Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 10
MYNDIR OG TEXTI: GÍSLI SIGURÐSSON Upphaflegt pakkhús Gramsverzlunar, síðar verzlunarhús Tang & Riis, Verzlun Sigurðar Agústssonar og nú síðast skrifstofuhús útgerðarfyrirtækisins Sig Agústssonar ehf, er 109 ára gamalt en stendur engu að síður með fullri reisn og hefur í tíð núverandi eigenda gengið í endurnýjun lí ífdaganna. Þar blandast saman gaml li tíminn og nútíðin á undursamlegan hátt. STYKKISHÓLMUR er einn fárra bæja á íslandi sem eiga einhveija umtalsverða auðlegð gamalla húsa og hafa haldið þeim við. Af þessari ástæðu hefur elzti hluti Stykkis- hólms sérstakt svipmót sem gefur bænum menningarlega ásýnd, en þar að auki nýtur bærinn þeirra hlunninda að sjálft bæjarstæðið er frábærlega tilbreytingarríkt og fagui-t. Elzta húsið á staðn- um er Norska húsið sem Árni Thorlacius lét reisa 1832. Af öðrum merkum og virðulegum húsum má nefna Egilsenshús og Clausenshús sem hafa verið fagurlega gerð upp; einnig gömlu kirkjuna og síðast en ekki sízt það hús sem um langan aldur var miðstöð verzlunar í Stykkishólmi og hýsir nú skrifstofur út- gerðarfyrirtækisins Sig. Agústssonar ehf. Eitt er að varðveita og halda við gömlum og sögufrægum húsum, annað að fínna þeim heppi- legt hlutverk, en þriðji vandinn gæti verið að láta nútíðina með öllum sínum tölvum og ný- tízku tólum falla að hinum gömlu viðum. Einmitt það hefur tekizt og þessvegna þykir ástæða til að benda á þetta fordæmi sem sýnir bæði smekkvísi og einstaka ræktarsemi. Að utanverðu er húsið með einföldu sniði og ber með sér að því var ekki upphaflega ætlað að verða sérstök skrautfjöður við miðpunkt bæjar- ins. Það er með risi, klætt þunnum tréskífum eins og tíðkaðist snemma á öldinni og málað rautt. Athygli aðkomumanns vekur þó ekki sízt stórt skilt á framhliðinni og stendur á því TANG & RIIS, en á litlu koparskilti er nafn fyr- irtækisins Sig Agústsson. Umhverfi hússins er kapítuli út af fyrir sig og ekki kemur á óvart að húsráðendur hér fengu 1. verðlaun í umhverfissamkeppni sem blaðið Skessuhorn efndi nýlega til á Vesturlandi. Þá var fegrunarátak við húsið nýafstaðið; bílastæð- in voru hellulögð og malbikuð, lóðin tyrfð og á grasflöt sem snýr út að höfninni var reist 14 m hátt skipsmastur; eftirlíking sem smíðuð var í lítilli skipasmíðastöð á Sjálandi. Það stendur þama eins og hvert annað listaverk, en um leið með tilvísun til gamallar siglingatækni og vinnu- bragða. Grasflötin er síðan römmuð inn, ef svo mætti segja, með svo vel hlöðnum grjótgarði að hann er sérstakt augnayndi. Garðurinn var hlað- inn í sumar; grjótið sótt í Amarstaðaland í Helgafellssveit, en hleðslumennimir, starfsmenn hjá fyrirtækinu Bimi og Guðna, em þaulvanir og sjást handaverk þeirra víðar. Forsaga þessa húss er sú að Sveinn Jónsson, föðurbróðir Sveins Bjömssonar forseta íslands, byggði húsið 1890, þá sem pakkhús fyrir Grams- verzlun. Hún stóð nánast á sama stað, náði út á bakkann þar sem mastrinu góða hefur verið komið fyrir. Þetta var þá selstöðuverzlunin í Stykkishólmi. Seinna kaupir Leonard Tang eign- ir Gramsverzlunar, en hafði áður keypt eignir Clausensverzlunar. Sjálfur bjó Leonard Tang úti í Danmörku og er ekld vitað til þess að hann hafi nokkm sinni ráðizt í ferð á þennan verzlunarstað sinn. Þar hafði hann þó umboðsmann og sá hét Arni Riis. Arið 1912 gerðist það að verzlunarhús Tangs brann. Þá var innréttuð til bráðabirgða búð í pakkhúsinu. Þá hafði Agúst Þórarinsson verið verzlunarmaður hjá Tang um 11 ára skeið og síðar varð hann verzlunarstjóri. Hann var bróðir séra Ama, sem prestur var hjá ,vondu fólki“ sunnan við fjallgarðinn, og jafnframt var hann faðir Sigurðar Agústssonar, kaupmanns og al- þingismanns í Stykkishólmi. A árinu 1918 varð Arni Riis sameignarmaður Tangs og síðan þá er skiltið góða á forhliðinni með TANG & RIIS. Raunar var fyrirtækið miklu meira en verzlun. Það rak sláturhús og út- gerð ásamt með fisksöltun og vom útibú á Skóg- amesi í Miklaholtshreppi og á Hellissandi. í húsi Tang & Riis í Stykkishólmi má enn sjá merki þess að þar vora sauðfjárafurðir með- höndlaðar. Norðanmegin á loftinu má sjá fjölda króka á þverbitum undir súðinni; þar heitir enn Kjötloftið og var kjöt hengt á krókana. Sunnan- megin, þar sem nú er fundarsalur Sig. Ágústs- sonar, heitir Ullarloftið og var eins og nafnið bendir til ullargeymsla. Sekkjavara var hinsveg- ar geymd og afgreidd í kjallara hússins. ► Þannig er umhorfs þegar komið er inn í húsið á neðri hæðinni. Á staðnum er þetta kallað an handskrifaðar verzlun 0 Hi itl T 4 Óvenjulegt „skrifstofulandslag". Næst borði með tölvu er burðarsúla jafn gömul húsinu og á henni hangir hákarlaífæra. Skrifstofa Rakelar Olsen er í suðurenda hússins á efri hæð. 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. SEPTEMBER 1999 +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.