Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Síða 10
Breski málarinn ölkæri, fjárhættuspilarinn, homminn og orðhákurinn Francis Bacon hefói orðið níræður 28. október nk. Hann er tvímælalaust fremsti málari Breta á þessari öld og áhrifavaldur á alþjóðavísu. Af þessu tilefni eru brotin nokkur egg í afmælisköku handa Bacon og fjallað um skrautlega ævi listamannsins. EFTIR SINDRA FREYSSON BREGÐIST minnið ekki orti Bragi Ólafsson í fyrstu ljóðabók sinni um manninn sem mis- þyrmdi ljóðformi eiginkonunn- ar með hamri. Líku máli gegndi um bresk-írska málarann Francis Bacon. Hann átti vita- skuld enga eiginkonu, enda hommi, en hann misþyrmdi hins vegar „ljóð- formi“ elskhuga sinna og vina með pensli og tókst listilega vel upp. Niðurstaðan eru líf- fræðilegar ráðgátur, undirorpnar ólýsanlegri þjáningu. Dr. Moreau málaralistarinnar Að hluta var Bacon nokkurs konar dr. Mor- eau málaralistarinnar eða dr. Mengele; óþreytandi að gera „svívirðilegar" tilraunir á saklausum skepnum og mönnum undir virðulegu yfirskini. Hann hlutaði fólk í sundur, raðaði því saman að eigin vild, bætti við líkamshlutum eða fjarskyldari þáttum og dró sköpunarverkið sundur og saman í einhverju, kannski háði, um leið og hann lyfti sér í hlutverk Skaparans. Eða réttara sagt Endurskapar- ans, sem vildi að eigin sögn „opna möguleika dýpri skynjun- ar“. Miðað við hina „ágætu“ vís- indamenn hryllings og kvala sem áður voru nefndir (annar þeirra heilaspuni en hinn átakanlega raunverulegur) bak- aði Bacon þó sáralitla kvöl en þeim mun áhrifaríkari verk. Litavalið er ein- stakt og á stundum æpandi. Auk þess sem fíg- úrurnar á þeim eru margar hverjar innilokað- ar í nokkurs konar búrum eða kössum lagði Bacon áherslu á að verk sín væru undir gleri. Ekki aðeins eykur sú lausn innilokunarkennd- ina sem greina má í verkunum, heldur ljær glerið þeim einhvem samfelldan svip, sem tog- ast á við sundrunina á sjálfum striganum. Þessi afbökun hins kunnuglega og nákomna þarf kannski ekki að koma á óvart frá manni sem lýsti því yfir í samtali við góðkunningja sinn David Sylvester, að hann liti ekki á sjálfan sig sem málara fyrst og fremst, heldur miðil tilviljunar og slysa. „Eg held að kannski sé ég einstakur að þessu leyti og kannski er það hégómlegt að segja slíkt, en ég held ekki að ég sé hæfileika- ríkur, heldur aðeins móttækilegur," sagði Bacon. Hann tók með öðrum orðum því sem að honum var rétt, því sem íyrir bar, og vatt upp á það. Páfinn brennur í helvíti Ein fyrsta myndlistarupplifun greinarhöf- undar sem bragð var að tengist Francis Bacon. Einhvem tímann um tólf eða þrettán ára aldurinn var ég að fletta lúinni námsbók eldri systur minnar þegar ég rakst þar á svarthvíta mynd, ekki sérlega vel prentaða. Hún sýndi sennilega frægasta málverk Bacons; Study After Valesquez’s Portrait of Pope Innocent X, auk þess sem fyrirmyndina var einnig að finna í umræddri skraddu (Bacon barði frummynd- ina raunar aldrei augum sjálfur, aðeins eftir- prentanir hennar). Utfærsla hans eins og hún birtist á síðunni var mögnuð og ásækjandi, kvöl guðsmannsins lifnaði við fyrir augum mín- um; kvöl sem virtist fullkomlega verðskulduð. A þessum tíma gætti hjá mér vaxandi van- trúar á tilvist guðlegra afla og ég er þess full- viss að myndin af páfanum, í upplausn ein- hvers konar hreinsunarelds eða undir úrhelli