Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 15
Tækjakostur frá Fataverksmiðjunni Heklu. Um áratuga skeið var fataframleisla ríkur þáttur í iðnaði á Akureyri. Innan þeirr- ar deildar var Saumastofa Gefjunar, Klæðagerðin Amaró, Saumastofa Kaupfélags verkamanna ofl. Skóverksmiðjan Iðunn tók til starfa 1936 og var starfrækt til 1989. Á safninu er til dæmis gömul skósaumavél, nokkur pör af skóm úr framleiðslunni og tveir tréskóleistar. Tæki frá Stjörnu Apóteki sem stofnsett var 1936. Apótekið er enn rekið á Akureyri. Á safninu eru m.a. smyrslavél, húðunar- vél fyrir töflur, lyfjavog og ýmislegt sem heyrði til dagtegum störfum í apótekinu. ur sinn tíma í síbreytilegum heimi og þessum iðjuverum var eins og flestu öðru áskapaður blómatími, hnignun og fall. A Gleráreyrum urðu tóvinnuvélarnar undanfari verksmiðjuhverfis sem átti engan sinn líka á landinu. Nú eru líkur á að Rúmfatalagerinn og KEA sameinist um verzlunarrekstur í húsum skinnaiðn- aðarins, sem flyzt hinsvegar í Gefjunar- salinn sem Landsbankinn á og búinn var að standa auður frá því Folda varð gjald- þrota 1998. Vefstólarnir voru seldir með vefdeild Foldu til Skagastrandar, en prjónadeild Foldu var seld til Hvamm- stanga og vélarnar eru að komast í gagnið á báðum þessum stöðum. í skógerð Ið- unnar, sem fyrrum var þarna til húsa, er nú saumastofan MAX sem framleiðir úti- lífsfatnað. Gamla ullarþvottastöðin hefur verið seld í bútum til ýmissa aðila. Vonir standa til þess að húsin iði af lífi og starf- andi fólki á nýjan leik og þá er gott að Iðnaðarsafnið er til og minnir á það sem áður var þarna til húsa. Án safnsins mundi það allt fyrnast og gleymast. Það sem fyrst vekur athygli þegar komið er inn úr dyrum í Iðnaðarsafninu er hversu fallega er gengið þar frá öllum hlutum. Það er með þessar gömlu vélar líkt og amboð fyrri tíma að þær hafa öðl- ast fegurð safngripsins sem þær höfðu ekki á meðan þær voru í notkun. Þeirri fegurð er gefin aukin áherzla með því að vélum og hlutum er komið fyrir á stöllum og vélarnar hafa verið málaðar þar sem það á við og ágætar upplýsingar liggja fyrir um notkun hvers hlutar. Margt smátt gerir eitt stórt. Deig- skurðarvél úr brauðgerð KEA frá því um aldamót má sín litils ein og sér. En hún kemst í merkilegt samhengi og magnast við að vera í nágrenni við skreiðarpressu frá UA, mötunarvél úr efnagerðinni Flóru, fyrstu áleggsskurðarvélina úr kjöt- iðnaðarstöð KEA, dósalokunarvél frá K. Tóvinnufélag Eyfirðinga var stofnað 1897 og hét eftir 1902 Verksmiðjufélagið á Akureyri Ltd. Frá 1908 hét fyrirtækið Klæðaverksmið- jan Gefjun, en frá 1930 Ullarverksmiðjan Gefjun. Jónssoni & Co, bjórsíu og blöndunarvél frá Sana, hnappagatavél frá Heklu og súkkulaðigerðarvél frá Lindu. Það er erf- itt að gera upp á milli einstakra gripa, en einn sem vekur sérstaka athygli er prent- vél, sem er elzta vél safnsins og jafnframt fyrsta hraðpressa sinnar tegundar á ísl- andi. Hún er frá 1901 og til hennar má Súkkulaðiverksmiójan Linda var stofnuð 1949 og sælgæti er áfram framleitt undir nafni Lindu, nú í Góu í Hafnarfirði. Á safninu má m.a. sjá elztu súkkulaðivélina úr Lindu. rekja upphaf POB, Prentverks Odds Björnssonar. Að sjálfsögðu hefur það kostað sitt að koma safninu upp og síðan að standa und- ir rekstrarkostnaði. Samkomulag var um