Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 17
uðir inn sem nauðsynlegur hluti af allri net- byltingunni en þeir gegna stóru hlutverki í því að kanna hvað er framkvæmanlegt og ákjósanlegt í hönnun viðmóta. Listamaðurinn getur gert ýmsar rannsóknir á formgerð og virknisþáttum viðmóta og þannig leitt til þess að þróunin verði hraðari og breiddin meiri. „Þetta er þó ekki það eina sem mér líkar við veflistina, heldur einnig uppgjörið við hug- myndimar um upphaf og endi í listaverkum. Eg hef verkin mín mjög opin og veiti skoð- andanum mikið frelsi varðandi það hvernig hann skoðar verkið og metur það. Hann þarf alls ekki að hafa neina heildarsýn yfir verkið og það er í góðu lagi þó að hann fari út úr verkinu án þess að hafa skoðað alla króka og kima þess. Þetta endurspeglar þá tilfinningu sem ég hef fyrir mínu umhverfi, en maður hefur auðvitað aðeins sýn yfir mjög takmark- aðan hluta heimsins hverju sinni. Við lifum í örlitlu, staðbundnu samhengi sem er aðeins brotabrot af öllu lífssamhenginu eða hinum stóra vef lífsins og það er bara eðlilegt að sætta sig við takmarkanir sínar. Annar mögu- leiki sem veflistin býður upp á og mér finnst mjög mikilvægur eru leikirnir. Setja má upp alls kyns leiki sem hvetja skoðandann til að gera tilraunir á verkinu og við að kanna verk- ið kannar hann sjálfan sig um leið.“ Flest skil þurrkast út Katrín Sigurðardóttir nam fjöltækni við Myndlista- og handíðaskólann hér á íslandi en fór fljótlega til Bandaríkjanna og tók BFA- próf frá San Francisco Art Institute þar sem hún vann aðallega með málverk, kvikmynda- gerð og skúlptúr. Eftir það fór hún til New York þar sem hún tók masterspróf í myndlist við Rutgers University. Katrín fæst fyrst og fremst við list sem sýnd er í raunheimum og þá aðallega við skúlptúra og innsetningar. Hún byrjaði að vinna á tölvur 1993 og stuttu seinna fór hún að læra html-skriftina og ann- að sem til þarf við smíði á veflist, en fyrsta veíverkið eftir hana kom ekki fram á Netinu fyrr enn á síðasta ári. Það verk nefnist „dict- ionary" og er opið og gagnvirkt orðasafn, þar sem gestir á vefsíðu geta tekið þátt í að skrifa orðabók fyrir nýtt tungumál. Nýlega birtist annað verk eftir hana, „remoteplaces", en það er unnið í Sunnfjord í Noregi þar sem Katrín dvelst þessa dagana í gestavinnustofu. Katrín segir verkin vera mjög ólík. „Þessi verk eru ágætis dæmi um „sanna“ og „falska“ gagn- virkni, því að í „dictionary“ hafa allir gestir á síðunni áhrif á þróun verksins með því að bæta nýjum orðum í gagnagrunninn. I „remoteplaces" leik ég mér að viðteknum hugmyndum um gagnvirkni með því að bjóða upp á ákveðið val í skoðun verksins sem síðan reynist algjörlega innantómt. Sú gagnvirkni miðlar engu nýju.“ Katrín segist ekki líta á list í raunrými og í upplýsingarými sem tvennt ólíkt. „Eg er að fást við sömu spurn- ingar og sömu fyrirbæri í báðum rýmum. Eg hef áhuga á því sem kalla mætti „menningar- skipað rými“, hvernig shkt rými er dregið upp og skilgreint. Það er gert með kortum í landa- fræði, skýringarmyndum í líffræði, uppdrátt- um í byggingarlist og verkfræði, ýmiskonar geómetríu í heimspeki, stiklutexta á Netinu og þar fram eftir götunum. Tilraunir mínar felast yfirleitt í þvi að bræða saman táknkerfi mismunandi heima og sjá hvað gerist. Þess vegna er mjög eðlilegt að ég sé að vinna á Netinu. Eg geri það ekki af einskærri ást á tækninni, heldur í samhengi við mörg önnur „net“ sem ég hef áhuga á.