Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 8
UNGVERJAR FYRSTIR í FRANKFURT Merki Bókastefnunnar. UNGVERJAR verða í brennidepli á Bókastefn- unni í Frankfurt að þessu sinni, hinni 51. í röðinni. Þriðjudaginn 12. október verður stefnan sett með ræðum forseta Ungverja- lands, Árpád Göncz, rithöf- undarins Péters Esterházy og Michaels Naumann sem verður opinber fulltrúi Þýskalands. Stefnunni lýkur þriðjudaginn 18. október. Ungverjar hafa sótt mjög á í bókmennt- um að undanfömu. Auk Péters Esterházys, sem margir þekkja, eiga þeir annan skáld- sagnahöfund, Péter Nádas, sem minnti ný- lega á alkunn ummæli í viðtali hér í blaðinu til marks um dugnað Ungverja. Það væri áreiðanlega satt sem sagt væri um Ung- verja: „Ef Ungverji gengur á eftir þér um hverfidyr, kemur hann út á undan.“ Í höndum nýlenduherra Péter Nádas (f. 1942) er kannski dæmi- gerður fyrir rithöfunda frá Austur-Evrópu. Fall múrsins og breytt viðhorf hafa að hans mati litlu áorkað til hins betra. í fyrmefndu viðtali norsku blaðakonunnar Tone Mykle- bost við hann lýsir hann ástandinu í Ung- verjalandi og sú lýsing er síður en svo beiskjulaus. „Hér er allt í höndunum á alþjóðlegum fyrirtækjum, hinum nýju nýlenduherrum. Hér er ekkert jafnvægi á milli millistéttar- innar og hinna mörgu fátæku. Hinir nýríku leggja ekkert af mörkum og ríkinu er ætlað að leysa vandann. Hjálpin kemur ekki að vestan. Þaðan kemur bara fé til fyrirtækja, sem flytja síðan arðinn í burt. Vestræn ríki styðja bara framkvæmdir, sem þau hagnast á, alveg eins og í þriðja heiminum." Kunnustu skáldsögur Nádas era fjöl- skyldusagan Endalok og Minningabókin, mikið verk sem menn hafa skipað í hóp önd- vegisverka og líkt höfundinum við Proust, Mann og Musil. Péter Esterházy (f. 1950) er tilraunamað- ur í sagnagerð og samdi vinsæla skáldsögu sem er skopstæling á sósíalrealisma. Lítið ungverskt klámsafn er eins konar klippi- myndasafn um lífið í Ungverjalandi komm- únismans. Klámið merkir í raun lygina og þessi bók er sögð afburða skemmtileg og hugkvæm. Rithæfni og stílleikur kemur til dæmis fram með áberandi hætti í prósasafn- inu Hún elskar mig en þar er lýst sambandi söguhetju og höfundar. Esterházy hefur verið hér á Bókmennta- hátíð og eitthvað er til eftir hann í þýðingum í tímaritum. Þróttmikil Ijóðlist Attila József (1905-1937) er talinn höfuð- skáld þessarar aldar í Ungverjalandi. Hann var sonur verkamanns af rúmenskum ætt- um og þvottakonu. Líf hans var mótsagna- kennt og átakamikið. Hann var bæði rekinn úr háskóla og kommúnistaflokknum. Bjó um skeið í París, kynntist frönskum skáldum og „Ef Ungverji gengur ó eftir þér um hverfidyr, kemur hann út á undan." Þetta er sögð trúverðug lýsing á dugnaði ungversku þlóðarinnar, skrifar JQHANN HJÁLMARSSON en Ungverjar eru nú í brennidepli á Bókastefnunni í Frankfurt. Menn beina sjónum að ung- verskum bókmenntum, ekki síst skáldsögum og Ijóðum. Péter Nádas Zsuzsa Rakovsky orti á frönsku. Hann fór í sálgreiningu, fékk taugaáfall og framdi sjálfsmorð í kjölfar þess. Onnur ungversk skáld á þessari öld sem oft eru nefnd sem brautryðjendur og í farar- broddi þróttmikillar ljóðlistar eru Sándor Weöres, Gyula Illyés, Ferenc Juhász