Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 4
Gamli bærinn í Herdísarvík 1928. Lengst til vinstri er alþiljuð baðstofa þar sem Einar svaf fyrst eftir að hann kom á staðinn, en í burstinni til hægri var stofa sem Einar fékk til umráða á með- an húsið var í byggingu. Ólafur Þorvaldsson bóndi í Herdísarvík varð á meðan að flytja sig í norðurbaðstofu, svefnstað vinnufólksins. // HER FER ALLT AÐ MÍNUM VIUA" I VIST HJA EINARI BENEDIKTSSYNI í HERDÍSARVÍK sVto^í-____ ¦¦ J iH mmmxM^mmm^-- _______________iS-vMr,_____ ¦ ¦; •MðfUlwMP 1—»—.».. Ljúsm.Lesbók/Gísli Sigurðsson Tóftir gamla bæjarins þar sem Einar bjó á meðan húsið var í smíðum. Undur og býsn gengu yfír ís- lenska þjóð þegar hinn ríkis- rekni fjólmiðill Sjónvarpið frumsýndi þann 26. desember 1998 leikrit sem unnið var upp úr harmsögulegu dóms- máli frá 1893 að Svalbarði í Þistilfirði. í leikriti þessu eru glæpsamlegar sakir yfirfærðar frá sakborn- ingum á heimilisfólk og embættismenn, þar með hinn unga þá setta sýslumann og dómara Einar Benediktsson, síðar skáldjöfur þjóðar sinnar. Þar er klykkt út með ffjarstæðu um síðustu daga stórskáldsins á eignarjörð hans í Herdísarvík. Páll Sigurðsson prófessor í lög- um við Háskóla íslands hefur á opinberum vettvangi brugðist hart en drengilega við með því að afmá aurslettur þær er klínt var á hina varnarlausu gengnu. Og honum blöskrar þvættingur um síðustu daga skáldsins. Nú vill svo til að undirritaður varð þeirrar blessunar aðnjótandi á árinu 1934 að eiga í fjóra mánuði þau Einar skáld Benediktsson og bústýru hans Hlín Johnson að húsbændum á eignarjörð skáldsins í Herdísarvík. Þá átti hann enn höfuðbólið Krýsuvfk í Gullbringu- sýslu. Jarðir þessar áttu merka og litríka sögu. Einar kaupir Krýsuvik eg Herdisarvik Einar skáld Benediktsson er sagður hafa keypt Krýsuvík og Herdísarvík af Jóni Magn- ússyni 1908 ásamt Arnemann skartgripasala í Osló. Skömmu síðar fer fram sala og endur- kaup milli sömu aðila sem ekki verður hér skil- greint nánar. En við allsherjarmanntal 1910 er eftirfarandi bókað: „Krýsuvík ábúandi Jón Magnússon. Eigandi fyrrverandi sýslumaður Einar Benediktsson og 3 Norðmenn". Einar virðist frá upphafi hafa verið eigandi að Her- dísarvík. En það er ekki fyrr en 13. desember 1928 sem Einar skáld kaupir báðar nefhdar jarðir af Arnemann fyrir 30 þúsundir króna. EFTIR KONRAÐ BJARNASON Höfundurinn hefur þá sérstöðu ao hafq verið í vist um tíma hjá Hlín Johnson og Einari skáldi Benediktssyni á fyrsta ári þeirra í Herdísarvík. Meo unglingnum úr Selvoginum og skáldinu tókust góð kynni og stundum fór skáldið á flug. Herdísarvík átti Einar sjálfur, hofóT keypt jörðina 1910 og voru þrír Norðmenn íeð h meo nonum i Kaupunum íkc Þórarinn flytur alfarinn frá Herdísarvfk til Reykjavíkur á vordógum 1927. Næsti ábúandi þar varð Ólafur Þorvaldsson frá Asi við Hafn- arfjörð. Þegar Ólafur fær vitneskju um að Herdísarvík sé laus til ábúðar fer hann á fund jarðareigandans Einars skálds Benediktsson- ar, sem þá er í Reykjavfk, og semst með þeim um 5 ára ábúð í Herdísarvík eða til 1932. Ólaf- ur var þá með ófullnægjandi búsetu að Sveinskoti í Hvaleyrarhverfi. Hann kom þang- að ári áður frá 6 ára búsetu að Stakkhamri í Miklaholtshreppi með 200 fjár. Ólafur kaupir útigangsær Þórarins með lömbum og selur sauðfé sitt að vestan. Ólafur rekur útigangsfjárbú sitt í Herdísar- vfk frá