Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Page 2
Morgunblaðið/Kristinn
Sigurður Guðmundsson sýnir myndir um manninn í samtímanum.
Jón Baldur Hlíðberg sýnir náttúrumyndir.
TVÆR SÝNINGAR OPNAÐAR í HAFNARBORG
MENN OG
MÁLLEYSINGJAR
SIGURÐUR Magnússon og Jón Baldur
Hlíðberg listmálarar opna málverkasýningar
í Hafnarborg í dag, laugardaginn 30. októ-
ber. Sigurður sýnir u.þ.b. 20 olíumálverk
sem öll eru máluð á sl. tveimur árum. Sýn-
inguna kallar Sigurður „Fleiri þankastrik"
og vísar til framhalds á fyrstu einkasýningu
sinni hér á íslandi í Ásmundarsal 1997. Jón
Baldur sýnir myndir af fuglum, fískum,
hryggleysingjum og blómum og kynnt verða
mismunandi vinnubrögð á bak við myndirnar
með skissum og öðrum vinnugögnum ásamt
stuttri myndbandsspólu.
Maðurinn i
samtímanum
Myndir Sigurðar eru fígúratívar og frá-
sagnarlegar og vísa allar til mannsins og
stöðu hans í umbreytingum samtímans.
Áhrif sækir Sigurður einkum á slóðir norð-
ur-evrópskrar fantasíu með expressiónísk-
um og rómantískum áhrifum. Myndmálið er
sótt til hins innri raunveruleika frekar en
ytri og myndgerð, litir, teikning og skali
frjáls og óbundin, segir í fréttatilkynningu.
Þetta er fjórða einkasýning Sigurðar á Is-
landi en auk þess hefur hann sýnt í
Englandi og Bandaríkjunum og verið þátt-
takandi í nokkrum samsýningum heima og
erlendis.
Sigurður stundaði nám í Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1985-1991, en hélt síð-
an til framhaldsnáms til Englands 1993. Þar
lauk hann prófí frá Goldsmith’s college, Uni-
versity of London árið 1994 og árið 1996
prófí í málaralist frá Central St. Martins
College of Art and Design, London Institut.
Síðan hefur Sigurður búið og starfað hér
heima og helgað tíma sinn málaralistinni.
Sýningin í Hafnarborg stendur til 27. nóv-
ember. Eftir opnunina verður sýningin opin
alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12 til 18.
Nóttúran
Jón Baldur fæddist í Reykjavík 1957.
Hann ólst upp í Garðabæ í náinni snertingu
við fjölbreytta náttúru umhverfis æskuslóðir
sínar og austur á héraði þar sem hann var
nokkur sumur í sveit. Enda fór svo að fljótt
fór að bera á miklum áhuga á náttúrufræði,
þó einkum fuglum. Þessi áhugi á fuglum
sameinaðist teikniáráttu, sem síðar varð til
þess að hann fór að sækja námskeið í teikn-
ingu við Myndlistaskólann í Reykjavík vet-
urinn 1982-83. Þaðan lá leiðin í Myndlista-
og handíðaskóla íslands, en þar var hann við
nám 1983-85.
Strax að skóla loknum hóf hann störf við
myndlýsingar þótt oft væru verkefnin stopul
á þeim vettvangi í upphafi. Fyrstu árin starf-
aði hann jafnframt teiknivinnunni við Náttúr-
fræðistofnun íslands og Náttúrufræðistofu
Kópavogs. Hin síðari ár hefur Jón þó helgað
sig teiknarastarfínu ásamt því að gera út
fjallabíl í ferðir með erlenda náttúruunnend-
ur á sumrum. Ennfremur hefur Jón kennt lít-
illega, flest hin síðari ár við MHI.
Auk fuglabókarinnar hefur Jón málað
myndir í aðrar bækur um fugla, fiska og
hvali. Eftir Jón liggur líka fjöldi mynda í
ýmsum kennsluritum, margvísleg veggspjöld
fyrir námsgagnastofnun og sveitarfélög og
fleira í þeim dúr. Jón vinnur nú að nokkrum
stórum verkefnum á þessu sviði og er meðal
annars væntanlegt stórt alþjóðlegt rit um líf-
fræðilega fjölbreytni, en Jón var valinn sem
einn helsti myndhöfundur þess úr stórum
hópi teiknara.