“ Að mati Katrínar eiga fjöldamargar spenn- andi tilraunir sér stað á Vefnum, oft gerðar af fólki sem á sér engan bakgrunn í listum. Það skiptir ekki máli hvort hlutimir eru skil- greindir sem list eða ekki, því hártoganir um það hvað teljist til listar verða bara til að draga athygli gestsins frá því sem raunveru- lega er að gerast á skjánum fyrir framan hann. „Staðlar og gæðamat á list verður mjög vafasamt í þessu rými. Það hefur hingað til ekki verið sama stéttaskipting á milli lista-- manna og listgagnrýnenda á Netinu og í hin- um raungerða listaheimi. Þetta er líklega vegna þess að Netið hefur ekki verið sams konar markaður og netlist ekki markaðsvæn á sama hátt og list í raunrými. Því hefur ekki verið gerð sama la-afa á að ákveða hvað sé góð og slæm netlist. í raun er hún yfirleitt afskrif- uð sem eitthvað annað en list. Sömuleiðis er ekki sama stéttaskipting á milli listamannsins og skoðandans á vefnum, svo fremi að verk séu sæmilega gagnvirk, því þá er skoðandinn jafn sterkur framkvæmadaraðili og listamað- urinn. Gagnrýnandinn er að sjálfsögðu líka skoðandi, skoðandi með ákveðið vald, en þar^ sem netlist er ekki neytendavara - þó vefur- inn sé mjög neytendavæn uppfinning - hefur það áhrif á hlutverk gagnrýnandans. Þetta á reyndar jafnt við um gagnrýni í raunrými og í sýndarrými, og þannig er því farið með flest á Netinu að mínu mati. Það er lítill munur á veruleikamynd Netins og mynd okkar af þeim efnisveruleika sem við lifum í utan þess. Upp- lýsingarýmið er spegilmynd af raunrýminu. Við sjáum spegilmyndir af stéttum og stofn- unum á Netinu; af listamönnum, galleríum og söfnum." Bæði Kristrún og Katrín tala um Netið sem sterkan pólitískan miðil þar sem öllum er frjálst að segja sína meiningu um hvað sem er. Alls kyns skoðanir koma fram og hljóta meðbyr eða mótvind í lýðræðislegu rými hins alþjóðlega orðræðusamfélags. Skemmtilegt, sé að sjá að fólk tekur ævinlega með sér þann raunveruleika sem það býr við hið ytra inn í alþjóðlegt rými Netsins. Rristrún nefnir að sjá megi í verkum Slóvakans Igor Stromajer að hann er að fást við hluti eins og að sýna vald sitt, ofsóknarbrjálæði, innilokunarkennd, einmanaleika og aðrar tilfinningar sem eru líklegri til að koma fram í ríki eins og Slóvak- íu, en það hefur átt sér afar viðburðaríka sögu. Annað er uppi á teningnum hér á Is- landi, en íslensku listamennimir eru mjög konseptúal og vinna mikið með náttúru, kyrrð, frelsi, einveru og önnur slík fyrirbrigði s sem eru miðlæg í lífi íslendingsins. (Heimasíða Takka, sem er póstlisti ís- lenskra netlistamanna er: www'.takesyou.to/entrypoint/. Verk Katrínar eru á: www.takesyou.to/remoteplaces/ og www.takesyou.to/dictionary/. Vefverk Kristrúnar frá upphafi má flest finna á: www.hi.is/~kristrun/index.htm. Hlyn Helga- son má finna á Takka eða http://rvik.is- mennt.is/~hlynur/. Igor Stromajer má finna á: www2.ames.si/~ljintima2/. Einnig má nefna verk Baldurs Helgasonar á: www.bald- ur.com/. Gamall vefur Birgittu Jónsdóttur á: www.this.is/birgitta). og ákvað að það væri listarinnar virði.