Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 3
LESBÖK MOIIOI NBLAÐSINS - MENNING USTIB 39. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI „Hér fer allt að mínum vilja" Síðasta tímaskeið Einars Benediktssonar, árin í Herdísarvík, hafa löngum þótt dap- urlegur endir á viðburðaríkri ævi, og margt er þar mistri hulið. Nú vill svo til að Konráð Bjarnason, fræðimaður frá Þorkelsgerði í Selvogi, býr yfir þeirri ein- stæðu reynslu að hafa verið gestur í Her- dísarvík hjá Einari og Hlín Johnson og síð- ar var hann vinnumaður hjá þeim. Að beiðni Lesbókar hefur hann skrifað grein um þessa dvöl og eftirminnileg kynni af skáldinu, sem átti þá enn til að iyfta and- anum á flug. Fríkirkjan í Reykjavík Ódæðisverk á Dýrafirði fyrir 100 árum. Sigríður Ingimarsdóttir, fyrrv. kennari, minnist þess þegar breskur landhelgis- brjótur lá uppi í landsteinuin og kallað var á sýslumanninn á fsafirði, Hannes Haf- stein, sem brá skjótt við. Hann fékk nokkra vana menn til að róa með sig út að togaranum, þar sem þeir fengu óblíðar viðtökur og trollvír var slakað með þeim afleiðingum að bátnum hvolfdi og báts- verjar drukknuðu allir nema Hannes, sem einn var syndur. Húsgagna- og innan- hússarkitektar hefur verið fegruð og bætt í tilefni þess að Fríkirkjusöfnuðurinn er 100 ára. Þessi kirkja sem setur svo mjög svip á umhverfi Tjarnarinnar, hefur nú verið gerð enn fegurri en áður að innanverðu og betur ætti að fara um kirkjugesti í nýjum, þægi- legum kirkjubekkjum. Hjörtur Magni Jó- hannsson fríkirkjuprestur sýndi Gísla Sigurðssyni breytingarnar, en ljósmyndar- inn Golli tók myndirnar. í landinu hafa sótt í sig veðrið á þessum áratug. Þeir hafa styrkt stöðu sína hér heima og sjá ný sóknarfæri á erlendri grundu. I Lesbók er rætt við Guðbjörgu Magnúsdóttur, formann Félags húsgagna- og innanhússarkitekta, um uppsveifiuna í faginu, horfurnar, nýju byggingareglu- gerðina, sem félagið gagnrýnir mjög, og hugsanlegt nám í hönnunargreinum hér á landi i framtíðinni. EINAR BENEDIKTSSON MINNINGALAND Minningaland, fram í dáðanna dag með drottnandi frelsi frá jöklum til sanda. En réttur og trú skulu byggja vor bú frá bölöldum inn í framtímans hag; því heimsaugu svipast um hlut allra landa, og himinninn skín yfir leiðh• vors anda. Framtíðarþjóð, yfir ókomna öld með alþjóð að vin láttu mannrétt þinn styrkjast. Vort norræna mál gefur svip vorri sál; það setur oss vé í lýðanna fjöld. í krafti og frelsi guðs veraldir virkjast. Til vaxandi íslands vor hjartaljóð yrkjast. Fold vorra niðja, við elskum þig öll; þú átt okkar stríð, þar sem tímarnir mætast, svo hrein og svo stór, þar sem himinn og sjór slá hringinn um svipmild, blánandi fjöll. Þú ein átt að lifa og allt að sjá bætast. Þú átt okkar von. Og þú sér hana rætast. FORSÍÐUMYNDIN Utsýni vestur yfir Þingvallavatn á fögrum haustmorgni. Silfrur heita víkurn- ar þarna þar sem gjár ná út í vatnið. Handan vatnsins stíga gufumekkir á Nesjavöllum til himins. Ljósm. Lesbók/GS. Einar Benediktsson, 1804-1940, var skáld, ritstjóri, sýslumaður um tíma og fjármálamaður með búsetu langtimum saman í útlöndum, en endaði ævina í Herdisarvík eins og fram kemur í grein á bls. 4-ó. RABB LIFANDI MÁL Tungumál er lifandi. Tungumál breyt- ist. Tungumál sem ekki tekur breytingum ber dauðann í sér. En það er ekki sama hvernig breytingarnar eru. Fyrir nokkru hnaut ég um fyrirsögn í Morgunblaðinu: „Gosbrúsar gefa okkur flísina.“ Játað skal að þetta skildi ég ekki. Það skýrðist við lestur greinarinnar. Voðfellt efni sem á ensku er nefnt „fleece“ er framleitt úr plastbrúsum eða flöskum undan gos- drykkjum. A ensku getur „fleece" verið reyfi eða að rýja. Astæðulaust er að agn- úast út í þessa íslenskun orðsins. Hún fer ágætlega í samsetningum. Flísúlpa, flís- peysa og er svo sem hvorki betri né verri en orð sem unnið hafa sér þegnrétt fyrir margt löngu eins og til dæmis , jeppi“. Sumir segja jeppanafnið búið til úr skammstöfuninni G.P. sem er stytting á heitinu „General Purpose Vehicle“, aðrir rekja það til persónu í myndasögunum af Stjána sterka, „Eugene the Jeep“. En aftur að orðinu flís, sem á seinni árum hefur fengið tvær nýjar merkingar sem enn eru sennilega ekki komnar á orða- bækur: Þá sem að ofan greinir svo og smákurlað úrgangstimbur sem nýtt er til