Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 16
La Primavera, veitingahús. Hönnuöir Oddgeir Þórðarson og Guðrún Margrét Ólafsdóttir, innanhússarkitektar FHI. Morgunblaöiö/Kristinn BREIDDIN ER OKKAR STYRKUR Húsgggna- og innanhússarkitektar í landinu hafa sótt í sig veorið á þessum áratug. Þeir hafa sfyrkt stöou sína hér heima og sjá ný sóknarfæri á erlendri grundu. ORRI PÁLL ORMARSSON sótti Guðbjörgu Magnúsdóttur, formann Félags húsgggna- og innanhússarkitekta, heim og ræddi vio hana um uppsveifl- una í faginu, horfurnar, nýju byggingg- reglugeroina, sem félagio gggnrýnir mjög, og hugsanlegt nám í hönnunar- greinum hér á landi í framtíðinni. Guðbjörg Magnúsdóttir lætur sig dreyma um hönnunarmiðstöð og hönnunarnám á háskólastigi hér á landi. HVERS vegna innanhússarki- tekt? spyr Félag húsgagna- og innanhússarkitekta í kynningarbæklingi sínum. Og ekki lætur svarið á sér standa: Til að fá vel skipu- lagða heildarmynd af um- hverfi þínu; til að móta um- hverfi, þar sem vellíðan einstaklings er í önd- vegi; til að hagkvæmni náist í nýtingu rýmis; til að lækka framkvæmdakostnað og til að spara þinn eigin tíma. Allt lætur þetta vel í eyrum. En hverjir eru húsgagna- og innan- hússarkitektar á íslandi og fyrir hvað standa þeir? Félag húsgagna- og innanhússarkitekta (FHI) var stofnað árið 1955. 84 eru skráðir í félagið í dag sem er mesti fjöldi frá upphafi. Félagið á aðild að regnhlífarsamtökum hönn- uða, Form ísland, auk alþjóðlegra samtaka. Stofnendur FHI voru flestir húsgagnaarki- tektar og voru þeir, að sögn Guðbjargar Magnúsdóttur, formanns félagsins, atkvæða- mestir innan þess fyrsta kastið. „Frumherj- arnir voru mjög virkir og héldu stórar og miklar sýningar á sínum tíma. íslensk hús- gagnahönnun og -framleiðsla var í blóma á þessum tíma eða þar til tollfrjáls innflutning- ur á erlendum húsgögnum var leyfður snemma á áttunda áratugnum. Þá varð hrun í faginu án þess að nokkur fengi rönd við reist, ódýr erlend húsgögn flæddu inn í landið. Það er sorglegt til þess að hugsa hvað við töpuð- um miklu á þessu. Þar á ég við verkkunnáttu, vélakost og margt fleira. Þetta gekk mjög nærri faginu - og iðngreinum yfir höfuð - og það hefur verið gífurlega erfitt að byrja upp á nýtt." Vægi innanhússarkitekta var minna en húsgagnaarkitekta á fyrstu árunum en hefur að sögn Guðbjargar farið stigvaxandi á síð- 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 9. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.