Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 11
ínar af smekkvísi og með virðingu fyrir þessu fagra guðshúsi. Ljósmynd: Lesbók/Golli Nýir kirkjubekkir og gólf, nýtt og ósýnilegt burðarvirki undir orgelloftinu, en orgelið hefur prýtt Fríkirkjuna síðan 1926 og þykir vera einstakt. kórnum hafa verið látnar standa eftir slitrur úr gamalli skreytingu sem síðar var málað yfir. Þannig lít- ur kirkjan út þegar staðið er á orgelloftinu. ustíg larki- phaf- íkkja álOO ina í og í þeim fer vel um kirkjugesti. Efst í gaflfjöTinni á hverjum bekk er útskorinn Möltukross, gamalt kristið tákn. Burðarviði undir gólfinu þurfti að auka og endurnýja, en gólfið er úr amerískri eik, sem þurrkuð var og unnin í verksmiðjunni á Húsavfk. Predikunarstóllinn stendur á háum og grönnum fæti, en hefur þó verið lækkaður nú um 86 sm. Sagði séra Hjörtur Magni Jó- hannsson fríkirkjuprestur að sér hefði áður fundizt hæð stólsins óþægilega mikil. Hann lagði líka til og fékk samþykkt að kirkju- bekkirnir fylla ekki gólfið; innst er frjálst rými þar sem hægt er að koma fyrir lausum stólum ef svo ber undir. Þar stendur nú nýr flygill, eign kirkjunnar en hefur ekki verið vígður. Hann er notaður við ýmsar smærri at- hafnir, svo og tónleika, en hljómburður í kirkjunni hefur verið talinn með ágætum. Um áratugaskeið var Fríkirkjan eitt helzta tónlistarhús landsmanna. Þá voru ekki til rúmbetri eða glæsilegri húsakynni hér á landi til flutnings á hinum miklu kirkjuverkum tón- bókmenntanna. Orgel Fríkirkjunnar var end- urnýjað árið 1926 að tilhlutan Páls ísólfsson- ar, sem var þar organisti. Orgelið er frá Leipzig þar sem Páll var við nám og þekkti til orgelsmiða. Það er kallað „rómantískt" og þykir vera nær einstakt í sinni röð í heimin- um. Undir stjórn Páls, Roberts Abrahams Ottóssonar og Victors Urbanschich voru stór- virki kirkjutónlistarinnar frumflutt í Fríkirkj- unni á sínum tíma. Ytra byrði kirkjunnar var endurnýjað fyrir nokkrum árum og var ekkert gert við það frekar núna. Gluggar eru í upprunalegri mynd, meira að segja með einföldu gleri, en loftræstikerfi vantar enn og bíður framtíðar- innar. Ofnar utan með veggjum eru gamlir, en nú var sú breyting gerð að gengt er með- fram hliðarveggjum í bekkina og þá þykja þessir ofnar of þykkir. Verða aðrir þynnri settir upp í staðinn og bætir það gangrými. Þegar þröngt er setinn bekkurinn er jafnvel gert ráð fyrir því að kirkjugestir geti staðið í þessu hliðarrými, en þar fyrir utan er gert ráð fyrir að kirkjan rúmi a.m.k. 500 manns í sæti á neðra gólfi, þegar búið er að raða stólum á gólfið framan við kórinn. Auk þess rúmast 100-200 manns á svölum. Ein er sú breyting að innanverðu sem ekki sést. Þar voru áður hvítmálaðar járnsúlur sem mynduðu burðarvirki undir orgellofti líkt og í Dómkirkjunni. Þær eru nú ekki sýnilegar lengur, en í samráði við verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen var burðarvirkið fellt inn í loft og burðarvirki kirkjunnar. Altaristaflan er sá af gripum kirkjunnar sem mest ber á, enda er hún í óndvegi fyrir miðjum kór svo sem hefðin bauð. Hún er frá árinu 1925; gjöf til kirkjunnar frá Kvenfélagi Fríkirkjunnar og fyrir löngu orðin órjúfanleg- ur hluti hennar. Hún er eftir danskan málara og í „Biblíumyndastfl" sem stundum er nefnd- ur svo. Það er karlmannlegur og sterkur Kristur sem þarna er, sveipaður fyrirferðar- miklum dúkum í stað klæða. Þessi danskætt- aða ímynd Frelsarans var svo víða í kirkjum landsins að hún hefur í huga æði margra orðið hin eina sanna Jesúmynd. Skírnarfontur kirkjunnar er senn sjötugur; hann kom til landsins rétt fyrir jól 1929 og var gjöf til kirkjunnar frá Kvenfélagi Fríkirkj- unnar. Af öðrum kirkjugripum má nefna tvo háa kertastjaka; þakkargjöf frá Bretum, en brezki herinn hafði aðstöðu í kirkjunni meðan hann var hér á stríðsárunum. Fríkirkjan hefur verið máluð ljósum litum að innanverðu, tréverk, súlur, bitar og listar eru í fremur daufum brúnum og grænum lit- um og skrautmálning hefur verið endurvakin. Allt er það gert af stakri smekkvísi. Athygli vekur að slitrur af málverki standa eftir yfir kórdyrum. Eiríkur Jónsson málara- meistari og frístundamálari landslagsmynda, hafði upprunalega unnið að talsvert viðamik- illi skreytingu í kirkjunni og hluti þess var málverk yfir kórnum, líklega af því þegar heilagur andi birtist lærisveinunum. Myndin hafði skemmst nokkuð, m.a. vegna leka og því var síðar meir málað yfir hana. Nú hefur hluti hennar verið hreinsaður og mynd- brotin standa út úr hvítum lit á veggnum. Myndin er að vísu „sögulegt plagg" og hluti af hinni upprunalegu Fríkirkju, en kann að vera á kostnað þess hreinleika sem annars ein- kennir Fríkirkjuna að innan. Endurbætur og breytingar á kirkjunni hafa kostað talsvert fé eins og nærri má geta. Til þess að fjármagna framkvæmdir var prest- setur Fríkirkjusafnaðarins við Garðastræti selt og kirkjan sér prestinum ekki lengur fyr- ir húsnæði. Borgin lagði fram 15 milfjónir til verksins, sem alls kostaði rúmar 36 milljónir króna. GÍSLI SIGURÐSSON 'IK FEGRUÐ OG BÆTT 4- LESBÓK MORGUNBLAÐSiNS ~ MENNiNG/LISTIR 9. OKTÓBER 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.