Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Page 19

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Page 19
REYFARALEGT BÓKMENNTAVERK MARGIR höfundar hafa spreytt sig á því að nota vinsæl bókmenntaform svo sem reyfara eða ást- arsögur, til þess að skapa bókmenntaverk. Þannig á að koma list til fjöldans. Nýjasta bók Bjarne Reuter er af þessu tagi, en hann hefur verið vinsæll höfundur í Danmörku undanfarna áratugi, m.a. fyrir kvikmyndahandrit (Dren- gene fra St. Petri, sjónvarpsefni og útvarps- efni). Hann er nú að verða fimmtugur, og varð fyrst kunnur íyrir barnabækur og unglinga, svo sem Mánen over Bella bio og Nár snerlen blomstrer (1983). Enn fjallaði hann um sama persónuhóp, nú kominn um og yfir tvítugt, í sögunni Vi der valgte mælkevejen, 1989 Kjarni þessa hóps er uppalinn í Bronshoj, sem er verkalýðshverfi í útjaðri Kaupmannahafnar. Þessi saga er löng, hálft fimmta hundrað síðna og dregur upp breiða mynd, samfélagsins um 1968, með áherslu á viðfangsefni alls þessa fólks og áhugamál. Mest ber á hvers kyns tísku, í dægurlögum, fatnaði og viðhorfum. En per- sónurnar eru sundm’leitar, svo yfirlitsmyndin verður þeim mun blæbrigðaríkari. Mest fer fyr- ir hippaparinu Björn og Ditte. Hann er kvenna- ljómi mikill, hún er síðhærð, síglamrandi á gítar og syngur nýju vinsælu lögin í stíl Joan Baez. Ennfremur má nefna maóistakommúnu, ferð til Nepals og Indlands og margt fleira. Breiddin er veruleg. En dýptin ekki. Þessar persónur eru flestar einhliða og yfirborðslegar, alveg samkvæmt formúlu, eins og verða vill þegar skáldsögur eru samdar eftir félagsfræðilegum sjónarmiðum frekar en bókmenntalegum. í rauninni hefur engin persónanna snefil af sálar- lífi, nema þá Björn undir lokin, kvalinn af sam- viskubiti, því þetta er þroskasaga með boðskap um að ofmetnast ekki. Þýddur á íslensku Á íslensku hafa birst eftir Reuter Veröld Bu- sters (1982) og Kysstu stjörnurnar (1983) í þýðingu Olafs Hauks Símonarsonar, ennfrem- ur njósnareyfarinn Kúbanskur kapall, (1989), í þýðingu Sverris Hólmarssonar. Sú saga er vel skrifuð og spennandi, fléttan haglega gerð, svo fáir munu sjá í gegnum hana fyrir sögulok. En öllu má ofgera, og mér þótti flækjan of snúin, svo erfitt var að taka þetta trúanlegt. Það tekst hins vegar miklu betur í þessari nýjustu sögu Reuters, Mordet pá Leon Culman (útg. Gyld- Danski rithöfundurinn Bjarne Reuter er einn (Deirra höf- unda sem nota vinsæl bókmenntaform svo sem reyfara eða ástarsöqur til að skapa bókmenntaverk. ORN OLAFSSON skrifar að nýjasta bók hans sé af þessu tagi, tilgangur hans sé að ná til fjöldans. Bjarne Reuter endal). Hún gerist öll á einum degi, og segh’ frá 78 ára gömlum manni, sem fær ábyrgðar'- 4 bréf um morguninn, þar sem honum er til- kynnt að þennan dag verði hann drepinn „fyrir fornar misgerðir“. Nú stendur svo á að þetta er á fimmtudegi, en þá fá þau hjónin jafnan kvöldmatargesti, jafnaldra hjón og ekkil, sem þau hafa þekkt áratugum saman, lítið eitt yngri ekkju, dóttur sína og vinkonu hennar. Allt gamlfr aldavinir, og það verður æ ljósara, að einhver úr þessum hópi hefur skrifað bréfið. Allan daginn er svo aðalpersónan Leon að gruna ýmist þennan eða hinn, út frá mismun- andi vísbendingum, og jafnframt rifjar hann upp ævi sína, til að komast að því hvaða mis- gerðir geti hafa leitt til þvílíks dauðadóms. Hér nýtist reyfaratæknin vel, og öryggisleysi, sem > flestir lesendur ættu að kannast eitthvað við, nýtist enn betur til að sýna gamalkunna vini og ættingja í nýju ljósi. Veikburða öldungurinn er ofurseldur ofsóknarkennd, og túlkar lítilvæg- ustu smáatriði sem ógnanir. Ekki er hann laus við að réttlæta sig, fremur en annað fólk, en hreinskilnari reikningsskil við eigin ævi hefðu leiðbeint honum tímanlega. Það er ekki fyn- en í sögulok sem þau reikningsskil koma. I þessum pælingum í hugarástandi og minn- ingum færist sagan frá afþreyingarsviðinu inn á bókmenntalega sköpun. En á