“ Prestar Lúthersku kirkjunnar í Kanada hafa verið móttækilegir fyrir sögur Val- gardsonar, þrátt fyrir þá gagnrýni sem sögumar fela oft í sér. „Lútherskur bisk- up kom meira að segja í heimsókn til mín með hóp presta sem hann sagði að ættu að ræða við mig ef þeir vildu bæta kirkj- una. Það var mikið hrós,“ segir Valgard- son, sem á sfnum yngri ámm ætlaði að verða prestur. „Það hefði eflaust verið fínt, en kannski full takmarkandi," segir hann um prestsdrauminn, en bætir síðan við að sem rithöfundur hafi hann stærri söfnuð. „Allir sem lesa bækurnar mínar vita að þær byggjast á sósíalrealisma og því vekur hver saga máls á einhverri sið- ferðilegri spumingu. Þannig að ég predika þótt ég sé ekki prestur," segii' Valgardson og hlær. Séríslenskt að bera virðingu fyrir bókum Líf ungra rithöfunda í Kanada er eng- inn dans á rósum að mati Valgardsonar sem segir hér um bil ómöglegt að lifa af ritlaununum einum saman. Aðstæður hans sjálfs vom þó ólíkar því sem al- mennt gerist, enda var hann hvattur áfram af íslenska samfélaginu. En slíkt telur hann vera séríslenskt fyrirbæri. „Aðrir rithöfundar tala um hvemig fjöl- skyldur þeirra og samfélag lagðist gegn því að þeir gerðust rithöfúndar. Vestur- Islendingar kunna, líkt og aðrir, að bera virðingu fyrir efnafólki, en allir skilja þó að það sem virkilegu máli skiptir er hvort þú getur skrifað eða ekki.“ Valgardson átti því vísan dyggan stuðning Walters Líndal og annarra félaga íslendingafé- lagsins í Winnipeg þegar hann ákvað að gerast rithöfundur og naut auk þess að- stoðar þeirra við að koma verkum sínum á prent. Þegar talið berst að rithöfúndum og ritlistinni segir Valgardson að sér finnist jafnan eftirsjá í því að hafa ekki uppgötv- að fyrr en á fullorðinsámnum að Halldór Laxuess bjó í Gimli um tíma og skrifaði þar. „Það er eitt af markmiðum mínum á næsta ári að komast að því hvar hann bjó og láta selja þar upp skjöld. Það hefði verið gott fyrir okkur sem krakka ef kennararnir hefðu látið okkur vita að þessi frábæri rithöfundur bjó í okkar litla samfélagi og skrifaði þar. Laxness hefði þannig getað verið okkur fyrirmynd og sýnt fram á að þetta gætum við lika gert.“ Persónur í verkum Valgardsonar em gjaman byggðar á fólkinu í kringum hann. Hann viðurkennir að þetta hafi í byijun valdið sér smááhyggjum, en segist fljótt hafa komist að því að sjálfsmynd manna er jafnan ólík hugmyndum ann- arra. Valgardson nefnir sem dæmi að þegar heimildamynd var gerð í tengslum við kvikmyndina „God is not a físh in- spector", þá hafi nokkrir íbúar Gimlis verið spurðir hvor þeir vissu á hvaða ein- staklingi ákveðin persóna i myndinni væri byggð. Enginn giskaði á sömu manneskjuna. Svipaður atburður átti sér síðan stað í tengslum við bókina Stúlkan með Botticelli-andlitið. En þá leituðu þrír kunningjar hans sem allir em geðlæknar til hans og spurðu hvort geðlæknirinn í bókinni væri byggður á sér. „Persónan í sögunni á við offituvandamál að stríða og allir þessir læknar vom 1 þyngri kantin- um.