Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 16
OFIÐ MEÐ TÖLVUM Ef farið er inn á Netið úir og grúir af alls kyns upp- lýsingum og heimasíðum f/rirtækja. Þar má finna allt frá heimasíðum skrúfu- framleiðanda til upplýs- ingavefs bandarísku geim- ferðastofnunarinnar. En listina má einnig finna þar inni. ÞÓRHALLUR MAGNUSSON ræddi við tvo íslenska listamenn sem unnið hafa veflistaverk á Netið, þær Kristrúnu Gunnarsdóttur og Katrínu Sigurðardóttur. ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem ný listform spretta fram. Það hefur hins vegar gerst nokkrum sinnum á rúmri öld og má þar nefna til sögunnar Ijósmyndir, kvikmyndir, póstlist, vídeólist, leysigeislalist eða ijóslist, miðl- unarlist, og þar fram eftir götun- um. Þessar nýjungar hafa fylgt framþróun tækninnar og segja má að um leið og einhver nýjung verði á sviði hennar, sé listamaðurinn kominn fyrstur á staðinn til að athuga hvaða eiginleika hin nýja tækni hefur og hvað gera megi með henni. Fyrir nokkrum árum fædd- ist VeraJdarvefurinn á Netinu en það er sjálft töluvert eldra. Um var að ræða nýjung þar sem áður óaðgengilegar upplýsingar hins al- þjóðlega tölvunets birtust á þægilegu viðmóti myndrænna og notendavænna vafra. Tilraun- ir með hvað gera mætti með þessa tækni sem miðil fyrir skapandi hugmyndir létu ekki á sér standa. Ails kyns þreifingar hófust þar sem reynt var á gagnvirk tengsl skapandans og skoðandans og má í því sambandi nefna eitt af Veflistaverkið Samspil eftir Kristrúnu Gunnarsdóttur. elstu verkum Vefsins frá árinu 1996. Verkið er eftir Douglas Davis og heitir Lengsta setn- ing í heimi en í því geta skoðendur bætt enda- laust við setningu sem hefur verið á Vefnum síðan 1996. Eina skilyrðið er að setja ekki punkt og að fylgja helstu reglum setninga- fræðinnar. Setningin er ennþá að lengjast og fullyrða má að hún sé nú örugglega orðin sú lengsta. Kenningar Walters Benjamins á því hvern- ig ný tækni til listsköpunar breytir listinni sjálfri og hugmyndum okkar um hana eru vel þekktar. Hann fjallaði um hvemig tækni fjöldaframleiðslunnar fær listaverkið til að missa áru sína. Stuttu síðar ritar samlandi hans, leikritaskáldið Bertolt Brecht, ritgerð um það hvemig tækni eins og útvarp (og sjón- varp, en það kom fram síðar) hefur innbyggt í sér vissa möguleika á fasískum heilaþvottar- aðferðum. Að mati Brechts er eitthvað at- hugavert við slíkan einstreymismiðil þar sem allar upplýsingar renna beint úr útvarpstæk- inu og í hlustandann án þess að hann eigi nokkum kost á að bregðast við því sem hann heyrir. Fólk fór fljótlega að gera sér grein iyrir þessu og það var með vídeólistaverkum Kóreumannsins Nam June Paik - sem sjálfur kom úr ríki málfrelsishafta - að tilraunir vora gerðar af alvöra með tvístreymismöguleika Ijósvakamiðlanna. Þessar tilraunir með þátt- töku áhorfandans og gagnvirkni urðu mjög al- gengar á áttunda áratugnum og jukust ef eitt- hvað er á þeim níunda. Það er hins vegar með tilkomu Netsins að sprengingin verður. Um allan heim fer fólk að kanna hina sérstæðu eiginleika hins nýja miðils og uppgötva að hér er kominn miðill sem veitir okkur allt aðra rýmisskynjun þar sem tjáningarhættir fólks taka stökkbreytingu og alls kyns sálfræðileg fyrirbæri eins og margbrotið og speglað sjálf, breytilegar samsemdir og hugmyndir um nýja þjóðfélagsskipan sem jaðra við stjóm- leysi koma fram. Enginn veit nákvæmlega hvað er að gerast á Netinu og ómögulegt er að hafa yfirsýn yfir það sem þar kemur fram. Þó að Vefurinn sé að mestu leyti notaður í kynningarskyni, við verslun og menntastofnanir, þá er töluvert mikið að gerjast í því sem kalla mætti veflist. Vefurinn er hins vegar rými þar sem enginn situr við stjómvölinn og því geta alls kyns fyr- irbæri fengið að þróast án afskipta yfirvalda eða