móti kemur, að atburðarásin verður afar hæg, og mikið dvalist við hversdagslegustu smáatriði innan þessa þrönga ramma. Sagan er því ekkert meistara- verk, en hugvitssamlega byggð, og óhætt að mæla með henni við aðdáendur Reuters. Mér þótti galli á Vi der valgte mælkevejen hve ein- ^ hliða persónurnar eru, en hér nýtist það ein- kenni vel. Fornvinir Culmans eru einhliða af því að þeir eru ofurseldir fyrirmyndum, þora ekki að vera þeir sjálfir. Vinur hans Johansen er ekkert nema þjóðernisstefnan og íhaldssem- in, kona hans sýnir sama ótta við allt framandi, dulbúið sem trúrækni og siðferðilega fordæm- ingu á öllum heiminum. Ekkillinn Tinberg er á sama hátt frosinn í hlutverkinu sem lífsglaður heimsmaður, nánast skrípamynd, gegnsósa af Martini. I samanburði við þessi vélmenni verð- ur sálarlíf Culmans þeim mun nákomnara les- endum í einmanalegu lífsuppgjöri hans, og ótta við dauðann, hann verður eins konar dæmi um u hlutskipti manna. Einnig tekst vel með stflmun á Iýsingum samtíma og fortíðar, því fortíðin er þrangin lífi og lit í æskuminningum öldungsins, sem verða enn skærari við það að skiptast stöðugt á við hversdagsleika samtímans. BRAHMS Á LA BRAHMS! TÓIYLIST Síifihlir diskar BRAHMS Johannes Brahms: Sinfóníurnar fjórar (í c, D, F & e, Op. 68, 73, 90 & 98); Akademískur há- tíðarforleikur Op. 80; Tilbrigði um stef eftir J. Haydn Op. 56a. Skozka kammerhljómsveitin u. stj. Charles Mackerras. Telarc CD-80450. Upptaka: DDD, Edinborg 1/1997. Útgáfuár: 1997. Lengd (3 diskar): 3.18:58. 36 mín. viðtal við Mackerras með tóndæmum á meðf. auka- diski. Verð (12 tónar): 4.500 kr. BRAHMS í „upprumilegum“ ílutningi? Ekki nema það þó! Það er viðbúið að gamal- grónir diskóiílar umturnist við tilhugsunina og kalli einum of langt gengið. Að nú sé blessuð upphafshyggjan endanlega komin í ógöngur og ætti að hunzkast aftur hið snarasta á „upphaflegt" kjörsvið sitt um og fyrir tíma Bachs. Eða hvað í ósköpunum ætti svosem að hafa getað skolazt það mikið til á aðeins 115 árum að réttlæti þvílíka tilrauna- mennsku? Við nánai’i athugun virtist það vera þónokkuð. Að vísu er allstórt upp í sig tekið að þykjast nánast fyrstir manna til að flytja Brahms eins og Brahms vildi vera láta - í blóra við virðulega hefð allar götur frá stjórnendum eins og Richter og von Búlow. Engu að síður hafa Mackerras og félagar býsna margt til síns máls, eins og álykta má af diskbæklingi og stórfróðlegu viðtali við stjórnandann á meðfylgjandi aukadiski. Áður en hlustað er á sölumanninn, ætti þó að skoða varninginn. Eyrað er þrátt fyrir allt hæstiréttur í tónlist. Eftir að maður tók að venjast smærri hljómsveit en vant er og fjar- veru hefðbundins þykkildishljóms sem loðað hefur við ímynd sinfóníusnillingsins allt frá árdögum hljóðritunar, fór maður að taka eft- ir ýmsu smálegu sem ekki hafði áður vakið athygli í eldri upptökum. Innröddum, blæ- brigðum og sérkennum í rithætti. Ekki ósvip- að og þegar löngu horfnir innviðir í Hring Wagners endurbirtust í músíklega rómaðri uppfærslu Boulez/Chérauds frá 8. áratug. Hismið var farið af kjarnanum. Gott og vel, en hvað er það þá sem Mackerras og Skotarnir hafa „gert“ við Brahms? Það er ekki fljótupptalið, en svo eitthvað sé nefnt, þá hefur að manni skilst verið farið eftir áreiðanlegum samtímaheim- ildum um smekk og uppfærsluvenjur tón- skáldsins sjálfs, er hafði sínar skoðanir, þótt einnig vildi veita öðram stjórnendum svig- rúm til túlkunar. Brahms var íhaldssamur inn við beinið; kontrapunktískur vínar- heiðlistarmaður sem dáði Mozart, hafnaði stærri hljómsveit þegar honum stóð til boða, kaus skærari hljóm náttúruhorna og - trompeta fyrir breiðari tón nýrra ventla- lúðra (þó að margt sem hann reit sé óspilandi á ventlalaus hljóðfæri) og fleira í þeim dúr. Strengjasveitin er því lítil (10-8-6- 6-4), málmblásturshljóðfærin höfð af eldri gerð, og tillit er tekið til síðustu fín- pússninga höfundar í stjórnunarraddskrám hans og