sýrurigningar, spillingin uppmáluð, hafi hjálp- að mér enn frekar í átt til trúleysis en orðið var. Heimur Bacons er guðlaus, rúinn öllu prjáli. Síðar sá ég þetta verk litprentað í lista- verkabók og varð ekki vonsvikinn, hvað þá að sjá loks verkið sjálft á sýningu í París fyrir um þremur árum. En þótt afskræming páfa búi yfir ágengum styrk eru önnur málverk Bacons ekki síður til þess fallin að staldra við. Sum raunar enn áhrifaríkari en trúarleiðtoginn í meðföram Bacons og sýna einkar vel hve honum var lagið að flá hýðið af mannlegri angist og festa hana á striga. Nektin sjálf er nakin. Fyrir nokkru birtist í einu hefta Tímarits Máls og menningar þýðing Friðriks Rafnsson- ar á athyglisverðri grein Milans Kundera um listamanninn, sem kom fyrst á prent í mál- verkabók snemmsumars 1996. Þar lýsir Kundera því þegar hann virðir fyrir sér andlits- myndir Bacons og furðar sig á að þau era öll trú fyrirmynd- inni, þótt þau séu „afmynduð“. Spurning um mörk sjálfsins Kundera veltir upp þeirri sjálfsögðu spurningu í kjölfarið hvernig mynd geti í senn verið trú fyrirmyndinni og vísvitandi, kerfisbundinni afmyndun hennar. An þess að svara því beinlínis (enda óþarfi þar sem svarið birtist fyrst og fremst í verkum Bacons) kveðst Kund- era skynja kraftaverk í þeirri staðreynd að þau séu „trú fyrirmyndinni" þótt þau séu „afbökuð". Og hann varpar fram þeirri afhjúpandi ályktun, að „portrett Bacons eru spurningin um mörk sjálfsins“. Aðurnefndur Sylvester segir einhversstaðar að hann líti á verk Bacons sem storkunarhróp upp í opið geðið á dauðanum. Sennilega er það í samræmi við þá yfirlýsingu Bacons að hann telji að mikilvæg list færi þann sem hennar nýtur á vit „auðsæranleika mannlegra að- stæðna“. Francis Bacon fæddist í Dyflinni árið 1909, annar í röð fimm systkina, af ensku foreldri og þjálfaði faðir hans veðhlaupahesta. Fyrstu æviárunum eyddi hann í Kildare-sýslu á Norð- ur-írlandi en í upphafi fyrri heimsstyrjaldar var faðir hans kvaddur í herinn og fjölskyldan flutti í kjölfarið tO Lundúna. Að loknu stríði var fjölskyldan á faraldsfæti á milli Englands og eyjunnar grænu. Flandrið gat vart talist æskilegar kringumstæður til uppvaxtar og aukinheldur var ástandið á Irlandi þess tíma ekki ólíkt þvl sem nútíminn þekkir; harð- skeyttar trúarbragðaskærur og hatur á Bret- anum. Bacon sagði síðar að hann hefði vanist því að búa við ofbeldi í margvíslegum myndum. Stráknum var einnig heldur uppsigað við for- eldra sína og strauk margsinnis að heiman. Fleira olli þó fjarvistum af heimilinu en hefð- bundnir árekstrar tveggja kynslóða. Sagan segir að faðir Bacons, Edward, hafi greint hjá honum hneigð tO kynbræðra sinna, ekki síst hýrlyndra hestastráka og mjúkhentra skálda, og freistað þess að senda hann burt til að leiða hann af „glapstigum". Stjórnsamur faðir kvaddur Sextán ára gamall fékk Francis sig fullsadd- an á ofríki föður síns og fór að heiman fyrir fullt og allt, að undangenginni mikilli rimmu þeirra á milli. Seinna lýsti Bacon því yfir að faðirinn hefði haft kynferðisleg áhrif á sig ung- an, en hann ekki gert sér grein fyrir því fyrr en John Deakin tók þessa mynd af Bacon fyrir Vouge- tímaritið árið 1952. Bacon í vinnustofu sinni á síðari helmingi ævinnar. Hann lifði hátt lengst af ævinni oj EGGJANDIOG BL 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.