Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 6
Hlín var fædd 16. nóvember 1876 í Bárðar- dal í Lundarbrekkusókn og voru foreldrar hennar Arnfríður Guðrún Sigurðardóttir, þá 22 ára, og Jón, þá 25 ára, Erlendsson skálds og alþingismanns að Garði í Kelduhverfi, Gott- skálkssonar. Jón nefndi sig Eldon, var skáld, fór til Vesturheims og var ritstjóri blaðs þar um skeið. Þau giftust ekki. En móðir Hlínar giftist bónda í Bárðardal og var hún með móð- ur sinni til 5 ára aldurs. Þá varð hún fóstur- dóttir móðurmóður sinnar, Guðrúnar Erlends- dóttur, bónda að Rauðá í Ljósavatnshreppi, Sturlusonar. Var Guðrún þá ekkja hjá dóttur sinni, ljósmóður að Sandhaugum í Bárðardal (alsystir móður Hlínar). Hlín giftist Ingólfi Jónssyni frá Jarlsstöðum í Bárðardal. Þau bjuggu fyrst í Eyjafirði, síðan í Kanada og síð- ast að Innrahólmi á Akranesi í 8 ár. Þá kom brestur í hjónaband þeirra og þau slitu sam- vistum. Þau áttu mörg myndarleg börn. Ingólfur var sagður röskur maður til allra verka. Á nefndum vordögum 1934 ber það til tíð- inda að búskapur hefur lagst af á höfuðbólinu Krýsuvík og útbýlum þess, þar með að Nýja- bæ. Eigandinn, Einar skáld, situr að búi sínu í Herdísarvík og framkvæmdastjóri hans, Hlín Johnson, fær það viðfangsefni hvernig nýta megi hin gamalgrónu tún. Henni verður efst í huga búdrýgindi af heysölu til þéttbýlis þegar hún bjó að Innrahólmi á Akranesi. Ef það yrði endurtekið þurfti að gera akfæran veg frá ís- ólfsskála til Krýsuvíkur. Hún fær vitneskju um möguleika þess hjá manni er vel þekkti leið þessa. Hún gerir hann að verkstjóra vega- gerðarinnar sem felst í því að breikka gamla veginn. Verkið reyndist erfiðast í Ögmundar- hrauni en eftir það má þræða að mestu leyti melfláka til Krýsuvíkur. Hlín auglýsir eftir mönnum og velur úr stórum hópi tvo dugnað- arlega Arnfirðinga. Þeir koma til Herdísarvík- ur og eru þar nokkra daga, einkum við að koma niður grænmeti í kálgarða. Þeir fara svo þaðan með verkstjóra sínum til vegagerðar- innar og verða þar oftast fjórir saman. Þeir hafa vagn og hest og vinna með skóflum og haka. Arnfirðingar komu ekki aftur til Herdís- arvíkur. Vegagerðarmönnum Hlínar tókst að koma á bflfærum vegi til Krýsuvíkur í þann mund sem túnsláttur í Nýjabæ er tímabær laust fyrir lok júlímánaðar. Baðstofuhús Nýja- bæjar er fyrir skömmu yfirgefið og þokkaleg vistarvera þeirra vegagerðarmanna sem nú ganga til heyskapar á velsprottnu túni. Um fyrrihluta septembermánaðar eru tún Krýsu- víkur fullsprottin. Ganga þá sömu heyskapar- menn til verks þar að viðbættum tveimur sláttumönnum frá Grindavík. I Nýjabæ er að- setur heyskaparmanna og afbragðs ráðskona sér um matreiðslu. Fullþurrkað hey er flutt frá Krýsuvík með vörubflum. Um arðsemi er ekki kunnugt en framkvæmdastjóri jarðeig- anda, Hlín, fór með sigur af hólmi. Heimilisbragur í Herdisarvík Nú verður í knöppu máli minnst vistar minnar á sumardögum 1934 í Herdísarvfk og umgengni við heimsborgaralega húsbændur. Ég naut nánast einn baðstofu húsnæðisins, fór á fætur á m'unda tíma, gekk til húss skáldsins og inn um vesturdyr til hins virðulega eldhúss. Hlín hafði þá lokið bakstri á sínum óviðjafnan- legu flatkökum og morgunverður er lagður á eldhúsborðið. Hlín fer að mjólka kýr sínar en setur mér áður fyrir nokkur snúningsverk: sækja vatn í bæinn, kljúfa við í eldinn og stundum að vitja um silunganetið í tjörninni. En