Sýningin stendur til 13. desember og er op-
in alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12 til 18.
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Ásmundarsafn
Yfírlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14
Erlingur Jón Valgarðsson (elli). Til 7. nóv.
Gallerí Fold, Kringlunni
Brian Pilkington og Gunnar Karlsson.
GalleriÉhlemmur.is. Þverholti 5
Baldur J. Baldursson og Kristinn Pálmason. Til 21.
nóv.
Gallerí Stöðlakot
Eirún Sigurðardóttir. Til 14. nóv.
Gallerí Sævars Karls, Bankastræti
Jón Axel. Til 4. nóv.
Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16
Bryndís Kondrup. Til 7. nóv.
Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs
Örn Ingi, Margrét Jónsdóttir, ljósmyndasýning, Ar-
þúsunda arkitektúr. 31. okt.
Gerðuberg
Þetta vil ég sjá: Friðrik Þór Friðriksson. Til 14. nóv.
Hafnarborg
Sverrissalur: Sigurður Magnússon. Aðalsalur: Jón
Baldur Hlíðberg. Til 13. des.
Hallgrímskirkja
Jón Axel Björnsson. Til 28. nóv.
Hönnunarsafn íslands, Garðatorgi
íslensk hönnun frá 1950-1970. Til 15. nóv.
Byggðasafn Eyrarbakka, Húsið
Klæðið fljúgandi. Til 31. okt.
i8, Ingólfsstræti 8
Trash/Treasure - Ina T og Beu T. Til 31. okt.
Kjarvalsstaðir
Grafík í mynd: Innlendir og erlendir listamenn.
Ragna Róbertsdóttir. Til 19. des.
Listasafn ASÍ
Ásmundarsalur og Gryfja: Elsa Dóróthea Gísladótt-
ir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Helgi Hjaltalín,
Hreinn Friðriksson, Jón Bergmann Kjartansson,
Pétur Örn Friðriksson og Sólveig Þorbergsdóttir.
Til 14. nóv. Arinstofa: Verk úr eigu safnsins.
Listasafn á Akureyri
Stefán Jónsson og dauðahvötin, yfírlitssýning á
vegum safnsins. Til 5. des.
Listasafn Árnesinga
Gísli Sigurðsson og Sigrid Valtingojer. Til 1. nóv.
Listasafn Einars Jónssonar
Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17. Högg-
myndagarðurinn opinn alla daga.
Listasafn íslands
Ásgrímur Jónsson í Skaftafellssýslum. Fimm
Súmmarar. Til 28. nóv.
Listasalurinn Man, Skólavörðustíg 14
Harpa Björnsdóttir. Til 7. nóv.
Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi
Halla Haraldsdóttir. Til 7. nóv.
Mokkakaffí
Einhverfír - heyrnalausir: Sigurður Þór Elíasson,
Gísli Steindór Þórðarson. Til 5. nóv.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson.
Norræna húsið
Prinsessudagar. Til 31. okt.
Nýlistasafnið
Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Cathrine Evelid,
Helga G. Óskarsdóttir, Ingvill Gaarder, Ólöf
Ragnheiður BJörnsdóttir og Stine Berger. Til 23.
okt.
One o one Gallerí, Laugavegi 48b
Hljóðverk Páls Thayer. Til 9. nóv.
Snegla listhús, Grettisgötu
Samsýning 15 listamanna. Til 30. okt.
Sparisjóðurinn í Garðabæ, Garðatorgi
Freyja Önundardóttir, Guðný Jónsdóttir, Gunn-
hildur Ólafsdóttir, Ingibjörg Hauksdóttir, Jóhanna
Sveinsdóttir, Kristín Blöndal og Sesselja Tómas-
dóttir. Til 5. nóv.
Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v/ Suður-
götu
Handritasýning opin þriðjudaga-föstudaga kl. 14-
16. Til 15. maí.
TONLIST
Laugardagur Bústaðakirkja: Árnesingakórinn.
Kl. 16.
Sunnudagur Listasafn Islands: Guðrún S. Birgis-
dóttir flautuleikari, Elín Guðmundsdóttir sembal-
leikari og Olöf Sesselja Óskarsdóttir gömbuleikari.
Fríkirkjan í Reykjavík: Skálholtskórinn. Kl. 20.
Miðvikudagur íslenska óperan: Óperan Manns-
röddin. Kl. 12.15.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Sjálfstætt fólk: Bjartur, lau. 30. okt. Fös. 5. nóv.
