Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 5
 Ljósm.Lesbók/Gísli Sigurðsson Herdísarvík. Þar er nú einungis hús skáldsins, sem Háskóli íslands hefur til umráða. Einar Benediktsson á fyrsta ári sínu í Herdísarvík. í baksýn sést húsið í byggingu. Ljósm.Lesbók/Gísli Sigurösson Hafrótið í Herdísarvík hefur kastað þessu sæbarða grjóti nánast upp að gamla bæjarstæð- inu. Fjallið fyrir ofan er oft dimmt ásýndum og stemmningin dramatísk. inn. Húsið er búið þeim þægindum sem stað- hættir leyfa. Þar með hefur Olafur og fjöl- skylda endurheimt allt húsrými gamla bæjar- ins. Hlín, hin mikla húsfreyja innanhúss, hefur einnig allt framkvæmdavald utanhúss í Her- dísarvík. Selvogsmönnum er ljúft að vinna fyr- ir hana aðkallandi verk. Þeir eru komnir á vettvang þegar hún þurfti á starfskröftum þeirra að halda. Eins og áður sagði hélt Ólafur búsetu fram að fardögum 1933. En þegar gamli bærinn er orðinn mannlaus lætur Hlín taka niður þök hans og innréttingar og flytja til endurnýjun- ar á húsum þeim er stóðu vestur af húsi skáldsins og austast byggja þeir upp veggja- tóft í sömu stærð og fremri baðstofu gamla bæjar. Margir menn vinna það þrekvirki að bera í heilu lagi skarsúðarþekjuna og leggja niður á veggsyllur hinnar nýju tóftar sem verður alþiljað hús ásamt anddyri með risi. Gömlu rúmin eru þar uppsett meðfram veggj- um og þar verður notaleg vistarvera fyrir þá sem eru í vinnumennsku fyrir húsbændur í Herdísarvík. Heimsókn og siðar vist i Herdisarvík Nú er komið að nærmynd af skáldinu Einari Benediktssyni. Á sunnudegi í marsmánuði 1934 erum við 6 manns úr Selvogi lent á opnu vélskipi í ládauðum sjó við Helluna í gömlu vörinni undan Gerðinu í Herdísarvík. Við bindum skipið með landfestum og göngum eft- ir Dalnum heim að húsi skáldsins. Húsfrú Hlín kemur til dyra og formaður segir henni að hann hafí langað til þess að endurnýja góð kynni sín af Gerðisvör. Fær þetta góðan hljómgrunn hjá húsfrú sem býður okkur til stofu. Þetta er í eftirmiðdag og söngur frá út- varpsmessu hljómar. Skáldið situr í miklum leðurstól og hlýðir á sönginn. Hann er vel klæddur. Hann rís á fætur við komu okkar og er sýnt að stórpersónuleiki hans er enn í fullu gildi. Hann tekur okkur með ljúfmennsku, býður okkur sæti og að hlusta á messulok. Hann var fyrstur í Selvogi að eignast útvarps- viðtæki sem var þá mikið tækniundur. Hlín ber inn góðgerðir og skáldið gengur um gólf. Er sem hann endurheimti brotabrot af fyrri mekt. Á vordögum 1934 er ég kominn til vistar hjá húsbændum Herdísarvíkur sem bera ein- dæma persónuleika. Áður en lengra er haldið langar mig að fram komi eftirfarandi sam- kvæmt vitneskju á ættaslóð 55 árum síðar: Ætt Einars skálds er flestum kunn en með það í huga að hann er sestur að búi í Strandar- sókn má minna á að langafí hans, séra Bene- dikt Sveinsson, þjónaði sömu sókn í 10 ár með búsetu að Vogsósum og að móðir Benedikts var Anna Eiríksdóttir, alsystir Jóns hins stór- gáfaða og fjölmenntaða prófessors, etasráðs og konferensráðs í Kaupmannahöfn. Sonur Benedikts, afi Einars skálds, var séra Sveinn, fæddur að Vogsósum 22. mars 1792. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. OKTÓBER 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.