útilokunar frá svokallaðri menningarelítu. A Vefnum á sér stað mikil gróska þar sem listamenn, gagnrýnendur, og skoðendur úti um allan heim standa í rökræðum um málefni tekin fyrir í vefverkunum. Landfræðileg staða skiptir hér engu máli þar sem heimurinn er rafheimur en ekki raunheimur og þangað kemst maður hvaðan úr veröldinni sem er. Á ferðalagi wm heima vefsins Þó að við íslendingar búum í fámennu þjóð- félagi með stjómvöldum sem oft era æði svifasein í að átta sig á mikilvægi menntamála og lista er ekki svo farið um einstaklinga inn- an þess. Hér varð Netið strax mjög vinsælt og fólk fór að nota það eins fljótt og tæknin gaf kost á. Kristrún Gunnarsdóttir er einn af frumkvöðlum listar á Netinu hér á Islandi. Hún hefur staðið í ýmiss konar tilraunastarf- semi með gagnvirk listform og má þar nefna gjöming á margmiðlunarsýningunni Drápu á listahátíð Reykjavíkur 1996 þar sem fram- kvæma átti gagnvirkan tónlistargjörning í samstarfi með Art House í Dublin. Hljómsveit á Islandi átti að spila í beinni útsendingu með tónlistarmönnum sem staddir voru á svipaðri uppákomu á Irlandi. Boðið var helstu fram- mámönnum þjóðfélagsins, þ.á m. mennta- málaráðherra, til að sjá undrið. I prafunni fyrr um daginn náðist gott samband og til- raunin tókst, en - og þar koma takmarkanir tækninnar inn - þegar spila átti síðar um kvöldið, fyrir fullu húsi af fólki, lét tæknin á sér standa og ekkert samband náðist. Kristrún þurfti að aflýsa gjömingnum og seg- ir það hafa verið vandræðalega uppákomu. Fyrstu tilraunir Kristrúnar með list á Vefn- um birtust árið 1996 en þá sótti hún, ásamt nokkrum öðrum, um styrk til að búa til vit- undarvera sem átti að búa í rafheimum Nets- ins. Þau fengu styrk, en ekki nógu háan, svo að úr varð að þau forrituðu eyra verannar sem heyrði inni á Netinu. Verkefnið hét The Ear og var eins konar hlustandi sem „hlust- aði“ á það sem skoðendur verksins rituðu inn í viðeigandi glugga. Þessa dagana er Kristrún að störfum fyrir Landsbókasafn Islands, Háskólabókasafnið, en þar vinnur hún við að hanna viðmót Sagna- netsins sem er vefur er geyma á úrval ís- lenskra handrita, Ijósmyndað og fært á staf- rænt form. Þar hittir undirritaður hana til skrafs innan um suðandi tölvur og stóra skjái. Kristrún er menntuð í listum í Kalifomíu en hvað er það sem heillar hana við veflistina? „Það sem mér finnst mest spennandi við þennan miðil er tilfinningin fyrir því að verið sé að ferðast þegar þau era skoðuð. Maður les vefverk allt öðruvísi en málverk. Þegar vef- verk era lesin er augað sífellt að leita að teng- ingum og spumingin kemur sífellt upp í hug- ann: hvert leiðir þessi tenging? Þetta er eins og að vera landkönnuður. í málverkinu eru íkon og tákn sem áhorfandinn þarf að túlka með ímyndunarafli sínu, en í vefverkinu era um tákn að ræða þar sem smellt er á þau og þau leiða beint inn á annan veraleika eða táknheim. I viðmóti vefverksins, sem er sam- tímis verkið sjálft, er sífellt verið að leita að inngönguleiðum í verkið og ókönnuð svæði þess.“ Kristrún segir þetta vera hluta af því sem hún sé að fást við í sambandi við Sagna- netið, en það er að hanna viðmót sem era ein- föld, smekkleg og auðveld til notkunar. Fram hafa komið tillögur um algilda staðla í við- mótahönnun, en slíkt segir Kristrún vera stórhættulegt og eyðileggja allt sem heitir skapandi hugsun og nýjungar í upplýsinga- hönnun. Hér koma veflistamennirnir og hönn- PREDIKA ÞOTT EG SÉ EKKI PRESTUR Hann ætlaði að verða prestur, en messar þess í stað í anda sósíalrealisma. ANNA SIGRIÐUR EINARS- DOTTIR ræddi við vestur-íslenska rithöfundin William Valgardson þegar hann var staddur hér á landi nýlega. ÞAÐ er tvennt sem ég segi við alla nem- endur mína,“ segir Valgardson við blaða- mann, „skrifaðu um það sem þú þekkir og skrifaðu um hluti sem varða þig ein- hveiju.