haustdögum 1927 með vinnumanni sín- um til vordaga 1928 að hann kemur þangað með fjölskylduna. Búskapur hans hefur verið farsæll í 5 ár þegar hann er enn ófarinn án framlengingar ábúðar eftir fardaga 1932. En um fyrrihluta júlímánaðar kemur eigandi jarð- arinnar, Einar Benediktsson ásamt sambýlis- konu sinni Hlín Johnson til búsetu þar. En Ólafur naut velvildar jarðeiganda og hélt bú- setu fram að fardögum 1933 en með verulega aðþrengdu húsrými í gamla bænum þar til hús Einars skálds yrði fullbyggt. Einar Benediktsson seslcir leiðsagnar Á bílum var fært að sumri í þurrkatíð frá Hrauni í Ölfusi og út í Selvog vegna þess að árið 1931 breikkuðu Selvogsmenn með hand- verkfærum hestagötuna frá Hlíðarenda og færðu hana ofar frá Hlíðarendahelli með stefnu á Selvogsheiði. Gamla leiðin lá um aldir niður Djúpadalshraun í Hlíðarendalandi og sunnan undir heiðinni allt til Hásteinaflags. En breikkaði vegurinn lá yfir heiðina, niður Pétursleiti vestan við Hellisþúfu og á gamla veginn vestan við Hásteinaflag. Þess vegna komst drossía á þurrum júlídegi niður að Mið- vogstúngarði. Var þetta síðla dags og vorum við þá nokkr- ir táningar komnir á vettvang og vitni að því er fararstjórinn, þéttur á velli með erlent yfir- bragð, sté fyrstur út og kynnti sig sem Óskar Clausen. Hann væri kominn til Selvogs með skáldið Einar Benediktsson og æskti leiðsagn- ar að höfuðbólinu Nesi, sem var auðsótt. Þar með steig höfuðskáld þjóðarinnar ásamt föru- neyti út úr bifreiðinni. Var þá fullljóst að ekki var ofsagt það sem áður var heyrt um glæsi- mennið Einar skáld. Hann var mikill á velli, með hæstu mönnum, höfðinglegur í fasi og frakkaklæddur. Eftir fylgdi kápuklædd kona og drengur nær fermingu. Þau fengu góðar móttökur og gistingu hjá Guðmundi bónda Jónssyni sem þá var fjárríkastur á landinu. Hann flutti Einar skáld og fjölskyldu næsta dag á hestum til Herdísarvíkur. Nokkrum dögum eftir komu Einars skálds og Hlínar til Herdísarvíkur verður ljóst að hún var tímabær í vel skipulagðri fram- kvæmdaáætlun sem gengur upp með því að nógur mannskapur er kominn á vettvang til uppskipunar á varningi miklum úr strand- ferðaskipinu Skaftfellingi. Hann fór svo nærri landi sem mest hann mátti svo stutt yrði með flutning á opnum báti í lendingarvör. Gekk greiðlega að koma farmi skipsins á land. Mest fór fyrir tilsniðnum húsagerðarvið sem var einnig í fullgerðum einingum ásamt stórum þilplötum til klæðingar innanhúss og þakjárni. Éinnig var þar mikil eldavél ásamt miðstöðvarofnum tengdum henni. Húsgögn og fyrirferðarmikið bókasafn skáldsins, mjölmeti til langs tíma og eldsneytisbirgðir. Flutningur af sjávarkambi til síns staðar fylgdi fast á eft- ir. Sigurður Halldórsson yfirsmiður hafði veg og vanda af gerð hússins og úttekt efnis. Sala á búslóð og málverkum skáldsins gekk til inn- réttingar ásamt sparifé Hlínar. Óskráður gef- andi timburefnis var Sveinn Magnús Sveins- son forstjóri Völundar og tengdasonur pró- fessors Haraldar Níelssonar. Haraldur var prestur í Laugarnesspítala og hjá ekkju hans þar átti Einar skáld húsnæðisathvarf 1930. Húsi skáldsins var valinn staður við norður- túngarð. Bændur og smiðir úr Selvogi komu til liðs við yfirsmið. Grunnur er lagður og hús reist á 6 vikna tíma og fullbúið 8. september 1932. Samtímis flytja Einar skáld og Hlín þar 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.