Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 2
GITARTONLEIKAR TIL HEIÐURS GUNNARI H. JONSSYNI Morgunblaðið/Kristinn Símon H. ívarsson, Pétur Jónasson, Páll Eyjólfsson og Einar Kristján Einarsson á æfingu. HEFUR ALLTAF ÖRVAÐ TIL SAMSPILS AMALIA RODRIGUES LÁTIN PORTÚGALSKA söngkonan Amalia Rodrigues lést á heimili sínu í vikunni á áttug- asta aldursári. Rodrigues var ástsælasta söngkona Portúgala, en hún hóf söngferil sinn sem fadosöngkona fyrir sextíu árum. Lýst var yfir þriggja daga þjóðarsorg í Portúgal er fréttist um lát hennar. Amalia Rodrigues vakti fyrst athygli sem tangódansari sem unglingur en fór síðan að syngja fadosöngva, en fado er hefðbund- ið tónlistarform portúgalskt, man- söngvar sem þrungnir eru þeirri stemmningu sem Portúgalar kalla saudade, trega, eft- irsjá og uppgjöf. Rödd Rodrigues þótti sú fegursta sem menn höfðu heyrt í fadosöng og ýmsir landsmenn hennar urðu til að halda því fram að hún væri mesta söngkona Evrópu þegar hún var á hátindi ferils síns. Rodrigues kom ævinlega fram svartklædd til að undir- strika saudade-stemmninguna í lögunum en hún lét þau orð falla í viðtali að hjarta sitt væri hlaðið sorg, „ég er svartsýn, tómhyggju- kona, ber í mér allt sem fadosöngur krefst“. Rodrigues söng fadosöngva í fímmtíu ár og naut ævinlega mikillar hylli utan að heldur dró úr vinsældum hennar eftir að Portúgalar steyptu harðstjóranum Soares 1974. Um tíma voru upptökur hennar ekki leiknar í útvarpi, því margir tengdu saman fadosöngva, gamlan tíma og harðstjómina, en er frá leið naut hún sömu hylli og forðum. Amalia Rodrigues tók upp fyrstu fadolög sín 1945 og söng inn á óteljandi hlómplötur. Hún hætti að syngja opinberlega vegna hjartakvilla á þessum áratug, en kom síðast fram við opnun heimssýningarinnar í Portú- gal á síðasta ári. SEX þjóðkunnir gítarleikarar leiða saman hesta sína í Gerðubergi í dag, laugardag, kl. 16 og halda tónleika til heiðurs Gunnari H. Jóns- syni í tilefni af sjötíu ára afmæli hans fyrr á ár- inu. Þar frumflytja þeir allir saman Fúgu í E, gítarverk eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Gítarleikararnir eru þeir Arnaldur Arnarson, Einar Krist- ján Einarsson, Kristinn H. Arnason, Páll Eyjólfsson, Pétur Jónasson og Símon H. ívarsson, en Arnaldur gerir sér ferð alla leið frá Spáni, þar sem hann er búsettur, til þess að heiðra lærimeistara sinn. Gunnar H. Jónsson er einn af frum- kvöðlum klassískrar gítartónlistar á íslandi. Hann hóf gítarkennslu árið 1956 hjá FÍH og var einn af stofnendum Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar. Gunnar hefur allar götur síðan kennt á hljóðfæri við ýmsa tónlistarskóla. Hann varð sjötugur í mars síðastliðnum og með tónleikunum segir Símon að þeir félagar vilji þakka lærimeistar- anum. Fjórir þeirra voru nemendur hans um lengri eða skemmri tíma og þó að þeir Pétur og Páll hafí ekki verið nemendur hans hafa þeir engu að síður kynnst honum, m.a. þegar hann var prófdómari þeirra. Arnaldur og Símon út- skrifúðust báðir frá honum. „Við höfum alltaf haft mjög góð tengsl við Gunnar, líka eftir að hann hætti að kenna, og með þessu viljum við sýna honum einhvers konar þakkartilfínningu fyrir hans miklu umbun. Hann hefur alltaf verið mjög gefandi í starfi og er mjög sérstök persóna sem þjóðfélagið hefur kannski lítið tekið eftir. Hann hefur sig lítið í frammi en er stöðugt að gefa til annarra og ein- hvern veginn situr það mjög sterkt í okkur að hafa notið þessarar leiðsagn- ar hjá honum,“ segir Símon. „Þessir gítarleikarar sem þarna koma saman hafa allir gefið sig út fyr- ir að vera einleikarar en það