er kom að heimatúnslætti sló ég það með orfi og ljá en Hlín rakaði og saman unnum við að heyþurrkun og bindingu þess. Gott var að vinna fyrir og með Hlín sem ávallt ávarpaði mig með orðinu „gæskur". Hún sagði mér frá harðri lífsreynslu sinni þegar hún bjó í Kanada og varð að reka nautgripi langar leiðir til vatns þegar frost náði 40 gráðum. Og hún sagði mér frá yndislegum dögum þegar hún átti heima í Buenos Aires í Argentínu þar sem stórbændur voru svo gestrisnir að gera ráð fyrir umframmat daglega vegna gesta. Margir Evrópumenn misnotuðu þessa rausn og urðu að iðjuleysingjum. Hún minntist þá oft á fiski- mennina glaðlyndu sem komu syngjandi að landi með feng sinn og sóngur þeirra minnti með ólíkindum á íslenskan kveðanda. Einar svaf vel út en var oftast kominn á fæt- ur uppábúinn um ellefuleytið. Hlín bar honum hádegismat í aðalstofu sem var léttur og fá- brotinn og miðaðist við heilsufar. Skáldið drakk hvorki kaffi né te en matnum fylgdi eitt til tvö lítil staup af léttu víni sem geymt var í 30 lítra glerkeri í litlu búri. Hlín distileraði það og deyfði niður í Spánarvínsstyrk og bragð- bætti það með ýmsum jurtum. Þar stóð kanna á borði og lítil staup tiltæk handa skáldinu til vínneyslu samkvæmt læknisráði. Aldrei gekk skáldíð þar inn en var neytandi fyrir milli- göngu annarra. Einar gekk á þurrviðrisdögum eftir hádegi uppáklæddur austur í Dal og Gerði. Hann hafði minnisbók í vasa ef áorkan vitjaði skáldsins. Einar hlustaði á útvarpið, einkum fréttir og tónlist. Það vakti athygli Útsýni skáldsins af hlaðinu í Herdísarvík yfir víkur og valllendishólma, en hafið í baksýn. 7', >^<n^. '-tf^^&^* y -zs&*~-~' ^t^y Rithönd Einars Benediktssonar frá sýslumannsárum hans í Rangárþingi, hér er það verslun- arleyfi til handa Auðuni Ingvarssyni í Dalsseli. Hlín Johnson. Með kvöidmatnum skammtaði hún Einari tvö staup af víni sem geymt var í glerkeri. Hlín þynnti það í Spánarvínsstyrk- leika og bragðbætti með jurtum. þegar tríó Þórarins Guðmundssonar lék sí- gilda tónlist að Einar tók undir með létt- barítónrödd sinni og oftast í þríundarharm- óneringu við laglínu. Ekki var séð að Einar læsi bækur utan að líta í þær og þá einkum sínar eigin ljóðabækur sem voru nærtækar á borði. Ekki talaði Einar til þeirra manna er komu erinda eða til smáviðvika að Herdísar- vík. Ekki minnist ég orðaskipta milli Einars og Hlínar í annarra áheyrn nema þá á ensku þegar þörf var á. Skáldið sem hafði í einför glímt við fyrir- bærið mannlíf í litríkri orðgnótt var nú að ganga inn í einsemd mannlegrar hrörnunar með skuggum og skúraskini. Ég naut þess verðleika sem heimilismaður, ungur að árum og fámáll, að verða áheyrandi skáldsins þegar birti fyrir hugarsjónum hans og augu tóku að gneista á ný. Ég man þegar skáldið ávarpaði mig fyrst. Það var sunnan við hús þegar ég bar þungar vatnsfötur frá vatnslind til bæjar og hann sagði: „Mér er illa við að sjá menn eyða orku sinni að þarflausu. Ég hef lengi vak- ið athygli á orku frá vindmyllu á húsþaki." Það er rigning og Hlfn sinnir búgripum, skáldið hefur sest á stól í eldhúsinu. Einar spyr hvort ég vilji koma í krók við sig. Við krækjum sam- an löngutöngum og Einar segir að ekki þurfi að hlífa sér. Ég legg mig fram og dreg ekki kraftamennið Einar upp og hann segir: „Kallarðu þetta ekki gott af sjötugum manni?" Þetta gæti hafa þjónað tilgangi. Við færumst nær hvor