brennslu í ofnum járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga. Gott mál. Fréttamenn hafa oft verið orðhagir. Ekki veit ég betur en Högni Torfason fréttamaður hafi verið höfundur orðanna þota og þyrla, sem leystu af hólmi orðin þrýstiloftsflugvél og þyrilvængja. Frábær orð sem norrænir nábúar öfunda okkur af. Þeir nota enskuna óbreytta , jet“ eða ,jetfly" og „helikopter". Þota og þyrla eru nokkuð gagnsæ orð og fela að auki í sér hljóðlíkingu. Þegar mjólk var sett á markað í þrí- strendum pappaumbúðum bjó séra Emil Björnsson þá fréttamaður á fréttastofu útvarps til orðið „hyrna“. Það mun hafa gerst á blaðamannafundi hjá Mjólkur- samsölunni. Öndvegisorð með tilvísun til uppruna mjólkurinnar, enda þótt ekki séu allar kýr hyrndar. Þegar nýjar, fer- strendar mjólkurumbúðir komu til sögu var sjálfgefið að þær hétu fernur. Það væri annars verðugt verkefni Blaða- mannafélags Islands að halda til haga þeim orðum sem blaðamenn hafa sannan- lega smíðað og skotið hafa rótum í mál- inu. Þau er ófá. Abyrgð blaðamanna og þeirra sem flytja talað orð á öldum ljósvakans er mikil. Margt er þar vissulega vel gert. En hlutur ambögusmiðanna og bullukollanna hefur vaxið meira en í réttu hlutfalli við fjölgun útvarpsrása. Sagt er að þunnt sé móðureyrað. Því er áreiðanlega einnig þannig varið um flesta sem fengist hafa við fréttamennsku og sýslað við orð og texta að þeir hlusta grannt og eru við- kvæmir fyrir misfellum í mæltu máli og rituðu. Að minnsta kosti þeir sem hafa verið svo lánsamir að njóta góðrar ís- lenskukennslu á öllum skólastigum og sem unnið hafa húsbændum sem voru kröfuharðir um að menn vönduðu mál sitt. Eins og til dæmis séra Emil Björns- son var við okkur á fréttastofu sjónvarps á árum áður. Hann hafði málfarslegan metnað fyi-ir hönd sinnar stofnunar. Fyrir nokkru var hér rabbað um áleitin og ísmeygileg áhrif enskunnar á móður- málið. Stundum þarf maður að vera bæri- lega vel að sér í ensku til að skilja fréttir fjölmiðla. I DV stóð á dögunum: „Við er- um að búa til demo sem sýnt verður er- lendum fyrirtækjum í haust og eftir það mun ferlið fara á fullt“. Demo er vond enska og engin íslenska. Það er ekki held- ur góð íslenska að segja að „ferlið fari á fullt". Einhversstaðai’ var líka fyrirsögn um tölvuleiki: „Frábærir leikir fioppa“. Steininn tók þó úr í fyrirsögn Dags: „Nýtt lógó“ þar sem sagði frá nýju merki eða tákni stofnana kirkjunnar. Eg var reyndar svo einfaldur að halda að kross- inn dygði sem tákn kirkjunnar og stofn- ana hennar, en eins og flugfélög og önnur fyrirtæki þarf kirkjan sjálfsagt sitt sér- staka tákn í markaðssamfélaginu. Eg bíð þess að heyra að hlutverk kirkjunnar sé að „markaðssetja“ kristna trú. En úr einu í annað eins og hæfir í hversdagslegu rabbi: Fyrir nokkru var þess minnst að öld var liðin frá fæðingu Jóns Helgasonar skálds og fræðimanns. Árið 1959 skrifaði Halldór Kiljan Lax- ness greinarkorn: „Islenskan á sextugs- afmæli Jóns Helgasonar." Þá var dansk- an áleitnari við íslenska tungu en nú er og enskan ekki eins alltumlykjandi í ver- öldinni. Þar segir Halldór: „Það er án efa eitt meðal nauðsynjamála á Islandi að koma upp skóla til að kenna blaðamönn- um dönsku (sumir segja að líka þurfi að kenna þeim landafræði). Það verður að heimta af mönnum sem skrifa íslensku að staðaldri, bæði mér og öðrum, að við vit- um nokkurnveginn hvenær við erum að skrifa íslensku, en ekki dönsku. íslenskir blaðamenn hafa sagt í mína áheyrn og stundum láta þeir það útúr sér á prenti, að þeir neyðist til að sletta dönsku af því þeir verði að skrifa svo hratt. Menn sem eru svo hraðskrifandi á dönsku að þeir fara ósjálfrátt að skrifa á því máli þegar þeir þurfa að flýta sér, ættu að leita sér að atvinnu við blaðamensku í Dan- mörku.“ Svo mörg voru þau orð. Það er við hæfi að ljúka þessu rabbi með niðurlagsorðum Halldórs Kiljans Laxness í áður tilvitnaðri gi’ein um Jón Helgason. Þar segir Halldór, að hann hafi fengið þá skoðun af rökræðu við Jón Helgason, „að vöndun tungunnar, þessa þreifanlega og tilfinnanlega eilífðarþáttar sem teingir hug horfinna lángfeðga og óborinna niðja, sé ein frumskylda manns“. EIÐUR GUÐNASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. OKTÓBER 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.