sem verð- ur óvenjulegt á þessum tónleikum er að við spilum saman. Það hefur oft gerst að gítarleikari hefur spilað með öðrum gítarleikara í dúett, en það hefur lítið farið fyrir því að menn spili í tríói eða kvartett. Þannig að nú er brotið blað í sögunni að því leyti en það er líka í anda Gunnars, því hann hefur alltaf örvað til samspils. Við höfum líka kallað til okkar fímm aðra gítarkennara, sem koma fram í lok tónleikanna en hugmyndin er að sýna fram á að hér eru fleiri sem kenna á gítar,“ heldur Símon áfram. Á tónleikunum verða m.a. flutt verk eftir Misti Þorkelsdóttur, Lennon og McCartney, Koshkin, E. Granados, J. Turina, Ayala, Tár- rega og de Falla. Portúgalska fadosöngkonan Amalia Rodrigues. Gunnar H. Jónsson Morgunblaöið/Þorkell Guðbjörg Lind Jónsdóttir og Sara Vilbergsdóttir koma fyrir örsmáum verkum 30 listamanna á veggjum ASÍ. FÉLAG ÍSLENSKRA MYNDLISTARMANNA ÖRVERUSÝNING í LISTASAFNI ASÍ ÞEMA- og örverusýning Félags íslenskra myndlistarmanna verður opnuð í Listasafni ASÍ við Freyjugötu í dag kl. 15. Yfirskrift sýningarinn er Ör djúpinu og sýna þar rúm- lega 30 listamenn, en öllum félagsmönnum var boðin þátttaka. Þetta er önnur örverusýning FIM, en sú fyrsta, Oðurinn til sauðkindarinnar, var hald- in á sama stað árið 1997 og er ætlunin að halda slíkar samsýningar annað hvert ár. Félag íslenskra myndlistarmanna er elsta og stærsta myndlistarfélag landsins. í því eru rúmlega 130 félagsmenn. FIM er aðili að fulltrúaráði Listahátíðar Reykjavíkur og hef- ur staðið fyrir sýningarhaldi á undanfömum Listahátíðum á verkum þeirra Sigurjóns Ólafssonar, Sigurðar Sigurðssonar, Jóns Engilberts, Hjörleifs Sigurðssonar, Karls Kvaran og nú síðast á portrettverkum Ágústs Petersen. Þekktar eru haustsýningar FIM sem voru lengi árlegur viðburður en lögðust af á níunda áratugnum vegna breyttra aðstæðna í sýningarmálum mynd- listarmanna. Núverandi stjóm og sýningamefnd hafa endurvakið þessar haustsýningar en með breyttu sniði frá því sem áður var þar sem eitt ákveðið þema er nú lagt til grundvallar hverri sýningu. Auk þess verða listaverkin að vera innan stærðarmarkanna 400 fersentí- metrar. Ætlunin er að sýningar þessar verði haldnar annað hvert ár. Óðurinn tii sauðkindai-innar var þema fyrstu sýningarinnar með þessu breytta sniði. Yfirskrift sýningarinnar að þessu sinni, Úr djúpinu, er mun víðfeðmara en hugmyndin að bald báðum þessum sýningum er að bjóða fé- lagsmönnum upp á glímu við ólík yrkisefni hverju sinni. Öllum félagsmönnum var boðin þátttaka í sýningunni og mátti hver listamað- ur senda inn þrjú verk sem stjórn og sýning- arnefnd áskildu sér rétt til að velja úr eitt til þrjú verk. Allur undirbúningur sýningarinnar var í höndum stjórnar og sýningamefndar FIM, en formaður þess er Guðbjörg Lind Jónsdóttir. Sýningin er opin alia daga nema mánudaga kl. 14-18 og stendur til 24. október. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásinundarsafn Yfírlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Bílar & list, Vegmótaslíg 4 Ingþór Hrafnkelsson. Til 14. okt. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14 Sigurður Eyþórsson. Til 10. okt. Galleri@hlemmur.is. Þverholti 5 Erling Þ.V. Klingenberg. Til 24. okt. Gallerí Stöðlakot Pétur Behrens. Til 24. okt. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti Magnús Kjartansson. Til 14. okt. Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs Inga Rós, Ólafur Lárusson og Benedikt Gunn- arsson. Til 10. okt. Gerðuberg Þorvaldur Þorsteinsson. Til 17. okt. Ilafnarborg Kristín Þorkelsd., Jóhanna Bogad. Til 25. okt. Hallgrímskirkja Jón Axel Björnsson. Til 28. nóv. By&gðasafn Eyrarbakka, Húsið Klæðið fljúgandi. Til 31. okt. i8, Ingólfsstræti 8 Kristján Guðmundsson. Til 10. okt. íslensk grafík, Hafnarhúsinu Ljósmyndaverk Einars Fals Ingólfssonar, Guð- mundar Ingólfssonar, ívars Brynjólfssonar, Spessa, Þorbjargar Þorvaldsdóttur. Til 10. okt. Kjarvalsstaðir Hafsteinn Austmann. Borgarhluti verður til. Patrick Huse. Til 24. okt. Listasafn ASÍ Ásmundarsalur og Gi^fja: Úr djúpinu. Örverka- sýning á vegum FIM. Arinstofa: Sýnishorn verka úr eigu safnsins. Til 24. okt. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17. Högg- myndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Islands Nan Golding. Helgi Þorgilsson. Til 24. okt. Sýn- ingar á verkum úr eigu safnsins. 28. nóv. Listasalurinn Man, Skólavörðustíg 14 Hjörtur Marteinsson. Til 17. okt. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Jónína Guðnadóttir. Til 17. okt. Mokkakaffi Einhverfir - Heyrnarlausir: Sigurður Þór Elías- son, Gísli Steindór Þórðarson. Til 5. nóv. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sumarsýningin Spor í sandinn. Norræna húsið Grafíkverk Johns Thprrisen við ljóð Rolfs Jacob- sen. Til 24. okt. Prinsessudagar. Til 31. okt. Nýlistasafnið Malin Bogholt, Anna Carlson, Maria Hurtig, Mauri Knuuti, Pia König og Leif Skoog. Bjarta og Svarta-sal: Luc Franckaert. Sýning Islands- deildar Amnesty International. Til 17. okt. One o one Gallerí, Laugavegi 48b Gabríela Friðriksd., Magnús Sigurðars. 12. okt. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarf. Fiskurinn í list Sveins Björnssonar. Til 15. okt. Slunkariki, ísafírði Færeysk myndlist: Torbjörn Olsen. Til 15. okt. Sparisjóðurinn í Garðabæ, Garðatorgi Freyja Önundardóttir, Guðný Jónsdóttir, Gunn- hildur Ólafsdóttir, Ingibjörg Hauksdóttir, Jó- hanna Sveinsdóttir, Krístín Blöndal og Sesselja Tómasdóttir. Til 5. nóv. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suðurgötu Handritasýning opin þriðjudag-föstudaga kl. 14- 16. Til 15. maí. TONLIST Laugardagur Gerðuberg: Gítartónleikar til heiðurs Gunnari H. Jónssyni: Arnaldur Ai’narson, Einar Kristján Einarsson, Kristinn H. Árnason, Páll Eyjólfsson, Pétur Jónasson og Símon H. ívarsson. Kl. 16. Salurinn: Ungir tónlistarmenn. Kl. 16. Langholtskirkja: Kvartettinn Út í vorið ásamt Signýju Sæmundsdóttur. Kl. 17. Sunnudagur Salurinn: Caput. Eydís Franzdótir. Kl. 20.30. Mánudagur Salurinn: Sönglög Sigfúsar. Kl. 20.30. Fimmtudagur íslenska Óperan: Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran, Rannveig Fríða Bragadóttir, mezzosópran og Kolbeinn Jón Ketilsson, tenór, Kór Islensku óp- erunnar. Píanóleikari Gerrit Schuil. Kl. 20.30. Föstudagur íslenska Óperan: Sjá fimmtudagur. LEIKLIST Þjóðlcikhúsið Tveir tvöfaldir, lau. 9., fös. 15. okt. Glanni glæpur í Latabæ, sun. 10. okt. Abel Snorko býr einn, lau. 9., mið. 13., fös. 15. okt. Fedra, sun, 10., fím. 14. okt. Borgarleikhúsið Vorið vaknar, fós. 15. okt. Sex í sveit, mið. 13. okt. Fegurðardrottningin frá Línakri, fim. 14. okt. Loftkastalinn Hattur og Fattur, sun. 10. okt. Rent, lau 9., fös. 15. okt. Bíóleikhúsið, Bíóborginni við Snorrabr. Kossinn, lau. 9., fös. 15. okt. Iðnó Frankie & Johnny, mið. 13. okt. Rommí, lau. 9., fös. 15. okt. Þjónn í súpunni, sun. 10., fím. 14. okt. Kaffileikhúsið Ævintýrið um ástina, sun. 10. okt. Tjarnarbíó Töfratívolí, sun. 10. okt. Danslcikhúsið með ekka Ber, lau. 9., fös. 8. okt. Möguleikhúsið Snuðra og Tuðra, sun. 10. okt. Langafi prakkari, frums. fím. 14. okt. Leikfélag Akureyrar Klukkustrengir, lau. 9. okt. 1 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.