Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Síða 12
FRUMFLUTT MESSA EFTIR STADARTONSKALD 1 SKALHQLTI
TÓNEFNI AÐ HLUTA TIL SÓTT
í GUFUDALS-GRALLARANN
A Sumartónleikum í Skálholtskirkju um helgina verður
frumflutt messa eftir Tryggva M. Baldvinsson. MARGRET
SVEINBJÖRNSDQTTIR ræddi við Tryggva.
AÐ er rjómablíða þegar blaðamaður
rennir í hlað í Skálholti. Ut um opinn
glugga í Skálholtsbúðum berst
margradda söngur, „Kyrie eleison,
kyrie eleison..." Uti fyrir stendur ungur mað-
ur á stuttbuxum og strigaskóm, staðartón-
skáldið Tryggvi M. Baldvinsson. „Þau eru að
æfa erflða kaflann," segir hann og bendir í átt
að glugganum.
Tónskáldið og blaðamaðurinn læðast inn í
■Oddsstofu, þar sem Sönghópurinn Hljómeyki
æfir nýtt verk Tryggva, Missa eomitis gener-
osi, sem hann hefur samið sérstaklega fyrir
Hljómeyki til flutnings á Sumartónleikum í
Skálholti nú um helgina. Það er ekki ónýtt
fyrir stjómanda og kór að geta ráðfært sig við
tónskáldið um túlkunina á verkinu. „Tryggvi,
hvað fínnst þér? Eigum við að gera þetta
svona?“ kallar stjómandinn, Bemharður
Wiikinson, aftur í salinn til staðartónskálds-
ins. Málið er rætt og vöngum velt - og svo
komast tónskáld, stjórnandi og söngfólk að
sameiginlegri niðurstöðu.
Tryggvi er annað tveggja staðartónskálda í
Skálholti þetta sumarið. Hitt staðartónskáldið
er Snorri Sigfús Birgisson og verður verk eft-
ir hann frumflutt laugardaginn 24. júlí nk.
„Það er mjög gaman og mikill heiður að fá að
vera staðartónskáld," segir Tryggvi. Hann
segist ekki hafa byrjað af krafti að semja
messuna fyrr en um það leyti sem skóla lauk í
vor en auk þess að starfa að tónsmíðum er
Tryggvi deildarstjóri tónfræðigreina við Tón-
listarskólann í Reykjavík og stjórnandi
Lúðrasveitar verkalýðsins og hefur því í mörg
hom að líta. Síðastliðna tvo mánuði hefur
hann hins vegar unnið stíft að smíði verksins.
Tryggvi segir meginhugmyndina að baki
messunni vera þá að skapa heild; lítinn heim,
þar sem áheyrendur geti dvalið þá stund er
flutningurinn tekur, fjarri amstri hversdags-
ins. Ferðalagið hafi upphaf og endi, en ferðin
sjálf sé í höndum hvers og eins er á hlýði.
„Þetta em engar stórar formúlur, ég sá fyr-
h' mér að fólk gæti sest inn og hlustað og
þyrfti ekki að hugsa um neitt nema að hlusta.
Eg er ekki með neina stæla í þessu, nema
kannski pínulítið í sólóverkunum, þau era óm-
stríðari en kórkaflamir," segir Tryggvi.
Morgunblaðið/Þorkell
Tryggvi M. Baldvinsson.
Tónefnið segir hann að hluta til sótt í
sekvensíu eina úr Gufudals-grallaranum, sem
ritaður var um 1460. Sekvensían gengur undir
nafninu comitis generosi og er kennd við
Magnús Orkneyjajarl en upphaf allra messu-
þáttanna í messu Tryggva er sótt í upphafs-
tóna áðumefndrar sekvensíu. „Einnig má
heyra fjölmörg önnur brot úr þessari
sekvensíu sem og úr tvísöngnum Nobilis
humilis, sem einnig ber nafn heilags Magnús-
ar, víða í messunni," segir tónskáldið. Tryggvi
SEKVENSÍA ORKNEYJAJARLS
Messa Tryggva M. Baldvinssonar, sem verður frumflutt
í dag á Sumartónleikum í Skálholti, er að hluta til
byggð á sekvensíu Magnúsar Orkney|ajarls. NJALL
SIGURÐSSON segir hér frá þessari sekvensíu.
m
ijtiá itœtúprutrpi- abegtrl$etnq
' -<*«...
ÚQmaíc Éík mcrmrtnáptettUjíZ
áptpr mm& öiazefiiimir
PE33C
mozmntk mltmpitlmnm,
Jflfi?
Wmeritv
imnnm tm pa? rrpmh tm racm;
úati
tr 1
'áfc
m
Ljósmynd/Det Arnamagnæanske Institut. Suzanne Reitz. Elin L. Pedersen.
Skinnblað úr grallara frá Gufudai (Graduale Gufudalense) með hendi Jóns Þorlákssonar.
Neðst er upphaf sekvensíu Magnúsar Eyjajarls.
MAGNÚS hét maður og
var Erlendsson. Hann
var uppi um aldamótin
1100 og lifði nokkuð
íram á 12. öld. Magnús
jarl í Orkneyjum, frá
honum, forfeðrum hans
og öðrum Orkneyingum
er sagt í Orkneyjasögu sem skrifuð var á ís-
landi um eða fýrir 1200. Honum var ráðinn
bani af Hákoni jarli Pálssyni og var Magnús
drepinn í upphafi 12. aldar, sennilega um
1115-1117.