og Agnes Nemes Nagy. Súrrealisminn hafði mikil áhrif í Ungverjalandi eins og víðar. Eldhuginn Petöfi Dáðasta skáldið er nítjándualdarmaður- inn, eldhuginn og byltingarsinninn Sándor Petöfi, eins konar Jónas Hallgrímsson, en náði ekki að verða eldri en 26 ára. Hann féll í stríði við Rússa 1849. János Pilinszky (1921-1981) hefur vaxið mjög í áliti og þykir sérstætt skáld. Mörg ljóða hans eru aðeins fáeinar línur. Meðal þýðenda hans eru Ted Hughes og Tomas Tranströmer og hafa þýðingar þeirra stuðl- að að frægð hans. György Petri (f. 1943) er meðal þeirra ungversku skálda sem oft er getið. Hann er „gróteskur“ í skálskap sínum og oft mein- legur, altekinn af yrkisefnum eins og kynlífi og dauða. Hann hefur verið kallaður spá- maður sem leiðir fólk í allan sannleika um sig sjálft og sagt er að Ungverjar þarfnist hans meira en hann þeirra. Zsuzsa Rakovszky (f. 1950) er eitt þeirra skálda sem orðið hafa kunn erlendis. Hún yrkir í játningastíl og getur minnt á Sylviu Plath og Emily Dickinson og líka meistar- ann Robert Lowell. Nýjasta bók hennar er heimspekileg, fjallar um tímann, minning- una og sjálfið. Rakovszky er einnig höfund- ur einræða. Valdataka kommúnista 1949 hafði í för með sér ritskoðun og margir rithöfundar flýðu land. Meðal útlagahöfunda var Arthur Koestler. Uppreisnin í Ungverjalandi 1956 skipti ekki aðeins sköpum heima fyrir held- ur skildi eftir sig djúp spor og vakti ugg í öðrum löndum. Einn kunnasti höfundur Ungverja á þessum árum aðhylltist þó marxisma, bókmenntafræðingurinn György Lukács. Markaðsmenn og höfundar Kvartað hefur verið yfir því að í Frank- furt væri erfitt að komast í samband við rit- höfunda, allt mótaðist af lögmálum markað- arins og stefnan snerist um að selja og kaupa. Utgefendur, útgáfustjórar og bóksal- ar settu því mestan svip á stefnuna. A und- anförnum árum hefur verið bætt úr þessu, einkum með hinni alþjóðlegu miðstöð þar sem boðið er upp á dagskrár með rithöfund- um og umræðufundi. I ár mun þetta starf vera með töluverðum blóma og þess gefast kostur að kynnast höfundum frá mörgum löndum. Nefna má Pramoedya Ananta Toer frá Indónesíu, Bouthaina Shaaban, arabísk- an höfund, ævintýrahöfundurinn franska Muriel Bloch, glæpasagnahöfundinn hol- lenska Mirjam Boelsums og íranska höfund- inn Mahmud Doulatabadi. Að auki verða dagskrár á svæði Ungverja og má vænta þess að margir ungverskir höfundar muni láta sjá sig þar. Á þessu ári era liðin 250 ár frá fæðingu Goethes. Af þessu tilefni verður Goethe í há- vegum í Frankfurt, fæðingarborg sinni. Bernskuheimili hans er safn til minningar um hann. Þeir sem vilja fræðast nánar um Goethe hafa úr mörgu að velja, má nefna bækur um kvennamanninn Goethe og sæl- kerann Goethe. Friðarverðlaun þýskra bókaútgefenda og bóksala verða veitt sunnudaginn 17. október í Pálskirkju. Þau fær að þessu sinni Banda- ríkjamaðurinn Fritz Stern. Islenskii' bókaútgefendur munu að venju taka þátt í og fylgjast með stefnunni. Sýn- ingarbása hafa eftirfarandi forlög: Mál og menning og Forlagið í sameiningu og Vaka- Helgafell sér. Ljóst er að Bókastefnan í Frankfurt hefur áhrif á bókaútgáfu um allan heim. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.