Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 17
. Tnnnlæknastofan Austurvegi 8, Selfossi. Hönnuður Elsa Ævarsdóttir, innanhússarkitekt FHI. Bankaútibú framtíðarinnar, Spron í Spönginni í Grafarvogi. Vinnusvæði eru opnari en áður og þar með meiri nálægð við viðskiptavininn. Hönnuðir: Dóra Hansen og Heiða Elín Jóhanns- dóttir, innanhússarkitektar FHI. ustu misserum. „Árið 1991 var haldin sýning í Perlunni, sú fyrsta á íslenskri húsgagna- og innanhússhönnun í mjög langan tíma. Á þeirri sýningu voru innanhússarkitektar áberandi. Sýningin vakti verulega athygli og upp frá þessu varð grundvallarbreyting á stöðu okkar - fólk fór í auknum mæli að leita til innanhússarkitekta. Gildir það jafnt um einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Sam- bönd komust líka á við framleiðendur, þótt okkur finnist þeir enn mega bæta um betur. A þessu höfum við byggt og fagið hefur verið í stöðugum vexti. Innan raða félagsins hafa nokkrir náð þeim frábæra árangri að gera samninga um framleiðslu á húsgögnum er- lendis. Það er mjög jákvætt enda brýnt fyrir okkur að sýna og sanna að hér á landi eru starfandi hönnuðir sem eru gjaldgengir á mörkuðum erlendis." Fjölbreyftur bakgrwnnur Hagur FHI hefur með öðrum orðum vænkast og Guðbjörg fagnar því að fólk skuli í vaxandi mæli nýta sér sérþekkingu félags- manna, þekkingu sem þeir hafi aflað sér víðs- vegar um heim. „Staða félagsins er góð. Fólk kemur með afar fjðlbreyttan bakgrunn inn í fagið. Nám í innanhússarkitektúr er á há- skólastigi og tekur fjögur til fimm ár. Félags- menn hafa sótt menntun sína víða um heims- byggðina, svo sem til Norður-Ameríku, Evr- ópu, Norðurianda og víðar. Það hefur að mínu mati mikla þýðingu fyrir fagið hér heima að við komum með mismunandi áhrif, nálgun og hugmyndir að utan. Það gerir okk- ur opnari, víðsýnni. Breiddin er styrkur fé- lagsins." 4- tillógu innanhússarkitektsins. Hann hefur þannig vald til að hafna beiðni verkkaupa um samþykki. Eins og gefur að skilja erum við ekki sátt við þessar aðstæður. Okkur er með öðrum orðum meinað að vinna verkefni frá upphafi til enda. Þetta nær náttúrulega engri átt og við vitum að óánægja með* ákvæði reglugerðarinnar kraumar á mörgum stöðum, ekki bara í okkar faggrein. Frá okk- ar hlið get ég upplýst að FHI undirbýr nú málshöfðun á hendur umhverfisráðuneytinu sem ber ábyrgð á þessarri nýju bygginga- reglugerð. Þetta er helsta baráttumál félags- ins í dag, mál sem snýst um það að við viljum bera fulla ábyrgð á okkar verkum - vera ábyrg fagstétt." Sterkur kjarni í félaginu Yfirlýst markmið FHI er að vera málsvari húsgagna- og innanhússarkitekta, að auka þekkingu og skilning á starfi þeirra, að efla samkennd félagsmanna, að stuðla að bættum < híbýlaháttum, að gæta hagsmuna og efla réttarstöðu félagsmanna og efla tengsl við önnur félög tengd starfssviði innanhússarki tekta, innanlands sem utan. Guðbjörg segir hagsmunagæslu vega þungt í starfi félagsins, að styrkja stöðu stéttarinnar. „FHI er virkt félag. Við höldum tvo félagsfundi að vori og aðra tvo að hausti, höldum kennslu- og kynn- ingarfundi og förum reglulega í sýn inga- og skoðunarferðir. Kjarninn í félaginu er sterk- ur, hið virka afl, og ég sem formaður get ekki verið annað en ánægð með starfsemina. Við lifum jú á tímum þegar sífellt er erfiðara að virkja fólk til félagsstarfa - það er svo margt annað sem lokkar." BM Vallá, skrifstofur. Hönnuður Ómar Sigurbergsson, innanhússarkitekt FHI. „Dreki": Staflanlegur stóll úr plasti og stáli; borð úr stáli með plastlagðri plötu. Framleiðandi EPAL hf. íslandi og BRUNE Gmbh, Þýskalandi. Hönnuður Erla Sólveig Oskarsdóttir, hús- gagnaarkitekt