öðrum. Einar vill tala við áheyranda sinn og spyr hvaða hugmynd ég hafi um hjónabönd. Hann væntir ekki svars og segir dæmisögu: „Þú sest niður á hné mér með mínu leyfi og ert í fangi mér og ég er ánægður með það um stund. En það kemur að því að mig langar til þess að standa upp en þá er ég háður öðrum um það." Eins og í framhaldi af Helgríma Einars Benediktssonar. sögðu segir skáldið: „Mér er illa við það sem ég kalla gúdtempler vegna þess að sjálfsá- kvörðunarréttur mannsins er dýrasta eign hans og ekki er leyfilegt að afhenda hann öðr- um." Áður en Einar fluttist að Herdísarvík hafði hann dvalist ásamt Hlín í 9 mánuði á Afríku- strönd á baðstaðnum Hammamet í Túnis og átti þaðan góðar minningar. En harmleikur fortíðar kemur róti á tilfinningar hans þegar örlög Karþagóborgar standa honum fyrir hug- skotssjónum og nú verður erfitt en heillandi að vera hlustandi undir hljómmikilli orðræðu skáldsins: „Eyðing hámenningarborgarinnar er svívirðing aldanna þar sem ekki nægði manndráp og bruni til ösku því til viðbótar var salti stráð á grunninn svo ekki yxi upp gróður. Þetta var árangur Catos gamla með því að ít- reka í ræðulok: Ceterum censeo delendam esse Carthaginem." („Auk þess legg ég til að Karþagó verði í eyði lögð.") Hlustandi sat uppi með þetta þar til flett var upp í sögu Róma- veldis. Einar skáld var fagurkeri og ekki sáttur við álappalegt göngulag svo og er varðaði skáld- lega tilburði sem gætu verið vítaverðir. Fór með eftirfarandi dæmi því til staðfestingar: „Sólin gyllir fjöllin há; heldur svona myndar- lega; ekki er Drottinn ennþá dauður og ekkert gerir hann kindarlega". „...i þessu hundsrassgati" Einn góðveðursdag í hægum norðanand- vara erum við Einar staddir við norðurtún- garð nokkru austar húsinu. Hann var þá að koma úr göngu sinni austan úr Gerði og er vel upplagður. Hann lítur til sjávar og flytur eftir- farandi orðræðu á hljómfógru máli sínu: „Eg hef uppgötvað að hér blandast saman fjalla- og sjávarloft sem er heilsusamlegt. Hvernig get- ur maður nýtt sér það? Jú, það fyrsta sem þarf að gera er að fá sérfræðing sem undirritar yf- irlýsingu um hið góða loftslag sem lengir lífið og auglýst verður í erlendum blöðum, einkum enskum því Englendingar vilja lifa sem lengst. Til þess að geta tekið á móti þeim þarf að byggja Sanatorium. Við höfum fiskinn úr sjón- um, silunginn úr vatninu." Hann segir svo, sem í annarri tóntegund: „Ég sé engan annan möguleika til þess að verða ríkur í þessu hundsrassgati." Mér varð ónotalega við niður- lag orðræðunnar. Hugstæðustu samskipti mín við skáldið í Herdísarvík áttu sér stað að kvöldi dags. Jón Eldon er ekki heima og Hlín er nýgengin út til að mjólka kýr sínar og ég er á leið út úr hús- inu þegar Einar kemur úr aðalstqfu og spyr hvort ég geti náð í staup fyrir sig. Ég hika, því þetta var ekki í mínum verkahring. Einar les hugsanir og segir: „Þú getur treyst því að hér fer allt að mínum vilja. Það mundi ekki skríða mús eftir gólfinu nema með mínum vilja." Ég fór snarlega í búrið góða og kom aftur með velfullt staup í stofu Einars sem dreypir á veig og endurheimtir stórpersónuleika sinn. Hann tekur ljóðabók sína upp af borði og vill lesa fyrir mig kvæðið Kappsiglingu sem hann sé ánægður með. Hann býður mér að setjast í leðurstól sinn hinn mikla. Eg færist undan en Einar segir stólinn vera sér hversdagslegan og velur sér stól og les þar