Ásta Sóllilja, lau. 30. okt. Fim. 4. nóv.
Fedra, sun. 31. okt.
Abel Snorko býr einn, mið. 3. nóv.
Glanni glæpur í Latabæ, sun. 31. okt.
Borgarleikhúsið
Vorið vaknar, fös. 5. nóv.
Sex í sveit, mið. 3. nóv.
Litla hryllingsbúðin, lau. 30. nóv.
Fegurðardrottningin frá Línakri, lau. 30. okt.
Pétur Pan, sun. 31. okt.
Leitin að vísbendingu um vitsmunalíf í alheiminum,
frums. fös. 5. nóv.
íslenski dansflokkurinn: NPK, Maðurinn er alltaf
einn, Æsa: Ljóð um stríð, sun. 31. okt. Fim. 4. nóv.
Islenska óperan
Baneitrað samband, lau. 30. okt.
Hellisbúinn, sun. 31. okt. Fös. 5. nóv.
Loftkastalinn
Hattur og Fattur, sun. 31. okt.
SOS Kabarett, lau. 30. okt.
Bioleikhúsið, Bfóborginni við Snorrabr.
Kossinn, lau. 30. okt.
Iðnó
Frankie & Johnny, lau. 30. okt. Mið. 3. nóv.
1000 eyja sósa, lau. 30. okt.
Gleym-mér ei og Ljóni Kóngsson, lau. 30. okt.
Þjónn í súpunni, sun. 31. okt. Fim. 4. nóv.
Leikhússport, mán. 1. nóv.
Kaffíleikhúsið
Ævintýrið um ástina, sun. 31. okt.
Tjarnarbíó
Töfratívolí, sun. 31. okt.
Mögulcikhúsið
Langafí prakkari, lau. 30., sun. 31. okt. Mán. 1. nóv.,
fös. 5. nóv.
Hafnarfjarðarleikhúsið
Salka ástarsaga, eftir Halldór Laxness, lau. 31. okt.
Fös. 5. nóv.
Hugleikur
Völin & kvölin & mölin, lau. 30., sun. 31. okt.
Tjarnarbíó
Töfratívolí, sun. 31.okt.
Leikfólag Akureyrar
Kdukkustrengir, lau. 30. okt.
Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ
Kötturinn fer sínar eigin leiðir, lau. 30., sun. 31. okt.
Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að
birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist
bróflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudög-
um merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringl-
unni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang:
menning@mbl.is.
TVEIR ÍSLENSKIR HÖNNUÐIR Á SÝNINGU í NEW YORK
Morgunbladid/Donna Fumosa
Hönnuðirnir (f.v.) Ólafur Þórðarson og Hjalti Karlsson.
KYNNTU VERK SÍN OG TÖLUÐU
New York. Morgunblaðið
TVEIR íslenskir hönnuðir, þeir Hjalti
Karlsson og Ólafur Þórðarson voru meðal
þátttakeuda á sýningu sem samtök
iðnhönnuða, The Municipal Art Soeiety, í
New York gengust nýverið fyrir í Chelsea-
hverfi. Sýning þessi stóð yfir eina helgi og
var liður í árlegum hönnunardögum í
borginni og var skipulögð af yfirmanni
iðnhönnunar- og byggingarlistadeildar
Nútímalistasafnsins, MoMa, Paolu
Antonelli.
Meðal þátttakenda í sýningunni voru
mörg þekkt nöfn í heimi iðnhönnunar, bæði
húsgagnahönnunar og
innanhússarkitektúrs og grafískrar
hönnunar. Samkoman var vel sótt og það
ekki síst, af hönnuðum í borginni. Auk
sýningarinnar héldu hönnuðirnir
fyrirlestra þar sem þeir fjölluðu um verk
sín.
íslendingarnir tveir hafa báðir verið
búsettir í New York um nokkurt skeið,
fyrst við nám og síðar störf. Grafíski
hönnuðurinn Hjalti Karlsson fjallaði um
hönnun sína og samstarfsmanns síns,
Stefáns Sagmeisters og Ólafur Þórðarson,
hönnuður og arkitekt, sagði frá verkum
sínum bæði hönnun og málverkum sem
hann sýndi á einkasýningu sinni hér fyrr í
sumar.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. OKTÓBER 1999