Magnús Orkneyajarl var einn fárra manna
norrænna sem teknir vora í helgra manna
tölu. Tveimur áratugum eftir andlát hans var
hann lýstur helgur maður og barst helgi hans
til Islands um aldamótin 1200. I annálum er
heimild fyrir því að hluti af helgum dómi hans
’ (þ.e. líkamsleifum) hafí árið 1298 verið fluttur
frá Orkneyjum til Skálholts. Heilagur Magn-
ús var talsvert dýrkaður hér á landi, einkum á
síðari hluta miðalda frá 14. öld. Hann var
aukadýrlingur nokkurra kirkna sem honum
voru helgaðar, flestar á Norðurlandi og Vest-
urlandi. Messudagar heilags Magnúsar era
tveir, Magnúsmessa hin fyrri, 16. aprfl (and-
látsdagur), og Magnúsmessa hin síðari, 13.
desember (upptökudagur, þegar bein dýr-
lingsins vora upp tekin og lögð í skrín). Á
þessum dögum var sungin messa heilags
Magnúsar og hefur sá messusöngur varðveist
í íslenskum nótnahandritum frá miðöldum.
Hér á eftir verður einkum gerð að umtalsefni
sekvensían „Comitis generosi..." sem sungin
var á Magnúsmessu. Til skýringar skal nefnt
að sekvensía er einn af breytanlegum (propri-
'um) liðum messunnar og er sungin næst á
undan guðspjalli. Til söngs á messudögum
norrænna og íslenskra dýrlinga vora ortir á
latínu sekvensíutextar sem efnislega voru
tengdir viðkomandi dýrlingum. Má í þessu
sambandi nefna sekvensíur til söngs á Þor-
láksmessu og Ólafs messu Haraldssonar sem
varðveittar eru í íslenskum miðaldahandrit-
um.
Þegar séra Bjarni Þorsteinsson var að safna
þjóðlögum og viða að sér efni í sitt mikla rit ís-
lensk þjóðlög, sem út var gefið á áranum
1906-1909, rannsakaði hann meðal annars
talsvert af íslenskum skinnhandritum með
^kirkjusöng frá miðöldum. Þekktast þeirra er
- handrit Þorlákstíða, sem Róbert A. Ottósson
rannsakaði enn frekar síðar á öldinni og skrif-
aði um doktorsrit árið 1959. Ástæða er til að
draga hér fram nokkur atriði sem fram koma í
þjóðlagasafni séra Bjarna varðandi söng á
Magnúsmessu og um handrit þar sem sá söng-
ur er varðveittur.
1
Á 15. öld var uppi hér á landi mikill lista-
skrifari kaþólskra kirkjusöngbóka. Nafn hans
er þekkt af skinnblaði með tvírödduðum
messusöngvum í handritasafni Ama Magnús-
sonar. Auk latneska textans, sem skrifaður er
á blaðinu undir tvísöngsnótum, hefur skrifar-
inn sett á milli nótnalínanna talsvert langa
klausu á íslensku. Þar segir hann deili á hand-
ritinu og sjálfum sér og hefst textinn með
þessum orðum; „Jón Þorláksson hefur skrifað
þessa bók...“ Undir lok textans kemur einnig
fram ártalið 1473. Jón þessi Þorláksson var af-
kastamikill og listfengur skrifari, hann kemur
víðar við sögu skinnblaða sem varðveist hafa
úr kaþólskum messusöngsbókum en séra
Bjarni gerði sér grein fyrir.
2
Handritasafnarinn mikli, Árni Magnússon,
eignaðist skinnbækur með kirkjusöng. Þeirra
á meðal vora heillegar bækur, handritabrot og
skinnblöð úr messusöngs- og tíðasöngsbókum
sem skrifaðar vora hér á landi á miðöldum,
sumar listavel skrifaðar með marglitum upp-
hafsstöfum og fagurlega lýstar. Árni gerði sér
ekki grein íyrir menningarlegu verðmæti
þessara bóka, einkum söngvanna sem þar
vora skráðir með nótum. Hann lét skera slíkar
bækur niður miskunnarlaust og nota skinn-
blöðin úr þeim sem bókbandsefni utan um
önnur handrit í safni sínu. Ef Árni rakst á
söngva sem tengdust helgi norrænna eða ís-
lenskra dýrlinga skrifaði hann textana upp
nótnalausa áður en skinnbækurnar eða hand-
ritabrotin voru skorin niður í blöð og notuð í
bókband. Þegar séra Bjarni vann að handrita-
rannsóknum í Árnasafni á áranum 1899 og
1904 taldi hann að yfir 130 handrit í safninu
væru bundin inn í kápur úr skrifuðu perga-
menti í latneskum söngbókum með nótum.
3
Samkvæmt minnisgreinum Árna Magnús-
sonar komst séra Bjarni að raun um að Árni
hafði meðal annars eignast tvær messusöngs-
bækur frá miðöldum skrifaðar á skinn í stóru
folio-broti. Önnur var frá Skarði á Skarðs-
strönd og hin frá Gufudal í Gufudalssveit.
4
I textauppskriftum Ama Magnússonar fann
séra Bjarni nótnalausan texta sem sunginn
hafði verið á Magnúsmessu Eyjajarls. Um
þetta segir séra Bjarni: „Þessi tíðasöngur á
Magnúsmessu hefur allur verið með nótum í
Skarðsbók þeirri, er Árni skrifaði textann eft-
ir... En Árni var enginn söngmaður né söng-
bókavinur, og hefur því sleppt nótunum, en
aðeins skrifað upp textann. Skarðsbók þessi er
án efa glötuð fyrir löngu...“ Síðan birtir séra
Bjarni fjögur fyrstu erindin af latneskum
texta sekvensíunnar sem sungin var á Magn-
úsmessu.
. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JÚU 1999