíðar ferðir í því skyni. En þá vill oft gleymast, að skammt frá alfaraleið eru margir áhugaverðir staðir sem hafa sögu að geyma og búa yfir þeirri náttúrafegurð, sem leitað er að. Langa- vatnsdalur og nágrenni hans er slíkur staður. Tilgangur þessarar greinar er að benda les- endum á það. HORFT í norður af Langavatnsmúla. FORNAR götur í dalnum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JÚLÍ 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.