FHI. Guðbjörg vonar vitaskuld að uppsveiflan innan fagsins haldi áfram, það muni dafna og styrkjast. En óttast hún ekki aðra niður- sveiflu? „Fagið er á uppleið, á því leikur enginn vafi. Auðvitað á góðærið í þjóðfélaginu þátt í því. Það er sama hvert er litið, allir hafa nóg að gera. Við höfum náttúrulega enga trygg- ingu fyrir því áfram en það er ekkert í kort- unum sem bendir til þess að halla fari undan fæti. Hönnun er ekki bara eitthvað sem á að nota til spari, heldur mikilvægur hlekkur í ðllum framkvæmdum. Nýyerið var sett á laggirnar Hönnunarsafn íslands og menn jafnvel farnir að tala um stóra sýningu á ís- lenskri hönnun á næsta ári. Við fögnum þessu skrefi." Einn galli er þó á gjöf Njarðar. „Það er byggingareglugerðin sem gekk nýlega í gildi. Hún stendur beinlínis í vegi fyrir því að innanhússarkitektar geti starfað á sam- keppnisgrundvelli við aðrar faggreinar sem geta útfært samskonar vinnu. Þar á ég við arkitekta, byggingafræðinga, og fleiri sem hafa leyfi til að vinna aðaluppdrætti. Sam- kvæmt reglugerðinni er okkur nefnilega meinað að leggja aðaluppdrætti fyrir bygg- ingarnefnd, þegar þannig stendur á, og kem- ur í veg fyrir að við getum fullunnið okkar verk. I innanhússverkefnum er ekki alltaf nauðsynlegt að leggja teikningar fyrir bygg- ingarnefnd, og leita þannig eftir samþykki hennar. En sé þess krafist þurfum við að leita á náðir arkitekts viðkomandi húss, sem kemur kannski hvergi nálægt því verkefni sem innanhússarkitektinn er fenginn í. Þeg- ar þannig er komið, þarf arldtektinn í fyrsta lagi að endurteikna tillögu innanhússarki- tektsins og það er aukakostnaður fyrir verk- kaupa innanhússarkitektsins. I öðru lagi er alls ekki víst að arkitekt hússms sé sammála Guðbjörg segir hönnun á íslandi raunar yf- irleitt í uppsveiflu. „Það er mikill kraftur í allri hönnun um þessar mundir. Breytingin* sem nýverið var gerð á Form ísland virkaði sem vítamínsprauta og nú er bara að fylgja því eftir. Hönnunarsafnið er stórt skref fram á við og nú þurfum við bara að taka næsta skref sem er að stofna hönnunarmiðstöð. Miðstöð hönnuða þar sem hagsmuna hönn- uða er gætt og íslenskri hönnun er ruddur vegur. Sambærilegar hönnunarmiðstöðvar eru til í flestum nágrannalöndum okkar og virka sem frjótt afl til eflingar þeim þætti samfélagsins, sem samkvæmt nýjustu upp- lýsingum er stórvaxandi iðngrein í þessum löndum. Þetta er draumaverkefni sem við vonum að sé innan seilingar." Og formaðurinn á sér annan draum. „Það yrði frábært ef hafin yrði kennsla í innan- hússarldtektúr hér á landi. Það myndi opna nýjar víddir í faginu. Aðsókn í hönnunarnám4' er að aukast og það hlýtur að vera hvati til að setja á laggirnar nám af þessu tagi. Að mínu mati er æskilegasti kosturinn að kenna inn- anhússarkitektúr í tengslum við arkitekta- nám, líkt og tíðkast víða erlendis. Það er eðli- legast að þessar greinar séu samstíga, þær eiga svo margt sameiginlegt. í nýstofnuðum Listaháskóla Islands gefst mjög spennandi tækifæri til að sameina kennslu í hönnun og byggingarlist á einum stað. Þetta sé ég sem mjög mikilvægt atriði í uppbyggingu hönnun- arsamfélags á íslandi. Að byggja þennan þátt listmenningar okkar upp í samvinnu en ekki aðskildum menntastofnunum. Ef við ætlumf okkur að taka framförum verðum við að taka höndum saman, ekki vinna hvert gegn öðru. Um þetta er mikið rætt um þessar mundir en engin niðurstaða komin í málið. Vonandi bera menn þó gæfu til að hrinda þessu í fram- kvæmd fyrr en síðar. Það er allra hagur." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. OKTÓBER 1999 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.