Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 19
TILFINNINGARNAR RÁÐA FERÐINNI Franska fyrirtækið Harmonia Mundi er með fremstu útgáfum á fyrri tíma tónlist í heimi að mati Árna Matthíassonar. Hann leit inn í útibú útgáfunnar í París og komst að því að fyrirtækið varð til vegna veðmáls um kampavínsflösku. FRANSKA útgáfan Harmonia Mundi fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu á síðasta ári, en hún hefur náð góðum árangri með því að fara aðrar leiðir í útgáfumálum og dreifingu en flest fyrirtæki önnur. Harmonia Mundi á sér sérkennilegan upp- runa, því hugmynd að stofnun fyrirtækisins kviknaði þegar bláfátækir blaðamenn veðj- uðu upp á kampavínsflösku. Sigurvegari veð- málsins, Bernard Coutaz, á meirihluta í Har- monia Mundi og rekur fyrirtækið, en segja má að hann hafi náð árangri meðal annars vegna þess að hann vissi ekki hvað ekki var hægt að gera. Omegð var mikil á heimili Bernards Cout- az og þar sem foreldrar hans höfðu ekki efni á að koma piltinum til manns fólu þau hann klausturreglu sem tók við ungmennum fá- tæks fólks. Þar var hann í tíu ár og eftir að hafa gengist undir heit reglunnar tók hann til við trúarbragðakennslu. Ekki átti það vel við Coutaz og lauk með því að hann var rekinn fyrir frjálslyndar skoðanir. Hann hélt því til Parísar og fékk vinnu sem blaðamaður á kaþ- ólsku dagblaði. Sagan hermir að nokkrum árum síðar hafi Coutaz setið með félögum sínum og reist skýjaborgir. Hann segist hafa slegið fram þeirri hugmynd að hægt væri að kynna bók- menntaverk með því að gefa þau út á plötum og þegar félagar hans hentu gaman að hug- myndinni einsetti hann sér að sýna þeim í tvo heimana, veðjaði kampavísflösku að víst væri það hægt, lagði allt fé sitt í leigu á hljóðveri og fékk síðan þekkta rithöfunda til að lesa inn á band brot úr verkum sínum, en inn á milli skaut hann orgelleik. Platan seldist bærilega, svo vel reyndar að Coutaz hagnaðist nokkuð á útgáfunni. I framhaldi af því skoraði vinur hans og tónlistarfræðingur á hann að halda áfram á útgáfubrautinni og taka næst upp plöturöð með upptökum af orgelverkum leiknum á þau orgel sem þau vorum samin á. Þetta þótti Coutaz góð hugmynd og fékk vin- inn með sér í að setja saman röðina. Til að gefa plöturnar út þurfti fyrirtæki og Harmonia Mundi varð til 1958. Coutaz lagði allt undir sem var ekki mikið, en það fleytti honum langt að vita ekki hvað ekki væri hægt að gera. Þeir félagar breyttu Citroén-bragga í hljóðver og héldu af stað í upptökuleið- angra. AIls tóku þeir upp fímmtíu plötur á þann hátt og seldu í póstkröfu og með far- andsölu með námsmenn sem sölumenn. Með þessu móti komu þeir félagar fótunum undir fyrirtækið og komu sér upp 1.200 föstum við- skiptavinum sem síðar urðu margir hluthafar í fyrirtækinu þegar það varð að hlutafélagi. Þegar hér var komið sögu tók Coutaz að leita að stað fyrir framtíðarhúsnæði Harmon- ia Mundi. Ekki leist honum á að hafa höfuð- stöðvarnar í París, þar var of dýrt að festa sér húsnæði og Coutaz þótti sem hann væri betur settur með dreifingu og samskipti utan Parísar. Svo bauðst honum gamall búgarður í sunnanverðu Frakklandi, skammt utan við Arles. Þar eru aðalskrifstofur Harmonia Mundi í dag, á 7.500 fermetra landareign með góðum húsakosti, sundlaug og trjálundum, en alls vinna 150 manns hjá Harmonia Mundi þar syðra í dag, flest ungt fólk. Röð eigin verslana Eftir því sem umsvif fyrirtækisins jukust fór þó svo að Coutaz kom upp skrifstofu í París, þar sem menn sjá um alþjóðasam- skipti, dreifingu um hluta Frakklands og áþekk verkefni. Coutaz sjálfur kemur sjaldan til Parísar, kann best við sig fyrir sunnan, en hann er enn í fullu fjöri við rekstur fyrirtæk- isins, orðinn 76 ára gamall. Harmonia Mundi hefur stækkað jafnt og þétt frá fyrsta degi og tekið upp ýmislegt sem aðrir hafa síðan eftir Bernard Coutaz, eigandi og forstjóri Harmonia Mundi. Líbanska nunnan systir Maria Keyrouz, sem gefið hefur út merkilegar plötur á vegum Harmonia Mundi. Kontratenórarnir þrír brugðu á leik á samnefndri plötu. Frá vinstri: Andres Scholl, Dominique Visse og Pascal Bertin. leikið. Fyrirtækið