að Akureyrarbær tæki á sig tvo þriðju hluta, en Jón Arnþórsson sæi um þriðj- unginn sjálfur. Síðar breyttist það og Skreiðarpressa frá Útgerðarfélagi Akureyr- inga hf. sem stofnað var 1945 og er enn í blómlegum rekstri. greiðir Akureyrarbær alla leiguna, en Jón er áfrm einn um sjálfboðastarfið í rekstr- inum. Varla getur sú skipan gengið til lengdar og varla er hægt að líta svo á að einn einstaklingur eigi að standa undir því þegar menningarverðmætum er bjargað. GÍSU SIGURÐSSON ERLENDAR BÆKUR SAGA FINNLANDS NÝLEGT RIT UM SÖGU FINNLANDS Á KEISARAÖLDINNI Matti Klinge: Finlands historia 3. Helsingfors 1996. 511 bls., myndir. SVO segja fróðir menn, að Finnar hafi öðrum Norðurlandaþjóðum meiri áhuga á sögu sinni og séu öðrum duglegri við að rannsaka hana og gefa út rit um þjóðarsög- una. Ekki kann undirritaður að dæma um hvort hér er rétt með farið, en sé svo, má líkast til rekja það til þess, að Finnar hafa öðrum Norðurlandaþjóðum lengur orðið að lúta erlendu valdi. En þótt mikið hafi á undanförnum árum og áratugum verið gefið út af ritum um sögu Finnlands er hitt víst, að lengi var mikill skortur á yfirlitsritum um sögu þjóð- arinnar á öðrum málum en finnsku. Til að bæta þar úr réðst hið virta útgáfufyrirtæki, Schildts Förlag í Esbo, í það fyrir nokkrum árum að gefa út fjögurra binda Finnlan- dssögu á sænsku. Eru fyrstu þrjú bindi sög- unnar komin út og hið fjórða væntanlegt. Þriðja bindið, sem hér er sagt frá, fjallar um keisaraöldina, en svo kalla Finnar gjarnan tímabilið frá 1809-1918. Allan þann tíma lutu þeir Rússum og Finnland var stórfurstadæmi innan rússneska keisara- dæmisins. Við fall þess árið 1917 hlutu Finnar sjálfstæði og stofnuðu lýðveldi árið 1918. Frásögn þessa bindis hefst við valdatöku Alexanders keisara I. í Finnlandi árið 1809 og henni lýkur í þann mund er stofnun lýð- veldis stóð fyrir dyrum í Finnlandi. í bók- inni er fjallað um alla meginþætti finnskrar sögu á þessu tímabili. Höfundur ver að sönnu mestu rúmi í umfjöllun um stjórn- mála- og menningarsögu, en vanrækir þó engan veginn félags- og hagsögu. Þá fjallar hann og rækilega um þjóðernishreyfingar og minnihlutahópa, auk þess sem hann ræð- ir ítarlega og skýrir tengsl Finnlands við önnur Evrópulönd og hver áhrif þróun mála úti í hinum stóra heimi hafði á gang atburða Helsingfors skömmu eftir 1800. í Finnlandi. Er að þeim köflum góður feng- ur og mættu íslenskir sagnfræðingar sitthvað af þeim læra. Höfundur þessa bindis, Matti Klinge, er einn þekktasti sagnfræðingur Finna nú um stundir og hefur skrifað fjölmörg rit um fmnska og almenna sögu. Hann er einkar vel ritfær og lagið að flétta saman trausta fræðimennsku og lifandi frásagnarlist. Þeir eiginleikar hans koma vel fram í þessari bók. Hún er afbragðsvel skrifuð, á góðu máli, full af fróðleik og á köflum spennandi aflestrar. Er það meira en sagt verður um ýmis önnur yfirlitsrit um sögu þjóða. Bókin er fallega prentuð í handhægu broti og prýdd miklum fjölda mynda. Víða eru stuttar rammagreinar, þar sem sagt er frá einstökum sögufrægum atburðum og málum, og eru þær flestar ritaðar af sérf- ræðingum í viðkomandi málefni. í bókarlok er heimilda- og myndaskrá JÓNÞ. ÞÓR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. OKTÓBER 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.