Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 17
Friðarverðlaunahafinn Fritz Stern. unni. Grass hefur talað háðuglega um Laf- ontaine og er ekki vís til að hætta því þótt Laf- ontaine hvetji til sátta. Ekki hefur borið á öðru en Þjóðveijar séu ánægðir með nýja Nóbelsverðlaunahafann. Hægrisinnuð blöð eru þó sögð hafa sýnt hon- um fálæti. Hitler fjarlægður Stjómmál eru viðkvæm í Þýskalandi. Enskt forlag hafði valið Mein Kampf eina af 100 áhrifamestu bókum aldarinnar og sýnt hana sem slíka á stefnunni. Akveðið var að fjarlægja bókina. í Þýskalandi má ekki stuðla með neinum hætti að kynþóttafordómum. Bókin er aftur á mót öll til hjá Amazon á Net- inu. Þýskum rithöfundum hefur verið lýst þann- ig að þeir séu önnum kafnir við að grafa upp hið liðna. Þau orð geta vel gilt um Grass og líka Martin Walser sem sumir telja mesta höf- und Þjóðverja nú. Þýskur höfundur, lögfræðiprófessorinn Bemhard Schlink (f. 1944), hefur hlotið svo- kölluð Welt-bókmenntaverðlaun, kennd við dagblaðið Die Welt, að upphæð 25.000 mörk. Verðlaunin fær hann fyrir skáldsögu sína Lesarann sem komið hefur í íslenskri þýð- ingu. Þetta er í fyrsta sinn sem Die Welt veitir verðlaunin, sem eiga að vera árviss. Schlink skrifaði í fyrstu glæpasögur uns hann sendi frá sér verðlaunabókina 1995. Hún hefur verið þýdd á 27 tungumál og er m.a. á metsölulista The New York Times. Lesarinn er lipurlega samin, að mörgu leyti einkennileg ástarsaga drengs og ungrar konu. Kannski má að einhverju leyti flokka bókina sem vel gerða glæpasögu með alvarlegum undirtón- um. Áður en þú sofnar Ungur norskur rithöfundur, Linn Ullmann (dóttir Ingmars Bergman og Liv Ullmann), hefur vakið gífurlega athygli um allan heim fyrir skáldsögu sína Áður en þú sofnar. Bókin hefur komið út víða í þýðingum og er væntan- Sýningarsvæði Ungverja. leg á íslensku innan skamms. Áður en þú sofnar er eins konar fjöl- skyldusaga, opinská og stundum æði nærgöngul. Aðalpersónan er ung og metnaðarfull og ákaflynd kona, Karen, en með sögu hennar kynnumst við foreldrum hennar, öfum og ömmum. Gagnrýnandinn Kjell Moe hefur skrifað að skáldsagan sé athyglisverð frumraun. Hún segir að meðal helstu kosta séu fáránlegai’ og súrrealískar aðstæður sem gæði bókina kímni og hlýju. Þessar brjálæðiskenndu aðstæður valdi þvi að hér sé um að ræða meira en góða frumraun, fremur ein- stæða. Eins og fleiri dvelur Moe við lýsinguna á brúðkaupsveislu sem er á annað hundrað síður. Þá fari maður að hugsa um fjölskyldu- boð í norrænum kvikmyndum. Þetta sé þó það eina í skáldsögunni sem segja megi að sýni tengsl við föður höfundar, Ingmar Bergman. Frami Linn Ullmann vex og vex og var hún umsetin í Frankfurt. Ullmann hefur lifað og hrærst í bókmenntum og er kunnur bókmenn- tagagnrýnandi og menningarblaðamaður við Dagbladet í Noregi. Hún á sæti í Dómnefnd bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Lík- lega yrði hún kölluð femínisti hér en verður þó ekki afgreidd með slíkum merkimiða. Menningarbölsýni í fyrra fékk Martin Walser Friðarverðlaun þýskra bóksala. Að þessu sinni hlaut þau Fritz