“ Valgardson hlær að minningunni og segir engan þeirra hafa haft á réttu að standa. Islenski bakgrunnurinn skiptir Val- gardson töluverðu máli, þótt hann tali ekki málið og hafi verið orðinn nokkuð fullorðin þegar hann heimsótti ísland í fyrsta skipti. „Ég var einmitt að vinna að grein um ömmu mína þegar þú komst. Ég kalla hana „The myth of homogeneity or deconstracting grandma.“ En titil grein- arinnar má þýða lauslega sem „Goðsögn einsleitninnar eða amma sundurliðuð“ og í henni tekur Valgardson á ýmsum þeim mýtum sem tengjast íslandi í augum V estur-íslendinga. „Island er gjarnan sveipað rómantísk- um ljóma í augum afkomenda landnem- anna. En margar þessar goðsögur eiga sér litla stoð í veraleikanum. Til dæmis mýtan um að Islendingar hafi verið svo löghlýðnir að fangelsi hafi verið óþörf. Eina ástæða þess að ekki var þörf fyrir fangelsi á íslandi er sú að fangamir voru sendir til Danmerkur þar sem þeir dóu flestir eftir tveggja eða þriggja ára fangavist. Stundum eru staðreyndir mistúlkaðar þannig að óraunsæ mynd er dregin upp.“ Hann heldur áfram að velta örlögum vestur-íslensku landnemanna fyrir sér og segir lífsskilyrði þeirra hafa verið hræðileg þegar þeir komu til Kanada. „Þeir vora fátækustu innflytj- endurnir og þeir einu 1 sögu Kanada til að hljóta búferlastyrk.“ Beck-s{éðurinn netaður til að kynna ísland Valgardson fjallar þó ekki eingöngu um Island og Vestur-Islendinga f skrifúm sínum, því hann er einnig fjárhaldsmaður „The Richard and Margaret Beck Trast“. Sjóður sem var stofnaður af hjónunum - Richard og Margaret Beck í því skyni að kynna Island fyrir íbúum Vesturheims. Richard sjálfur vann ötullega að því að kynna landið á meðan hann lifði, en eftir lát þeirra hjóna hefur Island verið kynnt áfram fyrir tilstilli sjóðsins. Síðastliðin tólf ár hafa hátt í fjöratíu manns fiutt fyrirlestra um íslenskt mál og menningu við háskólann í Victoria. „Þá höfum við boðið upp á sumarskóla og héldum fs- lenska kvikmyndahátfð sem tókst ein- staklega vel.“ Hann bætir við að fslensk- ar kvikmyndir séu góð leið til að kynna menningu þjóðarinnar. Frá lokum háskólanáms síns hefur Valgardson kennt meðfram skrifunum og segir hann kennsluna góða leið til að vera í tengslum við hæfileikaríka unga rithöfunda. Nemendurnir haldi honum líka við efnið og tryggi að hann fylgist stöðugt með nýjum straumum og stefn- um innan ritlistarinnar. „Ég met hvert skólaár út frá því hversu mikið nemend- urnir hafa kennt mér,“ útskýrir hann. Meðal þess sem Valgardson sjálfur kenn- ir nemendum sfnum er jákvætt viðhorf. „Það fara yfirleitt allir að hlæja þegar ég byija á að láta þau fara með romsu um hversu auðvelt og skemmtilegt það sé að vera rithöfundur,“ segir hann og bætir við að hann láti nemendur sfna Ieggja þessa þulu á minnið. „Ef maður hefur ekki ánægju af skriftunum þá á maður að finna sér eitthvað annað að gera. Því af hveiju í ósköpunum ætti nokkur að vilja eyða ævinni f vinnu sem hann hatar?“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. SEPTEMBER 1999 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.