hefur náð góðum árangri með því að gera það sem aðrir hafa ekki talið hægt, eins og það fór af stað í upphafi, og meðal annars hefur það opnað sérverslanir með sígilda tónlist víða um Frakkland undan- farin ár þrátt fyrir hrakspár og bölsýni á sölu á sígildri tónlist. Sú tilhögun hefur reyndar gefist bráðvel og áhugi fólks fyrir sígildri tónlist virðist vera fyrir hendi ef það bara kemst í tæri við plöturnar. Framkvæmdastjóri Parísarskrifstofu Har- monia Mundi segir að stjórnendur fyrirtæk- isins hafí haft áhyggjur af því hve plötuversl- unum í Frakklandi fækkaði stöðugt. „Fyrir átta árum voru plötuverslanir yfír tvö þús- und, en í dag ekki nema fjögur hundruð. Menn sáu því að eitthvað þyrfti að gera og við ákváðum að setja upp net plötuverslana um allt Frakkland sem sérhæfa myndu sig í sígildri tónlist. Við byrjuðum í smábæjum þar sem ekki var að fínna stórverslanir FNAC, sem er stærsti söluaðili á plötum í Frakklandi. Þetta heppnaðist afskaplega vel og þannig seldu 27 verslanir okkar, sem ein- beita sér að okkar útgáfu og drefingu, um fjórðung af því sem seldist af plötum á okkar vegum í Frakklandi á síðasta ári. Að mínu mati höfum við því sýnt fram á að minnkandi sala á sígildri tónlist var ekki vegna minnkandi áhuga eða tímaskorts, held- ur vegna þess að æ erfíðara hefur verið fyrir fóik að komast yflr sígilda tónlist og til að mynda í mörgum meðalstórum borgum hefur plötusala nánast lagst af nema á popptónlist í stórmörkuðum. Sígilda tónlist er ekki hægt að selja eins og pylsur eða nærföt, fólk þarf að komast í tæri við kunnáttumenn sem að- stoðað geta það í leit að réttu tónlistinni og ráðlagt um hvert eigi að leita næst.“ Fjöldi undirfyrirtsekja Harmonia Mundi hefur komið sér upp öfl- "*-^SwsSSS=' ugu neti til dreifingar á eigin útgáfum, en fyrirtækið hefur einnig tekið að sér að dreifa útgáfum annarra fyrirtækja, aukinheldur sem það hefur keypt fyrirtæki og rekið áfram. Gott dæmi um það síðarnefnda er Le Chant du Monde, sem fagnaði fimmtugsaf- mæli sínu á síðasta ári. Það var sett á fót á sínum tíma af ýmusm tónskáldum og tónlist- armönnum, en meðal þátttakenda í stofnun- inni voru tónskáldin Arthur Honegger, Geor- ges Auric Charles Koechlin, Francis Poulenc og Albert Roussel. Upphaflegur tilgangur fyrirtækisins var að kynna fyrir Frökkum verk fremstu tónskálda innlendra og er- lendra, og þannig var það fyrst til að kynna verk Sjostakovitsj í Frakklandi. Snar þáttur í útgáfunni hefur einnig verið að gefa út þjóð- lega tónlist sem það hefur haldið alla tíð. St- arfsemi fyrirtækisins var lífleg fram undir stríð en á hernámsárunum var því lokað enda lýsti þýska herstjómin það gyðingafyrirtæki. Eftir stríð komst Le Chant du Monde aftur á skrið og var þá meðal annars með á mála hjá sér Sergej Prokofieff, Aram Katsjaturian og Dimitri Sjostakovitsj. Fyrir sex árum gekk Le Chant du Monde síðan inn í Harmonia Mundi, en heldur áfram að gefa út plötur undir eigin nafni. Harmonia Mundi hefur einnig komið sér upp undirfyrirtækjum erlendis, þar á meðal í Bretlandi, á Spáni, í Bandaríkjunum og i Þýskalandi, en engin tengsl eru á milli fyrir- tækjanna Deutsche Harmonia Mundi og Harmonia Mundi í Frakklandi. I Bandaríkj- unum hefur starfsemi fyrirtæksins gengið einna best og þaðan hafa komið söluhæstu plötur Harmona Mundi, upptökur með söng- kvennahópnum í Anonymous Four sem selst hafa í stóru upplagi um heim allan. í Banda- ríkjunum hafa óhefðbundnar starfsaðferðir Harmonia Mundi reynst vel, því útgáfan hef- ur nú þegar 5% markaðshlutdeild vestan hafs og fer vaxandi, en þar dreifir Harmonia Mundi einnig nokkrum líflegum smærri merkjum, eins og Hyperion Opus 111 og Testament. Féll fyrir kontralenór Aðal Harmonia Mundi í gegnum árin hefur . verið fyrri tíðar tónlist, enda hófst útgáfan á ” því að gefa út orgeltónlist fyrri tíma. Coutaz komst þá á bragðið í barokktónlist en stein- inn tók úr er hann heyrði fyrst í kontraten- órnum Albert Deller 1964. Kontratenórsöng- ur var þá í litlum metum og fáir komu til að hlusta er Deller, sem var mesti kontratenór síns tíma, hélt tónleika í Avignon. Coutaz