Stem, bandarískur sagnfræingur af þýskum gyðinglegum uppruna, fæddur í Breslau 1926. Hann fluttist til Bandaríkjanna 1938 með landflótta foreldrum sínum. Verk hans eru sagnfræðilegs og heimspekilegs eðlis og hafa mannúðarmál og stjómmál oft að efni. Meðal helstu verka hans er Kulturpessimismus als politische Gefahr (1963). Hann er prófessor og býrí NewYork. Sókn Austur-Evrópuþjóda Ungverjar vora í brennidepli í Frankfurt og hefur áður verið vikið að þeim og nokkmm höfundum þeirra í Lesbók. Sýningarrými þeirra var stórt og þar komu fram margir rit- höfundar. Eg hef það á tilfinningunni að þátttaka Ungverja í Frankfurt hafi haft mest gildi fyrir þá sjálfa. Þeir gátu borið sig saman við aðrar þjóðir og sannað eigin ágæti. Lengi vel þótti Ijóðlistin standa með mestum blóma í Ung- verjalandi (samanber t.d. afburðaskáld á borð við Gyula Ulyés og János Pilinzky) en nú em sagnamenn í öndvegi. Má nefna Péter Nádas og Péter Esterházy. Sá síðastnefndi flutti ávarp við opnun stefnunnar. Ungverjar em íyrsta Austur-Evrópuþjóðin í brennidepli í Frankfurt en næsta ár kemur röðin að Pólverjum. Þetta em miklar bók- menntaþjóðir sem einkum hafa vakið athygli fyrir þróttmikla ljóðlist. Bjartsýnir íslendingar Forlagið og Mál og menning höfðu að vanda sameiginlegan sýningarbás. Þar ríkti bjartsýni eins og hjá Vöku-Helgafelli, sem sýndi sér. Jóhann Páll Valdimarsson hjá Forlaginu minnti á að ekki væri hægt að slá mörgu fostu um árangur í Frankfurt. Hann sagði að þær Forlagsbækur sem komið hefðu út erlendis Ljósm./FR-Bild: Roderich Reifenrath. Giinter Grass. þín sáu mig eftir Sjón í Noregi en hún kom nýlega út í Svíþjóð. Elskan mín ég dey eftir - Kristínu Ómarsdóttur er líka komin út í Sví- þjóð. Mávahlátur eftir Kristínu Maiju Bald- ursdóttur er væntanleg hjá Fischer-forlaginu í Þýskalandi. Mörg íslensk fræðirit vom kynnt á stefnunni. Vaka-Helgafell tefldi einkum fram eftirfar- andi höfundum á Bókastefnunni: Halldóri Laxness, Þórami Eldjám, Ólafi Jóhanni Ól- afssyni, Matthíasi Johannessen, Elínu Ebbu Gunnarsdóttur, Amaldi Indriðasyni, Bjama Bjamasyni, Jónasi Kristjánssyni, Guðrúnu Guðlaugsdóttur, Kristínu Steinsdóttur, Guð- rúnu Helgadóttur, Elíasi Snæland Jónssyni, Guðmundi Ólafssyni og Páli Stefánssyni. Slóð fiðriidanna Menn vora forvitnir um verk þessara höf- unda og þýðingar era á leiðinni eða í deigl- unni. Að sögn Péturs Más Ólafssonar vakti hvað mesta athygli ný skáldsaga eftir Ólaf Jó- hann Ólafsson, Slóð fiðrildanna, sem væntan- leg er á íslensku í næsta mánuði. Tilboð bár- ust í bókina frá stóram erlendum forlögum, austan hafs og vestan. Áhugi á verkum Halldórs Laxness er hvergi meiri en á þýska málsvæðinu. Þar koma sífellt út nýjar útgáfur verka hans og á næsta ári er Heimsljós væntanlegt hjá Steidl í nýrri þýðingu Huberts Seelow. I Bandaríkj- unum og Bretlandi eiga verk Halldórs líka góðu gengi að fagna. Brotahöfuð Þórarins Eldjáms kom út fyrr á árinu á Bretlandi og er væntanlegt á markað í Bandaríkjunum og Finnlandi. Vaka-Helga- fell kynnti einnig ljóð Matthíasar Johannes- sen sem birst hafa í fjölmörgum