Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 13
ERLENDAR BÆKUR BÆNDA- STÉTTIN í EVRÓPU Wemer Rösener: The Pesantry of Europe. - The Making of Europe/Jaques Le Goff. Translated by Thomas M. Barker. Blackwell 1995. í BÓK þessari er fjallað um evrópska bændastétt frá ármiðöldum allt fram á okkar daga. Hugtakið „paysan“ er skammaryrði í flestöllum Evrópumál- um. í austurhluta Evrópu þýddi orðið durgur, búri, lygari, þjófur, heiðingi, í Englandi og Frakklandi hafði orðið svipaða merkingu. Bændur voru víða taldir með öðru búfé og voru víða eign landeigandans, kallaðir „sálir“ í Rúss- landi og voru lengstum ófrjáls eign júnkeranna í austurhluta Þýskalands. Þessi „búsmali" tryggði landeigend- um tekjur, leigur af jeigupeningi og afgjöld af jörðum. í um fímmtán hundruð ár lifði þessi stétt á landinu og var bundin skikunum samkvæmt lögum eða með beinni kúgun, nauð- ung. Þótt meginmyndin væri í þessa veru var talsverður mismunur á stöðu bænda, til voru frjálsir bændur, sumir hverjir sæmilega efnaðir, jafnvel sjálfráðir sbr. svissnesku kantónurn- ar og á Norðurlöndunum, þar með talið íslandi. En meginþorri þeirra sem töldust til stéttarinnar var leigu- liðar, hjáleigubændur og eign land- eiganda. Stöku sinnum kom til upphlaupa, einkum í hallærum, stundum beinna uppreisna, þá í sambandi við rutl- kenndan skilning á nýbreytni í trú- málum, sbr. þýska bændauppreisnin 1525 og sú rússneska 1713. Meginhluti íbúa Evrópu var lengst af sveitamenn, bændur, 80-90%. Framleiðslan rétt nægði þegar vel viðraði, en ekki ef veðráttan kólnaði. Með iðnbyltingunni gjörbreytast framleiðsluhættir í landbúnaði og á 19. öld og þeirri 20. verður gjörbylt- ing, framleiðslan eykst hröðum skref- um og offramleiðslu tekur að gæta og verður vandamál á 20. öld. Megin- þorri sveitafólks bjó í þorpum, það var helst í jöðrum Evrópu sem byggð- in var dreifbýl. Höfundurinn byrjar umfjöllum sína á ármiðöldum, síðan hefst blómaskeið, allt fram að svarta- dauða, fjallað er um efnahag, mann- fjölgun, lýst að nokkru stjórnar- og sambýlisháttum í þorpum og smábæj- um, mataræði, þar er eftirtektarvert að kjötneysla telst ca. 60 kg á mann á hámiðöldum en hrapar niður í allt að 15 kg um miðja 19. öld og þar áður, það er ekki fyrr en í upphafi 20. aldar sem meðalneyslan nær 50 kg. Brauð var aðalfæðan meginhluta síðari alda. „European agriculture is in crisis.“ Þannig hefst bókin. Og öll þau vand- kvæði sem marka evrópskan landbún- að nú á dögum stafa af tæknivæðingu og að mikium hluta af afskiptum skil- lítilla ríkiskontórista og stjórnmála- manna af rekstri og formi búanna. Þetta rit Röseners er mjög fróðlegt og ber vott um ágætan skilning á at- burðarás sögunnar hvað varðar stöðu bænda og rekstur landbúnaðar í álf- unni. ísland er ekki í registri, enda þyrfti langa ritgerð ef fjalla ætti um samanburð íslenskrar bændastéttar og evrópskar, fámenni, einangrun, af- leit veðrátta og hin einstaka heiðna og kristna menningararfleifð, sem forð- aði forpokun hluta íslenskrar bænda- stéttar frá lumpen-próletarisma þorra evrópskra ánauðarbænda - jafnvel þótt 94% íslenskra bænda teldust leiguliðar og hjáleigubændur um aldamótin 1700. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON BJÖRN AFZELIUS LÍTILL BLÚS Á GRAFARBAKKANUM RÓBERT HLÖÐVERSSON ÞÝDDI Keyptu ei rósir, né kransa mér sendu. Pví hverfi ég héðan þá fínnst ég ei meir. En viljir þú gefa mér eitthvað gerðu það núna. Syng mér ei lofsöng, né haltu mér ræður. Slepptu að segja hve frábær ég var. En viljir þú segja mér eitthvað, segðu það núna. Gráttu mig ekki við grafarinnar bakka. Felldu ei samviskutár. Ef iðrast þú einhvers, sýndu það núna. f mars sl. lést sænska skáldið og tónlistarmaðurinn Bjöm Afzelius langt um aldur fram aðeins 51 árs gamall. „Litill blús á grafarbakkanum" eða „Liten blues vid gravens rand" kom út á plötunni „Tankar vid 50" frá 1997. Alls gaf hann út á milli 25 og 30 hljómplötur og samdi nánast öll lög og texta sjálfur. JOHN KEATS SONNETTA RITUÐ í FÆÐINGARKOFA ROBERTS BURNS JÓN VALUR JENSSON ÞÝDDI Hér birtist þetta þúsund daga hold í þinni kytru, Burns! og hyggur að, þar sem þig dreymdi í blómum, mjúkri á mold, án minnsta gruns um dauðans hvassa blað ! Nú vermir æðar örar byggvín þitt, og einum drekk ég til - þér, mikla sál ! Mín augu höfug, sjá ei markmið sitt, mín sönglist hvarf í vímu á sjöttu skál. Þó fær þitt gólf nú þrýst mitt tregaspor, þó get ég svipt upp glugga og fundið blæ af engi því, sem þú gekkst um hvert vor; - þó má ég til þín hugsa, unz anda ei næ, - þó get ég lyft þér bikar brims með gnægð, - já, brostu í skuggans ró, því þetta er frægð ! John Keats (1795-1821), skáldbróðir Byrons og Shelleys, talinn meðal höfuðskálda á Englandi, orti í rómantískum anda. Sonnettur hans eru margar víðfrægar, en þessi er önnur tveggja, sem hann orti á Skotlands- ferð um Robert Bums (1759-1796), þjóðskáld Skota. - Þýðandinn er rit- höfundur og forstöðumaður Ættfræðiþjónustunnar. Ef þú kastar einni krónu... ...er líkfegt að fleiri fylgi í kjölfarið Uppfýsingar purfa að vera aðgengilegar fyrir sfjómendur; ekki síður en sérffæðinga og tæknimenn. Áreiðanlegar upplýsingar um reksturinn leiða til réttra ákvarðana og bættrar afkomu. Góð yfirsýn, gott aðhald. Við hjá EJS sérhæfum okkur í að gera upplýsingakerfí aðgengileg og örugg. Föstudaginn 17. september frá kl. 9-16, verður EJS þing '99 á Hótel Loftleiðum. Við hveþ'um stjórnendur sérstaklega til að mæta og kynna sér það nýjasta I gerð og rekstri upplýsingakerfa. Netstjórar, forritarar og aðrir sérfræðingar fá einnig dagskrá við sitt hæfi, á sviði gagnagrunna, netstjórnar og veflausna. Við kunnum á kerfið, en þú? Nánari upplýsingar og skráning á www.ejs.is eða I sima 563 3000. EJS hf. + 563 3000 + www.ejs.is + Grensásvegi 10 + 108 Reykjavik LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. SEPTEMBER 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.