“ Valgardson er prófessor í ritlist við háskólanum í Victoria, auk þess að vera þekktur rithöfundur í heimalandi sínu Kanada. Tvær bóka hans Blóðrót og Stúlkan með Botticelli-andlitið hafa kom- ið út á íslensku. Þessum boðorðum hefur Valgardson sjálfur fylgt eftir, þó líkt og margir aðrir rithöfundar þá hafi hann byrjað ferilinn á að skrifa um hluti sem hann þekkti lítið. „Eg gekk í gegnum túnabil þar sem ég fyrirleit það sem ég þekkti og reyndi að skrifa um hluti sem ég vissi ekkert um.“ Hann bætir við að það sé nefnilega auð- veldara að skrifa um hluti sem eru fjar- lægir þvf þannig gefi höfundurinn minna af sér og áhættan sé þess vegna minni. „Seinna lærir maður að skrifa um það sem maður þekkir og skilgreinir þá jafn- framt hvað skiptir máli.“ Það voru háskólaárin í Winnipeg sem breyttu þessu viðhorfi Valgardsonar, sem þá fór að skrifa um bændur og fiskimenn. „Til að byija með var ég sannfærður um að bændur og fiskimenn gætu ekki verið áhugavert viðfangsefni - að maður yrði að skrifa um áhugavert fólk, til dæmis efnafólk sem byggi við munað. En ég þekkti enga mílljónamæringa og varð þannig að sætta mig við þá staðreynd að líf fiskimanna, bænda og vinnufólks, fólksins sem ég þekkti, væru ekki sfður merkiieg en líf aðalsins." Kristur er sósíalisti fslendingabyggðin Gimli er uppvaxtar- staður Valgardsonar sem segir staðinn hafa haft mildl áhrif á sig, þvf fslenskar Morgunblaöiö/Halldór William Valgardson segir að listin að skrifa sé fólgin í því að fjalla um hluti sem maður þekki og varða mann einhverju. hefðir og veiyur séu þar hafðar í háveg- um og algengt hafi verið að heyra ís- Iensku á götum úti þegar hann var strák- ur. „Þá talaði fólk enn ensku með fsiensk- um hreim og lærði fslensku heima hjá sér, þótt enska væri kennd í skólanum. Ég ólst líka upp við sögur um Vestur-ís- lendinga sem þrátt fyrir fátæktina fluttu með sér bækur til Kanada. Þetta er ein af þeim mýtum samfélagsins sem allir eru mjög stoltir af og maður lærir fljótt að bækur eru mikilvægar." Hann bætir við að fslenska samfélagið eigi sterk tök í íbúum Gimlis. Islenska menningin dragi m.a. fólk af öðru þjóðerni til sín. „Flestir halda til dæmis að móðir múi sé íslensk og fáir muna að hún giftist inn í fjölskyld- una.“ Vestur-íslenska samfélagið er viðfangs- efni Valgardsonar í nokkrum verka hans, enda samfélagið sérstakara en hann gerði sér grein fyrir í upphafi. „Aður en ég fór að heiman í háskóla þá hélt ég að allir byggju í litlum samfélögum eins og við gerðum í Gimli.“ Hann bætir við að þá hafi hann enn síður gert sér grein fyrir þeim stjómmálaskoðunum sem þar vora rfkjandi, en kveður þær æ síðan hafa litað skrif sín. „Þetta samfélag var mjög sósíal- ískt, jafnvel kommúnískt og margir studdu verkamannastéttina, enda fjár- hagurinn oft ekki upp á marga fiska. Hvers vegna átti fólkið á þessu svæði líka að styðja kapftalismann, þegar þeir fáu efnamenn sem þar bjuggu gerðu lítið annað en að arðræna það?“ Verk Valgardsonar sjálfs eru gjaman skrifuð í þessum anda, enda svífur sósíal- realisminn þar yfir vötnum og telur hann náin tengsl milli sósfalismans og kristinn- ar trúar. „í mfnum augum er kristur sósí- alisti og ég sé raunar ekki hveraig nokk- ur getur verið sannkristinn án þess að vera sósíalisti.“ Hann bætir við að þetta geri kapftalista þó ekki að vondu fólki, hlær og segist jú þéna ágætlega sjálfur. Þetta viðhorf var honum þó ekki Ijóst í upphafi. „Þegar ég leit til baka þá varð mér Ijóst að íbúar Gimlis höfðu ákveðið viðhorf sem gegnsýrði skrif múi og gaf þeim ákveðna yfirsýn. Þá varð mér hugs- að til þessa fólks, Iffs þess og lffsbaráttu 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 11. SEPTEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.