samkvæmt nýju Brahms heildarút- gáfunni frá 1996. Þá hafa 1. og 2. fiðlur verið antífónískt aðskildar í uppstillingu (sú nú- verandi, hlið við hlið, kvað runnin frá Leo- pold Stokowski í leit hans að gegnheilum strengjasamhljómi), hendingamótun er höfð nær vínarklassískum venjum, o.s.frv. Mackerras fer bil beggja af mikilli smekk- vísi í hraðavali milli „Mendelssohnsks" tempó- stöðugleika fyrri tíma og tíðra hraðabreytinga hinna seinni, er rekja má til Wagners og hinnnar „óendanlegu laglínu“, og hljómsveitin spilar klukkuklái’t. Enda kannski eins gott. Nú er fátt hægt að fela eftir að uppsafnaðri byrði risahljómsveita hefur verið létt af tón- hugsun meistarans. Og til að kórona þessa fersku Brahms-endurupplifun voru, ef trúa má samtalsdiski, aðeins notaðir tveir hljóð- nemar, sem ku í samræmi við kjörorð tækni- manna Telarcs: „allt sem þér heyrið er satt“! Það gæti mefra en verið. Ef þetta er blekk- ing, þá er hún fjári sannfærandi. MERIKANTO Aarre Merikanto: Píanókonsertar nr. 2 (1937) & 3 (1955); Tvær stúdíur f. litla hljómsveit; Tvö stykki f. hljómsveit, (1941). Matti Raekallio, pianó; Fflharrnóníuhljómsveit Tampere u. stj. Tuomas Ollila. Ondine ODE 915-2. Upptaka: DDD, Tampere 10/1997. Útgáfuár: 1998. Lengd: 54:42. Verð (12 tónar): 1.500 kr. Það kann að koma á óvart að ekki sovézkt heldur finnskt tónskáld skuli hafa getað feng- ið á pólitískan baukinn í heimalandi sínu fyrir framsækni. En í kjölfar borgarastríðsins 1918 stóð mörgum Finnum stuggur af öllu í listum sem kenna mætti við nýjungagirni og byltingu og kölluðu „tónlistarbolsévisma“. I nági-annaríkinu fyrir austan 20 áram síðar var skammarorðið „formalismi“, en það er önnur saga, enda sætti Aarre Merikanto (1893-1958) vitanlega ekki sömu ofsóknum og starfsbræður hans í sæluríki Stalíns. En ekki átti hann sama fylgi að fagna en faðir hans, hið ástsæla sönglaga- og óperu- tónskáld Oskar Merikanto. Lítið var flutt eft- ir hann milli stríða, 2. píanókonsertinn beið 19 ár eftir frumflutningi, og tónskáldið henti í örvinglan, eða breytti til óbóta, mörgum verkum sínum á efri árum. Þótt hann næði sér upp úr morfínmisnotkun, gekk erfiðar að ráða við brennivínið. Samt virðist hann hafa verið vinsæll meðal kunningja og nógu virtur til að verða tónsmíðaprófessor í Sibeli- usai’akademíunni. Og hann samdi af krafti allt til enda. í sífjölgandi stílamýgrút 20. aldar verður æ auðveldara að fela frumleikaskort. En ekki virðist manni Aarre Merikanto hafa neitt að fela. Þó að tónlist hans kunni við fyrstu heyrn að minna á blöndu af Prokofiev, Rakhmanin- off, Bartók og jafnvel Villa-Lobos, þá sló mann jafnskjótt hvað hún er persónuleg og fersk. í diskbæklingi er fullyrt, að hann hafi engan pata haft af nýjungum miðevrópsku tónskáldanna, heldur hafi módernismi Meri- kantos sprottið af ósjálfráðri innri þörf. Og þó að framsæknin hafí þokað fyrir hefð- bundnari tjáningu með áranum, líkt og hjá svo mörgum öðrum tónskáldum, þegar aukin reynsla og kunnátta færist yfir, er engin elli- mörk að finna á yngsta verki þessa disks, 3. píanókonsertnum frá 1955 með ölkelduiðandi útþáttum og íhugulum „Pietá“-miðþætti sem hljómar likt og ofan úr asti’alplani. Hinar ótímasettu Stúdíur fyrir litla hljómsveit bera keim af ævintýralegrí dulúð, og fyrra Stykkið af tveim fyrir hljómsveit frá 1941 teflir fram syngjandi breidd, hið síðara spræku fótataki þjóðdansa. Finnar eru stórframleiðendur slyngi-a hljómsveitarstjóra, og Tuomas Ollila er engin undantekning, ef marka má hvað honum tekst vel að draga fram sérkennilegan frísk- leika þessa hálfgleymda tónskálds. Né heldur er snarpur píanóleikur Matta Raekallios til vanza, dyggilega studdur af vakurri hljóm- sveit í ágætri upptöku. Eiginlega er diskinum helzt til ama hvað hann er stuttur. Vel hefði mátt bæta 10-20 mínútum við, meðan tónlist- in er ekki verri en á þeim 54 sem fyrir eru. Ríkarður O. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.