var þar staddur, enda hafði hann lagt tónleika- höldurum lið án þess þó að hafa hugmynd um hvað ætti eftir að fara þar fram. Hann segist hafa heillast svo af Deller að hann nánast rændi honum, bauð honum í mat, en láðist að geta þess að matarboðið væri í 150 kílómetra fjarlægð, heima hjá Coutaz í Arles. * A leiðinni beitti Coutaz öllum fortölum sín- um til að telja Deller á að gera útgáfusamn- ing við íyrirtæki sem hann aldrei hafði heyrt um og þegar heim var komið hélt hann áfram að suða í honum fram undir morgun yfir geitaosti og rauðvíni. Deller lét til leiðast og næstu fimmtán árin var hann á mála hjá Har- monia Mundi og gaf út á því merki tuttugu plötur, aukinheldur sem hann átti drjúgan þátt í að móta útgáfustefnu fyrirtækisins og beina því enn frekar í átt að barokktónlist og verkum eldri tónskálda. Sú stefna hefur reynst fyrirtækinu bráðvel og átt sinn þátt í að auka vinsældir og út- breiðslu barokktónlistar á svipaðan hátt og útgáfurnar með Deller urðu til að auka veg og virðingu kontratenórsins. Harmonia Mundi hefur reyndar verið með fleiri kontra- ^ tenóra á sínum snærum, til að mynda René Jacobs sem tekið hefur upp fyrir fyrirtækið í fjölda ára, Dominique Visse og Andres Scholl, sem gekk reyndar til liðs við aðra út- gáfu fyrir skemmstu. Þessir þrír eru í fremstu röð kontratenóra í heimi í dag, sér- staklega sá síðastnefndi. Fyrir þremur árum eða svo brugðu þeir Visse og Scholl á leik við þriðja mann, Pascal Bertin, og sendu frá sér bráðskemmtilega plötu, Kontratenóramir þrír, þar sem þeir skemmtu sér við að syngja frægar tenóraríur, óperettulög og gamla slagara. ^ Fjölmargir ungir listamenn hafa stigið fyrstu útgáfuskrefin á vegum Harmonia Mundi og haldið tryggð við fyrirtækið upp frá því þó ekki sé til siðs þar á bæ að gera skriflega samninga. Áður er nefnd- ur René Jacobs, en einnig má nefna Philippe Herrweghe sem verið hefur s>°' hjá Harmonia Mundi alla tíð og segist hvergi annar staðar vilja vera, enda hefur hann frjálsar hendur með hvað hann gefur út og hversu ört. Af öðrum sem hafa byrjað ferilinn hjá Harmonia Mundi en síðan freistast annað má nefna William Christie og Andreas Scholl sem getið er. Framandlegir straumar Eins og fram kom er Le Chant du Monde hluti af Harmonia Mundi og gefur út ýmis- ^ konar tónlist, nýja og gamla og þjóðlega í bland. Harmonia Mundi hefur einnig gert ýmislegar tilraunir á eigin merki þó barokktónlist og frumklassík sé aðalviðfangs- efni fyrirtækisins. Þannig gaf fyrirtækið út einstaklega skemmtilegar plötur með lí- bönsku nunnunni Maria Keyrouz þar sem hún syngur kaþólska trúarsöngva eftir sjálfa sig og aðra á arabísku með arabískum undir- leik. Fyrir skemmstu kom svo út plata með flamencosöngkonunni Ginesa Ortega og þeir Harmonia Mundi-menn segjast stefna enn lengra í þá átt, að festa á plast nýja strauma í þjóðlegri tónlist og upprunalegri. Bernard Coutaz er orðinn hálfáttræður og segir svo frá að síðustu ár hafí stórfyrirtæki ásælst Harmonia Mundi mjög, ekki bara vegna þess að það sé með mikla veltu, heldur f hafí menn einnig áhuga á að komast yfir upp- tökusafnið til að geta endurútgefið það ótal sinnum í ótal gerðum eins og stórfyrirtækja er siður. Coutaz hefur aftur á móti lítinn áhuga á að selja fyrirtækið meðan hann lifir og til að tryggja að það líði ekki undir lok þegar hann fellur frá hefur hann búið svo um hnútana að Eva dóttir hans tekur við stjórn- artaumunum og henni til aðstoðar verða þeir tveir sem mestan þátt eiga í að reka fyrir- tækið í dag, Gérard Cointot og René Goiffon. Coutaz stendur þó áfram í brúnni enn um sinn, vel hress og enn sami áhugamaðurinn um tónlist og útgáfu. Þó vel hafi gengið hefur fyritækið aldrei greitt út arð, allur ágóði M rennur til þess til að treysta reksturinn og út- þenslu, enda lét Coutaz þau orð falla í viðtali við Le Figaro í tilefni af 40 ára afmælinu fyr- ir réttu ári að hjá sér hefði tilfinningarnar ráðið ferðinni alla tíð og ánægjan af því að vera að fást við tónlist. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. SEPTEMBER 1999 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.