Ijóð sitt fyrir þjón sinn með áhrifamikilli og hljómmagnaðri röddu sinni: „Á Foldina héldu út hástrengdar skeiðar / hafrastir liðu inn, djúpar og breið- ar..." Tveimur árum síðar, þegar Sigurveig Guð- mundsdóttir kennari frá Hafnarfirði kemur í heimsókn til Herdísarvíkur ásamt Kristínu systur Einars hefur honum hrörnað svo að hann getur trauðla svarað spurningum nema með einsatkvæðisorðum. Vist minni lauk í Herdísarvík við septem- bermánaðarlok en rétt áður varð ég meðreið- armaður Hlínar til Hafnarfjarðar eftir vegin- um upp Selstíg og yfir Grindarskörð. Hlín átti þá erindi við bankastjóra og marga fyrirmenn. Hún spurði mig hvort mig vantaði ekki góð spariföt, sem var rétt, og að það kæmi sér vel fyrir sig og skyldi ég fara til Andersons Axels klæðskera að Aðalstræti 16 en hann var vinur hennar. Þar fékk ég vönduðustu föt sem ég þá hafði eignast. Voru þau að verðgildi helmings kaups míns og var ég mjög ánægður með þá málalyktan. Hinn mikli útgeislandi persónuleiki Einars skálds Benediktssonar hefur fylgt mér ætíð síðan og styrkt möguleika minn í samskiptum við valds- og hámenntamenn vegna þess að smæð annarra var augljós í viðmiðun við hinn mikla húsbónda sem kom fram við mig í hátt- erni jafningjans. Eg fylgdist síðar grannt með öllu sem ritað var og rætt um skáldið og lærði ljóð hans. Mér varð augljós persónuklofningur Einars með hliðsjón af mesta tónsnillingi sög- unnar, Mozart, sem hafði þá andhverfu við hina göfugu hljómgerð sína að hafa þörf fyrir lágreistan orðavaðal sér til jafnvægis. Einar skáld svaraði þeim er spurðu hann um and- hverfu milli lífs og ljóðspeki hans: „Þegar ég orti var ég með viti en þegar ég lifði var ég vit- laus." Og hann áréttaði þetta í góðra vina hópi: „I mér búa tveir menn; annar er séntilmaður en hinn er dóni en þeir talast aldrei við," þ.e. þeir voru aldrei samtímis í persónuleika hans. Á lífsbrautarferli mínum hefi ég verið víða minntur á tilvist skáldsins. Þar á meðal á stríðsári þegar ég í Vestmannaeyjum hlustaði í gegnum útvarp á hina frægu ræðu er séra Ólafur Magnússon flutti við útför skáldsins í Dómkirkjunni þann 26. janúar 1940. Ég átti heima að Falkoner Allé á Friðriks- bergi í Kaupmannahófn í tvö ár upp úr stríðslokum. Það var í næstu nánd við lúx- usvillu Einars við Femte Juni Plads þar sem hann bjó í miklu athafnaveldi og lifði í gleði og samkvæmislífi í þrjú ár á því stórfé er hann fékk fyrir Títanhlutabréf sín uns auðæfi hans voru til þurrðar gengin. Um 1950 er ég kominn austur að Dalsseli undir Eyjafjöllum og varð tengdasonur Auð- uns Ingvarssonar bónda og kaupmanns þar. Auðunn átti velgengni sína Einari Benedikts- syni að þakka með því að hann gaf út leyfis- bréf honum til handa þann 1. desember 1905, þá sýslumaður í Rangárvallasýslu, til þess að reka sveitaverslun er stuðlaði að því tveimur árum síðar, 1907, að hann byggði tvílyft alþflj- að og járnklætt hús er varð menningar- og rausnarheimili í þjóðbraut í áratugi. Ljóð Einars skálds, Náttmál, er mér hug- stætt á efri árum: Allt hljóðnar og kyrrist um heiði og baðm. Himininn tekur jörð sér í faðm og döggvar moldanna móðurskaut. Við landshjartað kvikna frumlíf og fóstur. Fjallbrjóstin mjallhvítu næra vor hrjóstur af lindum, sem eiga leið í stórfljótsins braut. Höfundurinn er frá Þorkelsgerði í Selvogi, en býr í Hafnarfirði. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.