þýðingum á liðnum áram og smásögur Elínar Ebbu Gunn- A arsdóttur, en fyrsta bók hennar er væntanleg í þýskri útgáfu á næsta ári. Ástarsaga úr fjöll- unum eftir Guðrúnu Helgadóttur hefur komið útvíðaumheim. Vaka-Helgafell tefldi einnig fram í íyrsta sinn bókum Páls Stefánssonar, Landi og Pan- orama, sem gefnar era út undir merkjum Icel- and Review, og er nú unnið að því að koma þeim í dreifingu á ensku- og þýskumælandi mörkuðum. Einnig var kynnt matreiðsluefni og handritaútgáfur Lögbergs. Útgefendur funda í Frankfurt og ekki er lát á aðsókn, einkum þegar almenningi er sleppt inn síðustu dagana. Blaðamenn era þá flestir . famir. Hjá útgefendum taka við tölvusam- skipti og ótal tilboð sem þarf að taka afstöðu til. Hvað úrslitum ræður er ómögulegt að dæma, kannski hrifning, persónuleg kynni eða von um hagnað? hefðu fengið mjög góðar viðtökur, lofsamlega gagnrýni og selst vel. Margar hefðu verið end- urprentaðar. Ljóst væri að nýjar bækur Guðbergs Bergssonar og Ólafs Gunnarssonar kæmu út erlendis. Tröllakirkja Ólafs hefði komið út í Bretlandi fyrir nokkram áram og Blóðakur kæmi út í byijun næsta árs. Bækur Guðbergs Bergssonar hefðu mælst vel fyrir, Svanurinn verið endurprentaður í Bretlandi og Sú kvalda ást væntanleg þar og í Þýskalandi og hún væri að koma út á Spáni. Svanurinn kemur út í Brasilíu á næsta ári og sami útgefandi hefur í hyggju að gefa út Faðir og móðir og dulmagn bemskunnar. Ýmsir útgefendur hafa sýnt Parísarhjóli Sigurðar Pálssonar áhuga. Halldór Guðmundson hjá Máli og menn- ingu komst svo að orði um tilgang forlagsins: „Tilgangur Máls og menningar með þátttöku í Bókastefnunni í Frankfurt er annars vegar sá að kynna sig og útgáfubækur sínar fyrir er- lendum forlögum og hins vegar að starfsfólk forlagsins sjái hvað helst er um að vera hjá er- lendum starfsbræðram og leiti að bókum til útgáfu á Islandi. Þannig fara fulltrúar frá flestum sviðum fyrirtækisins til stefnunnar.“ Hægfara framsókn íslenskra höfunda i Evrópu Um góð viðbrögð á stefnunni sagði Halldór að sér sýndist að „hægfara framsókn" ís- lenskra höfunda í Evrópu héldi áfram án þess að tala um nein stórkostleg stökk í því sam- bandi. Um það sem er komið á veg eða þegar í höfn sagði Halldór að Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson væri sú skáldsaga sem seld hefði verið til flestra landa á undan- fömum árum. Búið er að semja við útgefend- ur í sjö löndum um útgáfu á Fótspor á himn- um eftir sama höfund. Gengið hefur verið frá útgáfu Norðurljósa Einars Kárasonar í fjór- um löndum og eins er mikill áhugi á Hjarta- stað Steinunnar Sigurðardóttur, sem seld hef- ur verið til útgáfu í sex löndum. Morgunþula í stráum eftir Thor Vilhjálms- son er væntanleg í Svíþjóð á næstunni. Mikill áhugi var sýndur 101 Reykjavík eftir Hall- grím Helgason og búið er að semja um útgáfu hennar í þremur löndum. Nóttin hefur þúsund augu eftir Ama Þórarinsson er væntanleg á dönsku. Samið hefur verið um útgáfu Augu I- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. OKTÓBER 1999 17/

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.